Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 61

Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 ✝ Elís Gunnar Kristjánsson fæddist 8. maí 1926 á Arnarnúpi í Dýrafirði. Hann lést á Vífilsstöðum 25. maí 2021. Foreldrar hans voru Guðbjörg Kristjana Guðjóns- dóttir, f. 20.8. 1897, d. 31.12. 1989 og Kristján Guð- mundsson, f. 27.12. 1889, d. 20.12. 1973. Systkini Elísar voru: Guðmundur Jón, f. 1921, d. 1988, tvíburabróðir Guð- mundar Jóns, drengur, f. 1921, sem lést í fæðingu, Guðmunda, f. 1921, d. 1959, Guðjón Örn, f. 1922, d. 2021, Sigríður Guðný, f. 1925, d. 2016, Bjarni Sverrir, f. 1928, Ingvar Stefán, f. 1931, d. 1979 og Þorgeir Björgvin, f. 1937. Uppeldisbróðir Elísar var Markús Stefánsson, f. 1928, d. 2010, en þeir voru systkina- synir. Elís kvæntist 8. nóvember 1952 Önnu Jóhönnu Ósk- arsdóttur, f. 20.12. 1929, d. 3.1. 2003, frá Svefneyjum á Breiða- firði. bert Elís, f. 2007, Sandra Dís, f. 2008 og Thelma Rós, f. 2013. 5) Trausti, sérfræðingur hjá VÍS, f. 1966, kvæntur Sif Þórs- dóttur, f. 1966. Börn þeirra: Elís Þór, f. 2002 og Þórhildur Anna, f. 2004. Elís ólst upp á Arnarnúpi í Dýrafirði og bjó þar ásamt fjöl- skyldu sinni til átján ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur þar sem hann stundaði sjó- mennsku á stríðsárunum. Ungur að árum greindist Elís með berkla og var um tíma rúm- fastur á sjúkrahúsi á Þingeyri og á Landspítalanum áður en hann hóf dvöl á berklahælinu Reykjalundi í Mosfellssveit. Á Reykjalundi kynntist Elís yfir- lækninum Oddi Ólafssyni sem átti eftir að reynast honum vel, en undir handleiðslu Odds end- urheimti Elís heilsu og hóf verk- legt nám í trésmíði árið 1949. Bóklega hlutann nam Elís síðan við Iðnskólann í Reykjavík það- an sem hann útskrifaðist árið 1954 sem trésmiður. Árið 1958 fékk Elís síðan réttindi sem húsasmíðameistari. Árið 1950 kynntist Elís lífsförunaut sínum, Önnu Jóhönnu Óskarsdóttur. Þau gengu í hjónaband árið 1952 og hófu búskap á Reykja- lundi, en vorið 1953 fluttu þau í Miðstræti 8 í Reykjavík. Elís verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, 10. júní 2021, klukkan 13. Börn Elísar og Önnu eru: 1) Ólafur endur- skoðandi, f. 1953, kvæntur Stellu Skaptadóttur, f. 1953. Börn þeirra: a) Sjöfn, f. 1976, maki Pálmi Jó- hannsson, f. 1974. Börn þeirra: Snorri, f. 2008 og Linda, f. 2012. b) Skapti Örn, f. 1980, maki Guð- rún Arna Sturludóttir, f. 1987. Börn þeirra: Sturla Hrafn, f. 2018 og Elísabet Stella, f. 2020. c) Hlín, f. 1989, maki Jón Bjarki Magnússon, f. 1984. 2) Anna Björg grunnskóla- kennari, f. 1959, gift Stefáni Jó- hanni Björnssyni, f. 1957. Börn þeirra: Stefán Jóhann, f. 1997 og Anna Margrét, f. 1998. 3) Atli Þór, f. 1964. Sonur hans: Óskar Máni, f. 1992, maki Berglind Ösp Rafnsdóttir, f. 1991. Dóttir þeirra: Saga Björk, f. 2016. 4) Hlynur, fjármálastjóri LS Retail, f. 1965, kvæntur Addý Ólafsdóttur, f. 1972. Börn þeirra: Óliver Elís, f. 2004, Ró- Við vitum ekki alveg hvar við eigum að byrja, en það hellast yf- ir okkur fallegar minningar um þig síðan við munum eftir okkur elsku pabbi minn og afi. Við eig- um margar fallegar og góðar minningar frá Vindási og Tungu- bakka og síðar Fornastekk og Fitjasmára sem ylja okkur um hjartarætur þessa dagana. Það sem við munum hvað mest og best var hvað þið mamma og amma Anna tókuð alltaf vel á móti okkur – við feng- um bestu móttökur og faðmlag í heimi. Þú varst alltaf mikill talsmað- ur Breiðholtsins og sagðir hverf- ið það best skipulagða í Reykja- vík. „Sjöfn, þú veist að Mjóddin er miðjan í Reykjavík!