Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Cloud 24.995.- / St. 37-40,5 Vnr.: ON-190005W Cloudventure 29.995.- / St. 37-47 Vnr.: ON-2299950W/M ON CLOUD HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ AÐ HLAUPA Á SKÝI ? Cloudultra 29.995.- / St. 37-44,5 Vnr.: ON-4499538W/M Cloud Hi Edge 27.995.- / St. 42-46 Vnr.: ON-2899797M KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE Mikilvægt er að fjár- festar hafi upplýsingar um hverjir eru helstu eigendur félaga sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað. Til að ná því markmiði er skylt skv. lögum að tilkynna það til viðkomandi út- gefanda og Fjármálaeft- irlits Seðlabanka Ís- lands ef nægilega miklar breytingar verða á eignarhaldi eða atkvæðisrétti í skráðu félagi. Slík tilkynning nefnist flöggun og hefur verið skylt að flagga þegar atkvæðisréttur aðila í skráðu fé- lagi fer yfir eða undir tiltekin flögg- unarmörk. Mörkin byrja við 5% og fylgja þrepaskiptingu eftir það. Útgef- anda ber svo að birta opinberlega upp- lýsingar í tilkynningu um flöggun. Með þessum hætti fá allir leikendur á markaði sömu upplýsingar um veru- legt eignarhald skráðra félaga. Þann 1. maí sl. tóku gildi ný lög sem hafa breytingar í för með sér á reglum um flöggunarskyldu, þ.e. lög nr. 20/ 2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu. Lögin marka ákveðin tímamót þar sem nú eru komin ný heildarlög um reglu- bundna og viðvarandi upplýs- ingaskyldu útgefenda verðbréfa. Hlið- stæð ákvæði í lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 voru felld brott við gildistöku laganna. Lögin byggjast á tilskipun Evrópu- þingsins og -ráðsins 2004/109/EB frá 15. desember 2004, almennt nefnd gagnsæistilskipunin, með síðari breyt- ingum. Markmið tilskipunarinnar er að samræma kröfur um skyldu útgef- enda til að veita upplýsingar og stuðla með því að raunverulegum innri mark- aði og víðtækri vernd fyrir fjárfesta. Nokkrar breytingar hafa orðið á til- skipuninni frá því hún var fyrst tekin upp í íslensk lög og fela lög nr. 20/2021 í sér innleiðingu á tilskipuninni ásamt síðari breytingum í íslenskan rétt. Lögin hafa að geyma ýmsar áhuga- verðar breytingar. Meðal annars er skilgreiningum á útgefanda og heima- ríki breytt auk þess sem frestir til birt- ingar árshlutareikninga eru lengdir. Þá vekur athygli lenging frests annars vegar flöggunarskyldra aðila til að senda tilkynningu um flöggun og hins vegar útgefanda til að birta op- inberlega upplýsingar úr flögg- unartilkynningu. Að mati undirritaðra er hins vegar eftirtektarverðasta breytingin fjölgun tegunda fjármálagerninga sem stofnað geta til flöggunarskyldu. Sú breyting er innleidd með ákvæði b.-liðar 1. mgr. 14. gr. laga nr. 20/2021 og hefur í för með sér umtalsverðar efnislegar breytingar á reglum um flögg- unarskyldu. Ákvæðið tiltekur að við mat á því hvort flöggunarskylda stof- nast er nú, til viðbótar við það sem áð- ur gilti, meðal annars horft til fjár- málagerninga sem hafa sambærileg efnahagsleg áhrif og fjármálagern- ingar sem veita rétt til öflunar hluta sem atkvæðisréttur fylgir. Af ákvæð- inu leiðir að tilteknir fjármálagern- ingar sem hvorki bera atkvæðisrétt né veita rétt eða heimild til að afla hluta sem atkvæðisréttur fylgir teljast nú með við útreikning vegna flöggunar- skyldu. Með því að horfið sé frá því að líta aðeins til atkvæðisréttar við mat á flöggunarskyldu er skyldan rýmkuð umtalsvert enda eiga sér stað marg- vísleg viðskipti með fjármálagerninga skráðra félaga án þess að þeim fylgi at- kvæðisréttur. Áhrif téðrar breytingar eru að óbeint eignarhald á eða réttindi til hlutafjár í gegnum tiltekna fjár- málagerninga sem gera skal upp með greiðslu reiðufjár er tekið með þegar hlutfall eignarhalds vegna flöggunar er reiknað saman þótt enginn