Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Sementsturnarnir á Sævarhöfða
standa áfram, fá nýtt líf og verða tákn
sjálfbærni. Þetta kom fram þegar nið-
urstöður í alþjóðlegu hönnunarsam-
keppninni Reinventing Cities voru
kynntar í síðustu viku.
Tvær tillögur bárust í seinni fasa
samkeppninnar fyrir Sævarhöfða.
Vinningstillagan gerir ráð fyrir
borgarbúskap, veitingastað og lifandi
samfélagsmiðju í ört stækkandi
Bryggjuhverfi, segir í kynningu.
Auk veitingastarfsemi verður
margvísleg starfsemi önnur í sement-
sturnunum og áföstum byggingum.
Hönnunarteymið sem bar sigur úr
býtum kallar tillögu sína Vaxtarhús og
hefur hringrásarhagkerfið að leið-
arljósi. Í forsendum samkeppninnar
voru þátttakendur hvattir til að sýna
fram á skapandi hugsun og bjarta
framtíðarsýn með grænt og vistvænt
borgarumhverfi í huga.
Maríus Þór Jónasson og Sigríður
Ósk Bjarnadóttir hjá VSÓ ráðgjöf;
Kristbjörg María Guðmundsdóttir hjá
MStudio og Björn Gunnlaugsson hjá
Íslenskum fasteignum tóku við við-
urkenningu úr hendi Dags B. Egg-
ertssonar borgarstjóra.
Í kynningu sinni sögðu verðlauna-
hafarnir að hugmyndirnar gerðu ráð
fyrir að draga verulega úr kolefn-
islosun miðað við hefðbundna hönnun.
Endurnota á byggingar og bygging-
arefni; byggingareiningar verða hann-
aðar til að taka í sundur; notuð verða
umhverfisvæn efni, s.s. „græn steypa“
og orkunotkun verður lágmörkuð.
„Svæðið hefur ríka steypusögu og það
eru mikil tækifæri að vinna með þenn-
an efnivið. Þarna er mikil steypa og
frábært ef hægt er að nota hana
áfram,“ segir Sigríður Ósk Bjarna-
dóttir. „Það er til mikils að vinna ef við
getum gert steypu umhverfisvænni og
sýnt fram á að það sé hægt.“
Hugmyndirnar sem unnið hefur
verið með tengjast sjálfbærri þróun,
„kaupmanninum á horninu“, lóð-
réttum landbúnaði í þéttbýli, sam-
félagsgörðum, Bokashi-jarðgerð-
arþjónustu, endurnýtingu á
affallsvatni og að svæðið verði eft-
irsóknarverð miðstöð hverfisins.
Það var niðurstaða dómnefndar að
vinningstillagan væri í háum gæða-
flokki. Viðskiptamódelið væri sann-
færandi og umhverfismarkmið metn-
aðarfull. Gæði arkitektúrs væru
framúrskarandi.
Sementsturnarnir tveir á Sæv-
arhöfða, stundum nefndir sements-
tankar, eru 45 metra háir. Það var
Sementsverksmiðja ríkisins sáluga
sem reisti tankana árið 1967 eftir
hönnun Harðar Björnsonar bygginga-
fræðings. Þetta var mikil framkvæmd
og voru turnarnir steyptir með skrið-
mótum sem lyft var með svokölluðum
glussatjökkum.
Voru steyptir á 11 dögum
Unnið var á tveimur vöktum, 8 tíma
vinna og síðan 8 tíma hvíld, og aldrei
var stoppað. Það voru aðallega starfs-
menn Sementsverksmiðjunnar á
Akranesi og Reykjavík sem komu að
verkinu. Það tók 11 daga að steypa
hvorn turn og voru menn að vonum
orðnir talsvert slæptir í verklok.
