Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 57
MINNINGAR 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
✝
Patrekur Jó-
hann Kjartans-
son Eberl fæddist á
Selfossi 24. mars
2006. Hann lést af
slysförum 12. maí
2021. Foreldrar
hans eru Veronika
Eberl, f. 21.11. 1979
í Þýskalandi og
Kjartan Þór Krist-
geirsson, f. 21.4.
1985. Systkini hans
eru Þórhildur Lotta, f. 13.5. 2008
og Þormar Fálki, f. 15.2. 2018.
Fjölskyldan býr í Búð I í Þykkva-
bæ. Móðurforeldrar Patreks Jó-
hanns eru Christine Eberl, f.
1948 og Johann Baptist Eberl, f.
1940, d. 2009. Föðuramma hans
er Þórhildur Helga Þorleifsdótt-
ir, f. 1965 og föðurafi, maður Þ.
Helgu, er Bogi Theodór Ellerts-
son, fæddur 1968. Föðurafi hans
er Kristgeir Friðgeirsson, f.
1963 og föðuramma, kona Krist-
geirs, Birna Kjartansdóttir, f.
1971.
Fyrstu æviár Patreks Jóhanns
bjó fjölskylda hans
á Selfossi og í
Hveragerði. Árið
2013 flutti fjöl-
skyldan í Búð I í
Þykkvabæ þar sem
hún er með hross
og sauðfé. Patrekur
Jóhann var metn-
aðarfullur framtíð-
arbóndi og hafði
mikinn áhuga á
allri ræktun hvort
sem það var skepnu- eða gróð-
urrækt. Patrekur Jóhann var
hugrakkur, lífsglaður, ófeiminn
við að vera hann sjálfur og átti
auðvelt með að blanda geði við
fólk. Hann var góður við þá sem
minna mega sín, menn og dýr.
Hann var nemandi í 9. bekk í
Grunnskólanum Hellu þar sem
hann átti góða vini og félaga
Útförin fer fram frá Garða-
kirkju 27. maí 2021 klukkan 15.
Streymt verður frá útför:
https://ebkerfi.is/streymi
Streymishlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
Við munum gleðina þegar við
fréttum að Patrekur væri vænt-
anlegur í heiminn. Gleði okkar
og langömmu hans þegar við
fórum og heimsóttum hann ný-
fæddan á Selfoss. Hvað það var
gaman að fylgjast með honum
vaxa og dafna og þroskast.
Þessi litli hraðskreiði frændi
okkar sem tók eftir öllu mögu-
legu og hafði orð á því. Stund-
um talaði hann svo hratt að við
skildum ekki neitt í neinu – en
þegar við báðum hann að hægja
á sér spurði hann kannski bara
hvort hann mætti fá mjólk. Og
við urðum við því. Þegar hann
var í heimsókn, þá þriggja ára,
fórum við út í bílskúr að ná í
leikföng og hann kom auga á
hestinn Skjóna – forláta leik-
fang, ættað frá Þýskalandi.
„Hestur,“ sagði drengurinn og
inn í hús fór gripurinn. Þegar
Imba frænka kraup svo og
skrúfaði rugguna undir Skjóna
spurði snáðinn: „Ertu að járna
hann?“ Auðvitað var Imba að
því þótt hesturinn væri úr
plasti og ruggan úr áli.
Hestamaður, knapi, bóndi,
hænsnabóndi sem ungaði út ís-
lenskum hænuungum svo stofn-
inn stækkaði. Útivistarmaður,
fullorðinslegur, duglegur, enda-
laust duglegur. Þeyttist um á
hesti, krossara, fjórhjóli – alltaf
á ferðinni. Lynti við fólk á öll-
um aldri. Rauðhærður og flott-
ur, brosmildur, þannig var hann
Patrekur frændi okkar.
Hann var kallaður allt of
snemma á fund almættisins. Við
grátum og syrgjum hann, þetta
mikla mannsefni.
Sárast eiga foreldrarnir og
systkini hans, ömmurnar, af-
arnir, Ísak besti vinur hans og
allir þeir sem elskuðu hann.
Vertu Guði falinn elsku Pat-
rekur Jóhann. Hjartans þakkir
fyrir að hafa lífgað upp á lífið
og tilveru okkar.
Ingibjörg (Imba frænka)
og fjölskylda í
Eyjahrauninu.
