Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 70

Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 70
Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Bækurnar okkar eru um og eftir hinsegin konur og þær koma út á sama tíma. Okkur finnst það heldur betur vera stórtíðindi í íslenskri bókaútgáfu,“ segja þær Anna Stína Gunnarsdóttir og Sólveig Johnsen, en Blekfjelagið, nemendafélag ritlistarnema í Háskóla Íslands, gaf nýlega út bækur þeirra sem báðar fjalla um raunveruleika hinsegin fólks. Bók Sólveigar, Merki, er sjúk ástarsaga úr samtímanum en Dag- bókin, söguleg nóvella eftir Önnu Stínu er meðal annars innblásin af veruleika hinsegin kvenna á stríðs- árunum. Frásagnirnar eru afar ólík- ar en eiga það sameiginlegt að fjalla um líf hinsegin kvenna á Íslandi. „Þegar ég skrifaði Dagbókina var ég að hugsa um hvernig það hefði verið að vera hinsegin kona á Ís- landi á stríðsárunum. Kveikjan að sögunni liggur í því að amma mín á Akureyri sagði mér margar sögur frá þeim tíma og ég tók í framhald- inu viðtöl við konur sem þá höfðu verið upp á sitt besta. Margt af því sem er í sögunni minni er beint frá þeim heimildum, til dæmis sögðu amma og afi mér frá því að það komu erlend spítalaskip inn í Eyja- fjörð og að ungir menn á Akureyri hefðu slegið sér upp með þeim er- lendu hjúkrunarkonum sem þar voru um borð. Það þótti ekkert til- tökumál, en ef hins vegar akur- eyrsku konurnar slógu sér upp með hermönnum, þá var það mikill skandall og illa séð,“ segir Anna Stína sem dæmi um kynjamisréttið. „Ég hef enga heimild fyrir því að íslenskar samkynhneigðar konur hafi slegið sér upp með erlendum hjúkrunarkonum á stríðsárunum, eins og gerist í minni bók, en það hefur eflaust farið leynt ef það hefur gerst, eins og allur samdráttur með- al samkynhneigðra á þessum árum. Sagan hefur sýnt að fólk hefur lað- ast að sínu eigin kyni frá örófi alda, og þótt það séu ekki til raunveruleg- ar heimildir um það, þá hefur það auðvitað verið svo. Til dæmis eiga íslenskar heimildir lítið til um sam- kynhneigð sambönd milli kvenna fyrir árið 1960, en taka verður mið að því að konur áttu auðveldara með að fela það heldur en samkyn- hneigðir karlar. Síðan orðið sam- kynhneigð var fundið upp, sem er ekki svo langt, þá hefur verið meira tabú ef karlmenn eru í náinni vin- áttu, heldur en konur.“ Oftast einsleitar persónur Sólveig segir að hana hafi í sinni sögu langað til að draga lesandann með sér inn í sjúkt ástarsamband, láta lesandann upplifa það rússí- banaferðalag með aðalpersónunni. „Mér finnst ekki skipta rosalegu máli að aðalpersónan sé kona sem er ástfangin af annarri konu, en það sem skiptir máli er hegðun persón- anna. Aðalpersónan hrífst inn í sjúk- leika sem felst í því að hún verður ástfangin af ömurlegri manneskju sem kemur illa fram, án þess að fatta hvað hún er að gera. Hver sem er getur lent í slíkum hremmingum og margir kannast við þessa klass- ísku takta andlegs ofbeldis. Þegar ég skrifaði mína bók þá lagði ég ekki upp með hugmyndina að það sem gerist væri eitthvað bundið því að um tvær konur væri að ræða, þetta gæti verið fólk af hvaða kyni sem er sem væri að upplifa þessa at- burði,“ segir Sólveig og bætir við að henni finnist samt mikið vanta af sögum sem fjalla um hinsegin fólk. „Í bókmenntum vantar sögur sem gerast í hinsegin reynsluheimi, eins og mín saga gerir. Við sem erum hinsegin lifum stundum í hinsegin- búbblu og það á vel við um sögu- heiminn í minni bók. Þar er aðeins einn gagnkynhneigður maður, sem varla fær að tala greyið, allar aðrar persónur bókarinnar eru hinsegin og lifa og hrærast í þeim heimi. Mér sem hinsegin konu sem lifir hinsegin lífi, finnst mjög notalegt að lesa bækur og horfa á bíómyndir sem gerast í hinsegin reynsluheimi, því þá sér maður sjálfan sig og fólkið sem maður þekkir í öllu. Miklu oftar í bókum og kvikmyndum er aðeins ein hinsegin persóna sem lifir og hrærist í gagnkynhneigðum raun- veruleika. Fyrst og fremst vantar fjölbreyttar sögur um hinsegin fólk, því þetta eru oft svo einsleitar per- sónur sem við sjáum í afþreyingar- geiranum yfir höfuð, oft mjög mikl- ar steríótípur. Annaðhvort fjalla þær sögur um einhvern sem er að koma út úr skápnum eða eitthvað annað sem viðkemur kynhneigð við- komandi. Mig langar að þetta séu alls konar sögur um alls konar fólk. Ég á mér draum um að hinsegin bókmenntir verði í framtíðinni ekki ákveðinn flokkur heldur verði hin- segin bókmenntir innan allra ann- arra flokka,“ segir Sólveig og Anna Stína bætir við að henni finnist líka mikilvægt að persónur bóka og kvikmynda séu sýndar í raunsæju ljósi. „Til dæmis er algengt þegar kvik- myndir fjalla um samkynhneigða, transfólk eða einhverja sem eru hin- segin, að þær myndir endi mjög illa fyrir aðalpersónurnar, nauðgun og dauði kemur gjarnan við sögu. Það er ekki raunveruleiki allra sem eru hinsegin, því blessunarlega lifum við mörg ósköp venjulegu lífi.