“ sagðir þú, afi minn, eitt sinn við mig. Þú reistir enda fjölskyldunni tvö heimili í Breiðholtinu – í Tungu- bakka og Fornastekk. Það er þér og ömmu Önnu að þakka að ég bý ásamt minni fjölskyldu í Breiðholti í dag. Við erum svo þakklát fyrir að hafa átt þig elsku pabbi og afi minn. Við kveðjum þig með mikl- um söknuði og þökkum fyrir allt sem þú gafst okkur og allar stundirnar sem við áttum saman. Í minningunni eru þær ómetan- legar. Við biðjum góðan Guð að taka vel á móti þér, en við vitum að mamma og amma Anna tekur vel á móti þér með góðum kaffi- sopa. Góða ferð elsku pabbi minn og elsku afi minn, þangað til við hittumst á ný. Takk fyrir allt og allt. Þinn sonur og sonardóttir, Atli Þór og Sjöfn. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð elskulegan tengdaföður minn í dag. Þakk- læti fyrir hlýjar móttökur þegar ég kom í fjölskylduna og ætíð síðan fann ég fyrir umhyggju, hjálpsemi, velvilja og vináttu. Elís fæddist og ólst upp í Keldudal í Dýrafirði, hann náði 95 ára aldri og man því tímana tvenna. Voru sumar af sögunum hans ævintýri líkastar enda bjó hann í torfbæ til 12 ára aldurs, sótti sjóinn á opnum áttæringi, sópaði upp krækiberjum með strákústi og sigldi á stríðsárun- um milli Íslands og Bretlands svo eitthvað sé nefnt. Tengdapabbi hafði marga mannkosti, hann var ljúfur, æðrulaus, ósérhlífinn, sjálfstæð- ur, talaði aldrei illa um neinn, handlaginn og ráðagóður. Ungur maður fékk hann berkla sem breyttu lífsáformum hans. Í stað þess að stunda sjóinn tók við sjúkrahúsvist og síðan endur- hæfing á Reykjalundi þaðan sem hann nam trésmíði og kynntist lífsförunauti sínum, Önnu Jó- hönnu Óskarsdóttur. Bar hann ætíð hlýhug til Reykjalundar. Elís var ern og upplýstur maður og ekki komið að tómum kofunum þegar leitað var til hans, sama hvort það tengdist sögunni og fyrri tímum, fréttum líðandi stundar, stjórnmálum, íþróttum, húsbyggingum, garð- plöntum, veðrinu eða fréttum af fjölskyldunni. Hann hafði mikinn lífsvilja og leið best með fólkinu sínu, ljómaði þegar barnabörnin og barnabarnabörnin voru ná- lægt. Honum var umhugað um að geta tekið vel á móti öllum og fannst mikilvægt að eiga hinar ýmsu uppáhaldskextegundir, íspinna og góðgæti fyrir gesti sína bæði stóra og smáa. Minningarnar eru margar og dýrmætar, dásamlegar ferðir vestur á æskuslóðirnar, samver- an í sumarbústaðnum, Kanar- íeyjaferðirnar, ýmsir viðburðir og allar hversdaglegu stundirn- ar. Með þakklæti í hjarta kveð ég þig elsku tengdapabbi. Hvíl í friði og takk fyrir sam- fylgdina. Þín tengdadóttir, Sif. Elsku Elli, Ástvinir munu þér aldrei gleyma, meðan ævisól þeirra skín. Þú horfin ert burt til betri heima. Blessuð sé minning þín. (Theodór Einarsson) Þá er komið að því, kveðju- stundinni. Eins erfið og sár sem hún er þá veit ég að þú varst svo tilbúinn að fara. Þú sagðir mér eitt sinn að það hefði verið það erfiðasta, að vera svo lengi án lífsförunauts þíns, nú eruð þið Anna sameinuð í draumalandinu. Ég er svo endalaust þakklát fyrir okkar kynni, og allar dásamlegu stundirnar, við vorum svo lukku- leg að hafa þig mikið í lífi okkar og margt sem við upplifðum saman. Ógleymanleg ferðalög til Færeyja, Grænlands, Danmerk- ur og yndi að fá að vera með þér á Kanaríeyjum ykkar Önnu. Síð- ast en ekki síst að fá að heim- sækja heimahaga þína fyrir vest- an, þú varst svo stoltur af uppruna