Þétt og sterkt handtakið var
fyrsta snerting okkar Patreks
Jóhanns sem horfði beint í aug-
un á þeim sem hann heilsaði.
Það gera alvörumenn og það
var ekki eins og hann væri ný-
lega orðinn 14 ára gamall. Þess-
ar hendur voru þegar orðnar
þroskaðar af vinnu og höfðu
gert sitthvað annað en að
strjúka skólabækurnar og
tölvuborð á stuttri ævi. Ég held
að þarna hafi hann löngu verið
orðinn bóndinn sem hann ætl-
aði að verða og flest sem 14 ára
unglingar sýsla við löngu farið
að þvælast fyrir honum við að
verða fullorðinn. Skólabækur
og skólinn var ekki framtíðin
hans. Sterkar hendurnar og
sorgarrendur undir nöglum
báru vitni um að vinnudagurinn
var lengri en skóladagurinn.
Hann átti hænur og endur,
kindur og hesta sem hann
hugsaði um. Gerði út á eggja-
sölu og stundaði hestamennsku
sem listgrein.
Hann var í alls konar rekstri
og stímabraki og sást oft á Ya-
maha-hjóli sem hann ferðaðist á
og átti sínar einkastundir. PYK.
Allt sem hann gerði og sagði
var ekki eins og hann væri 14.
Patrekur var fenginn til að að-
stoða mig við að mála fjárhúsin
í Árbæjarhjáleigu. Það kom sér
vel þegar þingmaðurinn vinur
hans steig niður úr plastbáru
og var næstum hrapaður niður
átta metra í hlöðuna. En sam-
starfsmaðurinn var snöggur til
og sterkar hendurnar hjálpuðu
vini hans að komast upp úr
„þingmannsgatinu“. Þarna
munaði litlu að þingmaðurinn
endaði líf sitt en snarræði kom í
veg fyrir það.
Það er súrrealískt að ég sé
nú að fylgja lífgjafanum til
hinstu hvílu. Kynni mín af Pat-
reki voru upplifun og ég sá svo
margt í fari hans sem minnti
mig á sjálfan mig í sveitinni. Í
málningarvinnunni sagði hann
mér að hann hefði bara gaman
af því að þingmaðurinn sækti
hann til vinnu fyrir sex á
morgnana. Ég hafði meira gam-
an af því en hann því sögurnar
sem hann sagði mér voru svo
skemmtilegar og ísrúntarnir á
Hellu voru menningarferðirnar
okkar.
Patrekur var mikill sjálf-
stæðismaður sem hafði sterkar
skoðanir og hann hraunaði
óspart yfir allt aumingjaliðið í
samfélaginu. Honum fannst sá
hópur of stór og gera lítið ann-
að en að naga blýanta, strjúka
lyklaborð og leggja lítið til sam-
félagsins. Að auki skildi það lið
ekkert í því hvernig fólkið í
sveitinni ætti að lifa af sam-
keppni við innfluttar landbún-
aðarvörur. Hann var alvörufull-
veldissinni og neitaði að drekka
kók því þeir hefðu flutt inn vatn
til að framleiða drykkinn úr.
Þannig var barn náttúrunnar
stefnufastur einstaklingur sem
kenndi þingmanninum hvenær
ungi haninn mundi sýna hæn-
unum áhuga og hvernig hann
aleinn vakti yfir ánum í sauð-
burðinum. Hann tók á mói ný-
fæddum lömbunum og hjálpaði
þeim fyrstu skrefin í nýju lífi.
Patrekur Jóhann skildi gang
lífsins langt á undan flestum
jafnöldrum sínum og kunni tök-
in á sjálfbæru lífi náttúrunnar.
Patrekur kvaddi okkur um-
kringdur því lífi sem hann hafði
aðstoðað við að koma á legg.
Harmur er kveðinn að foreldr-
um hans og fjölskyldu og við öll
dofin af sorg. Stefnufesta og
dugnaður Patreks Jóhanns mun
verða mér fyrirmynd.
Ég votta Kjartani, Veroniku,
börnum og fjölskyldu Patreks
Jóhanns hjartans samúð.
Ásmundur Friðriksson.
Patrekur Jóhann Kjartans-
son var nemandi í 9. bekk
Grunnskólans á Hellu. Það er
reiðarslag þegar 15 ára barn
deyr og það brakar í öllum
stoðum lítils grunnskóla. Mikill
harmur er kveðinn að fjöl-
skyldu, vinum og sannarlega
öllum í litlu samfélagi. Enginn
er viðbúinn slíku höggi, allir
finna til.
