Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 34
S ólveig Andrea Jónsdóttir gengur rakleitt til verks og er vanalega með nóg á sinni könnu. Þannig hafa hlutirnir verið lengi hjá henni. Hún veit fátt skemmti- legra en að hanna fallegt húsnæði þó flugfreyjustarfið og ferðalög komi þar strax á eftir. Síðan elskar hún að vera með fjölskyldunni sem hún segir bjargið sem við stöndum á og stundum ljósið í myrkrinu. Reynslan hefur kennt henni að mað- ur ætti aldrei að fara í gegnum lífsins ólgusjó einn á báti. Sólveg hefur einstakt lag á því að halda mörg- um boltum á lofti. Hæfni til þess kom fljótt í ljós og ekki síst eftir að hún eignaðist fyrsta barnið sitt, dótturina Guðrúnu Andreu Sólveig- ardóttur, einungis fimmtán ára að aldri. Stærsta verkefnið að missa þá sem maður elskar Sólveig er gift Hilmi Víglundssyni og eiga þau tvö börn saman, þau Heklu Rán og Víking Rafns. Þó að Hilmir sé ekki faðir Guðrúnar Andreu er hann góður félagi og stuðningur við hana. Foreldrar Sólveigar þau Jón Rafns Ant- onsson og Guðrún Clausen hafa alltaf leikið stórt hlutverk í lífi Sólveigar sem gekk í gegn- um erfiðasta verkefnið sitt til þessa fyrir tveim- ur árum þegar faðir hennar veiktist skyndilega og dó. Þegar faðir hennar lést höfðu foreldrar hennar verið kærustupar í rúm fimmtíu ár og í hjónabandi í ein ellefu ár. Þau voru þannig ást- fangin að það smitaði yfir í allt sem þau tóku sér fyrir hendur. ,,Þetta er það erfiðasta sem ég hef farið í gegnum. Að eignast barn ung er ekkert miðað við það að missa einhvern sem manni þykir svona vænt um. Pabbi sagði alltaf að börn væru blessun og hlutirnir gætu verið verri. Enda vildi hann eignast fullt af börnum og við litum alltaf svo á að þegar Guðrún Andrea fæddist þá hefði pabbi verið einu skrefi nær draumi sínum. Hann var stór hluti af lífi okkar allra og þegar hann kvaddi okkur skyndilega þá sagði Hilmar maðurinn minn að hann hefði ekki einungis misst tengdapabba sinn heldur einnig sinn besta félaga. Þannig var pabbi.“ Guðrún Clausen starfaði alla tíð sem flug- freyja og er hún dóttir Holgers Peters Clausen kaupmanns og Sólveigar Clausen kaupkonu svo ferðalög og viðskipti voru henni í blóð borin. Jón Rafns menntaði sig á erlendri grund og ferðað- ist mikið með eiginkonu sinni svo að þegar Sól- veig varð fimmtán ára vildu þau endilega gefa henni færi á að kynnast heiminum betur og læra nýtt tungumál. Þau fundu góðan skóla fyr- „Börn eru alltaf blessun sama hvernig þau verða til“ Lífið er ekki einfalt en við þurfum ekki að fara í gegnum það ein, að mati Sólveigar Andreu Jónsdóttur innanhússarkitekts sem eignaðist fyrsta barnið sitt fimmtán ára að aldri eftir að hafa verið í málaskóla í Bretlandi. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sólveig og Hilmir ásamt börnum, tengdasyni og barnabörnum. Guðrún Clausen er ung og glæsileg langamma. 5 SJÁ SÍÐU 36 Sólveig Andrea Jónsdóttir innanhússarkitekt á fallegt heimili í Garðabænum. 34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.