Morgunblaðið - 05.05.2021, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 05.05.2021, Qupperneq 49
eins og áföllin dynji bara endalaust á fólki. En veistu að ég verð samt að segja að þetta er áhugaverðasta fólkið sem ég þekki. Maður veit það bara sjálfur. Ég þroskaðist til dæmis ekkert fyrr en eftir að ég varð 35 ára. Eða mér finnst það. Mér finnst ég hafa verið hálfgerður krakki fram að því. Þroskinn kemur ekki fyrr en maður vinnur úr og lærir af áföllum lífsins, nýtir þau til að fá aðra sýn á lífið, aukinn skilning og meiri samkennd og æðruleysi. Þá fyrst getur maður litið á það sem blessun að lífið hafi látið mann fá erfið verkefni. Þegar maður verður fyrir svona þá er tvennt í stöðunni: Ætlar maður að láta áföllin buga sig eða ætlar maður að reyna að standa í lappirnar og láta þau efla sig? Einhver sagði við mig að sama hversu ljótur, grimmur eða erfiður atburðurinn er … til að láta hann ekki buga sig þá verður maður að reyna að sjá eitthvað jákvætt við hann. Þú verður að finna út hvernig erfiðir atburðir geta gefið þér styrk. Það er hægt að sjá og finna styrk í öllu sem hefur komið fyrir mann. Stundum líða reyndar mörg ár þar til maður áttar sig á því að hann leynist þarna í öllum erfiðleikunum en það gerist þegar maður er tilbúinn til að sjá það.“ Embla segir að öll árin frá því hún var að vinna sig upp í stúdentinn og þar til hún eignaðist Þór og síðar Kolbrúnu, þá hafi hún ekki gert annað en að smána sjálfa sig og tala sig niður. „Mér fannst áföllin hafa veikt mig og gert mig að ómennt- uðum svörtum sauði. Ég var aldrei nógu góð í eigin huga og var með mikla fullkomnunaráráttu. Þurfti að vera mest og best í öllu og fá hæstu einkunnirnar. Ég var heltekin af þessum tilfinningum sem breyttust ekki fyrr en ég átti börnin mín og fór út í nám. Nú eru átta ár liðin frá því ég kom aftur til baka úr náminu og mér hefur tek- ist að sjá fyrir sjálfri mér og börn- um mínum með því sem mér finnst skemmtilegast að gera. Ég er orðin 42 ára og mér finnst ég fyrst núna vera byrjuð að blómstra, en ég er sannfærð um að þessi innri blóm hefðu aldr- ei sprottið hefði ég ekki fundið mína leið úr myrkrinu í gegnum listina mína,“ segir þessi kraftmikla, heillandi og hugrakka kona að lokum. Hér er Embla á góðri stundu ásamt föður sínum. „Seinna kom svo í ljós að ofheyrnirnar stöfuðu af svefnleysi því barnið hafði varla sofið í marga mánuði.“ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 MORGUNBLAÐIÐ 49 NÝTT Dr. Hauschka Ísland FLOWER POWER SINCE 1967 Hinn mikli kraftur blómannna hefur verið undirstaða í snyrtivörunum okkar í yfir 50 ár. Flower Power línan samanstendur af þrem léttum fljótandi dagvökvum: Balancing Day Lotion fyrir feita óhreina og blandaða húð. Soothing Day Lotion fyrir húð með roða og háræðaslit. Revitalizing Day Lotion fyrir föla og þurra húð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.