Morgunblaðið - 10.06.2021, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
4. SÆTI
FYRIR FJÖLSKYLDUNA
X-D SUÐVESTURKJÖRDÆMIGUDBJORG.IS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Okkur sýnist á öllu að strax eftir versl-
unarmannahelgi fari allt á fulla ferð,“ segir
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.
Vart hefur farið fram hjá mörgum að
mikið er auglýst af tón-
leikum og viðburðum á
næstu vikum og mán-
uðum. Afléttingar sam-
komutakmarkana vegna
kórónuveirunnar, gangur
bólusetninga og aukinn
fjöldi ferðamanna hefur
fært líf í afþreyingariðn-
aðinn að nýju. Ljóst er að
margir hugsa sér gott til
glóðarinnar og verður ef-
laust hart barist um hylli
landsmanna á þeim vett-
vangi. Auk tónleika og
annarra skemmtana er líf
að færast í bókanir á söl-
um fyrir ýmsar veislur og
ráðstefnur.
„Bókunarstaða Hörpu
frá miðjum ágúst og til
ársloka er orðin mjög
þétt. Þar á meðal eru tón-
leikar af öllum stærðum
og gerðum og það er sér-
staklega gleðilegt að stóru Eldborgar-
tónleikarnir eru nú aftur að komast á dag-
skrá. Við gerum ráð fyrir því að frá og með
ágúst sé hægt að vera með fulla Eldborg í
fyrsta sinn frá því í byrjun mars 2020,“ seg-
ir Svanhildur.
Mörg brúðkaup í sumar
Hún segir að það sé sömuleiðis ánægju-
legt að bókanir séu farnar að berast fyrir
ráðstefnur og ýmsa alþjóðlega viðburði en
þeim hefur ekki verið til að dreifa nema í
streymi. „Svo verða hér veislur og árs-
hátíðir. Bókunarstaðan er orðin mjög þétt
en við erum þó ekki orðin fullbókuð. Það
eru margar vistarverur í þessu húsi.“
Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri
Íslandshótela sem reka meðal annars Grand
hótel, segir að landið sé sannarlega farið að
rísa í bókunum á veislusölum. „Ég veit ekki
hvað við verðum með mörg brúðkaup á
Grand í sumar. Þau eru ansi mörg. Það er
kominn góður kippur í bókanir fyrir fundi,
ráðstefnur og veislur. Einhverjir dagar eru
orðnir þéttir og jafnvel fullbókaðir. En við
erum með marga sali og getum tekið við
ansi miklu.“
Fjöldi stórtónleika á teikniborðinu
Fljótleg yfirreið yfir viðburði á Tix.is sýn-
ir að ansi margir ætla sér að halda stóra
tónleika og viðburði í haust. Þar má sjá að
Nýdönsk ætlar að halda tónleika í Eldborg í
september, Sigga og Grétar í Stjórninni
ætla að ferðast um landið í sumar, Helgi
Björns verður með sumarhátíð í ágúst og
fóstbræðurnir Maggi Eiríks og Pálmi Gunn-
ars halda hvor sína afmælistónleikana. Það
sama gerir Páll Óskar og Jón Jónsson ætlar
að fylla Eldborg. Þá koma Smokie og
Skunk Anansie til landsins svo fátt eitt sé
nefnt.
Allt þetta framboð minnir á þegar jóla-
tónleikamarkaðurinn var sprengdur ræki-
lega í loft upp árin 2018 og 2019. Óvíst er
hvort eftirspurn sé eftir öllum þeim tón-
leikum sem fyrirhugaðir eru.
Framboðið gæti verið of mikið
„Það verður töluvert offramboð af tón-
leikum. Vonandi verður þorstinn alveg gríð-
arlegur hjá landsmönnum,“ segir Eiður
Arnarsson, framkvæmdastjóri Félags
hljómplötuframleiðenda og tónlistarmaður.
