Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
Verð frá kr.
59.900
y
y Benidorm
17. júní í 7 nætur
Flug og gisting
Verð frá kr.
76.800
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Meirihluti íbúa Borgarbyggðar er
hlynntur því að sett séu upp vind-
orkuver á Íslandi, ef marka má
skoðanakönnun. Áhuginn er heldur
minni á að staðsetja slík mannvirki
í sveitarfélaginu og enn minni á því
að setja vindmyllur upp á Grjót-
hálsi eins og áform eru uppi um.
Samt eru mun fleiri hlynntir slíkri
framkvæmd en andvígir.
Maskína gerði skoðanakönn-
unina fyrir VSÓ sem er ráðgjafi
eigenda jarðanna Hafþórsstaða og
Sigmundarstaða við umhverfismat
á vindorkuveri á Grjóthálsi. Þar
hefur verið áformað að koma fyrir
sex vindmyllum. Könnunin var
gerð í mars og svöruðu 435 íbúar
spurningum könnuða Maskínu.
Meiri andstaða í sveitinni
Þegar spurt var um afstöðu til
vindorkuvera á Íslandi sögðust
53,7% svarenda hlynnt en 23,6%
andvíg. Heldur meiri andstaða
reyndist vera við vindorkuver í
héraðinu þar sem 49,6% svarenda
sögðust hlynnt en 30% andvíg.
Andstaðan jókst meira þegar
spurt var um afstöðu til 10 vind-
mylla á Grjóthálsi þótt mun fleiri
væru áfram jákvæðir en neikvæð-
ir. Sögðust 47,4% svarenda
hlynnt slíku verkefni en 34,6% and-
víg.
Meiri andstaða er við nýtingu
vindorkunnar meðal íbúa í sveit-
unum en í Borgarnesi, að því er
ráða má þegar svör fólks eru sund-
urliðuð eftir póstnúmerum.
Hjálpar í baráttunni
Þegar fólk var spurt hvort það
teldi að vindmyllur gætu hjálpað í
baráttu við hlýnun jarðar svöruðu
47,2% því til að það gæti hjálpað
mjög mikið eða frekar mikið en
23,5% töldu að það myndi hjálpa
frekar lítið, mjög lítið eða alls ekk-
ert.
Svarendur voru á því að stórar
vindmyllur væru almennt ljótar því
45,1% sagði að sér þætti þær ljótar
en 20,4% lýstu þeirri skoðun sinni
að þær væru fallegar.
Vilja vindmyllur en ekki í héraði
- Íbúar Borgarbyggðar almennt
jákvæðir fyrir uppsetningu vindmylla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vindmyllur Íbúar Borgarbyggðar eru almennt frekar jákvæðir fyrir vind-
orkuverum en áhuginn minnkar þegar áformin eru í þeirra heimahéraði.
Álftin Svanhildur, sem jafnan býr sér hreiður í Elliðaárdal í
Reykjavík, og maki hennar komu þremur ungum á legg nú í
vor. Aðstæður hafa breyst eftir að hleypt var úr lóninu við Ár-
bæjarstíflu í október á síðasta ári. Svanhildur lá að venju á
eggjunum á Blásteinshólma ofan við stífluna og til þessa hef-
ur álftaparið hafst við með unga sína ofan stíflunnar en fjöl-
skyldan heldur nú til neðan við stífluna og virðist una hag sín-
um vel að sögn íbúa á svæðinu, sem fylgjast vel með
fuglalífinu við Elliðaár.
Morgunblaðið/Eggert
Svanhildur með þrjá unga
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
„Það getur ekkert sjúkrahús búið við svona ástand í
áraraðir,“ sagði Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyf-
lækninga og endurhæfingarþjónustu á Landspítalanum,
í samtali við mbl.is í gærkvöldi um stöðuna á bráða-
móttöku Landspítalans.
Framkvæmdastjórn Landspítala hefur fundað síð-
ustu daga vegna stöðunnar og snúast fundirnir að sögn
Runólfs helst um viðbragð til þess að mæta manneklu á
bráðamóttökunni, sérstaklega á meðal lækna.
Þetta verður gert með því að nýta starfskrafta lækna
frá öðrum sérgreinum til aðstoðar. „Það getur hins veg-
ar reynst flókið þar sem þessir læknar eru með aðra
þjónustu á sínum snærum auk þess sem fólk er búið að
skipuleggja sumarleyfi,“ segir Runólfur. Bæði læknar
með langa starfsreynslu og nýlega útskrifaðir bráða-
læknar hafa yfirgefið bráðamóttökuna undanfarin ár.
„Við höfum verið að vinna í því að reyna að koma
með einhver úrræði sem duga til þess að tryggja ör-
yggi sjúklinga og veita starfsliðinu á bráðamóttökunni
stuðning,“ segir Runólfur og bætir við að þessi úrræði
kalli á skipulagsbreytingar víða, meðal annars í sér-
greinum á spítalanum, og aðra forgangsröðun en hefur
verið.
Runólfur segir að nú þegar séu sérgreinar með starf-
semi á bráðamóttökunni en það þurfi að auka hana
verulega, það sé verið að vinna að því. „Ég held að það
sé nú að smella hjá okkur en það breytir því ekki að
það er viðvarandi þarna. Það virðist einhvern veginn
aldrei vera tekið almennilega á rót vandans.“
Alvarleg staða á bráðamóttöku
- Nýta starfskrafta lækna úr öðrum sérgreinum til að
mæta manneklu - Úrræði kalla á skipulagsbreytingar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vandi Mikill erill hefur verið á bráðamóttökunni.