Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 60

Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 ✝ Bjarnfríður Andrea Guðnadóttir fædd- ist 10. nóvember 1958. Hún lést á heimili sínu í faðmi fjölskyld- unnar 31. maí 2021. Foreldrar henn- ar voru Guðni Marinó Ingibjart- arson frá Ísafirði, f. 21.3. 1917, d. 5.5. 2002, og Guðrún Veturliðadóttir frá Súgandafirði, f. 31.5. 1921, d. 31.8. 2010. Bjarnfríður Andrea, sem yfirleitt var kölluð Adda, var yngst fimm systkina. Systkini hennar: Sólveig Bára, f. 31.1. 1945, Veturliði H., f. 16.9. 1946, Sævar, f. 27.12. 1949, d. 29.9. 1988, og Guðni Marinó, f. 25.7. 1956, d. 8.11. 2011. Adda ólst upp á Ísafirði en 10.5. 1958. Sonur hans er Þór- ólfur Freyr, f. 19.3. 1986. Adda og Þór gengu í hjóna- band 28.5. 2011 og héldu heimili í Hafnarfirði. Adda gekk í grunnskólann á Ísafirði og lauk grunnskóla- prófi þaðan. Hún starfaði í eldhúsinu á sjúkrahúsi Ísa- fjarðar. Þegar hún flutti til Vestmannaeyja starfaði hún um hríð hjá Vinnslustöð Vest- mannaeyja og síðar í aðhlynn- ingu á Hraunbúðum, dval- arheimili aldraða. Adda starfaði sem miðill og var meðlimur í Sálarrannsókn- arfélagi Íslands og Hafn- arfjarðar. Adda greindist með krabbamein í september 2008 og við tók lyfjameðferð og 13 ára barátta. Adda var lífsglöð og þrjósk og það hjálpaði henni mikið í baráttunni við krabbameinið. Hún dvaldist mikið inni á kvennadeild Landspítalans og leið alltaf vel þar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Líf, styrkt- arfélag kvennadeildarinnar. Útförin fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 10. júní 2021, klukkan 13. dvaldi mikið í Vestmannaeyjum sem unglingur hjá systur sinni. Þar kynntist hún Guð- mundi Jónssyni, f. 1.9. 1948. Þau gengu í hjónaband 30.5. 1980 og bjuggu í Vest- mannaeyjum. Þau eignuðust tvö börn: Guðrúnu, f. 10.8. 1979, og Jón Sævar, f. 11.2. 1992, d. 25.3. 2010. Adda og Guðmundur slitu sam- vistum árið 2008. Eiginmaður Guðrúnar er Gísli Haukur Þorvaldsson, f. 6.4. 1979. Þau gengu í hjónaband 27.7. 2010 og eiga tvær dætur: Andreu Ruth, f. 12.2. 2004, og Maríu Þrá, f. 8.2. 2009. Fjölskyldan býr í Hafnarfirði. Eftirlifandi eiginmaður Öddu er Þór Magnason, f. Elsku mamma, nú kveð ég þig í hinsta sinn. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin, að ég eigi aldrei eftir að hitta þig aftur. Veikindin síð- ustu ár tóku mikinn toll en við náðum að eiga gæðastundir sem ég mun ávallt varðveita. Það er óneitanlega komið stórt skarð í líf mitt. Við mamma vorum góðar vin- konur og spjölluðum saman í síma á hverjum degi, stundum oft á dag. Mamma var lífsglöð, hress og ljúf. Hún vildi engum illt og það var alltaf stutt í grín- ið og hláturinn hjá henni, alveg fram á síðasta dag. Hún studdi mig þegar ég vildi flytja frá Eyjum og fara í fram- haldsskóla í Hafnarfirði. Henni fannst erfitt að ég færi en vildi ekki tala mig af því. Hún studdi mig líka þegar ég var á kross- götum í náminu og vildi hætta. Hafði fulla trú á því að það væri tímabundið, að ég myndi finna mína leið og ganga vel. Hún hafði gaman af að hjóla og fórum við í allmargar hjóla- ferðir inn í Herjólfsdal eða út í Klauf. Áttum góðar stundir í eldhúsinu þar sem ég lærði margt af henni. Vikulegu spila- kvöldin okkar þar sem við spil- uðum spilið okkar, Heima. Núna mun ég kenna dætrum mínum það svo við getum haldið hefð- inni áfram. Sögurnar sem hún spann upp á kvöldin þegar hún var að svæfa mig eða Jón Sæv- ar. Hún hafði alltaf hug á að gefa sögurnar út en aldrei varð neitt úr þeim draumi. Ég man að ég lá oft við hliðina á henni að fylgjast með henni lesa í bók og ég reyndi að anda í takt við hana, endaði alltaf á að sofna út frá því. Allar sögurnar sem hún sagði mér af æskubrekum sín- um, malbikandi í sparifötunum og hvernig hún ætlaði að verða skautadrottning. Hún elskaði fjöllin á Ísafirði mikið, talaði alltaf um fjöllin sín og andlit