Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 76
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
laugardaga og sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-18:30
27.maí - 14. júní
Svefnherbergisdagar
25%
AF VIVA RÚMUM
Góð meðalstíf dýna með áfastri yfirdýnu og öflugri kantstyrkingu.
Dýnan er með 5 þægindasvæði. 256 pokagormar á hvern fermetra.
Yfirdýnan samansett úr nokkrum lögum af hefðbundnum svampi,
eggjabakkalöguðum svampi og latex. Botn með tauáklæði og fætur fylgja með.
Höfuðgafl seldur sér.
120x200 cm.149.900 kr.NÚ 112.425 kr.
160x200 cm. 179.900 kr.NÚ 134.925 kr.
180x200 cm. 199.900 kr.NÚ 149.925 kr.
20%
AF NÁTTBORÐUM, RÚMFÖTUM, LÖKUM,
SÆNGUM OG KODDUM, SVEFNSÓFUM,
KOMMÓÐUM OG BORÐLÖMPUM
WRAP
Náttborð. Mattlakkaður eikarspónn,
svartir málmfætur. 44x36x60 cm.
34.900 kr. Nú 27.920 kr.
MALY
Kommóða með 5 skúffum. 80x48x120 cm.
99.900 kr. Nú 79.920 kr.
MARBLE
Rúmföt. 140x200/60x63 cm. 15.995 kr.
Nú 12.796 kr.
VENICE Borðlampi.
Ø22 x H44 cm.
14.995 kr. Nú 11.996 kr.
Sigrún Eðvaldsdóttir, konsertmeistari Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands, leikur einleik í Fiðlukonsert eftir
Ludwig van Beethoven á tónleikum sveitarinnar í Eld-
borg Hörpu annað kvöld kl. 20. Konsertinn hefur verið
nefndur drottning fiðlukonsertanna, en hann þykir
tignarlegur, íhugull og syngjandi. Á tónleikunum
hljóma einnig Dansar frá Galánta eftir Zoltán Kodály.
Stjórnandi kvöldsins er gríski hljómsveitarstjórinn og
píanistinn Kornilios Michailidis sem gegndi nýverið
stöðu aðstoðarhljómsveitarstjóra við Philharmonique
de Radio France.
Sigrún spilar Beethoven í Eldborg
FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 147. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Þórsarar frá Þorlákshöfn eru komnir í undanúrslitin á
Íslandsmóti karla í körfuknattleik eftir sannfærandi
útisigur gegn Þór á Akureyri í gærkvöld, 98:66. Ekki
liggur ljóst fyrir enn þá hverjir andstæðingar þeirra
verða í undanúrslitunum. »66
Þór frá Þorlákshöfn er kominn í
undanúrslit Íslandsmótsins
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hagleiksmaðurinn og vélvirkinn
Óskar Henning Áldal Valgarðsson
hefur smíðað marga listmuni og
úrval þeirra prýðir heimili þeirra
Kolbrúnar Karlsdóttur í Reykja-
vík, en hann segir að ekki sé von á
mörgum hlutum frá sér til við-
bótar. „Ég er að miklu leyti hætt-
ur þessu enda eðlilegt að það
dofni yfir smíðinni hjá mér, ég er
að verða 86 ára; er samt helvíti
hress en smíðin í rennibekknum
er pínu hættuleg og því hefur
þetta aðeins fjarað út.“
Sigurhans Hannesson, suðu-
meistari, þekktur smiður og
vinnufélagi Óskars í Vélsmiðjunni
Héðni, kom honum á bragðið, en
Óskar var úrvalsnemandi og hæst-
ur á sveinsprófinu á sínum tíma.
„Ég hreifst mjög af verkum hans;
hann kenndi mér margt og nokkr-
um árum eftir að við fluttum hing-
að keypti ég rennibekkinn, útbjó
þessa aðstöðu og hef dundað mér
hérna í um 40 ár.“
Allt í föstum skorðum
Óskar vann í álverinu í
Straumsvík í um 30 ár, en hjónin
hættu launaðri vinnu 2002, þá 67
ára. „Ég var lagermaður,“ út-
skýrir meistarinn með stolti.
„Hann kom heim með rútunni
klukkan fimm, fékk sér kaffibolla
og fór svo niður að smíða eitthvað
fram að kvöldmat,“ segir Kolbrún
um helsta áhugamál bóndans und-
anfarna áratugi, en áður voru þau
lengi saman í fimleikum í Ármanni
og hann söng um árabil með
Karlakórnum Stefni. „Blessaður
vertu, nú get ég ekkert sungið
lengur og er hættur öllum fim-
leikaæfingum eftir að hafa haldið
að ég yrði bestur í heimi,“ segir
hann. „En við hjónin höfum samt
lengi sungið í Gerðubergskórnum
og það er gott að hafa eitthvað til
að dunda sér við í ellinni.“
Sigurður Valgarðsson, bróðir
Óskars og vélstjóri, var sem upp-
spretta hugmynda fyrir bróður
sinn. „Hann var gríðarlega hug-
myndaríkur smiður en lét þar við
sitja og þá tók ég við keflinu,“
segir Óskar og bendir meðal ann-
ars á rokka úr messing og fána-
stöng því til staðfestingar. „Hann
kveikti í mér og ég bjó til eitt og
annað sem hann stakk upp á.“
Steðji með hamar stingur í stúf
við fljúgandi fuglana, traust verk,
sem ber vott um seiglu hins vinn-
andi manns. „Ég smíðaði marga
svona, ekki síst fyrir Félag járn-
iðnaðarmanna, sem gaf þá við ým-
is tækifæri,“ segir Óskar.
Fuglarnir eru samt mest áber-
andi. „Ég hef smíðað nokkur
hundruð kríur,“ útskýrir Óskar og
handleikur rekavið með 10 fuglum
á. „Eitt sinn var ég niðri í fjöru og
sá þá þennan bút á floti í sjónum,
hirti hann og fannst upplagt að
festa nokkrar kríur á hann.“ Bæt-
ir við að hann hafi haft óheftan
aðgang að þorskhausum vestur á
Granda og notað lítil bein úr þeim
við kríugerðina, hitað, sveigt og
beygt þau eftir kúnstarinnar
reglum. „Stallurinn er ýmist úr
messing, sem ég renni og skreyti
svo gjarnan með kúlum, eða úr áli.
Stytturnar með álstöllunum eru
ekki síður huggulegar.“ »22-23
Hélt að hann yrði besti
fimleikamaður heims
- Allt leikur í höndunum á vélvirkjanum Óskari Valgarðssyni
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Messing Óskar Valgarðsson heldur á steðja og aðrir listgripir í gripfæri.
Hagur Krían er í miklu uppáhaldi
hjá Óskari og hann hefur gert þær
margar og mismunandi.