Morgunblaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 65
DÆGRADVÖL 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. MAÍ 2021
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
GÓÐUR
FERÐA
FÉLAGI
MOKKAKANNA
6. BOLLA – 5.990,-
„ARKITEKTINN VILDI LEGGJA ÁHERSLU
Á AÐ HALDA ÖLLUM SJÓNLÍNUM SVO
ÚTSÝNIÐ NYTI SÍN.“
„ÞAÐ VAR EITTHVAÐ AÐ LENDA Á BAKINU Á
MÉR!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera fullkomnir
félagar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÉG HEF HEYRT AÐ ÞESSI HRYLLINGS-
MYND SÉ SVAKALEG. KANNSKIÆTTIR
ÞÚ EKKI AÐ HORFA Á HANA
HVAR ER
JÓN?
UNDIR
SÓFANUM
TAKK FYRIR
SEKKINN
MEÐ GULL-
PENINGUNUM,
KÆRI HERTOGI!
VÁ! NÚ LÍÐUR MÉR
HRÆÐILEGA!HRÓLFUR!ÞEKKIRÐU
MIG EKKI?
VIÐ VORUM
ÆSKUVINIR!
OPIÐ
HÚS
HITTU MIG Á KRÁNNI
Í KVÖLD! ÉG SKAL
SPLÆSA Á ÞIG DRYKK!
TILSÖLU
ar-, fræðslu- og skemmtiferðir með
góðum mat og drykk. Einnig eru
Tómasarsystur traustur félags-
skapur vinkvenna sem verður dýr-
mætari og þéttari eftir því sem árin
líða.“
Fjölskylda
Maki Rannveigar er Sigurður
Helgi Helgason, f. 7.8. 1961, skrif-
stofustjóri í fjármála- og efnahags-
ráðuneytinu. Þau hófu sambúð árið
2010 í Kópavogi en fluttu í vetur í
Laugarneshverfið í Reykjavík. For-
eldrar Sigurðar: Hjónin Lilja S.
Jónasdóttir, f. 7.5. 1937, fv. verka-
kona, búsett í Njarðvík, og Helgi
Lárusson, f. 25.6. 1936, d. 10.9.
1997, sjómaður .
Börn Rannveigar eru 1) Ásmund-
ur Einar Kristmundsson, f. 22.5.
1990, rekstrarstjóri, búsettur í
Reykjavík, maki: Karolina Ambo-
taite nemi; 2) Halldóra Guðný
Kristmundsdóttir, f. 26.7. 1994,
fjármálaverkfræðingur, maki:
RóbertÁrnason verkfræðingur.
Þau starfa í London. Börn Sigurðar
eru Guðbjörg, f. 1985, Arnaldur, f.
1987, Nökkvi Steinn, f. 1991, Álf-
rún, f. 1993, og Jökull Örn, f. 2002.
Barnabörn eru Saga Lilja, f. 2019,
og Tóva Charlotte, f. 2021.
Systkini Rannveigar eru Jóhanna
Einarsdóttir, f. 11.11. 1952, prófess-
or á menntavísindasviði HÍ; Einar
Einarsson, f. 2.4. 1955, verkfræð-
ingur hjá BM Vallá; Jón Helgi Ein-
arsson, f. 27.10. 1964, verkfræð-
ingur hjá RB.
Foreldrar Rannveigar voru hjón-
in Halldóra Jónsdóttir, f. 4.12. 1931,
frá Hvammeyri, d. 24.9. 2017, hús-
móðir og Einar Einarsson, f. 12.5.
1909, frá Urriðafossi, d. 26.8. 1994,
húsumsjónarmaður.
Rannveig
Einarsdóttir
Ragnheiður Guðbjörg Nikulásdóttir
húsfreyja í Norður-Botni
Jón Steinhólm Gíslason
bóndi og gullsmiður í Norður-
Botni í Tálknafirði
Jóhanna G.A. Jónsdóttir
húsfreyja á Hvammeyri og kennari
Jón Bjarni Ólafsson
bóndi á Hvammeyri við Tálknafjörð
Halldóra Jónsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Kristín Bjarnveig Jónsdóttir
húsfreyja á Hvammeyri
Ólafur Bjarnason
bóndi á Hvammeyri
Helga Þórarinsdóttir
húsfreyja í Kolsholti
Gísli Hallgrímsson
bóndi í Kolsholti í Flóa
Rannveig Gísladóttir
húsfreyja á Urriðafossi
Einar Gíslason
bóndi á Urriðafossi í Flóa
Guðrún Einarsdóttir
húsfreyja á Urriðafossi
Gísli Guðmundsson
bóndi á Urriðafossi
Úr frændgarði Rannveigar Einarsdóttur
Einar Einarsson
húsumsjónarmaður í Reykjavík
Út er komið úrval ljóða og lausa-vísna eftir Hjálmar Frey-
steinsson og er „Ekki var það illa
meint“ heiti bókarinnar. Ekki þarf
að fjölyrða um það, að þessi bók er
kjörgripur þeirra sem unna ís-
lenskri vísnagerð. Hjálmar var fyr-
ir margt löngu þjóðkunnur fyrir
lausavísur sínar og limrur. Ég
hygg, að ekki sé ofmælt, að hann sé
meðal hnyttnustu og snjöllustu
limruskálda okkar. Og svo leika
lausavísurnar honum á tungu og
festast í minni manns eins og þessi:
Einn því fylgir ókostur að eiga
símann:
hættan á að hringt sé í mann.
Eða þessi:
Vertu ekki vanþakklátur,
vafamál ég ekki tel
að það að Katrín kaupi slátur
kemur sauðfjárbændum vel.
Stundum yrkir Hjálmar um at-
burði líðandi stundar. Heitar um-
ræður urðu um byggingu hótels í
og við gamla kirkjugarðinn við Að-
alstræti. Hjálmar orti:
Hótel gera okkur harla rík,
háum skila arði,
en ekki vildi ég vera lík
í Víkurkirkjugarði.
Og við að fletta bókinni rifjast
margt upp. „Fundarefni“ er yf-
irskrift þessarar limru:
Þau héldu fámennan fund
og fjölluðu drykklanga stund
um kvenfólksins alla
kosti og galla
í klaustri við Templarasund.
Og 29. sept. 2017 kom „björg-
unin“:
Land fyrir stafni loksins rís,
lán að vera ekki sokkinn!
Auður og gæfa eru vís
ef að þjóðin bara kýs
Miðframsóknarflokkinn.
„Ekki viðræðuhæfur“:
Helst ég líkist heimskum krakka,
hömlun mín er sú
að ekki skil ég orkupakka
eitt og tvö og þrjú.
Um reiða þjóð yrkir Hjálmar í
október 2017:
Bölvandi búsáhöld lemur,
bræðin er mörgum til ama,
en þegar til kastanna kemur
kýs hún alltaf það sama.
Og „Þungunarpróf“:
Ein þokkadís þóttist of sver,
lét þungunarpróf gera á sér.
Svarið var „já“,
segir hún þá:
Sést þá hver faðirinn er?“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Einstæð bók
og skemmtileg