Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 30
Morgunblaðið/Eggert Landað Fluttar voru úr landi sjávarafurðir fyrir 66 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Á sama tíma fóru úr landi eldisafurðir fyrir 11 milljarða. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Á fyrsta fjórðungi þessa árs námu útflutningstekjur af sjávar- og eld- isafurðum 77 milljörðum króna eða 34% af heildartekjum þjóðarbúsins vegna vöru- og þjónustuviðskipta sem voru 224 milljarðar króna. Fram kemur í greiningu Radarsins að um er að ræða 15% samdrátt í útflutningstekjum milli ára og að samdrátturinn hafi verið 21% mælt í erlendri mynt, sem megi rekja til lægra gengis krónunnar sem var 7% lægra á fyrsta ársfjórðungi 2021 en á sama tímabili 2020. Þá nam útflutningsverðmæti sjávarafurða 66 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi og dróst saman um tæp 4% á milli ára í erlendri mynt, en verð á sjávarafurðum var að jafnaði rúmlega 9% lægra á fyrsta fjórðungi í ár en á sama tíma í fyrra. Þá vegur á móti þessu að 7% aukning varð í útfluttu magni. „Þar sem gengi krónunnar var um 7% veikara á fjórðungnum en á sama tíma í fyrra, jókst út- flutningsverðmæti sjávarafurða um 4% í krónum talið,“ segir í grein- ingunni. Gert var ráð fyrir verulegum samdrætti á síðasta ári er farald- urinn skall á, einkum vegna þess að stór hluti framleiðslu íslenskra sjávarafurða er í hæsta gæðaflokki og sölu beint á veitingahús og hótel sem öll lokuðu. Sölunni varð hins vegar beint í dagvöruverslanir þar sem sala jókst. Nýjum hæðum Eldisafurðirnar náðu nýjum hæð- um eins og virðist gerast í hverjum mánuði og námu útflutningstekjur vegna þeirra 11 milljörðum króna sem er 23% aukning frá fyrsta árs- fjórðungi í fyrra þegar þær voru 9 milljarðar. Þá segir að aukninguna megi „rekja til ríflega helmings- aukningar á útfluttu magni en á móti var afurðaverð um fimmtungi lægra á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra, mælt í er- lendri mynt. […] Útflutnings- verðmæti eldisafurða var hátt í þriðjungi meira í krónum talið á fyrsta fjórðungi í ár en á sama tíma í fyrra.“ Veiðar og eldi 34% útflutningstekna - Haldið velli þrátt fyrir faraldurinn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 tonnum eða 27,4%. Umsvif greinar- innar vex hratt en í alþjóðlegum samanburði er Ísland enn dvergur. Haldi hins vegar vöxturinn af jafn miklum krafti áfram er vel innan við áratugur í að fiskeldisfyrirtækin hér á landi taki fram úr Færeyingum. Það er þó á einu sviði sem íslenska eldisgreinin er komin lengra en er- lendir keppinautar og það er á sviði bleikjueldis. Ísland framleiðir lang- mest af bleikju á heimsvísu, en talið er að bleikjueldi fylgi ýmsir kostir fram yfir laxeldið svo sem að vera laus við laxalúsina. Hins vegar hallar nokkuð á bleikjuna þar sem afurðin er ekki jafn þekkt og laxinn og hafa Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Gríðarleg framleiðsluaukning hefur átt sér stað í íslensku fiskeldi á síð- ustu tíu árum og náði framleiðslan nýju meti í fyrra er hún nam 40.595 tonnum. Er þetta afrakstur mikilla fjárfestinga á síðustu árum og hafa 25 milljarðar farið í uppbyggingu greinarinnar frá 2008 til 2019. Mest er framleitt af laxi eða 34.341 tonn sem er tæplega 85% af allri eld- isframleiðslu á Íslandi. Um er að ræða enn eitt framleiðslumetið í eld- islaxi sem fellur og nam aukningin milli áranna 2019 og 2020 alls 7.384 íslensk fyrirtæki lagt mikið í sölurn- ar til að búa til markað fyrir bleikju- afurðir. Í apríl sagði Magnús Bjarnason, hjá ráðgjafarfyrirtækinu Mar, í við- tali við Undercurrent News að talið væri að Ísland gæti farið fram úr Skotlandi í framleiðslu eldisafurða. „Þetta er atvinnugrein sem hefur verið byggð úr engu á skömmum tíma og íslenskir fjárfestar telja að þeir hafi misst af tækifærum. […] Tilfinningin í greininni er að við get- um náð 200 þúsund tonnum,“ sagði Magnús. Þróun undanfarinna ára bendir til þess að sú spá kunni að rætast. 26,6% vöxtur í fiskeld- inu á ári að meðaltali Framleiðsla fiskeldis á Íslandi 2010-2020 Framleiðsla fiskeldis í fimm ríkjum, lax og bleikja 2010, 2015 og 2019, tonn Tonn af óslægðum fiski 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Lax 1.068 1.083 2.923 3.018 3.965 3.260 8.420 11.265 13.448 26.957 34.341 Bleikja 2.427 3.021 3.089 3.215 3.411 3.937 4.084 4.454 4.914 6.322 5.493 Regnbogasilungur 88 226 422 113 603 728 2.138 4.628 295 299 490 Annað 1.467 979 997 707 349 458 487 512 528 477 271 Samtals 5.050 5.309 7.431 7.053 8.328 8.383 15.129 20.859 19.185 34.055 40.595 Breyting frá árinu á undan 5% 40% -5% 18% 1% 80% 38% -8% 78% 19% 5.050 5.309 7.431 7.053 8.328 8.383 15.129 20.859 19.185 34.055 40.595 2010 2015 2019 Lax Bleikja Lax Bleikja Lax Bleikja Bretland 154.633 14 172.146 11 203.881 25 Færeyjar 37.221 1.791 66.090 – 77.863 – Írland 15.691 – 13.116 – 11.333 – Ísland 1.068 2.427 3.260 3.937 26.957 6.322 Noregur 939.575 492 1.303.346 257 1.364.042 519 Heimild: Hagstofa Íslands Heimild: Hagstofa Íslands 26,6% árleg breyting að meðaltaliá tímabilinu - Framleiðsla gæti farið fram úr Færeyjum á næstu árum Afurðaverð á markaði 8. júní 2021, meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 398,33 Þorskur, slægður 335,40 Ýsa, óslægð 395,55 Ufsi, óslægður 126,39 Ufsi, slægður 133,02 Gullkarfi 271,58 Langa, óslægð 256,40 Keila, óslægð 96,19 Steinbítur, óslægður 105,69 Steinbítur, slægður 157,80 Skötuselur, slægður 815,05 Grálúða, slægð 66,94 Skarkoli, slægður 401,47 Þykkvalúra, slægð 774,12 Langlúra, óslægð 232,00 Sandkoli, óslægður 164,31 Bleikja, flök 1.518,30 Regnbogasilungur, flök 3.176,00 Hlýri, óslægður 115,00 Hlýri, slægður 218,85 Lúða, slægð 359,11 Lýsa, óslægð 6,88 Sandhverfa, slægð 1.295,00 Skata, óslægð 15,00 Skata, slægð 10,00 Undirmálsýsa, óslægð 186,00 Undirmálsþorskur, óslægður 213,62 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.