“ Jaðarsettir hópar þurfa rödd Báðar eru Sólveig og Anna Stína útskrifaðar úr meistaranámi í ritlist frá Háskóla Íslands og ekki úr vegi að spyrja hvort þær séu að vinna að nýjum bókum. „Ég er að stíga fyrstu skrefin í nýrri bók og ég stefni á að hafa hana á léttari nótum en sjúku ástarsög- una sem Merki geymir,“ segir Sól- veig en Anna Stína segist vera með mjög margar sögur í kollinum. „Ég þarf bara að koma þeim frá mér. Ég er með eitt verk í vinnslu, en undanfarið hef ég aðallega verið að vinna í bókaþýðingum, enda er ég að koma mér á framfæri sem bóka- þýðandi.“ Sólveig segist vilja hvetja fólk til að styðja við hinsegin bókmenntir. „Ekki aðeins með því að kaupa og lesa bækurnar okkar Önnu Stínu, heldur styðja alla aðra sem gera nýja og flotta hluti á ritvellinum. Það er heljarinnar mál að gefa eitt- hvað út og kveðja sér hljóðs í heimi þar sem hefðin segir að rithöfundar séu hvítir miðaldra gagnkynhneigð- ir karlar. Það væri yndislegt að fá meiri fjölbreytni í þá flóru og ég hvet lesendur bóka til að vera dug- lega að prófa nýjar stefnur og strauma.“ Anna Stína segist vilja hvetja fólk sem er hinsegin, fatlað eða af öðrum menningarlegum uppruna, til að skrifa sögur sem segja frá þeirra reynsluheimi. „Af því okkur vantar slíkar sögur. Það er mikilvægt að jaðarsettir hóp- ar fái raddir í bókmenntum.“ Sólveig bætir við að þær langi í fjöl- breyttari raddir í allar listir. „Raddir sem endurspegla fjöl- menningarsamfélagið sem við vilj- um búa í.“ Vilja meiri fjölbreytni í hinsegin sögum - Sólveig Johnsen og Anna Stína Gunnarsdóttir senda frá sér tvær hinsegin sögur - Sjúk ástarsaga úr samtímanum og nóvella frá stríðsárunum - Vilja sjá alls konar sögur um alls konar fólk Ljósmynd/Eva Ágústa Aradóttir Rithöfundar Sólveig og Anna Stína segja að í bókmenntum vanti sögur sem gerast í hinsegin reynsluheimi, eins og þeirra sögur gera báðar. 70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Stær ir: 27-40 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92004 Stærðir: 24-35 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92016 Stærðir: 24-35 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92016 Stærðir: 24-35 Verð: 6.995.- Vnr. BIS-92001 - vönduð og falleg stígvél S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS Sýningin Iðavöllur verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi í kvöld kl. 20 og er gengið inn í safnið frá portinu við Tollhúsið vegna fram- kvæmda. Á sýningunni koma saman „fjórtán öflugir listamenn sem hafa umbreytt Hafnarhúsinu með verk- um sínum og þeirri grósku sem ein- kennir íslenska myndlistarsenu“, eins og segir í tilkynningu. Þar fari listamenn sem líta megi á sem leið- andi afl sinnar kynslóðar. „Nokkuð er liðið síðan staðan var tekin á þeim hræringum sem eru í deiglunni með- al þeirra listamanna sem eru í mest- um vexti og blóma á sínum ferli og endurspegla viðfangsefni og nálgun samtímans,“ segir í tilkynningunni og að titill sýningarinnar sé fenginn að láni úr Völuspá. „Iðavöllur er staðurinn þar sem æsir hittast við frumsköpun heimsins og koma síðan aftur saman á eftir Ragnarök til þess að skapa nýja heimsmynd. Hafnar- húsið tekur á sig hlutverk slíks Iða- vallar sem vettvangur skapandi listamanna í hringiðu umbreytinga við upphaf nýrrar þúsaldar. Þema sýningarinnar er þannig hinn skap- andi og umbreytandi kraftur sem býr í vinnu listamanna og hún end- urspeglar fjölbreytt viðfangsefni á tímum jafnt tæknilegra sem fé- lagslegra umbreytinga,“ segir um titil og yfirskrift sýningarinnar. Listamennirnir eru Anna Júlía Friðbjörnsdóttir, Anna Rún Tryggvadóttir, Arna Óttarsdóttir, Arnar Ásgeirsson, Bjarki Bragason, Dodda Maggý, Elín Hansdóttir, Eva Ísleifs, Guðmundur Thoroddsen, Hildigunnur Birgisdóttir, Páll Haukur Björnsson, Rebecca Erin Moran, Styrmir Örn Guðmundsson og Örn Alexander Ámundason og sýningarstjórar Aldís Snorradóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf Kristín Sigurðardóttir. Segja frá Eva Ísleifs og Rebecca Erin Moran eru meðal sýnenda og verða með leiðsögn um sýninguna á laugardaginn, 12. júní, klukkan 14. Leiðandi afl á Iðavelli - Fjórtán listamenn á nýrri sýningu í Hafnarhúsinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.