hennar ljómaði þegar við nálg- uðumst Ísafjörð og stoppuðum við gatið í gegnum Arnarnes- hamarinn. Amma og afi biðu þar með kaffi og kleinur. Síðan var keyrt í gegnum gatið og staðið á flautunni. Ég var alltaf að biðja um lítið systkini og svo gerðist það kraftaverk að Jón Sævar kom í heiminn. Lítill glókollur, grallari af guðs náð, listrænn með ein- dæmum og ljúfur drengur sem við fengum að hafa allt of stutt hjá okkur. Það var allt of mikið lagt á hana í gegnum ævina, veikindi, áföll og erfiðleikar. En hún tók á þessu öllu eins og henni einni var lagið. Leitaði styrks hjá fólkinu sínu, í bæn- inni, trúnni, gleðinni og voninni. Nú ertu komin í sumarlandið og ég veit að þar ertu í faðmi fjalla blárra sameinuð Jóni Sæv- ari. Ekki meiri erfiðleikar eða veikindi, bara gleði, heilsa og hugarró. Tárin renna sorgin snertir hjartað mitt lítið tré fellir laufin eitt og eitt uns þau hverfa ofan í jörðina og koma ekki upp aftur. Ég sé þig í huga mér og dagurinn hverfur út í buskann og eilífðin sjálf stoppar. Ég kveð þig með söknuð í hjarta og tár á hvarmi. Eins og hörpustrengur er hjarta mitt þegar ég hugsa um brosið þitt eins og fallegur dagur sem kemur og fer mun stjarnan þín lýsa upp hjá mér þetta er kveðjan mín til þín elsku besta mamma mín. (Solla Magg) Guðrún Guðmundsdóttir. Elsku amma mín, mér finnst skrítið að ímynda mér að næst þegar ég kem í heimsókn þá verður þú ekki þar, að ég muni aldrei heyra í þér hlæja eða sjá þig brosa aftur. Mér finnst mjög erfitt að þú sért farin því í mín- um heimi ertu í rauninni ekki farin. Ef ég þekki þig rétt þá muntu koma og kíkja á mig ann- að slagið líkt og Jón Sævar ger- ir. Ég mun alltaf finna fyrir þér hjá mér, sama hvort það sé minning, lykt, snerting eða til- finning. Það er erfitt að útskýra en ég mun vita af þér þegar þú ert að passa upp á mig. Þú ert sterkasta manneskja sem ég veit um og ekki nóg með það þá fæddir þú aðra ótrúlega sterka stelpu. Ég er svo stolt af ykkur báðum og þakklát fyrir að geta kallað ykkur fjölskyldu mína. Þú varst alltaf svo jákvæð og glöð þrátt fyrir öll veikindin og erfiðleikana sem þú gekkst í gegnum. Þú sýndir alltaf að þótt lífið sé erfitt þá er alltaf hægt að finna eitthvað til að brosa yfir. Þú varst alltaf að segja sögur og búa til sögur. Ég man þegar við María vorum hjá þér og við lágum uppi í rúmi saman og þú sagðir okkur frá þegar þú og vinkona þín voruð í bíltúr með pabba þínum og þið stoppuðuð á bryggju. Pabbi þinn sagði ykkur sögu um par sem fór að skauta um miðjan vetur á sjónum. Kon- an hverfur sjónum mannsins og hann finnur hana ekki aftur. Hann hverfur síðan sjálfur við leitina að henni. Pabbi þinn sagði að sumir sjái manninn enn leitandi að konunni sinni á botn- inum. Þessi saga fylgir mér því mér finnst hún svo sorgleg en falleg á sama tíma. Við eigum margar góðar minningar saman. Ein í uppá- haldi hjá mér er þegar við María fórum með þér og Þór í laut- arferð við Kleifarvatn. Það var ekki ský á himni og sólin skein. Enn betra var að við vorum ein þarna og höfðum vatnið út af fyrir okkur. Við gengum um, settumst niður, óðum í vatninu og tókum nokkrar myndir. Við skoðuðum líka Djúpavatn og Grænavatn. Nokkrum dögum seinna sýnið þið okkur mynd- irnar sem voru teknar við Kleif- arvatn. Þar sést í rauðhærða konu í hvítum klæðum sitjandi fyrir neðan okkur að horfa á út- sýnið. Þú varst handviss um að þetta væri huldukona að passa að við myndum ekki detta fram af. Ég var alltaf hrædd við hug- myndina um drauga og huldu- fólk en þú talaðir alltaf um þau sem hjálpara þeirra lifandi og það dró úr hræðslu minni. Þú opnaðir töfraheim fyrir okkur með öllum sögunum þínum um álfa og huldufólk. Að sjá þig trúa svo innilega leyfði okkur Maríu að trúa. Í kringum þig var maður aldrei of gamall til að trúa á þennan heim. Þú kenndir mér margt skemmtilegt, þú kenndir mér að synda, leika mér með orkusteina og nýlega