þínum og það voru for- réttindi að fá þína leiðsögn og frásagnir af uppvaxtarárunum, það var allt best fyrir vestan, og veðrið alltaf frábært, ef það skyldi nú rigna, þá var það ekki blaut rigning! Ófáar voru stundirnar í Vind- ási, sumarbústaðnum sem þú, Hlynur og Trausti byggðuð sam- an og gróðurinn sem veitir okkur skjól er svo mikið þér að þakka, þú með þína grænu fingur sást um að gróðursetja, og hlúa að landinu með einstakri natni svo eftir stendur að við, sem tókum við, fáum að njóta einstaks skjóls og sælu. Líkt og í lífinu, með ást- úð og umhyggju sem þú veittir okkur, eftir stöndum við í skjóli, umvafin hlýju frá þér. Barnabörnunum sýndir þú einstakan áhuga, og fundu þau fyrir miklum kærleika, hlýju, ást og ekki síst áhuga á öllu sem gerðist í lífi þeirra. Varst alltaf með á hreinu hvað þau höfðu fyr- ir stafni, það voru ófá skipti sem spurningin hvernig fór leikurinn fékk að hljóma. Fram á hið síð- asta fylgdist þú með öllum frétt- um, varst alsæll með ipadinn þar sem þú gast oft á dag farið inn á þá fréttamiðla sem þú kaust en að sjálfsögðu hélstu áfram þeim vana þínum að hlusta á allar fréttir í útvarpi og sjónvarpi sem ríkisútvarpið bauð upp á! Ráðagóður varstu þegar kom að húsakaupum og framkvæmd- um og það var ekkert sem fékk þig stöðvað á níræðisaldri í að stökkva upp á þak til að kanna ástand þess áður en við færum lengra með fjárfestingu okkar! Þér fannst það einnig vel til fundið þegar við héldum upp á 95 ára afmælið þitt á dögunum, að boðið var upp á skemmtun í formi smiða að störfum við palla- smíði en það sem upp úr stóð við þessi tímamót og þér fannst dá- semd, var að allir fjölskyldumeð- limir skyldu ná því að koma og gleðjast saman á þessum tíma- mótum. Það fylgdi þér einstök hlýja, kærleikur og umhyggja, og á þinn rólyndishátt umvafðir þú okkur fjölskylduna ást og góð- vild, eftir stöndum við með sökn- uð í hjarta en yndislegar minn- ingar um ljúfmenni, sem ylja okkur og munu fylgja okkur áfram gegnum lífið. Ljúfar voru stundir er áttum við saman. Þakka ber Drottni allt það gaman. Skiljast nú leiðir og farin ert þú. Við hittast munum aftur, það er mín trú. Hvíl þú í friði í ljósinu bjarta. Ég kveð þig að sinni af öllu mínu hjarta. (Maren Jakobsdóttir) Þar til síðar, þín Arndís (Addý). Afi lifði öðru lífi en við þekkj- um í dag, hann fæddist í torfbæ, var sendur ungur á sjó og sigldi til Bretlands í seinni heimsstyrj- öldinni. Mér fannst svo gaman þegar hann sagði mér sögur frá æsku sinni, eins og þegar hann var að lýsa fyrir mér fyrsta út- varpi fjölskyldunnar en það var 15 kílóa þungt og þurfti hann að ganga langt með 10 kílóa batt- eríið til þess að hlaða það. Í sam- vinnu við afa gerði ég kynningu um skipalestirnar í seinni heims- styrjöldinni og sagði hann mér frá sinni upplifun, svo mætti hann á kynninguna mína í skól- ann og höfðum við bæði gaman af. Hann var harðasti og þrjósk- asti maður sem ég hef kynnst og var með allar fréttir líðandi stundar á hreinu. Auk þess að hlusta á útvarps- og sjónvarps- fréttir horfði hann einnig á al- þingisrásina og á textavarpið. Á gamalsaldri eignaðist hann ipad pro og las netfréttamiðla. Afi var nútímalegur í hugsun og hafði sterkar skoðanir í pólitík sem honum þótti gaman að rökræða. Þegar amma kvaddi stóð afi frammi fyrir mörgum áskorun- um en hann tókst á við þær af sömu hörku og annað. Hann ræktaði kartöflur í blómakerun- um hennar ömmu og lærði að baka rúgbrauð. Afi naut þess að fara upp í Vindás, vera með barnabörnunum sínum og hugsa um trén. Ég mun sakna þess að fá kandís úr krúsinni og spjalla. Hvíldu í friði elsku afi. Þín Anna Margrét. Elís Gunnar Kristjánsson - Fleiri minningargreinar um Elís Gunnar Krist- jánsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HINSTA KVEÐJA Elsku langi. