Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 47

Morgunblaðið - 05.05.2021, Side 47
2003 og hún ólétt að eldra barninu en barnsföður sínum hafði hún kynnst í partíi í næsta húsi þegar hún var sautján ára og það sam- band stóð í fjórtán ár. „Svo kemur barnið í heiminn og ég skrái mig á hönnunarbraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þar kviknaði loksins á mér! Ég fann mig rosalega vel í náminu og fékk mikinn áhuga á því sem ég var að gera. Samt var eina markmiðið bara að kaupa stúdentshúfu og taka mynd af mér með hana á höfðinu til að sanna fyrir öllum að ég væri að standa mig í lífinu. Það komst bara ekkert annað að,“ segir hún og hristir kollinn. Lét sannfærast af ljósmóður um að allt væri í lagi Embla fæddi heilbrigt barn og átti stutt í að smella af sér mynd með stúdentshúfuna á kollinum þegar hún varð ólétt í annað sinn en eftir tuttugu vikur fór að bera á frávikum í fóstrinu. „Ég á aldrei eftir að gleyma síðustu sónarskoðuninni sem ég fór í áður en barnið fæddist. Ljósmóðirin sannfærði mig um að það væru alltaf að mælast einhver smá frávik í fóstrum en að í fæstum tilfellum væru þau alvarleg. Kannski að börn fæddust með stærri eyru eða eitthvað en yfirleitt væru þessi frávik ekkert sem skipti máli. Hún reyndi svo innilega að sannfæra mig um að þetta yrði ekkert mál svo ég trúði henni en nokkrum dögum síðar fæddi ég mjög fjölfatlað barn og sjokkið var gríðarlegt.“ Kolbrún, sem er fjórtán ára nemandi í Klettaskóla, glímir við sjaldgæfa fötlun sem stafar af Saethre Chotzen-heilkenninu. Henni fylgja margskonar erfiðleikar sem hafa stundum kallað á flóknar skurðaðgerðir og fleira. „Þegar hún var bara níu mánaða var höfuðkúpan á henni klippt upp til að koma mætti í veg fyrir samgróninga. Hún fæddist með klumbufót og mestan part ævinnar hef- ur hún verið í spengingarferli vegna baks- ins,“ útskýrir Embla og bætir við að það sé einungis brot af því sem barnið hefur þurft að ganga í gegnum. „Andlegur þroski hennar er kannski á við þriggja, fjögurra ára stelpu en hún hefur dásamlega skapgerð. Ég á fatlað barn en ég á rosalega hamingjusamt fatlað barn. Henni líður ekki illa þar sem hún er bókstaflega alltaf í góðu skapi og elskar alla sem hún hittir. „Mér fannst áföllin hafa veikt mig og gert mig að ómenntuðum svörtum sauði. Ég var aldrei nógu góð í eigin huga.“ 5SJÁ SÍÐU 48 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 47 Fallegar gersemar Vefverslun og sölustaðir á oskabond.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.