Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 16

Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 16
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Þóra Birna Ingvarsdóttir thorab@mbl.is Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Al- þingis skilaði í vikunni áliti um kosn- ingalagafrumvarp sem Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, lagði fram í vetur. Nefndin lagði til að talsverðar breytingar yrðu gerðar á frumvarp- inu en þó er vilji fyrir því að láta verða af þeirri meginhugmynd að sameina fjóra kosningalagabálka í einn. Önnur umræða um málið fór fram á Alþingi í gær. Ef frumvarpið verður samþykkt er þó ljóst að nýju kosningalögin muni ekki gilda í alþingiskosningum í haust. Mikið verk verður að inn- leiða lögin sem fela í sér nýtt fyrir- komulag stjórnsýslu kosningamála hér á landi. Útfæra þyrfti mörg at- riði í reglugerðum og leiðbeiningum. Hanna og innleiða rafræna kjörskrá auk þess sem kjörstjórnir um land allt þyrftu tíma til að undirbúa breytta framkvæmd. Gildistaka lag- anna ætti því að vera þann 1. janúar 2022. Eitt af meginmarkmiðum kosn- ingalagafrumvarpsins var að fella burt yfirskjörstjórnir þær sem starfa í dag og færa verkefni þeirra ýmist til sveitarfélaganna eða beint undir landskjörstjórn sem yrði gerð að sjálfstæðri stjórnsýslunefnd. Nefndin taldi hinsvegar betra að yfirkjörstjórnir störfuðu áfram með sama hætti og þær hafa gert fram að þessu þótt landskjörstjórn taki við framboðum til Alþingis. Steingrímur lagði til að kosningar utan kjörfunda hæfust fjórum vikum fyrir kjördag en ekki átta vikum eins og raunin er nú. Ætti þá að vera hægt að gera kröfu um að endanlegir framboðslistar lægju þá fyrir. Í frumvarpinu var að finna þá breyt- ingu að ef fólk hefði kosið utan kjör- fundar gæti það ekki mætt á kjör- stað á kjördegi. Nefndin taldi þetta of mikla takmörkun á kosningarétti fólks og því væri betra að halda sig við fyrra skipulag. Fólk geti þannig kosið á kjörstað hafi það skipt um skoðun og þá gildir það atkvæði. Nefndin var tilbúin til að sam- þykkja tillögu Steingríms að taka upp póstkosningar fyrir þá sem búa erlendis en benti á að fara þyrfti var- lega í þetta og að ef fleiri en eitt at- kvæði bærust frá sama einstaklingi, gilti hið síðasta. Samkvæmt núgildandi lögum skal kosning utan kjörfundar fara fram hjá hreppstjórum. Nefndin benti á að aðeins einn hreppstjóri væri eftir á landinu öllu og því væri eðlilegt að fella þessa reglu brott og leita ann- arra leiða. Í frumvarpinu var mælt fyrir um styttingu kjörfundar um klukku- stund, honum lyki þá kl. 21 en ekki 22. Nefndin taldi þessa styttingu ekki byggða á nægilega góðum rök- um. Af frumvarpinu má sjá að Stein- grímur vill að unnið verði að því að rafvæða kjörskrána. Það hefur verið umdeild stefna og nefndin vakti at- hygli á því að slíkar breytingar þyrfti að gera í litlum skrefum. Væri því rétt að byrja á því að láta tiltekin sveitarfélög nota rafræna kjörskrá í sveitarstjórnarkosningum 2022 í til- raunaskyni, en önnur ekki. Andrés Ingi Jónsson skrifaði und- ir nefndarálitið með fyrirvara um að sér þætti vandséð hverju rafræn kjörskrá ætti að bæta við fram- kvæmd kosninga. Morgunblaðið/Eggert Frumvarp Steingrímur J. Sigfússon lagði fram frumvarp til nýrra heild- stæðra kosningalaga sem sameina fjóra lagabálka í einn. Ný kosningalög gilda ekki í haust - Ýmsar breytingartillögur gerðar Halldór Kristján Jónsson, bóndi á Þverá í Eyja- og Mikla- holtshreppi, er eini hreppstjór- inn sem eftir er. Hann sér um utan- kjörfundarkosningar, lögum samkvæmt, en í kosningalaga- frumvarpinu er gert ráð fyrir að það verkefni leggist af. Alla síðustu öld voru um 200 hreppstjórar á landinu sem fóru með ýmis verkefni, eins og að sjá um kosningar utan kjör- fundar. Flestir héldu slíkar kosningar heima hjá sér og var aðgengi fólks í hreppnum því töluvert betra en það er nú. Vegna sameiningar sveitar- félaga og annarra breytinga er nú aðeins einn hreppstjóri eftir eins og áður sagði. Voru um 200 á síðustu öld SÍÐASTI HREPPSTJÓRINN Halldór Kristján Jónsson Atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.