Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Með því að heimsækja heimasíðu okkar ferdaskrifstofaeldriborgara.is þarftu aðeins að smella á „Sumarleikur 2021“ og þú tekur sjálfkrafa þátt í happadrætti þar sem vinningar verða dregnir út vikulega í allt sumar. Í boði eru 10 ferðavinningar að upphæð 25.000 kr. hver í einhverja af þeim ferðum sem við stöndum fyrir. Sumarleikur 2021 10 ferðavinningar í boði Sundaborg 7-9 | 104 Reykjavík | Sími 511 4747 | www.northwear.is Starfsmannafatnaður Einkennisfatnaður Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þótt þetta sé mikil framkvæmd erum við viðbúin því að með áfram- haldandi aukningu verði orðin þörf fyrir næstu skref eftir fimm til sex ár og að þau verði enn stærri,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss. Notkun hafnarinnar í Þorlákshöfn hef- ur vaxið mikið og er nú unnið að undirbúningi endurnýjunar og stækkunar hafn- arinnar sem unnið verður að á næstu árum. Flutningar hafa vaxið mjög um höfnina í Þorlákshöfn. Nefna má tvö flutningaskip Smyril line sem sigla þaðan til hafna á meginlandi Evrópu. Ýmsir aðrir vöruflutning- ar eru um höfnina. Elliði bendir einnig á að Þorlákshöfn sé vaxandi fiskihöfn. Auknir möguleikar á út- flutningi auki áhuga útgerða á að landa þar afla fiskiskipa. Fyrstu útboð á næstunni Elliði segir að nú sé verið að ljúka hönnun framkvæmda við höfnina og liggi það nokkuð fyrir hvað verði gert. Það sem út af standi verði prófað í líkani. „Við getum hafið ákveðnar framkvæmd- ir á næstunni. Þannig verða boðin út kaup á efni í stálþil fyrrihluta sumars og grjótnám er að hefjast,“ segir Elliði. Höfuðtilgangur framkvæmdanna er að geta tekið á móti stærri skip- um en þangað koma núna. Segir Elliði að hámarkið nú sé um 130 metra skip en það velti þó á búnaði skipanna og veðri. Eftir breytingar verði hægt að taka á móti 180 metra löngum skipum. Auk leng- ingar á viðleguköntum fyrir flutn- ingaskip og fiskiskip verður unnið að dýpkun innsiglingar og snún- ingsrýmis inni í höfninni. Elliði á von á því að skipin sem Smyril line notar til Evrópusigl- inga frá Þorlákshöfn muni stækka. Þá sé vitað um áhuga annarra enda geti skipafélög í Evrópusiglingum sparað sér meira en hálfs sólar- hrings siglingu fyrir Reykjanes með því að nota Þorlákshöfn. Höfnin á í viðræðum við þrjá stóra aðila sem flytja út vikur og önnur jarðefni og hafa hug á að stækka við sig aðstöðu. Þá hefur þýska fyrirtækið Steag áhuga á að fá lóð í Þorlákshöfn vegna útflutn- ings á vikri úr námum á Mýrdals- sandi. Laxeldið er mikil og vaxandi at- vinnugrein í Þorlákshöfn, bæði seiðaeldi og fulleldi í kerum á landi. Fiskinn þarf að flytja í burtu, seiði til sjókvíastöðva og til- búnar afurðir á markaði erlendis. Smyril line hefur fengið lóð fyrir vöruhús og dreifingarstöð í Þor- lákshöfn og Fiskmarkaður Íslands er að koma sér upp nýju húsnæði á staðnum. Verið er að skipuleggja nýjar lóðir á hafnarsvæðinu. „Það er sama hvað við snertum í hafnarrekstri. Þorlákshöfn er að vaxa og mun verða enn mikilvæg- ari höfn, ekki síst í Evrópusigl- ingum. Því fylgja önnur tækifæri sem við þurfum að huga sérstak- lega að. Kostar 4-5 milljarða Áætlað er að það taki tvö til þrjú ár að ljúka framkvæmdum við höfnina. Kostnaður er áætlaður 4-5 milljarðar. Hlutur ríkisins er fjár- magnaður á samgönguáætlun og fjármálaáætlun en hafnarsjóður Þorlákshafnar greiðir hluta kostn- aðar. „Þetta er mikil fjárfesting fyrir sveitarfélagið en hafnarmannvirkin eru okkar mikilvægustu innviðir. Byggðin hefur þróast með höfn- inni,“ segir Elliði og bætir við: „Við horfum bjartsýn til tækifæra sem skapast. Framkvæmdin er þjóðhagslega mikilvæg vegna þess að ódýrara er að sigla til Evrópu frá Þorlákshöfn en jafnframt drög- um við úr kolefnisspori flutning- anna.“ Starfsemin sprengir af sér höfnina - Hönnun á endurbótum og stækkun hafnar í Þorlákshöfn að ljúka og fyrstu útboð auglýst fljótlega - Stærri skip í Evrópusiglingum geta athafnað sig og unnt að þjóna auknum umsvifum í Þorlákshöfn Hugmyndir um lagfæringar og stækkun á höfninni í Þorlákshöfn 1. Ný löndunarbryggja fyrir fiskiskip og báta 2. Færsla viðlegukants við Suðurvararbryggju 3. Lenging á suðurgarði um 200-300 m 4. Stytting á austur- garði um 40-90 m 5. Endurbætur á Svartaskersbryggju fyrir allt að 18 m löng skip 6. Nýr rampur fyrir RoRo-skip 7. Dýpkun og gerð snúningsrýmis 8. Dýpkun innsiglingar- rennu 1 2 3 5 6 7 8 4 Grunnkort/Loftmyndir ehf. Elliði Vignisson Smyril Line hefur hug á að nýta bætta hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn til að auka starfsemi sína. Fyrirtækið er að undirbúa byggingu á nýrri dreifingarmiðstöð þar. „Við höfum verið að þrýsta á stækkun hafnarinnar til þess að geta komið þangað með stærri og hagkvæmari skip,“ segir Linda B. Gunnlaugsdóttir, framkvæmda- stjóri Smyril Line á Íslandi. Hún segir að markaðurinn sé fyrir hendi. Þjónustunni sem Smyril Line býður upp á hafi verið vel tekið og telur hún að tækifæri séu til að auka hana. Smyril Line er með tvö vöruflutningaskip í siglingum frá Þorlákshöfn. Mykines siglir til Rotterdam og Mistral til Hirtshals. Bæði eru svokölluð roro-skip, það er að segja að vörurnar eru á vögnum sem ekið er um borð og frá borði. Það fyrirkomulag flýtir fyrir lestun og losun skipa. Linda bætir því við að öryggi siglinga aukist við breytingarnar. Smyril Line hefur fengið stóra lóð í Þorlákshöfn og er að láta teikna 3.000 fermetra vöruhús og dreifingarmiðstöð. Utanumhald innflutnings verður flutt frá Hafnarfirði og sameinað útflutningnum sem fyrir er í Þor- lákshöfn. Nú er Smyril Line með tólf starfsmenn í Þorlákshöfn og búast má við fjölgun. Vilja taka stærri skip í notkun SMYRIL LINE MEÐ TVÖ SKIP Í SIGLINGUM FRÁ ÞORLÁKSHÖFN Linda Björk Gunnlaugsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.