Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 69
urnar frá stóru félagsliðunum taka
að sér hlutverkin í sínum landsliðum.
Michel Platini, besti knattspyrnu-
maður Evrópu á þeim tíma, leiddi
Frakka til Evrópumeistaratitils á
heimavelli árið 1984. Stjarnan frá Ju-
ventus fór á kostum á þessu móti,
rétt eins og Diego Maradona gerði á
heimsmeistaramótinu 1986. Platini,
með gaulverska hanann á brjóstinu,
skoraði níu mörk í fimm leikjum –
sem miðjumaður. Þýskir sjónvarps-
áhorfendur kusu flugskallann hans
gegn Júgóslavíu mark mánaðarins.
Árið 2016 fór Gareth Bale með
Walesbúa í undanúrslitin. Stór-
stjarnan Cristiano Ronaldo lét líka
þjóð sína njóta snilli sinnar. Portúgal
stóð uppi sem sigurvegari án Ronal-
dos sem fór meiddur af velli snemma
í úrslitaleiknum en hvatti liðið áfram
af varamannabekknum. Þar sást vel
að hann áttaði sig á því að hann gæti
líka hagnast á styrkleika samherj-
anna. Þessi titill fullkomnaði feril
hans sem fótboltamaður.
Belgarnir og Benzema
Núna skulum við taka sérstaklega
vel eftir Kevin de Bruyne, leikmanni
Manchester City. Belgía er með
fleiri góða fótboltamenn eins og
Eden Hazard, Romelu Lukaku og
Thibaut Courtois. Sem fótbolta-
áhugamaður er þetta lið sem maður
vill sjá vinna. Það er líka forvitnilegt
að sjá Karim Benzema, 33 ára gaml-
an framherja í heimsklassa. Frakk-
ar urðu heimsmeistarar 2018 og
fengu silfrið á EM 2016 án hans. Ef
Didier Deschamps vill komast í
þriðja úrslitaleikinn í röð á stórmóti,
eins og Spánn gerði frá 2008 til 2012
og Þýskaland frá 1972 til 1976, verð-
ur franski þjálfarinn að koma þess-
um mikla karakter frá Madríd inn í
liðið.
Frakkland er einu sinni sem oftar
með eitt af sigurstranglegu liðunum,
rétt eins og Ítalía og Spánn. Eða
Þýskaland, sem Joachim Löw ætlaði
að byggja upp að nýju fyrir tveimur
árum. Samt hefur hann kallað aftur
á tvo heimsmeistara, þá Thomas
Müller og Mats Hummels, sem
höfðu verið settir út. Nú er spurning
hvaða áhrif það hefur á liðið.
Eftir að hafa fallið snemma úr
keppni á HM 2018 er mikilvægt fyr-
ir Löw að gera öllum sínum leik-
mönnum grein fyrir því að það fylgir
því sérstök ábyrgð að spila fyrir
hönd þjóðar sinnar. Ég hlýddi á
þjóðsönginn minn 113 sinnum inni á
vellinum og var snortinn í hvert
skipti. Peningar og samningar
skipta minna máli þegar landslið á í
hlut en í daglegu lífi hjá félagsliðinu.
Þar snýst meira um samvinnu, vin-
áttu, heimalandið, alla þá hluti sem
skipta máli í liðsíþrótt. Þú skrifar
söguna á EM eða HM.
Áskorun að vera lítilmagninn
Rétt eins og alheimsfótboltinn
hefur fjöldi þátttökuþjóða vaxið, úr
átta árið 1960, í sextán árið 1996 og
í 24 árið 2016. Í ár eru Finnar með í
fyrsta sinn. Ef tekið er mið af
þeirra fótboltamenningu og þjóðar-
einkennum eru þeir ekki sigur-
stranglegastir. Þeir eru sammála
því. Það er líka áskorun að vera tal-
inn lítilmagni.
Norður-Makedóníumenn sem
sigruðu Þýskaland í mars mæta
líka til leiks í fyrsta sinn. Þetta
unga lýðveldi skipti um nafn af póli-
tískum ástæðum. Það vill komast í
NATO og Evrópubandalagið en
hefur ekki enn haft erindi sem erf-
iði. Þátttaka á EM mun efla sjálfs-
traustið. Þeir vilja sýna hverjir þeir
eru og hvað þeir vilja ekki vera.
Ekki slæm hvatning fyrir stórmót.
