Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 36

Morgunblaðið - 05.05.2021, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 ir hana á Bretlandi, nánar tiltekið í Eastborn. ,,Já mamma og pabbi vildu að ég lærði á heiminn og myndi tileinka mér fleiri tungumál. Ég þótti mjög þroskuð eftir aldri enda gerði ég snittubrauð og stýrði heimilinu með harðri hendi þegar mamma var í flugi erlendis og ég og pabbi með heimilið. Ég gekk í málin og gerði bara það sem þurfti. Pabbi vann mikið á þessum tíma en við vorum mjög dugleg öll og gerðum það sem gera þurfti til að láta hlutina ganga upp. Mamma vann fyrir Icelandair í tæplega fimmtíu ár og pabbi kenndi tækniteiknun í Iðn- skólanum og var með sína eigin teiknistofu. Svo byggði hann fyrir fjölskylduna stórt og fallegt hús sem hefur verið í gegnum árin eins konar miðstöð fyrir okkur fjölskylduna. Ég var fullorðinslegur unglingur þarna fimm- tán ára að aldri, en samt svo mikið barn.“ Hlutirnir geta alltaf verið verri Sólveig dvaldi hjá fjölskyldu í Eastborn í tvo mánuði og átti dásamlegan tíma þar sem hún lærði aðeins meira á lífið og tilveruna. „Ég hitti strák og kom svo með óvæntan glaðning heim. Ég hafði ekki hugmynd um það enda hafði ég ekki verið í neinum nánum sam- skiptum við stráka áður en ég fór í skólann er- lendis. Í raun vissum við ekki að ég hefði komið ófrísk heim fyrr en um jólin og barnið fæddist síðan í mars.“ Sólveig man ennþá viðbrögð foreldra sinna sem stigu ölduna með henni og í raun færðu sig nær henni. „Mér er minnisstætt hvað pabbi sagði. Að þetta hefði getað verið verra. Að börn væru blessun og barn væri bara velkomið og jákvætt. Að það væri gott að ég hefði ekki verið í neinu rugli. En að sjálfsögðu hefðu allir óskað að ég ætti barnið tíu árum seinan.“ Sólveig skráði sig í Tjarnarskóla sem hún gerði til að undirbúa sig betur til að ná mark- miðum sínum þar sem hana langaði að komast inn í Verslunarskóla Íslands. „Á þessum tíma hafði ég eignast litla systur sem var fimm ára að aldri sem gerði það að verkum að fjölskyldan var með eitt lítið barn á heimilinu. Við- horfið var að það munaði ekki um eitt lítið barn í viðbót. Ég fór ekki í Tjarnarskóla af því ég væri orð- in ólétt en það kom sér vel að vera í litlum per- sónulegum skóla og ég á bara góðar minningar frá þessum tíma þó oft hafi þetta verið erfitt. Ég eignast síðan dóttur mína rétt fyrir páskafrí. Ég náði að halda áfram í skólanum og að klára sam- ræmdu prófin en mamma og pabbi skiptust á að koma með barnið til mín í hádeginu svo ég gæti gefið henni brjóst.“ Það er alltaf flókið fyrir ungling að ganga með og eignast barn að hennar mati. Þess vegna getur hún ekki mælt með því fyrir neinn. „Ég er samt mjög heppin með meðgöngurnar mínar og þá stað- reynd að ég virðist búin til þess að fæða börn. Ég hefði aldrei getað gert þetta ein án mömmu og pabba en við fundum út úr þessu saman. Síðan þegar sumarið kom þá fórum við út í húsið okkar á Spáni og síðan komst ég inn í Versl- unarskólann um haustið eins og ég hafði sett mér mark- mið um.