Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Fokið í flest skjól eftir Stephen Hough Hér segir frá Josep Flynn, kaþólskum presti á miðjum aldri sem ánetjast hefur kynlífimeð hórdrengjum, ungummönnum sem selja blíðu sína. Bókin er hvort tveggja í senn hugleiðing um boð og bönn trúarbragða og berorð hommasaga. Konurnar báru nöfn eftir JeetThayil Þegar lærisveinarnir létu sig hverfa á örlagastundu Krists voru það konurnar sem stóðumeð honum allt til enda. Mögnuð skáldsaga um fimmtán áhugaverðar og sterkar konur sem vert er að vita hvað hétu. Nýjar bækur frá Fást í verslunum Pennans-Eymundsonar og Forlagsins, penninn.is og forlagid.is DAGMÁL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stefán Hjörleifsson, landsstjóri Storytel á Íslandi, segir að fyrirtækið ætli að gefa út bók á prenti hér á landi í ár. Markar það mikil tímamót enda hefur fyrirtækið einblínt á rafræna streymis- og bókaútgáfu frá því að fyrirtækið tók til starfa hér á landi í ársbyrjun 2018. Stefán bendir á að Storytel hafi nú þegar gert tilraunir með það erlendis að gefa út bækur samtímis á rafrænu og prentformi og þar sé reynslan gjarnan sú að raf- ræna útgáfan gangi betur. Hann seg- ir einnig tækifæri í því að byrja á raf- rænni útgáfu og færa sig svo í prentið. „Þá hefur maður svo góð verkfæri til að prófa vöruna. Þar höfum við marga gagnrýnendur ólíkt því sem er á blaði þar sem einn hefur það í hendi sér hvernig prentútgáfa fer heldur mörg þúsund athugasemdir og stjörnugjafir og þá er búið að kanna á markaðnum hvernig varan kemur út.“ Hann segir ekki útilokað að Story- tel muni gefa út fleiri en eina bók á þessu ári á prenti. Raunar hefur fyrirtækið fikrað sig í átt til hefðbundinnar bókaútgáfu á síðustu árum, m.a. með kaupum á stórum útgáfufélögum á borð við Norstedts í Svíþjóð og People’s Press í Danmörku. Segir Stefán að þessi skref hafi verið tekin til þess að færa Storytel nær framleiðslunni, þ.e. uppsprettu efnisins sem streymisveitan byggist á. Það flýti fyrir því að fá gott efni inn á kerfi fyrirtækisins. Ekkert varð af kaupunum Hinn 1. júlí í fyrra var tilkynnt að Storytel hefði keypt 70% hlut í For- laginu, langstærsta bókaforlagi landsins til langs tíma. Þóttu mikil tíðindi felast í því og urðu ýmsir til þess að gagnrýna kaupin, töldu að sænskir fjárfestar væru með ein- hverju móti að sölsa undir sig mik- ilvæga þætti í bókmenningu þjóðar- innar. Stefán segir að ekkert slíkt hafi staðið til og sú staðreynd að bók- menntafélagið Mál og menning var áfram í hluthafahópnum hafi falið í sér aðra nálgun en annars staðar, þar sem forlögin hefðu verið keypt að fullu. Tilkynntu fyrirtækin kaupin til Samkeppniseftirlitsins, jafnvel þótt sérfræðingar á þeirra vegum hefðu metið það svo að kaupin væru undir viðmiðunarfjárhæðum sem settar eru varðandi tilkynningarskyldu kaupa af þessu tagi. Það kom hins vegar mörgum á óvart þegar tilkynnt var rétt fyrir jól í fyrra að ekkert yrði af kaupunum. Til dagsins í dag hefur ekki verið upplýst um ástæður þess hvað olli ákvörðun viðsemjendanna. Stefán segir hins vegar tímabært að gera það nú. „Skilyrðin hefðu orðið hamlandi á okkur í alþjóðlegu samhengi. Að vera komin með einhvers konar skilgrein- ingu, Forlagið er með slíka skilgrein- ingu sem markaðsráðandi fyrirtæki og við óttuðumst að þau myndu fylgja okkur því það er litið á þetta sem samruna.“ Vill hann því meina að eft- irlitsstofnanir annars staðar á Norð- urlöndum, sem Samkeppniseftirlitið hér á landi á í nánu samstarfi við, myndu taka upp sömu skilgreiningu og yfirfæra á Storytel á öðrum mörk- uðum en þeim íslenska. Með því „væri verið að taka helstu vopn okkar við helstu risana úr hönd- unum á okkur“, segir Stefán og vísar þar til frumframleiðslu fyrirtækisins. Með skilyrðum Samkeppniseftirlits- ins hefði félaginu verið gert ómögu- legt að framleiða sitt eigið efni inn á streymisveitur sínar, sem sé þó það vopn sem fyrirtækið telji sig helst búa yfir til þess að eiga í höggi við stórar streymisveitur á borð við Audible. Vont fyrir