Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 24

Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 24
Uppbygging Þegar aftur sljákkaði í gosinu fór nýrunnið hraunið að storkna utan á gígnum og þannig byggja hann upp. Eins og þeir sem fylgjast með vefmyndavélum vita hefur oft brotnað úr gígbarminum ofan í gíginn. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Eldgosið í Geldingadölum er stór- kostlegt sjónarspil eins og Árni Sæberg, ljósmyndari Morg- unblaðsins, og samferðamenn hans urðu vitni að á dögunum. Flogið var með þyrlu Norðurflugs og lent á óbrynnishólma gegnt eldgígnum. Þangað kemst enginn lengur nema fljúgandi. Nýrunnið hraun umlykur hæðina á alla vegu. Þótt viðdvölin væri ekki nema 15-20 mínútur fengu þau að sjá tvær goshrinur. Fyrst fór hraun að seytla yfir gígbrúnina þar sem hún er lægst og svo hækkaði í uns hraunið vall í stríðum straumum yfir gígbarminn þegar goshrinan náði hámarki og háir kvikustrók- ar stigu upp úr gígnum. Breyttur taktur í gosinu Hægfara breytingar hafa orðið á óróahviðum sem fylgja gos- virkninni í Geldingadölum eftir því sem lengra hefur liðið frá upphafi gossins. Þær sjást vel á tromluritum jarðskjálftamæla sem skrá ótrúlega háttbundna hrynj- andi eldgossins. Páll Einarsson, jarðeðlifræð- ingur og prófessor emeritus við HÍ, segir að hegðun gossins hafi alveg breyst 2. maí og gosið orðið allt öðru vísi en það var fram að því. Þótt óróahviðurnar hafi breyst virðist hraunflæðið ekkert hafa minnkað heldur mögulega aukist eitthvað. „Takturinn er að hægjast og tíminn á milli goshrinanna hefur lengst,“ segir Páll. Hann segir að fyrstu dagana í sögu gossins hafi ein lota, það er goshrina og goshlé, tekið 7½ mínútu. Svo hægði á og nú er hver lota 13-15 mínútur eða tvöfalt lengri en fyrst. Á sama tíma hefur hver goshrina styst og orðið miklu minni hluti af heildartíma lot- unnar en var. Ljóst er að óróinn fylgir goshviðunum og tengist því aðfærslukerfi kvikunnar. Páll segir að eldgosið sé lítið og rólegt en tilkomumikið ásýndar. Í flestum gosum sé kvikustreymið miklu meira en þetta. Hann segir ekki ljóst hve mikið komi upp í gusunum og svo hve mikil kvika streymir upp einhvers staðar utan sjónsviðs. Það sjáist vel t.d. í Geldingadölum að þar hækkar hraunið jafnt og þétt þótt ekki sjáist mikið á yfirborðinu. Ekki hefur viðrað til töku á loftmyndum vegna veðurs á gos- svæðinu og því lágu ekki fyrir nýjar mælingar á hraunrennslinu í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hámarkið Hraunkvikan gusaðist upp úr gígnum og stór kvikustrókur reis þegar goshviðan náði hámarki. Finna mátti að jörðin bifaðist undir fótum viðstaddra þegar mest gekk á. Töluverður dynur fylgdi gosinu. Hraunelfur Úti á hraunbreiðunni opnaðist hraunelfur sem sýndi hvað leyndist undir yfirborðinu. Undan storknaðri skelinni rann bráðin kvika sem breiddi sig yfir hraunið og storknaði þar. Byrjunin Ný goshrina hófst með því að hraun fór að seytla yfir gígbarminn og myndaði lítinn hraunfoss. Svo færðist heldur betur fjör í leikinn. Eldgosið sí- breytilegt og kemur á óvart - Breyttur taktur í hrynjandi gos- virkninnar kemur vel fram á mælum 24 FRÉTTIRinnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.