Morgunblaðið - 20.05.2021, Síða 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MAÍ 2021
Sími 557 8866 | www.kjotsmidjan.is | Fossháls 27, 110 Reykjavík
Er ekki kjörið að grilla
meðEurovision í kvöld?
Frábært úrval af kjöti – Kíktu við!
Opið virka daga
8:00-16:30
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Öfgamálmsveitin Ophidian I undir-
ritaði fyrr á árinu samning við hina
þekktu plötuútgáfu Season of Mist
sem stofnuð var 1996 í Marseille í
Frakklandi og kunn er fyrir útgáfu
á rokki í þyngri kantinum. Ophidian
I skipa trommarinn Ragnar Sverris-
son, gítarleikararnir Símon Þórólfs-
son og Daníel Máni Konráðsson,
bassaleikarinn Þórður Hermanns-
son og söngvarinn John Olgeirsson.
Daníel Máni segir samninginn
kveða á um útgáfu þriggja platna
með möguleika á framlengingu og
fleiri plötum. Hann er spurður að
því hvort Season of Mist sé ekki eitt
þekktasta fyrirtæki heims í útgáfu á
málmrokki og segir hann að fyrir-
tækið sé eitt af þremur eða fjórum
þeirra sýnilegustu í þeim geira í
dag. „Þetta eru ekki alveg þessir
sömu og eru í hefðbundinni tónlist,
þetta er ekki eins og Universal eða
Sony en eitt af þessum stærstu,“
segir Daníel Máni.
Ophidian I hefur verið starfandi
frá 2010 og fór með sigur af hólmi í
hljómsveitakeppninni Wacken
Metal Battle árið 2013. „Hún tók þó
nokkuð miklum mannabreytingum
fyrir svona tveimur árum og í kjöl-
farið var konseptið bak við hljóm-
sveitina endurhugsað og nýtt efni
samið með nýjum meðlimum,“ segir
Daníel Máni. Þá hafi boltinn farið að
rúlla.
Nýtt upphaf
En hvaða áhrif heldur hann að
samningurinn við Season of Mist
muni hafa? „Það er auðvitað dálítið
óljóst í núverandi ástandi en við
vonumst til að ná þeim mun betri
dreifingu og til fleiri sem gætu haft
áhuga á þessu, að koma þessu svolít-
ið út. Það er hægt að ná mun betri
árangri í því í gegnum svona kanal,“
svarar Daníel Máni. Hann segist
líka vonast til þess að í framtíðinni
geti hljómsveitin gert það sem hana
langi að gera, þ.e. að túra og leika á
tónleikum.
Daníel Máni segir hljómsveitina í
raun líta á samninginn sem nýtt
upphaf hvað varðar möguleika á
tónleikahaldi og ferðalögum. Þýskur
umboðsmaður hafi lengi haft áhuga
á hljómsveitinni og verið í sambandi
við hana. „Það er svolítið hann sem
hafði millgöngu með þennan samn-
ing og ýmislegt og við reiðum okkur
svolítið á hann til að koma þessu
þeim mun lengra hvað varðar bók-
ara og næstu ár. Við erum með ein-
hvern infrastrúktur til að vinna út
frá. Þetta er allt í ferli.“
Næsta plata sveitarinnar kemur
út 16. júlí og nefnist hún Desolate.
Platan er tilbúin, að sögn Daníels
Mána, og var það reyndar áður en
samningurinn var undirritaður.
„Það er eitt lag komið út af henni og
svo koma nokkrir singlar áður en
hún kemur út í sumar. Svo verður
henni fylgt eftir rafrænt eins mikið
og hægt er með vídeóum og ýmsu
efni,“ segir Daníel Máni um útgáf-
una.
Hratt og flókið
Daníel Máni er beðinn að skil-
greina tónlist Ophidian I og segir
hann hana þungarokk í grunninn
með mikla áherslu á tæknilega
færni. „Þetta er rosalega hratt og
frekar flókið, öfgamálmur er þetta
nú kallað stundum, „extreme met-
al“,“ útskýrir hann.
En þarf maður þá að vera skól-
aður í málmfræðum til að geta notið
þessarar tónlistar? „Nei, nei, þetta
er mjög melódískt og rosalega hljóð-
færadrifið, drifið áfram af hljóð-
færaleik. Þetta er ekki erfitt í
hlustun, bara mikill hraði, melódíur
og tækni,“ svarar Daníel Máni en
þeir sem vilja kynna sér tónlist
sveitarinnar geta gert það t.d. á
Spotify og á YouTube. Lagið nýút-
komna sem Daníel Máni nefndi
heitir „Diamonds“ og gefur það
forsmekkinn að hinni væntanlegu
plötu.
