Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 47
2003 og hún ólétt að eldra barninu en barnsföður sínum hafði hún kynnst í partíi í næsta húsi þegar hún var sautján ára og það sam- band stóð í fjórtán ár. „Svo kemur barnið í heiminn og ég skrái mig á hönnunarbraut í Iðnskólanum í Hafnarfirði og þar kviknaði loksins á mér! Ég fann mig rosalega vel í náminu og fékk mikinn áhuga á því sem ég var að gera. Samt var eina markmiðið bara að kaupa stúdentshúfu og taka mynd af mér með hana á höfðinu til að sanna fyrir öllum að ég væri að standa mig í lífinu. Það komst bara ekkert annað að,“ segir hún og hristir kollinn. Lét sannfærast af ljósmóður um að allt væri í lagi Embla fæddi heilbrigt barn og átti stutt í að smella af sér mynd með stúdentshúfuna á kollinum þegar hún varð ólétt í annað sinn en eftir tuttugu vikur fór að bera á frávikum í fóstrinu. „Ég á aldrei eftir að gleyma síðustu sónarskoðuninni sem ég fór í áður en barnið fæddist. Ljósmóðirin sannfærði mig um að það væru alltaf að mælast einhver smá frávik í fóstrum en að í fæstum tilfellum væru þau alvarleg. Kannski að börn fæddust með stærri eyru eða eitthvað en yfirleitt væru þessi frávik ekkert sem skipti máli. Hún reyndi svo innilega að sannfæra mig um að þetta yrði ekkert mál svo ég trúði henni en nokkrum dögum síðar fæddi ég mjög fjölfatlað barn og sjokkið var gríðarlegt.“ Kolbrún, sem er fjórtán ára nemandi í Klettaskóla, glímir við sjaldgæfa fötlun sem stafar af Saethre Chotzen-heilkenninu. Henni fylgja margskonar erfiðleikar sem hafa stundum kallað á flóknar skurðaðgerðir og fleira. „Þegar hún var bara níu mánaða var höfuðkúpan á henni klippt upp til að koma mætti í veg fyrir samgróninga. Hún fæddist með klumbufót og mestan part ævinnar hef- ur hún verið í spengingarferli vegna baks- ins,“ útskýrir Embla og bætir við að það sé einungis brot af því sem barnið hefur þurft að ganga í gegnum. „Andlegur þroski hennar er kannski á við þriggja, fjögurra ára stelpu en hún hefur dásamlega skapgerð. Ég á fatlað barn en ég á rosalega hamingjusamt fatlað barn. Henni líður ekki illa þar sem hún er bókstaflega alltaf í góðu skapi og elskar alla sem hún hittir. „Mér fannst áföllin hafa veikt mig og gert mig að ómenntuðum svörtum sauði. Ég var aldrei nógu góð í eigin huga.“ 5SJÁ SÍÐU 48 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 47 Fallegar gersemar Vefverslun og sölustaðir á oskabond.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.