Patrekur var sterkur per-
sónuleiki, líflegur, gamansam-
ur, glaðlegur og stríðinn. Hon-
um þótti ekki allt skemmtilegt í
skólanum, en hann hafði gaman
af því að vera með fólki, segja
sögur, fara með vísur og koma
fólki á óvart. Hann var hug-
myndaríkur prakkari, en
prakkarastrikin voru aldrei ætl-
uð til að meiða, heldur til að
gleðja. Hann ætlaði að verða
bóndi, var mikill verkmaður,
snillingur í öllu sem laut að bú-
skap, ekki síst sauðburði, rækt-
aði alifugla og sat hvaða hest
sem var. Hann var líka mikill
áhugamaður um vélhjól og
gerði við þau og dráttarvélar af
stakri prýði. Patrekur Jóhann
þurfti ekki vettlinga við það,
eða til að stinga út gripahús.
Nemendur og kennarar í
Grunnskólanum á Hellu minn-
ast Patreks með hlýju. Á borð-
inu hans í stofu 1 eru blóm og
kerti, stóri töfluhringfarinn sem
hann sveiflaði, plakatið sem
hann rúllaði upp og klappaði fé-
lögum sínum á kollinn með, gat-
arinn sem hann festi stundum
fingurinn í og slagorð um Ya-
maha-vélhjól, sem honum þótti
betri en önnur. Nemendur hafa
sett saman bók með kveðjum,
sögum, minningum og myndum
og afhent fjölskyldu hans.
Patreki Jóhanni fylgja á nýj-
ar slóðir hlýjar kveðjur nem-
enda, starfsfólks og stjórnenda
skólans og þakkir fyrir ógleym-
anlega samveru. Fjölskyldu
hans sendum við dýpstu sam-
úðarkveðjur í ólýsanlegum
harmi og þungri þraut. Takk
fyrir allt og allt elsku vinur, við
söknum þín öll.
Samúel Örn Erlingsson
umsjónarkennari.
Elsku besta barnabarnið
mitt, Patrekur! Það var okkur
mikil gleði þegar þú fæddist.
Þrátt fyrir mikla fjarlægð til
Suður-Þýskalands áttum við
margar yndislegar stundir sam-
an; fyrstu ferð þína í kerru á
Miklaholtshelli, fyrsta afmælið
þitt á Selfossi og þín fyrstu
skref úti í garði með mér.
Þegar ég kom síðan seinna í
heimsókn fórstu strax með mig
í fjárhúsið og hesthúsið og
sýndir mér stoltur hænurnar
þínar og endur á haustin. Við
settum svo saman upp girðingu
fyrir þær.
Á sjötugsafmælinu mínu, 12
ára gamall, flaugstu aleinn til
þýsku ömmu þinnar og varst
svo duglegur.
Það voru margar stundir sem
ég vildi upplifa með þér sem ég
vildi ekki missa af. Mér fannst
það sérstaklega fallegt þegar
þú og Lotta tókuð svo elskulega
á móti Þormari litla bróður þín-
um í þennan heim.
Í haust þegar þú fermdist og
ég sá þig síðast komst ég að því
að þú varst orðinn ungur maður
fullur lífsgleði, sjálfstrausts og
bjartsýni.
Megi blessun Guðs faðma þig
þar sem þú ert nú.
Megi sólin fylgja þér og
forða þér frá sorg og þjáning-
um.
Megi nóttin veita þér fallega
drauma og fullvissu um að þú
vaknir með endurnýjaðan
kjark.
Allt verður gott!
Christine Eberl
( amma þýska).
Rauðhærði, glaðværi og
uppátækjasami ömmustrákur-
inn minn kvaddi þennan heim
langt um aldur fram. Patrekur
Jóhann, frumburður frumburð-
ar míns. Öflugur, stríðinn og
skemmtilegur strákur sem
hafði mikinn dugnað og einurð í
að standa sig vel í öllu sem
hann tók sér fyrir hendur.
