Morgunblaðið - 05.05.2021, Page 62

Morgunblaðið - 05.05.2021, Page 62
Það er ótrúlegt hvað góður ilmur getur gert mikið fyrir lífið og tilveruna. Í leitinni að rétta ilminum er eðlilegt að prófa sig aðeins áfram. Ilmur getur verið fullkominn í búðinni en svo þegar heim er komið er miðnótan eða grunnurinn ekki að falla í réttan farveg. Eftirfar- andi ilmir eru að slá í gegn um þessar mundir. Carner, Latin Lover Hair Perfume Það er dásamlegt að vera með góðan ilm í hárinu. Einn besti hárilmurinn um þessar mundir er latínilmurinn frá Carner. Ilmurinn er ávanabindandi og hentar bæði fyrir konur og karla. Toppnótan er ítalskur bergamot, ylang lang Moheli og kín- versk magnolía. Miðnótan er fjóla, indversk jasmína og franskt ástríðublóm og fjóla. Grunnurinn er benzoin frá Laos, indversk patchouli og hvítur musk-ilmur. Lancôme, Idôle L’Intense Þessi ilmur frá Lancôme kom á markað árið 2020. Ilmurinn er fyrir nútímakonur sem þora að taka sér pláss en kunna að vera leyndardómsfullar þegar það á við. Hann er ferskur og skemmti- legur og lætur vita af sér. Fyrir frjálsu konuna sem veit sitt virði. Toppnótan er beisk appelsína og mandarína. Miðnótan er tyrknesk rós, egypsk jasmína og musk. Grunnurinn er Patchouli, kasmírull, madagascar vanilla og sand- alviður. Versace, Dylan Turquoise Nýjasti ilmurinn frá Versace, Dylan Turquoise, einkennist af líflegum blóma og sítrusnótum með vott af viði og musk. Hailey Bieber er andlit Versace og færir okkur innblástur frá ströndum Sik- ileyjar á Ítalíu, þar sem blár himinn mætir kristalvatni og hafgolan gælir við húðina. Ilmurinn er sumar í glasi. Toppnótan er sítróna, mandarínur og bleikur pipar. Miðnótan er guava, freesia, jasmín og cassis. Grunnurinn er musk, cedarviður og trjáviður. Dolce & Gabbana, Light Blue Forever Nýjasta viðbót í Dolce & Gabbana er Light Blue Forever. Ferskur og seiðandi sítrusilmur sem fagnar fjölbreytileikanum og eilífri ást. Innblástur ilmsins má rekja til Capri-eyja á Ítalíu, með frísk- legum blóðappelsínu- og sítrónunótum sem undir- strika mjúka musk og hlýjan sedruvið. Toppnótan er blóðappelsína, sítróna og græn epli. Miðnótan er appelsínublóm og hvít blóm. Grunnurinn er cedar-viður, kasmír og hvítur musk-tónn. Carolina Herrera, Very Good Girl Kynþokkafullur sumarilmur fyrir konur sem glitra og heilla alla þá sem á vegi þeirra verða. Ilmurinn einkennist af ferskum berjum, rós og vetiver. Toppnótan er Litchi-tómatur og rifsber. Miðnótan er rós. Grunnurinn er vanilla og vetiver-gras sem gefur sætan tré- kenndan ilm með sítruskeim. Guerlain, Aqua Allegoria, Flora Salvaggia Thierry Wasser, einnig þekktur sem „nefið“ fyrir Guerlain, heldur áfram að toppa sig. Hann heimsækir fallegustu garða heims og tekur okkur með sér á lyktarskyninu, Flora Sal- vaggia er hannaður til að fá aðra til að stoppa og snúa sér við. Ilmurinn er heillandi og ávanabindandi með sínum fersku villtu blómum, hunangsmelónutónum og umvafinn hvítri musk. Toppnótan er fjóla, villt blóm og melóna. Miðnótan er jasmín og blóm af appelsínutré. Grunnurinn er fjóla, hvít musk og iris-planta. Aqua Alle- goria, Flora Salvaggia- ilmurinn frá Guerlain er hannaður fyrir þá sem vilja stoppa annað fólk og fá það til að snúa sér við. Light Blue Forever frá Dolce & Gabbana er ferskur og seið- andi sítrusilmur sem fagnar fjöl- breytileik- anum. Dylan Tur- quoise frá Ver- sace minnir á saltar strend- ur Sikil- eyjar á Ítal- íu. Ilmurinn er sumar í glasi. Það ættu allir að prófa að ganga með ilmvatn í hárinu. Carner Latin Lover Hair Perf- ume er engu líkt. 62 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 2021 Ljósmynd/Colourbox Styrmir bjó um tíma í Helĺs Kitchen hverfinu á Manhattan í New York. Sá hluti borgarinnar er einstaklega fagur og bjó hann við útsýni sem er engu líkt. Þ að er nóg að gera hjá honum þessa dagana með alhliða ráðgjöf þegar kemur að húsnæði ásamt því að vera með löggilta fast- eignasölu. „Við aðstoðum erlend fyrirtæki og fagfjár- festa hérlendis með leigumál og fjárfestingar í fasteignum.