Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 1

Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 0. J Ú N Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 135. tölublað . 109. árgangur . TELUR MÖGULEIKA ÍSLANDS GÓÐA VANN ALLTAF BEST UNDIR ÁLAGI TÓNLEIKAHALD Á FULLT MEÐ HAUSTINU SÍÐASTA VAKTIN 10 ÍSLENSK TÓNLIST 6ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ 68 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Snæbjörn Sigurðarson, verkefna- stjóri Íslandsþara, segir fulltrúa fyrirtækisins farna að sjá til lands varðandi fyrirhugaða verksmiðju. Rætt hefur verið um að fjárfest- ingin sé á þriðja milljarð króna. Áformað er að hefja framkvæmdir við verksmiðju á Húsavík næsta vor og verður jarðhiti notaður til að þurrka þarann við vinnsluna. Úr þaranum verða unnin efni sem ætlunin er að selja til framleiðslu á fæðubótarefnum, snyrtivörum og öðrum vörum. Varðandi söluhliðina segir Snæbjörn að fulltrúar Íslands- þara séu í samstarfi við erlenda aðila sem hafi góðar tengingar á markaði í Evrópu, Bandaríkjunum og Asíu. Hagkvæmnin eftir að skýrast Þór Sigfússon, stofnandi Sjávar- klasans, segir mörg áhugaverð verk- efni í gangi varðandi þaraskóga. Raunar hlaupi fjöldi sprotafyrir- tækja á þessu sviði á tugum. „Það sem á eftir að koma betur í ljós er hagkvæmnin og viðskiptalík- anið í hverju tilfelli. Við erum til dæmis gjarnan að keppa við þjóðir sem búa við allt önnur launakjör. Það horfir til betri vegar með mark- aði en það er verulegur áhugi fyrir slíkri ræktun og að sumu leyti kjör- aðstæður á Íslandi. En við eigum eftir að sjá fleiri viðskiptaáætlanir um þararæktun sem leiða til þess að fjárfestar komi að borðinu.“ Þór segir tækifærin mikil ef rétt er á málum haldið. Þar með talið í áframvinnslunni. Meðal annars sé skilningurinn á þýðingu þara fyrir kolefnisfótsporið og matvælaiðnað- inn að aukast. „Þetta er ofurfæða en varan verður engu að síður að vera samkeppnishæf,“ segir Þór. »10 Milljarðar í þaravinnslu - Íslandsþari farinn að sjá til lands í viðræðum við fjárfesta - Stofnandi Sjávarklasans segir mikla gerjun á þessu sviði Andleg líðan ungs fólks á aldrinum 18 til 34 ára virðist hafa þróast til verri vegar á umliðnum mánuðum samkvæmt lýðheilsuvísum embættis Landlæknis, sem uppfærðir eru mánaðarlega. Svarendum í þessum aldurshópi í netkönnunum sem segj- ast meta andlega heilsu sína sæmi- lega eða lélega hefur farið fjölgandi og voru í kringum 50% í aprílmánuði sl. sem er hæsta hlutfallið í einum mánuði á seinustu árum. Hlutfallið hefur sveiflast nokkuð milli mánaða eða frá um 36% og upp í 50% á síð- ustu átta mánuðum. OECD segir í nýrri skýrslu um geðheilbrigðisþjónustu í aðildar- löndunum að frá því að veirufarald- urinn reið yfir hafi andleg vanlíðan færst verulega í aukana, sérstaklega meðal ungs fólks, og algengi kvíða og þunglyndis jafnvel tvöfaldast í sumum löndum. »40 Morgunblaðið/Eggert Lýðheilsa Fleiri meta nú andlega heilsu sína sæmilega eða lélega. Andleg líðan ungs fólks versnar Systurnar Sóldís Freyja og Dalrós María Mathie- sen létu sig ekki vanta í pödduskoðun í Elliðaár- dal í gær. Skoðunin var á vegum Háskóla Íslands og Ferðafélags barnanna. Hún er liður í röð við- burða sem kallast „Með fróðleik í fararnesti“ og er samstarfsverkefni FÍ og HÍ. Pödduskoðunin er allra vinsælasti viðburður fróðleiksraðar- innar og tók fjöldi fólks þátt í henni. Eins og sjá má voru systurnar afar áhugasamar. Morgunblaðið/Eggert Systurnar Sóldís og Dalrós skoðuðu pöddur í Elliðaárdal _ Allt kapp verð- ur lagt á að auka umferðaröryggi og fækka umferð- arslysum í nýrri stefnu umferðar- öryggisáætlunar fyrir árin 2023- 2037, sem nú er í undirbúningi, en árlegur kostn- aður samfélags- ins vegna umferðarslysa er nú met- inn á um 50 milljarða króna. Þetta kemur fram í grein sem Sig- urður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifar í Morgunblaðið í dag. Telur hann með markvissum aðgerðum og fræðslu hægt að ná enn frekari árangri í um- ferðaröryggi. Áhersla á að fækka umferðarslysum Sigurður Ingi Jóhannsson FÁÐU BETRA VERÐ Á MATVÖRU MEÐ SAMKAUP Í SÍMANUM ÞÚ GETUR NOTAÐ APPIÐ Í ÖLLUM VERSLUNUM SAMKAUPA Á LANDSVÍSU. NÁÐU Í APPIÐ OG SAFNAÐU INNEIGN. TENERIFE & ALICANTE JÚNÍSÓL VERÐ FRÁ: 39.900 KR.* *FYRIR FLUG FRAM OG TIL BAKA TIL TENERIFE WWW.UU.IS | 585 4000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.