Ophidian I hjá Season of Mist
Málmsmiðir Þungarokkshljómsveitin Ophidian I, frá vinstri þeir John, Ragnar, Daníel, Þórður og Símon.
- Gefur út þrjár næstu breiðskífur hljómsveitarinnar - „Þetta er ekki erfitt í
hlustun, bara mikill hraði, melódíur og tækni,“ segir gítarleikarinn Daníel Máni
Ljósmynd/Rúnar Geirmundsson
Myndlistarmaðurinn Ásmundur
Sveinsson fæddist 20. maí árið 1893
og af því tilefni verður aðgangur
ókeypis að Ásmundarsafni við Sig-
tún í dag. Milli kl. 16 og 18 verður
boðið upp á örleiðsagnir um sýning-
arnar Ef lýsa ætti myrkva og Hönn-
un í anda Ásmundar. Úti í garði
verður ratleikur fyrir fjölskyldur.
Skólahljómsveit Austurbæjar leik-
ur fyrir gesti kl. 17.45.
Dagana 20.-23. maí taka vöru-
hönnuðir á móti gestum í safninu
kl. 12 í tengslum við sýninguna
Hönnun í anda Ásmundar.
List Ásmundur Sveinsson var einn af
frumkvöðlum höggmyndalistar á Íslandi.
Afmælisdegi
Ásmundar fagnað
Sigrún Páls-
dóttir hlýtur
Bókmenntaverð-
laun Evrópusam-
bandsins 2021
ásamt 13 öðrum
evrópskum höf-
undum. Verð-
launin hlýtur
Sigrún fyrir
Delluferðina sem
út kom 2019.
Í rökstuðningi dómnefndar segir:
„Delluferðin er skrifuð af listfengi
höfundar sem hefur náð gríðarlegu
valdi á bæði formi og stíl. […] Hér
er sannarlega ekki á ferðinni hefð-
bundin þroskasaga heldur er
miskunnarlaust snúið upp á allar
hefðir. […] Hér er allt undir;
þjóðararfurinn og þeir brauðfætur
sem söguleg sýn hvers samfélags
stendur á, en einnig stéttaskipting,
staða konunnar, staða Íslands,
staða erlends vinnuafls í New York
undir lok 19. aldar og síðast en ekki
síst skáldsagan sjálf.“
Sigrún verðlaunuð
fyrir Delluferðina
Sigrún Pálsdóttir
Ungir einleikarar er yfirskrift tón-
leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands
sem fram fara í Eldborg Hörpu í
kvöld kl. 20 undir stjórn Önnu-
Mariu Helsing. Einleikarar og ein-
söngvarar á tónleikunum voru valdir
í samkeppni sem fór fram í samstarfi
við Listaháskóla Íslands í haustið
2020. Sigurvegarar í keppninni að
þessu sinni voru Íris Björk Gunnars-
dóttir söngkona, Johanna Brynja
Ruminy fiðluleikari, Jón Arnar
Einarsson básúnuleikari og Marta
Kristín Friðriksdóttir söngkona.
Á efnisskránni eru aríurnar „Je
dis que rien“ úr Carmen eftir
Georges Bizet, „Stridono lassu“ úr I
Pagliacci eftir Ruggero Leoncavallo
og „Tu che di gel sei cinta“ úr
Turandot eftir Giacomo Puccini,
Fiðlukonsert eftir Felix Mendels-
sohn, Fantasy for trombone and orc-
hestra eftir Paul Creston, aríurnar
„Non mi dir“ úr Don Giovanni eftir
Wolfgang Amadeus Mozart, „Tu che
di gel sei cinta“ úr Turandot eftir
Giacomo Puccini og „Tutte le feste al
tempio“ úr Rigoletto eftir Giuseppe
Verdi ásamt sönglaginu „Drauma-
landið“ eftir Sigfús Einarsson.
Námsmenn yngri en 25 ára og
tónlistarnemar geta keypt miða á
1.800 kr. með Skólakorti Sinfóníunn-
ar. Vegna samkomutakmarkana er
takmarkað sætaframboð á tón-
leikana til að hægt sé að tryggja
nálægðarmörk milli gesta. Gestum
ber skylda til að vera með grímu á
tónleikunum sem eru um klukku-
stundar langir án hlés.
Eftirvænting Johanna Brynja Ruminy, Jón Arnar Einarsson, Marta Kristín
Friðriksdóttir og Íris Björk Gunnarsdóttir koma fram í Eldborg Hörpu.
Ungir einleikarar í kvöld