Morgunblaðið - 10.06.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 10.06.2021, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Að undanförnu hafa verið óvenju- margar auglýsingar á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins þar sem auglýst er eftir húsnæði fyrir heilbrigðisstofnanir. Á vefsíðu FSR hafa verið fjórar auglýsingar þar sem auglýst er eftir húsnæði fyrir Heilsugæsluna í Hlíðum, heimahjúkrun á höfuðborgarsvæð- inu, Heilsugæsluna í Hveragerði og útboð fyrir hjúkrunarheimili í Stykkishólmi. Ríkiskaup fyrir hönd Ríkiseigna óska eftir að taka á leigu húsnæði fyrir starfsemi Heilsugæslunnar Hlíðum. Umsjónaraðili er Fram- kvæmdasýsla ríkisins. Verði leigt til 15 ára Miðað er við að húsnæðið verði tekið á langtímaleigu til 15 ára, fullbúið til notkunar, án lauss bún- aðar. Gerð er krafa um staðsetn- ingu innan starfssvæðis Heilsu- gæslunnar Hlíðum, þó þannig að hún sé í hæfilegri fjarlægð frá öðr- um starfsstöðvum heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu. Skal vera gott aðgengi, þ.m.t. fyrir hreyfi- hamlaða, hjólandi, gangandi, sjúkrabifreiðar og næg bílastæði. Húsrýmisþörf er áætluð um 1.300 fermetrar. Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 12:00 fimmtudag- inn 1. júlí 2021. Þá er í gangi öflun húsnæðis fyrir heimahjúkrun á höfuðborg- arsvæðinu. Miðað er við að hús- næðið verði tekið á langtímaleigu til 15 ára, fullbúið til notkunar, án lauss búnaðar. Gerð er krafa um staðsetningu í þungamiðju svæðis innan starfssvæðis heimahjúkrunar sem er í Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Kjós. Skal vera gott aðgengi, þ.m.t. fyrir hreyfihamlaða, hjólandi, gangandi og bílastæði fyrir um 50 bíla. Hús- næðið skal vera á einni hæð. Leigutilboðum skal skila rafrænt í útboðskerfinu, eigi síðar en kl. 12:00 þriðjudaginn 22. júní 2021. Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. heilbrigðisráðuneytisins og Stykk- ishólmsbæjar, auglýsti opið útboð á innréttingu á nýju hjúkrunar- heimili á 2. og 3. hæð St. Frans- iskusspítalans á Austurgötu 7 í Stykkishólmi. Um er að ræða 18 ný einstaklingshjúkrunarrými, skv. viðmiðum HRN, með sameigin- legum matsal og setustofu ásamt starfsmannaaðstöðu og tilheyrandi stoðrýmum. Verkið felur í sér m.a. að fjar- lægja núverandi innréttingar, rífa niður milliveggi, fjarlægja núver- andi lyftu og koma fyrir nýrri og stærri lyftu í nýjum lyftustokk ásamt því að innrétta ný hjúkr- unarrými. Einnig skal gera nýjan inngang á 1. hæð hússins sem mun þjónusta nýtt hjúkrunarheimili. Endurbætur sjúkrahússins ná yfir um 1.280 m² ásamt lóðarfrágangi við bílastæði og aðkomu fyrir hið nýja hjúkrunarheimili. Heimamenn með tilboð Tilboð í verkið voru opnuð sl. þriðjudag og barst eitt tilboð. Það var frá Skipavík í Stykkishólmi, 543,6 milljónir. Kostnaðaráætlun var 466 milljónir. Tilboðið er til skoðunar hjá verkefnastjóra FSR. Loks ber að nefna að Ríkiskaup f.h. Heilsugæslunnar í Hveragerði stefnir að því að taka á leigu um 400 fermetra húsnæði fyrir Heilsu- gæsluna þar í bæ. Umsjónaraðili verkefnisins er Framkvæmdasýsla ríkisins. Gerð er krafa um staðsetningu miðsvæðis í bæjarfélaginu, gott að- gengi fyrir hreyfihamlaða, hjólandi og gangandi og næg bílastæði bæði fyrir viðskiptavini og starfs- fólk. Gert er ráð fyrir að leigutími verði 15-20 ár auk mögulegrar