Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 20
standa með sér. Setningin „þú ert svo dugleg“ hefur einnig
margræða merkingu. Hún getur verið lamandi skipun um
endalausan dugnað sem við upplifum öll sem kvöð en svo er
hún vel meint hrós og viðurkenning.“
Hvernig sérðu þessar breytingar á stöðu kvenna?
,,Það eru forréttindi að fæðast á Íslandi hvað varðar stöðu
kynjanna.
Víða í vestrænu samfélagi er jafnt og þétt unnið að jafnrétt-
ismálum en ég held við gerum okkur ekki grein fyrir hversu
mikilla forréttinda við njótum og að við getum glatað því sem
hefur áunnist á örstuttum tíma. Mörg verka minna tala inn í
jafnréttisbaráttuna sem mér ber ljúf skylda til. Ég bjó á Ítalíu
og dvel mikið í Mið-Evrópu og sé þar hversu langt er í land.
Mentun kvenna og fjárhagslegt sjálfstæði eru grundvall-
aratriði, hvar sem er í heiminum.“
Alin upp við að taka ábyrgð á eigin hamingju
Af hverju skiptir sjálfstæði þig svona miklu máli?
„Ég held þetta liggi í skapgerðinni. Svo er ég alin upp innan
um sterkar kven- en líka karlfyrirmyndir.
Foreldrum mínum þótti sjálfsagt að ég væri sjálfstæð og að
ég réði öllu um mitt eigið líf. Það var einhvern veginn aldrei
spurning. Ég var sautján ára þegar ég ákvað að leggja fyrir
mig myndlist. Ég tilkynnti það bara yfir hádegismatnum og
það var ekkert rætt frekar.
Svarið var bara „já góða mín, gerðu það.“
Foreldrar mínir voru í góðu hjónabandi og ég skynjaði aldei
valdabaráttu heldur djúpa virðingu og vináttu þeirra á milli.“
Fyrir hvað var þér hrósað í æsku?
„Ég fékk hrós fyrir að vera góð. Foreldrar mínir bjuggu
bæði við heilsubrest og það mótaði mig mikið. Ég komst ung að
því að hamingjan fólst í því að búa til gæðastundir og njóta
þess að vera saman. Það er ekki sjálfsagt mál að vera hraustur
og fá að vera innan um fólkið sitt.
Foreldrar mínir voru glatt fólk og skapgott að eðlisfari og
lögðu mér skýra lífsreglu sem fólst í því að ég ein bæri ábyrgð
á hamingju minni. Ég gæti ekki stjórnað því sem gerðist en ég
gæti stýrt viðbrögðum mínum. Þau bjuggu sjálf yfir sterkri
trúarsannfæringu og kenndu mér að treysta guði og nota bæn-
ina.
Grunnur sjálfstæðisins liggur í þessu trausti að maðurinn
stendur einn en þó ekki. Ég vona að ég miðli þessu til minna
eigin barna. Mér finnst sjálfsagt að þau velji sína framtíð sjálf
og fylgi eigin sannfæringu.“
Þegar þú teiknar mannslíkamann, ertu þá með lifandi mód-
el?
„Já alltaf. Ég teikna mikið í Myndlistaskóla Reykjavíkur þar
sem módeltímar bjóðast. Fyrir mér er mikilvægt að hafa lif-
andi módel, tíminn sem maður hefur til að teikna skiptir máli
og nálægðin við lifandi manneskju hefur áhrif. Ég hef teiknað
módel frá unglingsárum þegar ég var í Myndlistaskólanum á
Akureyri og teikningin verður samgróin manni eins og and-
ardráttur. Ég skissa mikið og leik mér. Þær teikningar eru
ómeðvitaðri og ég nota þær mikið í saumaverkunum. Að teikna
fólk er að nálgast mennskuna í lífinu, allar tilfinningar og
reynsla sem maðurinn býr yfir liggja í formi og línu líkamans
og er jafn erfitt að nálgast og það er heillandi. Það er hægt að
segja allt um manneskjuna í nokkrum línum eins og í ljóði.“
Hvað ertu að fást við núna?
„Ég vinn við nokkur verk í einu gjarnan í mismunandi tækni
eins og að sauma á striga, blönduð tækni, teikna, mála og
fleira. Það er ákveðin hvíld í að geta skipt um verk til að vinna í
og oft fara verkin að tengjast sín á milli. Að vinna í ákveðinni
tækni kallar á einbeitingu sem leiðir af sér annað verk, sem svo
aftur leiðir að því næsta. Það er vinnan sjálf og forvitnin sem
leiðir af sér fleiri verk. Þessi öldufaldur sem skapast og felst í
vinnunni sjálfri er orkuspretta nýrra hugmynda og vinnu þar
sem leiðin er takmarkið og lokaniðurstaða er ekki til.“
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Maríu-styttan hennar
Kristínar fékk nýtt útlit
með litnum Kristín sem
fæst í Litavali.
Dagsbirtan er falleg í
stofunni enda gluggarnir
stórir og vísa í suður.
Kristín lét byggja stórt rými við húsið sitt þar sem hún er
nú með vinnusvæði og verkstæði sem rúmar hana og
verkin hennar sem eru þó nokkuð mörg heima í vinnslu.
Kristín leggur mikið upp úr því
að hafa gott útsýn. Hún veit fátt
skemmtilegra en að bjóða
góðu fólki í gómsætan mat.
Matarstellið er frá listakonunni
Margréti Jónsdóttur.
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021