Áhugamálin fjölbreytt, alifugla-
rækt, hestamennska, fótbolti,
stjórnmál, fjárbúskapur, bílar,
mótorhjól og vélar. Ætíð studd-
ur í áhugamálum sínum af for-
eldrunum og fjölskyldunni allri
og einstakt hvað samheldnin
var mikil. Ljúfur töffari sem
geystist um á mótorfák og fjór-
hjóli en var svo með útung-
unarvél inn í herberginu sínu
og unga undir hitalampa í borð-
stofunni heima. Framtíðar-
draumarnir voru að vera bóndi
og Patrekur Jóhann var byrj-
aður að feta þann veg með
margar hænur og endur,
byggði hænsnakofa, seldi egg
en gaf þó okkur ömmu sinni og
afa þegar við komum í heim-
sókn í yndislegu sveitina. Sífellt
að brasa og bralla. Frá unga
aldri þurfti Patrekur Jóhann að
kanna allt, skoða og uppgötva
undrið í veröldinni. Og það
auðnaðist honum, fékk að njóta
æskunnar í öllu því sem hann
tók sér fyrir hendur, sveitalífið,
ferðir til móðurfólksins í Þýska-
landi, sólarlandaferðir og fjöl-
margar ferðir innanlands og
naut hann þeirra allra en þá
sérstaklega hestaferðanna.
„Það verður svo gaman í sumar
að fara í hestaferð þvers og
kruss um hálendið,“ skrifaði
hann í skólaverkefni í vetur.
Hjartans drengurinn okkar
er nú í hestaferð þvers og kruss
á eilífðarlendum. Elsku, bestu
Kjartan Þór, Veronika, Þórhild-
ur Lotta, Þormar Fálki og Ísak
Sölvi, megi allar góðar vættir
vernda ykkur og styrkja.
Líkt og fögur perla,
er döggin um stund.
Líkt og sólargeisli
sem léttir lund.
Líkt og augnablikið
sem líður hjá.
Þar sé ég
brosið þitt bjarta.
Að skynja fegurð
Í öllu sem er.
Sælli maður er sá,
sem það sér.
Innst í hjörtum
allra það býr.
Kærleiksaflið,
sem öllu snýr.
Þar sé ég
brosið þitt bjarta.
(Josira, 1958)
Þórhildur Helga
Þorleifsdóttir.
Elsku Patrekur Jóhann, aldr-
ei hefði mig órað fyrir að ég
þyrfti að skrifa þessi orð um
þig en hér erum við komnir. Ég
man svo vel eftir því þegar ég
kom og heimsótti þig fyrst þeg-
ar þú og foreldrar þínir bjugg-
uð í litla sumarbústaðnum fyrir
utan Selfoss, það var svo spenn-
andi að fara að sjá litla bróð-
ursoninn. Allar heimsóknirnar
til okkar á Akureyri þar sem þú
tókst svo miklu ástfóstri við
ryksuguna okkar að við end-
uðum á að gefa þér þína eigin
ryksugu í afmælisgjöf. Við kom-
um til ykkar í sveitina nýlega
til að hjálpa ykkur í sauðburð-
inum og það var svo gaman að
sjá hvað þú varst að verða full-
orðinn. Auðvitað voru stælar í
þér eins og flestum drengjum á
þínum aldri, en það skein í
gegn hvað þú varst góðhjart-
aður. Ég hlakkaði til að sjá þig
vaxa og dafna í ungan mann.
Hún var svo dýrmæt laugar-
dagsnóttin þar sem við vorum
þrjú úti í fjárhúsi að sjá um
kindurnar, að fylgjast með þér
svona ábyrgðarmiklum kenna
okkur til verka. Inn á milli fór-
um við inn og undirbjuggum
þig fyrir próf í Laxdælu, sem
ég frétti að þú hefðir staðið þig
vel í. Þú vannst af mikilli alúð í
sveitinni og svo hörkuduglegur.
Þú varst líka svo yndislegur
stóri bróðir systkina þinna.
Ýmsar tilfinningar hafa vaknað
síðan þú lést, sorg, reiði, sekt-
arkennd og örmögnun. En líka
gleði yfir þeim tíma sem ég átti
með þér, þrátt fyrir að hann
hafi verið allt of stuttur. Þín
verður ávallt saknað, litli
frændi, og ég vona að þú sért
sáttur með Yamaha-húðflúrið
sem ég fékk mér til þess að
minnast þín.
Patrekur. Yamaha. Kerling-
ar.
Þangað til næst og eilíf ást,
Lúkas Björn Bogason.