“ Þurfti ekki að fórna neinu með komu barnsins Það kom aldrei til greina að Sólveig þyrfti að fórna draumum sínum fyrir barneignir. ,,Ég elskaði dóttur mína út af lífinu og það gerðu foreldrar mínir líka en mér er svo minn- isstætt eitt sem pabbi sagði sem var að lítil börn þurfa ekki alltaf þrjá fullorðna aðila til að sjá um sig daglega. Við gætum staðið saman og skipst á með hana.“ Á þessum tíma bjó Sólveig með foreldrum sínum. Eftir tvö ár í Verslunarskólanum áttaði hún sig á að hún vildi læra að hanna og teikna og því skipti hún yfir í Iðnskólann. Hún fór í tækniteiknun og útskrifaðist þaðan árið 1994. ,,Mig langaði alltaf að læra innanhúss- arkitektúr og að læra það á Ítalíu. Mig langaði ekki til Danmerkur en hafði augastað á Ítalíu. Ég fékk inni í góðum skóla þar og tekin var ákvörðun um að ég færi út í þetta mikla nám og að dóttir mín yrði heima hjá foreldrum mínum á meðan. Hún var þá fjögurra ára að verða fimm. Ég kom heim til hennar alltaf þegar ég gat, á jólunum, um páska og yfir sumarið. En í þá daga voru ekki tölvur eða sama aðgengi að sím- um. Svo við gerðum þau plön að ég myndi heyra í þeim á hverjum sunnudegi.“ Var ekki erfitt að lifa drauminn en að sama skapi að fara út og skilja barnið eftir? ,,Mig langaði að mennta mig meira og á þess- um tíma var ekki hægt að mennta sig í mínu fagi á Íslandi. Svo þetta var smá föndur. Pabbi var algjörlega á því að ég skyldi mennta mig á besta stað og að við þyrftum ekki öll alltaf að vera með börnin. Þetta væri grunnurinn að minni framtíð og ég skyldi bara fara og láta drauma mína ræt- ast.“ Þar sem tímarnir eru aðrir í dag þá ætti eng- inn að láta barneignir stoppa sig í að fara til út- landa í nám, að mati Sólveigar. „Ég var 25 ára þegar ég útskrifaðist og hefði kannski getað frestað því að fara út þar til dóttir mín yrði eldri. En í dag eru málin öðruvísi. Það er hægt að fara til útlanda með börn og fá leik- skóla og meiri stuðning en á þeim tíma sem ég fór út. Eins hefði umhverfið verið öðruvísi í Danmörku, en mig langaði ekki í skóla þar á þessum tíma.“ Faðir hennar var viðstaddur fæðinguna Hvað með barnsföður þinn? Varstu í sam- bandi við hann eða ástfangin af honum á þess- um tíma? „Nei alls ekki. Við vorum bæði ung. Hann var átján ára þegar ég kynntist honum og bjó í Barcelona. Dóttir mín hefur aldrei hitt pabba sinn og aldrei verið í neinu sambandi við fjöl- skyldu hans. Við áttum hana alveg skuldlaust. Pabba og okkur öllum þótti mikilvægt að hlut- irnir væru uppi á borðinu svo við höfum alltaf Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Eins og sést á þessari mynd þá fellur liturinn Kyrrð einstaklega vel inn í um- hverfið á heimilinu þar sem grunnlitirnir eru grábrúnir og svartir. 5 SJÁ SÍÐU 38 Fjölskyldan situr alltaf saman á kvöldin og borðar. Það skiptir Sólveigu miklu máli. Fjölskyldan málaði heimilið saman í vetur sem tókst mjög vel. Það er einn og sami litur á öllu húsinu. Liturinn heitir Kyrrð og er úr Slippfélaginu. Sólveig og Hilmir hafa verið kærustupar lengi en gengu í hjónaband í apríl á þessu ári. Guðrún Clausen lauk tæplega fimmtíu ára ferli sínum sem flug- freyja fyrir tveimur árum. Hér eru mæðgurnar saman í flugi. Sólveig og Hilmir ásamt börnum sínum tveimur; þeim Heklu Rán og Víking Rafns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.