Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 65
DÆGRADVÖL 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is GÓÐUR FERÐA FÉLAGI MOKKAKANNA 6. BOLLA – 5.990,- „ARKITEKTINN VILDI LEGGJA ÁHERSLU Á AÐ HALDA ÖLLUM SJÓNLÍNUM SVO ÚTSÝNIÐ NYTI SÍN.“ „ÞAÐ VAR EITTHVAÐ AÐ LENDA Á BAKINU Á MÉR!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera fullkomnir félagar. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG HEF HEYRT AÐ ÞESSI HRYLLINGS- MYND SÉ SVAKALEG. KANNSKIÆTTIR ÞÚ EKKI AÐ HORFA Á HANA HVAR ER JÓN? UNDIR SÓFANUM TAKK FYRIR SEKKINN MEÐ GULL- PENINGUNUM, KÆRI HERTOGI! VÁ! NÚ LÍÐUR MÉR HRÆÐILEGA!HRÓLFUR!ÞEKKIRÐU MIG EKKI? VIÐ VORUM ÆSKUVINIR! OPIÐ HÚS HITTU MIG Á KRÁNNI Í KVÖLD! ÉG SKAL SPLÆSA Á ÞIG DRYKK! TILSÖLU ar-, fræðslu- og skemmtiferðir með góðum mat og drykk. Einnig eru Tómasarsystur traustur félags- skapur vinkvenna sem verður dýr- mætari og þéttari eftir því sem árin líða.“ Fjölskylda Maki Rannveigar er Sigurður Helgi Helgason, f. 7.8. 1961, skrif- stofustjóri í fjármála- og efnahags- ráðuneytinu. Þau hófu sambúð árið 2010 í Kópavogi en fluttu í vetur í Laugarneshverfið í Reykjavík. For- eldrar Sigurðar: Hjónin Lilja S. Jónasdóttir, f. 7.5. 1937, fv. verka- kona, búsett í Njarðvík, og Helgi Lárusson, f. 25.6. 1936, d. 10.9. 1997, sjómaður . Börn Rannveigar eru 1) Ásmund- ur Einar Kristmundsson, f. 22.5. 1990, rekstrarstjóri, búsettur í Reykjavík, maki: Karolina Ambo- taite nemi; 2) Halldóra Guðný Kristmundsdóttir, f. 26.7. 1994, fjármálaverkfræðingur, maki: RóbertÁrnason verkfræðingur. Þau starfa í London. Börn Sigurðar eru Guðbjörg, f. 1985, Arnaldur, f. 1987, Nökkvi Steinn, f. 1991, Álf- rún, f. 1993, og Jökull Örn, f. 2002. Barnabörn eru Saga Lilja, f. 2019, og Tóva Charlotte, f. 2021. Systkini Rannveigar eru Jóhanna Einarsdóttir, f. 11.11. 1952, prófess- or á menntavísindasviði HÍ; Einar Einarsson, f. 2.4. 1955, verkfræð- ingur hjá BM Vallá; Jón Helgi Ein- arsson, f. 27.10. 1964, verkfræð- ingur hjá RB. Foreldrar Rannveigar voru hjón- in Halldóra Jónsdóttir, f. 4.12. 1931, frá Hvammeyri, d. 24.9. 2017, hús- móðir og Einar Einarsson, f. 12.5. 1909, frá Urriðafossi, d. 26.8. 1994, húsumsjónarmaður. Rannveig Einarsdóttir Ragnheiður Guðbjörg Nikulásdóttir húsfreyja í Norður-Botni Jón Steinhólm Gíslason bóndi og gullsmiður í Norður- Botni í Tálknafirði Jóhanna G.A. Jónsdóttir húsfreyja á Hvammeyri og kennari Jón Bjarni Ólafsson bóndi á Hvammeyri við Tálknafjörð Halldóra Jónsdóttir húsmóðir í Reykjavík Kristín Bjarnveig Jónsdóttir húsfreyja á Hvammeyri Ólafur Bjarnason bóndi á Hvammeyri Helga Þórarinsdóttir húsfreyja í Kolsholti Gísli Hallgrímsson bóndi í Kolsholti í Flóa Rannveig Gísladóttir húsfreyja á Urriðafossi Einar Gíslason bóndi á Urriðafossi í Flóa Guðrún Einarsdóttir húsfreyja á Urriðafossi Gísli Guðmundsson bóndi á Urriðafossi Úr frændgarði Rannveigar Einarsdóttur Einar Einarsson húsumsjónarmaður í Reykjavík Út er komið úrval ljóða og lausa-vísna eftir Hjálmar Frey- steinsson og er „Ekki var það illa meint“ heiti bókarinnar. Ekki þarf að fjölyrða um það, að þessi bók er kjörgripur þeirra sem unna ís- lenskri vísnagerð. Hjálmar var fyr- ir margt löngu þjóðkunnur fyrir lausavísur sínar og limrur. Ég hygg, að ekki sé ofmælt, að hann sé meðal hnyttnustu og snjöllustu limruskálda okkar. Og svo leika lausavísurnar honum á tungu og festast í minni manns eins og þessi: Einn því fylgir ókostur að eiga símann: hættan á að hringt sé í mann. Eða þessi: Vertu ekki vanþakklátur, vafamál ég ekki tel að það að Katrín kaupi slátur kemur sauðfjárbændum vel. Stundum yrkir Hjálmar um at- burði líðandi stundar. Heitar um- ræður urðu um byggingu hótels í og við gamla kirkjugarðinn við Að- alstræti. Hjálmar orti: Hótel gera okkur harla rík, háum skila arði, en ekki vildi ég vera lík í Víkurkirkjugarði. Og við að fletta bókinni rifjast margt upp. „Fundarefni“ er yf- irskrift þessarar limru: Þau héldu fámennan fund og fjölluðu drykklanga stund um kvenfólksins alla kosti og galla í klaustri við Templarasund. Og 29. sept. 2017 kom „björg- unin“: Land fyrir stafni loksins rís, lán að vera ekki sokkinn! Auður og gæfa eru vís ef að þjóðin bara kýs Miðframsóknarflokkinn. „Ekki viðræðuhæfur“: Helst ég líkist heimskum krakka, hömlun mín er sú að ekki skil ég orkupakka eitt og tvö og þrjú. Um reiða þjóð yrkir Hjálmar í október 2017: Bölvandi búsáhöld lemur, bræðin er mörgum til ama, en þegar til kastanna kemur kýs hún alltaf það sama. Og „Þungunarpróf“: Ein þokkadís þóttist of sver, lét þungunarpróf gera á sér. Svarið var „já“, segir hún þá: Sést þá hver faðirinn er?“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Einstæð bók og skemmtileg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.