atkvæð- isréttur fylgi. Í 2. mgr. 14. gr. laganna kemur svo fram hvernig reikna skal „atkvæðisrétt“ þegar fjármálagern- ingur veitir aðeins rétt til uppgjörs með reiðufé. Héðan í frá þarf því að flagga vegna öflunar eða ráðstöfunar slíkra gerninga. Þar sem þeir geta ver- ið af margvíslegum toga er mikilvægt að meta hverju sinni hvort gerningar séu þess eðlis að þeir geti stofnað flöggunarskyldu samkvæmt nýju regl- unum. Þó er rétt að taka fram að þeir fjár- málagerningar sem falla undir fram- angreinda skilgreiningu og gerðir voru fyrir 1. maí 2021, þ.e. í tíð flögg- unarreglna laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007, eru ekki flöggunar- skyldir. Leiðir það af meginreglu ís- lensks réttar um bann við afturvirkni laga og 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár- innar um bann við refsingu nema lög hafi kveðið á um hana þegar brot var framið. Á hinn bóginn er ljóst af ákvæðum laga nr. 20/2021 að frá og með 1. maí 2021 stofnast skylda til flöggunar við öflun eða ráðstöfun slíkra gerninga án atkvæðisréttar ef farið er yfir eða und- ir flöggunarmörk. Þannig myndi öflun slíkra gerninga sem næmu 1% reikn- aðs „atkvæðisréttar“ útgefanda leiða til flöggunarskyldu ef viðkomandi ætti þegar réttindi til slíkra gerninga sem næmi 14,5% „atkvæðisréttar“, svo samanlagt væri farið yfir 15% flögg- unarmörkin. Sama myndi gilda ef við- komandi ætti fyrir hlutabréf með atkvæðisrétti og færi samanlagt yfir flöggunarmörk með öflun slíkra gern- inga án atkvæðisréttar. Mikilvægt er fyrir hagsmunaaðila á fjármálamarkaði að kynna sér fram- angreindar breytingar og aðrar þær sem gerðar voru með lögum nr. 20/ 2021 og taka mið af þeim í störfum sín- um. Eftir Kára Ólafsson og Sigvalda Fannar Jónsson »… mikilvægt er að meta hverju sinni hvort gerningarnir séu þess eðlis að þeir geti stofnað flöggunarskyldu samkvæmt nýju regl- unum. Kári Ólafsson Kári er lögmaður og meðeigandi á BBA//Fjeldco. Sigvaldi Fannar er lögmaður og fulltrúi á BBA//Fjeldco. kari@bbafjeldco.is sigvaldi@bbafjeldco.is Sigvaldi Fannar Jónsson Eftirtektarverðar breytingar á flöggunarskyldu Í þáttum Davids Attenboroughs er fjallað um líf villtra dýra víðsvegar um heiminn. Þar er m.a. greint frá því hvernig villtu dýrin heyja lífs- baráttuna við óblíð náttúruöfl og hin dýr- in, sem öll berjast hvert við annað fyrir lífi sínu, þar gildir hið fornkveðna að eins dauði er annars brauð. Þættirnir staðfesta það að allt sem lifir virðist vera forritað þegar það kemur í heiminn. Eðlið segir hverju og einu til um eigin hegðun, hvar sé best að afla fæðu, ekki bara það heldur hvernig skuli nálgast hana og kló- festa. Margar lífverur fara yfir hálf- an hnöttinn til þess að eignast af- kvæmi, þar nægir að nefna farfuglana okkar sem koma á hverju vori til þess að verpa og koma ung- unum á legg. Laxinn ku fara um víð- an veg til þess að hrygna í íslenskum ám. Ekki bara í íslenskum ám heldur í ákveðinni á, og á ákveðnum stað. Sama gildir um álinn, það furðulega dýr, sem hefur verið manninum ráð- gáta frá tímum Aristótelesar, og svona mætti lengi telja. Margir hafa spurt sig og spyrja trú- lega enn: Hvað er það sem stýrir? Hvernig finnur farfuglinn varp- stöðvarnar sínar eftir margra sólarhringa flug hingað til lands og hvað er það sem stýrir hrygnunum hingað í sömu árnar ár eftir ár? Er maðurinn frá- brugðinn? Maðurinn, sem verð- ur seint greindur frá öðrum dýrum merkurinnar, hafði öll þessi sömu einkenni lengst af, en með allri tækni nútímans eru notin fyrir þau farin að minnka eða hverfa alveg. Minnist þess að fyrir líklega góðum tveimur áratugum flaug ég til Ísafjarðar í góðu veðri og ætlaði heim með kvöldvélinni sama dag. Skömmu eftir komu mína á flugvöll- inn hitti ég kunningja minn sem sagði við mig: „Þú ferð ekki heim í kvöld því þá verður orðið ófært.