Patrekur Jóhann
Kjartansson Eberl
Í dag, 27. maí,
eru 100 frá fæð-
ingu Jóhannesar
Jóhannessonar list-
málara. Hann
fæddist vestast í
vesturbæ Reykja-
víkur og ólst upp
þar og víðar í bæn-
um. Vann sér það
til frægðar 4 ára
að detta út um ris-
gluggann í Gísl-
holti við Ránargötu í faðmlögum
við 2ja ára systur sína og ofan á
stéttina fyrir neðan. Börnin
voru ómeidd, en þeir fullorðnu
hvíuðu og krossuðu sig. Margrét
móðir hans var stolt af því að
koma syninum til náms í gull-
smíði hjá Jóni Sigmundssyni.
Þótti ekkert slor á þessum
kreppurárum fyrir stríð að fá
trygga atvinnu og ekki sjálfgef-
ið. Jóhannes lauk meistaranámi
og rak verslun og verkstæði á
Skólavörðustíg 11 um árabil,
þar var reyndar stunduð meiri
silfursmíði en gullsmíði. Ófeigur
Björnson sem nú rekur gull-
smíðaverslun í næsta húsi var
lærlingur hjá Jóhannesi. Silfur-
hesturinn sem íslenskir gagn-
rýnendur veittu árlega sem bók-
menntaverðlaun dagblaðanna
1967-1974 var smíði Jóhannesar,
sem var vinsæl og sérstök.
Í gullsmíðanáminu var teikn-
ing eitt af fögunum og þar
kviknaði áhugi, sem seinna varð
að aðalstarfi og silfursmíðin að
mestu lögð á hilluna ca. 1973.
Ásamt Kristjáni Davíðssyni
hafði Jóhannes farið til náms í
Fíladelfíu í Bandaríkjunum 1947
og síðar til Flórens og París
samtíða m.a. Gerði Helgadóttur
og Valtý Péturssyni 1949 og
1951. Þetta fólk hafði oft lítið fé
handa á milli á þessum tíma auk
þess sem gjaldeyrir var af
skornum skammti. Kári Stef-
ánsson sagði í grein í Mbl að
Kristján Davíðsson hefði leikið á
fiðlu til að drýgja tekjurnar þeg-
ar þeir félagar voru við nám hjá
Barnes í Fíladelfíu. Jóhannes
undirbjó Ítalíuferðina sína vel
og smíðaði skart úr kopar og
smelti og hugðist selja í Flór-
ens. Pokinn með skartinu
gleymdist hinsvegar milli þilja í
Súðinni, saltfiskflutningaskip-
inu, sem hann fékk far með til
Genúa. Vetur gátu orðið kaldir í
Flórens, allavega þegar ekki var
til peningur fyrir eldiviði og ku
Gerði Helgadóttur hafa kalið í
andliti, en hún var alltaf mjög
einbeitt í sinni listsköpun.
Jóhannes tók þátt í
Septembersýningunum, sem
settu allt á annan endann í lista-
lífi þjóðarinnar eftir stríð og var
seinna í Septem-hópnum. Hann
var semsagt í hópi þeirra „kless-
umálara“ sem lentu á svörtum
lista ráðamanna og var alla tíð
afar stoltur af því.
Jóhannes var í stjórn FÍM og
sýningarnefnd og starfaði
seinna sem upphengjari (heitir
núna sýningarstjóri) hjá Lista-
safni Íslands. Var í byggingar-
nefnd Listasafnsins og vann öt-
ullega að uppbyggingu þess í
gamla Glaumbæ. Verk eftir Jó-
hannes eru á söfnum víða um
heim. Einnig á Íslandi bæði á
Listasafni Íslands (t.d. Land-
nám) og Reykjavíkur, auk þess
sem Háskóli Íslands á verk eftir
hann, t.a.m. stærsta verkið,
Grímur Geitskór velur þingstað,
sem þekur heilan vegg í Lög-
bergi.
Jóhannes kvæntist Álfheiði
Kjartansdóttur þýðanda 1954,
og áttu þau 4 börn. Fyrir áttu
þau hvort um sig sína dótturina.
Barnabörn, barnabarnabörn og
barnabarnabarnabarn eru nú
samtals orðin 40 talsins.
Álfheiður lést 28.11. 1997 og
Jóhannes 12.10. 1998.
Kjartan Jóhannesson.
Frímerki gefið út 1974,
Grímur Geitskór velur þing-
stað, samstofna stóru verki í
Lögbergi HÍ.
Jóhannes
Jóhannesson
Landnám eftir Jóhannes í eigu Listsafns Íslands
Aldarminning