Kórónuveiran keppir ekki á
mótinu en hún er stórveldi sem
mun halda áfram að benda okkur á
hvað skiptir máli fyrir hverja þjóð
næstu vikurnar: Samstaða og heið-
arleiki. Auðvitað mun veiran hafa
áhrif á þessa útbreiddu Evr-
ópukeppni. Það hefur hún þegar
gert því Dublin og Bilbao voru því
miður strikaðar út sem keppn-
isborgir. Fyrir Evrópu og allan
heiminn verður verkefnið áfram að
sjá til þess að allir séu öruggir.
Samt sem áður eigum við að geta
fagnað þessu Evrópumóti sem
frjálsri og friðsamri keppni þjóð-
anna á milli.
Reuters
1992 Danir voru óvænt ræstir út í sumarfríi og
sendir á EM þar sem þeir urðu meistarar.
ÍÞRÓTTIR 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
Brynjar Ingi Bjarnason er
nafn sem skyndilega er á allra
vörum, allavega hjá þeim sem
hafa fylgst með vináttulands-
leikjum karlalandsliðsins í fót-
bolta að undanförnu.
Saga hans er óvenjuleg í fót-
bolta síðari ára þar sem keppst er
við að finna hæfileikaríkustu ung-
mennin sem allra fyrst og helst
strax í 5. flokki. Sjá svo til þess að
þau séu búin að spila tugi leikja
með yngri landsliðum og komin á
atvinnusamning á táningsaldri.
Svo kemur strákur frá Akur-
eyri sem aldrei hefur verið valinn
í landslið, ekki einu sinni í hóp hjá
yngra landsliði, fyrr en hann dett-
ur óvænt inn í A-landsliðið, 21 árs
gamall, og slær í gegn. Skorar
meira að segja einu marki meira
en sjálfur Robert Lewandowski,
andstæðingur hans í leiknum í
Poznan á þriðjudaginn. Lew-
andowski komst ekki einu sinni í
marktækifæri gegn KA-
manninum.
Þeir einu í seinni tíð sem ég
man eftir að hafi átt sambærilega
síðbúna innkomu í landslið eru
Birkir Már Sævarsson sem spilaði
fyrst landsleik 21 árs gamall, þá
reyndar með 21-árs landsliðinu,
og Alfreð Finnbogason sem kom
tvítugur inn í sama landslið. Birk-
ir lék á dögunum sinn 98. A-
landsleik.
Frá minni kynslóð man ég eftir
svipuðu ferli með Sævar Jónsson
og Þorgrím Þráinsson sem komu
seint fram á sjónarsviðið en áttu
báðir fínan feril og Sævar varð
einn leikjahæsti leikmaður lands-
liðsins.
Nú verður áhugavert að sjá
hvernig Brynjari Inga tekst að
nýta sér meðbyrinn. Viðbúið er
að hann eigi ekki eftir að spila
marga leiki til viðbótar í KA-
búningnum.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Philipp Lahm var fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu þegar það varð
heimsmeistari árið 2014 og lék með Bayern München í fimmtán ár. Hann
er mótsstjóri Evrópumóts karla sem fram fer árið 2024. Pistlar hans um
knattspyrnu, „Mitt sjónarhorn“, birtast reglulega í Morgunblaðinu. Þeir
eru skrifaðir í samvinnu við Oliver Fritsch, íþróttaritstjóra þýska netmið-
ilsins Zeit Online, og birtast í fjölmiðlum nokkurra Evrópulanda. Í þriðja
pistli sínum í dag fjallar Lahm í sögulegu samhengi um Evrópukeppni
karla í fótbolta en lokakeppni EM 2020 sem haldin er í ellefu borgum víðs
vegar um Evrópu í þetta skipti hefst á morgun eftir að hafa verið frestað
um eitt ár vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Pistlahöfundurinn Philipp Lahm
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir úr GR er komin í 32 manna
úrslit á Opna breska áhugamannamótinu í golfi í Kilm-
arnock í Skotlandi en Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR
og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG féllu báðar úr
keppni í gær. Ragnhildur lék frábærlega í fyrradag þeg-
ar hún spilaði á 66 höggum og varð efst allra keppenda á
mótinu að loknum tveimur hringjum en þá var leikinn
hefðbundinn höggleikur. Efstu 64 keppendurnir komust
áfram í 2. umferð mótsins þar sem leikin er holukeppni
og 64 manna úrslitin voru leikin í gær.
