Morgunblaðið - 05.05.2021, Blaðsíða 50
J
enna Huld fær að jafnaði margar
spurningar frá skjólstæðingum sínum
sólvarnir. Landsmenn virðast vita mik-
ið um sólina en sumar staðhæfingar
eru á kreiki sem eru ekki vísindalega sam-
þykktar.
Eitt af því sem Jennu Huld
finnst mikilvægt að fólk viti er
að sólvarnir eru góðar þó þær
séu ekki fullkomnar. Það
þýðir því lítið að smyrja á
sig sólvörn og vera svo
allan daginn í sólinni.
„Það á að nota sól-
varnir sem viðbót við sól-
hlífar, klæðnað, sólhatt eða
derhúfu. Margir trúa því að
það sé óhætt að liggja í sólinni
ef þeir bera á sig reglulega sól-
arvörn. Það er alls ekki rétt og mik-
ilvægt að gæta hófs í sólinni
eins og í svo mörgu öðru. Reyn-
ið að forðast sólina yfir miðjan
daginn þegar hún er sem sterk-
ust og verið í skugga. Mikilvægt er að smyrja
sólarvörn á svæði sem þú getur ekki dulið með
klæðnaði, eins og andlit og handarbök.“
Mælir alltaf með notkun sólvarna
Er sólvörn með hærri SPF betri sólvörn?
„Það er rétt að vissu leyti. Það er ekki svo
mikill munur á SPF 30 og 50 sólarvörn ef hún
er borin á í þykku lagi. Þá verndar sólarvörn
með SPF 30 um 96-97% gegn geislum sól-
arinnar á meðan sólarvörn með SPF 50 vernd-
50 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021
www.gilbert.is
Hjá Gilbert úrsmið sérhæfum
við okkur í úrsmíði, hönnun
og framleiðslu úra
Clarins UV
Plus Anti
-Pollution
SPF 50 er
nýjasta and-
litsvörnin frá
Clarins. Hún
viðheldur og
varðveitir
æskuljómann.
Fæst í Hagkaup.
Það getur verið eftir-
sóknavert að vera í sólinni
en nauðsynlegt að vera með
sólarvörn til að verja húðina.
„Mikilvægt að
smyrja sólarvörn
á svæði sem ekki
verður dulið með
klæðnaði“
Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir hjá
Húðlæknastöðinni, segir sólvarnir nauðsynlegar í sólinni í sumar.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Eucerin Dry
Touch Sun
Gel-sólvörnin
SPF 50 fæst í
Lyfju.
Skin Ceuticals-sólvörnin
er vara sem læknarnir
mæla með. Fæst í
Húðlæknastöðinni.
ar um 98%. Rannsóknir hafa aftur á móti sýnt
að það er bara um fjórðungur sem notar þykkt
lag eins og á að gera og að flestir smyrja allt
of þunnt á sig. Þá er stór munur á því að bera
á sig sólarvörn með SPF 30 eða SPF 50, þar
sem 50 verndar mun betur. Ég mæli alltaf
með notkun á sólarvörn með SPF
50 eða hærri, aldrei lægri en
SPF 30.“
Er sólvörn krabbameins-
valdandi?
„Þetta hefur verið
hvimleið mýta undanfarin
ár og skapað hræðslu og
vantrú hjá fólki. Það eru
engar vísindalegar rann-
sóknir sem hafa sýnt fram á
að innihaldsefnin í sólar-
vörnum séu krabbameinsvald-
andi. Vísindalegar rannsóknir hafa
aftur á móti sýnt
fram á ótvíræð
tengsl á milli sól-
arnotkunar og
húðkrabbameina, það er að því
meiri sólarnotkun því meiri hætta
á húðkrabbameini á lífsleiðinni.“
Þurfum fimmtán mínútur
á dag í sólinni
Eins hefur borið á þeirri staðhæf-
ingu að húðin geti ekki framleitt D-
vítamín ef þú notar sólvarnir. Er það
rétt?
„Það er satt en mikilvægt er að
hafa í huga að þú þarft alls ekki lang-
an tíma í sólinni til að fá nægjanlegt
D-vítamín yfir daginn. Rannsóknir
hafa sýnt að 15 mínútur á dag án sól-
arvarnar eru nægjanlegar fyrir D-
vítamínframleiðslu. Nú í dag vitum við
að sólin er ekki bara krabbameinsvald-
andi heldur einnig ein af meginorsökum
ótímabærrar öldrunar húðarinnar.
Það er því mikilvægt að gæta hófs í
nærveru sólarinnar til
að viðhalda heilbrigði
húðarinnar.“
Jenna Huld Eysteinsdóttir
húðlæknir segir mikilvægt
að nota góða sólvörn í sólinni.
Ljósmynd/H Magasín
Shiseido Expert Sun-sólar-
vörnin SPF 50 er fyrir andlit og
líkama. Kremið býr yfir húðbæt-
andi eiginleikum og dregur úr
litablettum. Fæst í Hagkaup.
Vichy-sólvarna-
stifti SPF 50
fæst í Lyfjaveri.
La Roche-Posay Anthelios-
sólvörn SPF 50 fæst í Lyfju.
Evy Daily UV
Face Mousse
SPF 30 fæst í
Beautybox.is.
We Love
Planet-
sólvörnin
er SPF 30.
Hún fæst í
Vistveru.
Bella Aurora-
sólvörnin er SPF
50. Hún fæst í
Beautybox.is.