hefur þú verið að hjálpa mér að læra að lesa í spil en það mikilvægasta sem þú kenndir mér var að vera jákvæð og hafa gaman af lífinu og ekki taka öllu of alvarlega. Að mínu mati eiga allir að lifa aðeins meira eins og þú lifðir. Þú gerðir lífið skemmtilegt hjá öllum sem þekktu þig og ég get ekki annað en þakkað þér fyrir að hafa ver- ið góður og hlýlegur hluti af lífi okkar. Takk fyrir að hafa verið besta amma sem ég hefði getað beðið um, ég elska þig svo mik- ið. Andrea Ruth Gísladóttir. Elsku amma. Ég á eftir að sakna þín svo mikið. Það var alltaf gaman að koma til þín, fá faðmlag og heyra sögur af þér þegar þú varst lítil og sögur af mömmu þegar hún var lítil. Þú sagðir líka margar skemmtilegar sögur um álfa og huldufólk. Þú gafst þér alltaf tíma til að sitja með mér og sýna mér alla fallegu orkusteinana þína. Ég elskaði að fara í sund með þér, þú varst svo dugleg að fara með okkur, nenntir að leika við okkur í laug- inni og hjálpaðir mér að læra að synda. Allar minningar mínar með þér eru dýrmætar og góð- ar. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlétst okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) María Þrá Gísladóttir. Bjarnfríður Andrea Guðnadóttir - Fleiri minningargreinar um Bjarnfríði Andreu Guðna- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 11-16 virka daga Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512 Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR JÓHANNSSON læknir, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu föstudaginn 4. júní. Útför fer ekki fram að ósk Halldórs. Minningarathöfn fyrir þá sem vilja minnast hans verður haldin á heimili hans, Sunnuflöt 4, Garðabæ, miðvikudaginn 16. júní klukkan 17. Margrét Halldórsdóttir Marinó Kristinsson Stefanía Halldórsdóttir Lars Meyer-Myklestad Halla Halldórsdóttir Einar Páll Indriðason Jóhann Halldórsson Valgerður M. Backman afabörn og langafabörn Elsku hjartans sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, GUÐMUNDUR RINGSTED, Álfaskeiði 70, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans föstudaginn 4. júní. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 15. júní klukkan 15. Anna Elín Ringsted Davíð Guðmundsson Hulddís Guðbrandsdóttir Guðbjörg V. Guðmundsdóttir Theódór Skúli Sigurðsson Magnús Guðmundsson Julia Bakke Anna Elín Guðmundsdóttir Ole Marselius Lillebo barnabörn, systkini og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HALLDÓR INGI ANDRÉSSON tónlistarspekingur, lést á líknardeild Landspítalans 4. júní. Útförin fer fram frá Neskirkju þriðjudaginn 15. júní klukkan 13. Hafdís Ósk Kolbeinsdóttir Guðný Þorsteinsdóttir Friðrik Magnússon Anna María Halldórsdóttir Ólafur Páll Johnson Friðbert Þór Ólafsson Ólafur Hrafn Johnson Kolbeinn Ingi Friðriksson Halldóra Guðrún Johnson Eydís Magnea Friðriksdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN LOVÍSA GRÍMSDÓTTIR, áður til heimilis á Aflagranda 40, Reykjavík, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 2. júní. Útförin fer fram föstudaginn 11. júní klukkan 10. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfninni verður streymt á: https://youtu.be/fkldZsVAwuI. Starfsfólki Grundar eru færðar alúðarþakkir fyrir góða umönnun. Grímur Sveinbjörn Sigurðss. Sigríður Valgerður Finnsdóttir Freysteinn Sigurðsson Kolbrún Sigurpálsdóttir Hulda Guðlaug Sigurðard. Brynjar Þórarinsson Guðbjörg Sigurðardóttir Skúli Kristjánsson Sigurður Sigurðsson Liv Marit Solheim Sigurðsson Sigrún Lovísa Sigurðardóttir og fjölskyldur Elskulegur sonur okkar og bróðir, ATLI BENT ÞORSTEINSSON, sem lést mánudaginn 31. maí, hefur verið jarðsunginn í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Píeta-samtökin. Sigrún Ragnarsdóttir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Benedikt M. Sch. Thorsteinsson Patrick Jens Sch. Thorsteinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.