Ragnhildur mætti Aine Donegan frá Írlandi sem end-
aði í 64. sæti í höggleiknum og mátti sætta sig við ósigur
gegn þeirri írsku. Hulda Clara, sem endaði í 12. sæti höggleiksins mætti Jó-
hönnu Leu sem endaði í 53. sæti í 2. umferðinni í dag og þar hafði Jóhanna
betur. Hún heldur því áfram keppni í dag og mætir Hazel Macgarvie frá
Skotlandi sem endaði í 21. sæti höggleiksins og sló í gær út Katie Warren
frá Englandi. vs@mbl.is
Jóhanna áfram í Skotlandi
Jóhanna Lea
Lúðvíksdóttir
Padova vann í
gærkvöldi 1:0-
útisigur á Avell-
ino í seinni leik
liðanna í undan-
úrslitum um sæti
í ítölsku B-
deildinni í fót-
bolta. Fyrri leik-
urinn endaði með
1:1-jafntefli og
vinnur Padova
því einvígið 2:1.
Emil Hallfreðsson lék allan leik-
inn með Padova á miðjunni en hann
hefur verið í lykilhlutverki hjá lið-
inu á leiktíðinni og skorað þrjú
mörk í 31 leik.
Miðjumaðurinn hefur nú leikið
400 deildarleiki á ferlinum sem
hófst hjá FH. Flestir leikirnir komu
með Verona á Ítalíu eða 184. Þá
hefur hann leikið með Malmö, Lyn,
Reggina, Barnsley, Udinese, Fros-
inone og Padova. Í þeim hefur hann
skorað 36 mörk
Emil á 73 landsleiki að baki þar
sem hann skoraði eina markið sitt
gegn Spánverjum í undankeppni
EM 2008 á Laugardalsvelli.
Emil og félagar mæta Aless-
andria í úrslitum um sæti í næst-
efstu deild.
Nánar má lesa um feril Emils á
mbl.is/sport/fotbolti/
Emil í úrslit
eftir 400.
leikinn
Emil
Hallfreðsson
Knattspyrnufélögin Lecce á Ítalíu
og Sotsjí í Rússlandi hafa mikinn
áhuga á að fá landsliðsmanninn
Brynjar Inga Bjarnason í sínar rað-
ir frá KA. Brynjar hefur slegið í
gegn með íslenska landsliðinu síð-
ustu vikur og skoraði sitt fyrsta
landsliðsmark gegn Póllandi á
þriðjudag með þrumufleyg í þriðja
landsleiknum. Brynjar er aðeins 21
árs. Akureyri.net greindi frá.
Lecce hafnaði í fjórða sæti
ítölsku B-deildarinnar á síðustu
leiktíð og Sotsjí í fimmta sæti rúss-
nesku úrvalsdeildarinnar.
Sotsjí og Lecce
vilja Brynjar
AFP
Ítalía Brynjar Ingi Bjarnason er
eftirsóttur af félögum í Evrópu.
Aganefnd HSÍ úrskurðaði í gær
Valsmanninn Agnar Smára Jónsson
í eins leiks bann fyrir rauða spjald-
ið sem hann fékk gegn ÍBV í undan-
úrslitum Íslandsmótsins í handbolta
á þriðjudagskvöld. Agnar fékk
rautt spjald í blálokin fyrir að
hindra Eyjamenn í að taka snöggt
innkast. Skyttan fékk einnig rautt
spjald í leiknum á undan gegn KA
og fékk því reisupassann tvo leiki í
röð. Valur vann leikinn 28:25 en lið-
in mætast í annað skiptið á föstu-
daginn kemur og verða Valsmenn
þá án Agnars.
Agnar úrskurð-
aður í bann
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Bann Valsmaðurinn Agnar Smári
Jónsson verður ekki með gegn ÍBV.
Nikola Jokic, leikmaður Denver
Nuggets, hefur verið útnefndur
besti og mikilvægasti leikmaður
NBA-deildarinnar í körfuknattleik
2020-21. Hann er fyrsti leikmaður
Denver sem hlýtur þessa viður-
kenningu og jafnframt fyrsti Serb-
inn. Einu Evrópubúarnir á undan
honum voru Þjóðverjinn Dirk No-
witzki og Grikkinn Giannis Ante-
tokounmpo. Jokic lék frábærlega
með Denver í vetur, skoraði 26 stig,
tók 11 fráköst og átti 8 stoðsend-
ingar að meðaltali í 72 leikjum í
deildakeppninni.
Jokic bestur í
NBA-deildinni
AFP
Bestur Nikola Jokic hefur átt
frábært tímabil með Denver.
Reuters
2004 Grikkir slógu rækilega í gegn í Portúgal
þegar þeir urðu óvæntir Evrópumeistarar.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
2016 Íslenska landsliðið vann hug og hjarta
heimsbyggðarinnar á EM í Frakklandi.