Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 E mbla fæddist árið 1978 í Uppsala í Svíþjóð og var yngst fjögurra systkina en faðir hennar, Sigur- geir Steingrímsson, starfaði þar sem lektor í ís- lensku við Uppsala-háskóla og móðir hennar, Helga Gunnarsdóttir, var í framhaldsnámi í tón- mennt. Þegar Embla var þriggja ára flutti fjöl- skyldan aftur til Íslands, nánar tiltekið í fallegt blátt bárujárnshús við Brekkustíg í gamla Vesturbænum í Reykjavík en þetta fallega ættaróðal hefur verið í eigu fjölskyldu hennar í fjórar kynslóðir. Nú býr hún í þessu sama húsi ásamt börnum sínum Kolbrúnu og Þór, kátum hundi og einum önugum ketti. Æska Emblu í húsinu á Brekkustíg var góð og henni leið vel í Vesturbæjarskóla þar sem krakkarnir voru verndaðir og ljúfur andi ríkti í skólanum. Öðru máli gilti þó um Hagaskóla þar sem ríkti vargöld upp úr 1990. Hana óaði við því að skipta um skóla enda hafði hún upplifað sig mjög verndaða og örugga í umhverfi sem ein- kenndist af sveigjanlegu og nýstárlegu viðhorfi til náms. „Til dæmis þá trúðu kennararnir í Vesturbæjarskóla ekkert á próf og við nemendurnir fengum bara að velja okkur verkefni eftir því hvernig lá á okkur eða hverju við höfðum áhuga á. „Viltu læra stærðfræði eða prjóna í dag?“ var spurt. Svo bara gerði maður það sem mann langaði í það og það skiptið,“ segir Embla sem var ekki bara stressuð yfir því að mæta gangsterum á göngum Hagaskóla heldur var hún líka yfirgengilega kvíðin yfir því að þurfa að taka sitt fyrsta próf á ævinni. „Ég held að ég hafi aldrei svitnað jafn mikið!“ segir hún og hlær að minningunni. Hún segir að átökin milli nemenda og gengja á göngum Hagaskóla hafi verið það svæsin að skólanum hafi verið skipt upp í hólf sem aðskildu árgangana. „Þetta var gert til að krakkarnir í áttunda bekk þyrftu ekki að hitta brjálæðingana í níunda og tíunda bekk og það var alltaf öryggisvörður á svæðinu,“ segir Embla og skellir upp úr við að rifja ástandið upp. Missti mömmu sína og báðar ömmur á tíu mánaða tímabili aðeins tólf ára gömul Vorið áður en hún byrjaði í Hagaskóla, árið 1991, lést móðir hennar úr krabbameini aðeins 48 ára. Þá var Embla 12 ára. Á sama tíu mánaða tímabili ákvað svo almættið að taka báðar ömmur henn- ar líka en þær voru mjög stór hluti af lífi fjölskyldunnar og gegndu veigamiklum hlutverkum innan hennar. „Móðuramma mín fer fyrir jól 1990, mamma í maí 1991 og föður- amma haustið 1991. Pabbi stóð þá einn eftir með fjögur börn, búinn að missa allar konurnar í lífi sínu. Eiginkonu, mömmu og tengda- mömmu. Mamma var mjög ákveðin og kraftmikil. Hún hélt heim- ilinu gangandi ásamt ömmum mínum sem voru báðar ekkjur. Þær þrjár voru konurnar sem héldu utan um allt sem tilheyrði heimili og fjölskyldu. Þær létu hlutina ganga upp og þegar þær voru farn- ar þá stóð hann frammi fyrir því að kunna ekkert af því sem þær höfðu áður sinnt. Hann hafði einfaldlega alltaf þurft mjög mikið á þessum konum að halda og skyndilega eru þær allar farnar og hann stendur eftir ráðalaus með sorgina kraumandi undir yfirborð- inu. Það var nefnilega aldrei talað um neitt og ekki tekið á hlutun- um með neinum hætti. Svoleiðis var þetta bara hér áður. Fólk tal- aði bara ekkert um það hvernig því leið.“ Uppeldið heyrði sögunni til Embla segir að eftir því sem árin hafa liðið hafi hún náð að sýna pabba sínum meiri og meiri skilning en staðan var önnur þegar hún var yngri. „Ég var mjög reið út í hann þegar ég var unglingur, og það er engin lygi að hann gerði ótal mistök, en eftir því sem ég eld- ist, og tala nú ekki um eftir að ég varð sjálf foreldri, þá skil ég hann Morgunblaðið/Eggert Embla Sigurgeirsdóttir listamaður var aðeins tólf ára barn þegar móðir hennar og báðar ömmur féllu frá með nokkurra mánaða millibili. Síðar eignaðist hún verulega fjölfatlaða dóttur með öllum þeim áskorunum sem því fylgja og þegar sonur hennar steig fram sem hinsegin tóku við flóknir erfiðleikar sem hún átti aldrei von á. Þrátt fyrir alla stormana hefur þessari fallegu og öflugu einstæðu mömmu tekist að hasla sér völl meðal vinsælustu hönnuða landsins í gegnum listsköpunina sem hún segir algerlega hafa bjargað lífi sínu. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com Embla Sigurgeirsdóttir lætur áföllin ekki stoppa sig. Áhugaverðasta fólkið á sárustu sögurnar 5SJÁ SÍÐU 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.