“ Af hverju? spurði ég. Hann svaraði: „Þegar skýjafarið er með líkum hætti og var í dag,“ á ákveðnum stað sem hann nefndi, „gerir skömmu síð- ar vonskuveður úr norðaustri.“ Allt gekk þetta eftir, ég var veðurtepptur á Ísafirði í þrjá sólarhringa. Er eitt- hvað eftir af veðurglöggum ein- staklingum í tæknisamfélagi nú- tímans? Það var m.a. þessi sérgáfa sem gerði okkur kleift að búa í þessu landi lengst af. Formenn áraskip- anna lásu í skýin áður en ýtt var úr vör og róið var til fiskjar. Bóndinn las í skýin áður en ákveðið var hvort og þá hvaða grasnyt skyldi slegin þann daginn og sá sem þurfti að ferðast um lengri veg las í veðrið áður en far- ið var af bæ. Hvað með að lesa í ölduna? Ætli einhver eða einhverjir kunni það í dag þar sem notin eru horfin? Að lesa í ölduna var að finna út í lendingu gömlu áraskipanna hvenær óhætt var að taka land án þess að fá á bát- inn brotsjó í vörinni. Þetta var kúnst sem barst frá manni til manns eins og nánast allur fróðleikur fyrri tíma. Nú er hægt að sigla án þess að líta út Ég minnist þess að þegar ég fór á síld í fyrsta sinn á 56 lesta trébáti voru einu siglingatækin um borð áttaviti, dýptarmælir og svokallaður vegmælir sem mældi sigldar mílur hverju sinni. Það segir sig sjálft að þegar leitað hafði verið lengi á stóru svæði með sífelldum stefnubreyt- ingum, í þoku og súld, aldrei landsýn, þá lá nú ekki alltaf ljóst fyrir hvar skipin voru stödd hverju sinni. Minn- ist þess að á þessum árum var komið fyrir baulu á Siglunesinu við Siglu- fjörð til þess að auðvelda skipunum að finna fjörðinn, þá var farið fram á stefnið til þess að leggja við hlustir. Í dag eru komin svo fullkomin stað- setningartæki í skipin að það er nán- ast hægt að sigla hvert sem er og leggjast að bryggju án þess að líta út um glugga. Tæknin og þægindin kosta Öll tæknin og þægindin hafa ekki verið án fórna því til framleiðslunnar hefur verið notað mikið magn af alls konar gerviefnum sem ekki falla inn í hina náttúrulegu hringrás alls hér á jörðu sem sér um sig sjálf svo fremi sem utanaðkomandi öfl, sem skortir þekkingu á tilurð hennar og virkni, hafi þar ekki áhrif um of. Gerviefnin, sem eru m.a. allt plastið, safnast nú upp án þess að hingað til hafi tekist að eyða þeim án vandræða, en það er ekki svo ýkja langt síðan plastið kom á markað sem var rómað í hástert og þeim sem gátu það af sér hrósað fyrir allt hugvitið og framsýnina sem að baki bjó. Hringrásarhagkerfið Í dag er svarið við gervi- efnaúrganginum hringrásarhagkerfi sem á að bjarga heiminum, sem felst í því, ef ég skil málið rétt, að allt gervidótið verði endurunnið og end- urnýtt og komið á ný inn í hina dag- legu neyslu okkar. Dæmi um þessa aðferðafræði er niðurdæling á koltví- sýringi til móts við basaltlögin í jarð- skorpunni þar sem koltvísýringurinn binst basaltinu svo úr verður stein- tegundin kalsít. Nú er spurningin hvernig til tekst með þessa mann- gerðu hringrás gerviefna sem eru af- urðir hins rómaða þekkingarsam- félags sem gleymdi að huga að afleiðingum allra uppgötvananna sem ætlaðar voru til að létta okkur lífið en eru í dag helsta ógn þess. Mín skoðun er sú að mannkynið sé komið of langt frá uppruna sínum, komið úr tengslum við lífríkið og hafi þar af leiðandi takmarkaða þekkingu á því og það sem er enn verra; við er- um hætt að bera virðingu fyrir því vegna sýndarmennsku og sjálfsdýrk- unar þeirra sem telja sig öllu og öll- um æðri. Trosnað jarðsamband Eftir Helga Laxdal Helgi Laxdal » Öll tæknin og þæg- indin sem hafa verið knúin fram í andstöðu við lífríki jarðar eru á góðri leið með að kosta mannkynið tilveru sína, verði áfram haldið. Höfundur er vélfræðingur og fyrrverandi yfirvélstjóri. punkta60@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.