Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Elínrós Líndal elinros- @mbl.is Margrét Hugrún margret.hugrun@gmail.com Auglýsingar Katrín Theódórsdóttirkata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Kristinn Magnússon F yrir tíu árum var mér boðið að búa til vef inni á mbl.is sem ætti að höfða til kvenna. Þá var ég búin að starfa sem blaðamaður í áratug og var komin á þann stað að ég nennti alls ekki að gera neitt sem var leiðinlegt. Mig langaði til að draga fram það skemmtilega í okkar samfélagi og hafa fjör í for- grunni. Mitt markmið var að búa til lifandi tímarit á netinu þar sem fólk gæti eflt andann og fengið pásu frá lífinu. Pásu frá fréttum um að allt væri að fara til and- skotans og heimurinn væri að farast. Á þessu veftímariti sem Smartland var og er átti fólk að finna leið til að slaka á, fá upp- örvun, fá nýjar hugmyndir og helst að verða svo upprifið að það myndi kannski standa upp, teygja vel úr sér, draga andann djúpt og langa til að sigra heiminn. Vefurinn átti líka að hressa þá við sem leið illa en ég nefndi það nú aldrei við nokkurn mann. Smart- land átti að vera skjól fyrir þá sem þurftu á því að halda. Það sem dreif mig áfram í þessu verkefni var áhugi á fólki. Alls konar fólki. Ekki bara ofurfyrirsætum með lága fituprósentu eða mönnum með utanbæjarstrípur og hvíttaðar tennur. Þegar ég hitti fólk fer ég ósjálfrátt að yfirheyra það og oftar en ekki stend ég uppi með þær upplýsingar að viðkomandi sé viðtalsefni. Það búa allir yfir sögu en fólk er misviljugt að deila þeim með öðrum. Mér finnst það þó vera að breytast og í dag er fólk miklu opnara og þorir að segja hvaðan það er að koma og hvert það er að fara. Mér finnst alltaf gaman að hitta fólk sem hefur notið velgengni í lífinu. Ég elska að vita hvernig það masteraði sína velgengni. Hvað það gerir til að efla sig, hvað drífur það áfram, hvernig það skipuleggur sig og á hvað það leggur áherslu til að lifa sem bestu lífi. Ég kann líka að meta viðtöl við fólk sem hefur upplifað áföll og komist í gegnum þau. Sama hvernig það fór að því. Það hreyf- ir við mér að fólk hafi lífsvilja þegar það hefur upplifað sorgir lífsins. Á stundum þar sem harmurinn tekur völdin er nefnilega svo ósköp auðvelt að missa hann og húmorinn um leið. Þá er mjög nauðsynlegt að geta leitað þangað sem gleðin er við völd. Eitt af því sem Smartland hefur alltaf lagt ríka áherslu á í gegnum tíðina er að segja líka svolítið fyndnar fréttir. Eitthvað sem fær okkur til að hlæja smá. Smartland er nefnilega vefur með húmor þótt hinir húmorslausu fatti það ekki alltaf. Þegar 10 ára afmæli Smartlands var í undirbúningi fannst mér ekki annað hægt en að heimsækja Gylfa Þór Þorsteinsson sem hefur staðið vaktina í farsóttarhúsinu síðan veiran kom upp. Hann var framkvæmdastjóri mbl.is þegar Smart- land fór í loftið. Gylfi hefur ýmsa fjöruna sop- ið eins og sagt er og á mjög merkilega sögu en í gegnum sinn harm lærði hann að nota húmorinn. Hann kenndi mér margt þegar við unnum saman en eitt var þó dýrmæt lexía og það var að geta hlegið og haft gaman þótt allt væri að fara í vift- una hjá mér. Fólk gleymir stað og stund meðan á hláturskastinu stendur. Svo líður fólki betur á eft- ir. Á þessum tímamótum langar mig að þakka ykkur lesendur fyrir að vera trygg- ir og trúir. Án ykkar hefði nefnilega ekk- ert orðið að neinu! Gott ráð þegar lífið fer í viftuna! Marta María Jónasdóttir B orðar þú morgunmat? „Já, alltaf það sama. Ég er mjög íhaldssamur. Gríska jógúrt og múslí.“ Klukkan hvað vaknar þú? „Mér finnst ekki gaman að vakna of snemma. Yfirleitt milli 8 og 9. Í kó- víðinu hef ég svolítið farið að breytast í ungling aftur og snúið sólarhringnum við, verið að lesa og glápa á nóttinni.“ Á hvaða tíma sólarhringsins færðu bestu hugmynd- irnar? „Ég hugsa skýrast á morgnana, held ég, áður en ringulreið dagsins nær yfirhöndinni.“ Ertu lengi að velja föt fyrir daginn? „Nei, ekki er nú hægt að segja það. Ég geng eig- inlega bara í fötum frá Ralph Lauren og skóm frá Blundstone. Á birgðir af því sama eða svipuðu.“ Notar þú einhverjar húðvörur? „Veturinn fer ekki vel með húðina í andlitinu, ég nota Pensím og svo krem frá Weleda. Get illa verið án rakspíra frá Issey Miyake.“ Hvað um hárið. Hvað gerir þú til þess að það sé svona glansandi? „Veit ekki hvað það er glansandi núorðið, hárið á mér hefur tilhneigingu til að verða þurrt. Ég þótti afar fagurhærður á yngri árum og held sem betur fer hárinu að mestu leyti. En ég nota oftast vörur frá Paul Mitchell og eitthvað sem heitir Wax Works frá þeim til að krullurnar njóti sín betur.“ Breyttist í ungling í veirunni Egill Helgason er einn af skemmtilegustu mönnum Íslands. Hann hefur unnið í fjölmiðlum síðan elstu menn muna en ég þekki hann fyrst og fremst sem kaffivin minn af Kaffifélaginu á Skólavörðustíg. Yfir kaffibollanum hef ég komist að því að Egill kaupir öll sín föt í Ameríku og fer varla út úr húsi nema setja Penzím á andlitið. Marta María | mm@mbl.is Egill Helgason hefur verið tíður gest- ur á skjám landsmanna síðan elstu menn muna. Áður en sjónvarps- vinnan hófst var hann blaðamaður. Egill er aðdá- andi Penzíms. Skin Food frá Weleda er ekki bara vinsælt hjá stjörnunum úti í heimi heldur hjá Agli Helgasyni. Ralph Lauren er í sérlegu uppá- haldi hjá Agli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.