“ Hvar býrðu núna? „Ég bý á hæð á Kambsvegi 23 á Laug- arásnum. Okkur fjölskyldunni líður með vel þar. Það er stutt í allt og vinnuna okkar beggja hjónanna. Eins kann ég að meta út- sýni í allar áttir frá íbúðinni.“ Hvar hefur þú búið um ævina? „Ég hef búið í Mílanó, London, New York við sumarstörf á menntaskólaárum og Stokk- hólmi í Svíþjóð í yfir sex ár þar sem ég rak verslanir og ráðgjafarfyrirtæki í við- skiptaþróun.“ Hvað gerir hús að góðu heimili? „Er það ekki það mikilvægasta að öllum líði vel og það sé góður andi í húsinu? Samspil hönnunar og þæginda verður að eiga sér stað. Ég er á því að við megum ekki gleyma okkur í einhverju sem er fagurt en fórna öllu notagildi og þægindum.“ Hver er skrítnasti staður sem þú hefur bú- ið á? „Ég myndi segja að það sé íbúð sem ég bjó í um tíma í Helĺs Kitchen á Manhattan í New York. Þar bjó ég með fjórum öðrum strákum í lítilli íbúð. Þar voru ávallt á sófa fyrir utan, rónar sem við gáfum alltaf smá mat og bjór inni á milli. Þeir pössuðu á móti húsið mjög vel. Við eyddum miklum tíma uppi á þakinu, en við þurftum að fara upp mjög hættulegan og ryðgaðan brunastiga frá íbúðinni til að njóta útsýnisins yfir hluta borgarinnar.“ En sá skemmtilegasti? „Ég verð að segja húsið mitt í Eriksvik í úthverfi Stokkhólms. Þar er strönd og bað- staður við hliðina á raðhúsunum og báta- bryggja fyrir neðan húsið. Eriksvik er í Nacka sem er hluti af Skerja- garðinum sem er ótrúlegur og nauðsynlegt að vera með bát til afnota ef maður býr þar.“ Hvaða orðasamband lýsir stemningunni heima hjá þér? „Heima er þar sem hjartað er. Við elskum að taka á móti gestum og erum frekar heima- kær, þó svo að við ferðumst mjög mikið. Eitt það besta við að ferðast mikið er til- finningin að koma heim. Þá lærir maður að meta upp á nýtt heimili sitt. Ég hlakka til að fara að ferðast aftur þegar faraldurinn er búinn. Við erum mjög dugleg að skipta á heimilum við erlenda gesti í gegn- um heimaskiptisíðu. Við höfum gert það í yfir sex ár og höfum fyrir vikið ferðast miklu meira og þá á persónulegri hátt. Við höfum kynnst frábæru fólki um allan heim vegna þessa og farið á staði sem við hefðum kannski ekki hugsað um að fara á og eru kannski fyrir utan hinar hefðbundnu slóðir.“ Styrmir Bjartur Karlsson, framkvæmda- stjóri Croisette Real Estate Partner á Íslandi, er giftur Vilborgu Sigurþórsdóttur og á fjögur börn, þau Júlíu Dagbjörtu, Kristófer Lár, Lísu Maríu og Birtu Ísold. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Ljósmynd/Instagram Styrmir bjó um tíma í Eriksvik í úthverfi Stokkhólms. Eriksvik er í Nacka sem er hluti af Skerja- garðinum en þar þykir ákaflega gaman að vera. Styrmir Bjartur Karlsson hefur búið um víða veröld. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir Hefur eignast góða vini í gegn- um húsaskipti Idôle L’In- tense- ilmurinn frá Lan- côme er ástríðu- fullur og seiðandi. Eitt af því sem einkennir konur með góða sjálfsvirðingu er að þær fjárfesta í dásam- legum ilmum fyrir sig. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Ástríðufullt sumar með réttu ilmtónunum Very Good Girl-ilmurinn frá Carolina Herrera er kynþokka- fullur sum- arilmur fyrir konur sem glitra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.