Þegar turnarnir/tankarnir voru til-
búnir var laust sement flutt með skip-
um frá Akranesi og því dælt upp í
tankana. Sementinu var síðan dreift á
höfuðborgarsvæðinu með sérútbúnum
bílum. Þessi starfsemi lagðist síðan af
og hafa tankarnir ekki verið í notkun í
áraraðir. Nú stefnir í að tankarnir fyll-
ist af lífi. Það verður væntanlega mikið
verk og kostnaðarsamt að breyta þeim
því steypan er þykk og járnabinding
öflug, sérstaklega neðst.
Reykjavíkurborg tilkynnti í febrúar
2020 að tvö uppbyggingarsvæði í
Reykjavík verði hluti af alþjóðlegri
hugmyndasamkeppni, „Reinventing
Cities“, en það eru grænar þróun-
arlóðir í Gufunesi og við Sævarhöfða.
Niðurstaðan vegna Gufuness verður
kynnt í haust. Reykjavík tilheyrir hópi
svokallaðra C40-borga um heim allan,
sem leggja áherslu á bætta lýðheilsu
og sjálfbærni. Þróunarlóðin við Sæv-
arhöfða 31 er nærri 3 þúsund fermetr-
ar að stærð. Á lóðinni var einnig at-
hafnasvæði Björgunar um árabil, þar
sem sjávarefni var dælt á land, það
unnið og geymt. Björgun hætti starf-
semi þarna árið 2019.
Morgunblaðið/sisi
Sementsturnarnir 45 metra háir, byggðir árið 1967. Þar var geymt sement
framleitt á Akranesi og fór í framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.
Mynd/MStudio
Nýtt útlit Samkvæmt hugmyndum arkitektanna verða söguð göt á steypuna og komið fyrir gluggum. Innréttað
verður rými á átta hæðum og á þeirri níundu og efstu verður glergarður með stórbrotnu útsýni yfir sundin blá.
Líf færist í sementsturnana tvo
- Turnarnir á Sævarhöfða tákn sjálfbærni í Bryggjuhverfi - Grænt og vistvænt borgarumhverfi
Mikill meirihluti landsmanna er and-
vígur auknum einkarekstri í heil-
brigðiskerfinu samkvæmt nýrri
skoðanakönnun sem unnin var fyrir
BSRB og Rúnar Vilhjálmsson, pró-
fessor í félagsfræði við Háskóla Ís-
lands, og kynnt var í gær.
Alls sögðust 81,3% þátttakenda í
könnuninni vilja að rekstur sjúkra-
húsa væri fyrst og fremst á hendi
hins opinbera, það er ríkis og
sveitarfélaga. 1,6% svarenda vilja að
sjúkrahús verði fyrst og fremst rek-
in af einkaaðilum.
Um 67,6% svarenda vilja að starf-
semi heilsugæslustöðva sé fyrst og
fremst rekin af hinu opinbera en
3,3% vilja að heilsugæslustöðvarnar
verði aðallega eða eingöngu starf-
ræktar af einkaaðilum. Þá vilja
58,4% að hjúkrunarheimili verði rek-
in af hinu opinbera en 3,8 prósent
vilja rekstur þeirra aðallega eða ein-
göngu í höndum einkaaðila.
Könnunin var gerð í mars sl. Alls
svöruðu 842 úr netpallborði Fé-
lagsvísindastofnunar könnuninni,
um 43% þeirra sem hana fengu.
Afstaða til einkarekstrar í heilbrigðiskerfinu
Hvort finnst þér að eftirtalin
starfsemi eigi að vera rekin af
hinu opinbera eða einkaaðilum?
Fyrst og fremst af hinu opinbera
Jafnt af einkaaðilum og hinu opinbera
Fyrst og fremst af einkaaðilum
Sjúkrahús Heilsugæslustöðvar Hjúkrunarheimili
81%
17%
68%
29%
58%
38%
2% 3% 4%
H
ei
m
ild
:k
ö
n
n
u
n
fy
ri
r
B
S
R
B
Meirihluti andvígur
auknum einkarekstri
- Sjúkrahús verði á hendi hins opinbera