Íslendinga Niðurstaðan varð því sú að fallið var frá samrunanum og þess í stað efnt til samstarfs við Forlagið undir öðrum formerkjum. Stefán segir að Storytel hafi náð sama markmiði með því en að þessi niðurstaða hafi hvorki verið íslenskum neytendum né ís- lenskum rithöfundum til góða. Nú sé að verða til stór útgáfusamsteypa á Norðurlöndum sem íslenski bóka- útgáfumarkaðurinn sé ekki hluti af og þar kunni að glatast tækifæri fyrir höfunda, m.a. til að koma sér á fram- færi utan landsteinanna. Stærsta útgáfufélagið Stefán segist hafa mikla trú á áframhaldandi vexti Storytel, jafnvel þótt félagið sé nú þegar orðið fjórfalt umsvifameira hér á landi en hann hefði trúað að það gæti orðið þegar vegferðin hófst. Tölur Hagstofunnar bendi til þess að fyrirtækið sé með um 35% markaðshlutdeild sem sé ótrú- legt í ljósi þess að hlutdeildin hafi ver- ið 1% fyrir fimm árum. Nú sé Storytel sennilega stærsta útgáfufélag landsins. Storytel hyggst gefa út bók á prenti á þessu ári - Útgáfan er orðin fjórfalt stærri en Stefán Hjörleifsson taldi að hún gæti mest orðið Útgefandi Stefán Hjörleifsson stofnaði tonlist.is og Skynjun og seldi það fyrir- tæki til Storytel á sínum tíma. Hann fer nú fyrir stærsta útgáfufélagi landsins sem þó á enn eftir að gefa út sína fyrstu bók á prenti. Það breytist í ár. Opna matar- vagn á Spáni Íslenska parið Kristján Bender og Inga Sörensdóttir opnaði mat- arvagninn Domo Bistro & Grill 1. maí síðastliðinn í Alicante-héraði á Spáni og bjóða gestum meðal annars upp á hamborgara, íslenskan fisk og bakkelsi. „Þetta hefur verið stór- kostlegt, við höfum haft opið í tvær vikur og við höldum varla í við að anna eftirspurn. Við erum búin að þurfa að loka þrisvar vegna þess að allt seldist upp,“ segja þau um við- brögðin. Að sögn eru bæði heimamenn og Norðurlandabúar mjög ánægðir með vagninn. Einnig hafa Íslend- ingar búsettir á Spáni fjölmennt á staðinn. Inga hefur starfað við veitingar á einn eða annan hátt síðan hún var 15 ára og Kristján hefur unnið víða samhliða kokkanámi, þar á meðal á Michelin-veitingastaðnum Dill. Árið 2017 flutti Inga til Spánar með móður sinni. Kristján varð hins vegar eftir á Íslandi og opnaði pop- up-staðinn Möns í Mathöll Granda. Tveimur árum seinna fór hann til mæðginanna í jólafrí og ílengdist. „Þá sáum við vagninn til sölu á Fa- cebook. Það var bara eitthvað sem small og við fjárfestum í honum. Viku síðar skall á viðvörunarástand hér á Spáni og öllu var harðlokað. Vagninn var þá staðsettur í öðrum bæ og gátum við ekki snert, heim- sótt né hreyft hann í fjóra mánuði.“ Kristján og Inga dóu ekki ráða- laus og ákváðu að byrja að baka ís- lenskt bakkelsi fyrir aðra Íslendinga sem voru búsettir á Spáni. „Úr varð að við bjuggum til Domo-bakkelsi þar sem við og aðrir Íslendingar sem sumir gátu ekki ferðast heim fengu heimþrá.“ hans@mbl.is Veisla Kristján Bender í Domo ásamt Michael og Inga Þór. - Bjóða upp á grillmat og íslenskt bakkelsi Hanna Katrín Friðriksson, þing- flokksformaður Viðreisnar, leiðir lista flokksins í Reykjavík- urkjördæmi suður og Þorbjörg Sig- ríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, leiðir listann í Reykja- víkurkjördæmi norður. Daði Már Kristófersson, prófess- or í hagfræði og varaformaður Við- reisnar, skipar 2. sætið á lista flokksins í Reykjavík suður. Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er í 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar, er í 3. sæti listans í Reykjavík suður og Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir, sál- fræðinemi og frístundaleiðbein- andi, skipar 3. sæti listans í Reykja- vík norður. Listarnir voru kynntir í gær án þess þó að fram kæmi hvernig þeir voru valdir. Ekki náðist í Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann flokksins í gærkvöldi. Ljósmynd/Aðsend Valin Frambjóðendur Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmum stilla sér upp. Þingmenn leiða lista Viðreisnar - Varaformaður fær 2. sæti á lista
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.