framlengingar. Markmiðið er að kanna hvort hentugt leiguhúsnæði fyrir heilsugæslu sé til staðar í Hveragerði. Upplýsingum skal skilað fyrir kl. 12:00 þann 16. júní næstkomandi. Leita að húsnæði fyrir ríkisstofnanir - Eitt tilboð barst í innréttingu nýs hjúkrunarheimilis í Stykkishólmi Morgunblaðið/Ómar Stykkishólmur Eitt tilboð barst í innréttingu á nýju hjúkrunarheimili á 2. og 3. hæð St. Fransiskusspítalans þar í bæ. Hólmfríður María Ragnhildardóttir hmr@mbl.is Að minnsta kosti 56 þúsund Íslend- inga glíma við langvinna verki og um það bil þriðjungur þeirra er óvinnufær vegna þess. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps sem heilbrigðis- ráðherra fól að afla upplýsinga um meðferð fyrir einstaklinga með langvinna verki ásamt tillögum til úrbóta á því ferli. Var starfshóp- urinn meðal annars fenginn til að greina fjölda einstaklinga með langvinna verki, kyn þeirra og ald- ur. Erfðir, kyn og aldur hafa áhrif Samkvæmt niðurstöðum skýrsl- unnar eru konur í aukinni hættu á ýmsum langvinnum verkjavanda, má þar meðal annars nefna vefja- gigt, mígreni og slitgigt. Hafa lýð- eðlisfræðilegir þættir einnig áhrif, auk þess sem tíðni lið- og tauga- verkja fer vaxandi samhliða hækk- andi aldri. Bak- og höfuðverkir ná hámarki um miðjan aldur áður en tíðni þeirra fer lækkandi. Tillögur að bættri þjónustu Meðal þeirra úrbóta sem starfs- hópurinn lagði til var meiri áhersla á kennslu um verki og verkja- meðferð meðal nema í heilbrigð- isvísindum. Töldu þau einnig þörf á auknu aðgengi nema í framhalds- námi að klínískri kennslu í meðferð langvinnra verkja. Þar að auki var lagt til að gera fræðsluefni fyrir almenning að- gengilegt í gegnum Heilsuveru til að virkja þátttöku einstaklinga. Þykir þá mikilvægt að lögð sé sér- stök áhersla á fræðslu um skyn- samlega ávísun og neyslu sterkra verkjalyfja en notkun þeirra hefur aukist verulega síðustu tvo til þrjá áratugina. 20% aukning var á ávís- un á ópíóða frá árinu 2007 til 2018 í heilsugæslu. Starfshópurinn legg- ur að lokum til að fyrirhuguð þver- fagleg endurhæfingarteymi í heilsugæslu verði nýtt til að þróa þjónustu og miðla þekkingu áfram. Morgunblaðið/Ómar Háskólasjúkrahús Aukin fræðsla meðal grunnnema er talin mikilvæg viðbót. Þriðjungur verkj- aðra óvinnufær - 56 þúsund með langvinna verki 3. SÆTI NÁNAR I UPPLÝS INGAR WWW.S IGTHRUDUR . IS RÖDD ATVINNULÍFSINS Á ALÞINGI Öflugt atvinnulíf er grundvöllur velferðar, framþróunar og hagsældar í samfélaginu. Það er því hagur okkar allra að efla atvinnulífið. Ég óska eftir þínum stuðningi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. P RÓ F K JÖ R S J Á L F S TÆÐ I S F L O K K S I N S Í S U Ð V E S T U R K JÖ R DÆM I 1 0 . - 1 2 . J Ú N Í , ,Ég v i l v a l f r e l s i o g n ý s köpun í he i l b r i g ð i s - og menn t am á l um . ' ' , ,Ég v i l s t y ð j a v i ð a t v i n n u l í f i ð með l águm skö t t um , m i n n k a ums v i f í r e k s t r i h i n s op i n b e r a og ú t v i s t a v e r k e f n um . ' ' , , Þ a ð e r a t v i n n u l í f s i n s a ð l e i ð a vö x t á v i n n uma r k að i o g s k ap a n ý s tö r f . ' ' , ,Ég v i l h e i l d s tæða s t e f n u í m á l e f n um e l d r i b o r g a r a með f r e l s i þ e i r r a t i l e i g i n á k v a r ð a n a að l e i ð a r l jó s i . ' '

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.