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mun hverfa úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund . Það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Takk fyrir alla frost- pinnana, kexið, kúrið, ól- sen-ólsen, veiðimann og að vera ljúfastur allra manna. Takk fyrir allt, elsku langafi okkar. Góða ferð. Snorri og Linda Pálmabörn. Auðbrekku 1, Kópavogi Sverrir Einarsson Jóhanna Eiríksdóttir síðan 1996 Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST •REYNSLA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, ÞORGERÐUR EGILSDÓTTIR, Grímsstöðum, Mývatnssveit, lést mánudaginn 31. maí á HSN Húsavík. Útför hennar fer fram frá Reykjahlíðarkirkju laugardaginn 12. júní klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni: https://youtu.be/S4qMdZ20rpE Brynjólfur Steingrímsson Guðrún H. Össurardóttir Sigfríður Steingrímsdóttir Egill Steingrímsson Þuríður Snæbjörnsdóttir Jóhannes Steingrímsson Kristín Halldórsdóttir Friðrik Steingrímsson Hrönn Björnsdóttir Elín Steingrímsdóttir Herdís Steingrímsdóttir Karl V. Pálsson Helga Steingrímsdóttir Sigmundur Sigurjónsson Herdís Egilsdóttir Hulda Þórhallsdóttir ömmu- og langömmubörn Ástkær móðir okkar og amma, ÞÓRA GUÐRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Borgarhöfn, síðast til heimilis að Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu 28. maí. Útför verður í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Pétur Jónsson Jóna Gígja Jónsdóttir Unnur Elísa Jónsdóttir Jón Pétur Bosson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, REGÍNA HANNA GÍSLADÓTTIR, Sléttuvegi 27, Reykjavík, lést sunnudaginn 6. júní. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Alzheimersamtökin. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki Hrafnistu við Sléttuveg fyrir góða umönnun. Þórður Haukur Jónsson Jón Rafnar Þórðarson Valgerður Ásgeirsdóttir Björgvin Þórðarson Þórhildur Garðarsdóttir Unnur Th. Söreide Torleif Söreide Marta Þórðardóttir Egill Þorsteins barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ÞÓRA VÍKINGSDÓTTIR, ónæmisfræðingur og kennari, varð bráðkvödd á heimili sínu, Mosagötu 13, Garðabæ, mánudaginn 31. maí. Blóm og kransar er vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að hægt er að styrkja góðgerðarstarf. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju laugardaginn 12. júní klukkan 13. Slóð á streymi er: www.streyma.is. Bjarni Jónsson Sveinbjörg Bjarnadóttir Þóra H. Bjarnad. Lynggaard Niels Lynggaard Valgerður Bjarnadóttir Jóhannes Ingi Torfason Kári Kristinn Bjarnason Særún Anna Traustadóttir Sölvi, Silja og Svana Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, INGIBJÖRG HULDA ELLERTSDÓTTIR, áður til heimilis að Brekkugötu 38, lést á Dvalarheimilinu Hlíð 3. júní. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 11. júní klukkan 13. Jónína Freydís Jóhannesd. Ingvi Þór Björnsson Anna Hafdís Jóhannesd. Óskar A. Óskarsson Agnes Bryndís Jóhannesd. Reimar Helgason Jórunn Eydís Jóhannesd. Páll Viðar Gíslason Hanna Vigdís Jóhannesd. ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.