Hann kveðst óttast að þótt uppsöfnuð
þörf verði hjá fólki að komast á tónleika og
skemmtanir sé ekki víst að markaður verði
fyrir alla þá tónleika sem nú séu auglýstir.
Eflaust muni einhverjir veigra sér við að
sækja skemmtanir þótt kórónuveiran verði
á undanhaldi, í það minnsta fyrst í stað.
„Markaðurinn mun ekki allt í einu verða
100% eins og hann var. Ég held að þetta
komi í skrefum en vonandi verða þau stór.“
Slegist um tónleikagesti í haust
- Mikið auglýst af stórtónleikum í haust - Hörð barátta um hylli landsmanna þegar samkomutak-
mörkunum sleppir - Gæti orðið offramboð - Æ meira bókað af sölum fyrir veislur og ráðstefnur
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa nú
komið sér saman um þau mál sem
þeir hyggjast ljúka fyrir þinglok.
Þingið átti að fara í sumarfrí í dag en
það mun standa yfir eitthvað lengur.
Óeining hefur verið innan ríkis-
stjórnarinnar um nokkur stór póli-
tísk mál. Mörg þeirra hafa verið
slegin út af borðinu.
Þar má nefna frumvarp um há-
lendisþjóðgarð sem verður ekki af-
greitt á þessu kjörtímabili, né heldur
rammaáætlun, frumvarp um fjar-
skiptalög, frumvarp um mannanöfn,
breytingar á útlendingalögum eða
frumvarp um afglæpavæðingu
neysluskammta fíkniefna. Píratar
beita sér nú fyrir að þeirra frumvarp
um afglæpavæðingu sem var fellt á
síðasta þingi verði tekið fyrir á ný.
Frumvarp um breytingar á stjórn-
arskrá hefur ekki borið á góma í
samningaviðræðunum. Gert var ráð
fyrir að það yrði rætt á þingstubbi í
ágúst en óljóst er hvort af því verður.
Meðal mála sem ríkisstjórnin
hyggst leggja fyrir þingið eru fjár-
aukalög, víðtækar breytingar á
barnaverndarmálum, breytingar á
innflytjendalögum, lög um þjóð-
kirkjuna, markmið um kolefnishlut-
leysi og um umhverfismat.
Morgunblaðið/Eggert
Alþingi Samningaviðræður standa nú yfir á meðal þingflokksformanna um
það hvaða þingmál verða sett á dagskrá á síðustu dögum þingársins.
Mörg stór þingmál
slegin út af borðinu
- Þingflokksformenn semja um þinglok
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu,
segir að kórónuveirutíminn hafi verið nýtt-
ur til að fara í alls konar umbótaverkefni í
húsinu. „Við höfum til dæmis verið að
skipta út lýsingu og LED-væða húsið. Það
er bæði umhverfismál en líka rekstrarlega
hagkvæmt. Þegar Sinfóníuhljómsveitin fer
í leyfi í júlí munum við skipta út ljósunum
þar.“
Hún segir jafnfamt að ráðist hafi verið í
miklar breytingar á jarðhæð Hörpu sem
kynntar verði að fullu á Menningarnótt en
þá verður tíu ára afmæli hússins fagnað.
Meðal þeirra er að Rammagerðin opnar
verslun á jarðhæðinni þar sem lögð verður
áhersla á íslenska hönnun. Þá verða nýir
veitingastaðir opnaðir en Svanhildur segir
ekki tímabært að greina frá því um hvaða
staði ræðir.
Nýttu Covid-tím-
ann til endurbóta
TÍU ÁRA AFMÆLI HÖRPU Í ÁGÚST
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sjónarspil Páll Óskar ætlar að fagna fimmtugsafmæli sínu með tónleikum í Háskólabíói.
Morgunblaðið/Eggert
Stemning Jónas Sigurðsson er einn þeirra tónlistarmanna sem halda tónleika í haust.
Davíð Torfi
Ólafsson
Svanhildur
Konráðsdóttir