Morgunblaðið - 10.06.2021, Síða 42

Morgunblaðið - 10.06.2021, Síða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 42 Til hamingju - þú hefur fundið happatöluna! Farðu inn á mbl.is/happatala, fylltu út upplýsingar um þig og sláðu inn Happatöluna. Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland Vaknar á K100 í fyrramálið. Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að tala þátt á hverjum fimmtudegi, því það er til mikils að vinna. Tollkvótum verður framvegis úthlutað með rafrænum hætti. Mark- miðið er að einfalda stjórnsýslu og gera hana stafræna til hag- ræðis fyrir ráðuneytið, stofnanir og ekki síst at- vinnulífið. Breytingin er mikið framfaramál sem unnið hefur verið að inn- an ráðuneytisins und- anfarin misseri á grundvelli tillögu starfshóps sem ég skipaði árið 2018 og Óli Björn Kárason alþingismaður stýrði. Svifaseint og tímafrekt kerfi heyrir sögunni til Stjórnvöld úthluta tollkvótum allt að tíu sinnum á ári á grundvelli gild- andi fríverslunar- og viðskiptasamn- inga. Ferli hverrar úthlutunar tekur um fjórar til sex vikur. Núverandi ferli er umsvifamikið og tímafrekt bæði gagnvart atvinnulífi og starfs- mönnum ráðuneytisins. Því fylgir mikil pappírsvinna, skjalavarsla, samskipti við tilboðsgjafa, útreikn- ingar og ýmis nauðsynleg yfirferð gagna og útreikninga á öllum stigum. Þar sem um lokuð út- boð er að ræða hefur einnig verið nauðsyn- legt að fyrirtæki komi á staðinn með tilboð í lokuðum umslögum og sæki sín úthlut- unarbréf. Tíu vinnuvikur sparist Í ráðherratíð minni hef ég lagt áherslu á einföldun regluverks og stjórnsýslu í þágu almennings og atvinnulífs. Rafræn úthlutun tollkvóta mun gjörbylta nú- gildandi framkvæmd til hagræðis fyrir alla hlutaðeigandi. Innan ráðu- neytisins verður mikið hagræði en gróflega er áætlað að um tíu vinnu- vikur sparist á ári samanlagt auk þess sem það mun einfalda umsókn- ar- og tilboðsferli fyrir umsækj- endur. Fleiri tækifæri Skatturinn vinnur samhliða þess- ari breytingu að rafrænni skráningu á nýtingu tollkvóta og stefnt er að því að tengja þessi tvö kerfi saman með enn meiri sjálfvirknivæðingu. Slík tenging býður upp á þann möguleika að fylgjast með nýtingu tollkvóta í rauntíma. Eftir því hefur lengi verið kallað, sérstaklega þegar erfiðleikar steðja að, meðal annars á tímum Co- vid-19. Með stafrænni nálgun verða einnig til mun betri gögn sem má nýta til að útbúa ýmiss konar gagn- legar upplýsingar á Mælaborði land- búnaðarins og til að fylgjast betur með fæðuöryggi í landinu. Minni skriffinnska Rafræn úthlutun tollkvóta markar sannarlega tímamót við úthlutun þessara takmörkuðu gæða. Því er þessi breytingin í mínum huga hluti af því að minnka báknið og draga úr skriffinnsku. Í því felst mikið hag- ræði og einföldun fyrir alla sem að þessu ferli koma. Úthlutun tollkvóta færð inn á 21. öldina Eftir Kristján Þór Júlíusson »Rafræn úthlutun tollkvóta markar sannarlega tímamót. Því er þessi breytingin í mínum huga hluti af því að minnka báknið og draga úr skriffinnsku. Kristján Þór Júlíusson Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ég hef þekkt Bryn- dísi Haralds í æði mörg ár, hún er fyrr- verandi nemandi minn í Gagnfræða- skólanum í Mos- fellsbæ og lét fljótt að sér kveða. Hún var vel liðin af samnem- endum, var í forystu í félagslífinu, hafði skoðanir á skóla- reglum og viður- lögum þeirra og þar vorum við ekki alltaf sammála. En ef ég man rétt þá var mín kona mjög fylgin sér og það hefur ekkert breyst. Síðan liðu árin og ég fylgdist með henni úr fjarlægð. En okkar leiðir lágu saman að nýju í Sjálf- stæðisflokknum og þar kynntist ég Bryndísi sem ungri vel menntaðri konu með sterka, ákveðna sýn meðal annars á markaðsmálum, al- þjóðasamvinnu og nýsköpun í at- vinnulífi. Það var hressandi að hlusta á hana og ræða við hana og mér fannst gaman að fylgjast með þessum fyrrverandi nemanda mín- um. Bryndís Haralds er mikil félagsvera sem elskar útivist og hlaup en hún er líka mikill vinur vina sinna og hefur alltaf tíma fyrir þá. Hún er bæði góður hlustandi og grein- andi, sem er mikill kostur. Sveitarstjórnarmað- urinn og alþingismað- urinn Bryndís Haralds er ekkert öðruvísi en nemandinn Bryndís Haralds, harðdugleg, heiðarleg, vinnusöm, fylgin sér en sanngjörn og við þurfum slíkan einstakling á Alþingi Íslendinga. Hvernig er hún Bryndís Haralds? Eftir Ragnheiði Ríkharðsdóttur Ragnheiður Ríkharðsdóttir » Sveitarstjórnarmað- urinn og alþing- ismaðurinn Bryndís Haralds er harðdugleg, heiðarleg, vinnusöm, fylgin sér en sanngjörn. Höfundur er fyrrverandi bæjarstjóri og þingmaður. Fækkum slysum Í nýrri stefnu umferðar- öryggisáætlunar 2023- 2037 sem nú er í und- irbúningi er allt kapp lagt á að auka umferðaröryggi og fækka slysum. Við for- gangsröðun aðgerða verð- ur byggt á niðurstöðum arðsemismats sem og slysaskýrslum síðustu ára sem sýna hvar þörfin er mest, slysakortinu sem sýnir verstu slysastaðina og könnunum á hegðun vegfarenda. Á þessum góða grunni tel ég að okkur muni takast að fækka slysum enn frekar með mark- vissum aðgerðum og fræðslu. Vil ég þar sérstaklega nefna árangur ungra ökumanna en með bættu öku- námi og fræðslu hefur slysum sem valdið er af ungum ökumönnum fækkað mikið. Aðgerðir sem skila mikilli arðsemi - Aðskilnaður akstursstefna á fjölförnustu vegköflunum til og frá höfuðborgarsvæðinu, Reykjanes- braut, Suðurlandsvegi og Vestur- landsvegi. Á Suðurlandsvegi hefur aðskilnaður fækkað slysum mikið og slysakostnaður á hvern ekinn kíló- metra lækkað um 70%. Á Reykja- nesbraut hefur aðgerðin skilað mikl- um árangri og nú er hafin vinna við aðskilnað akstursstefna á Vest- urlandsvegi. - Hringtorg skila bættu öryggi á hættulegum gatnamótum á Hring- veginum. Vegrið og lagfæringar sem auka öryggi vegfarenda eru aðgerð- ir sem kosta ekki mikið en vega sam- anlagt þungt. - Aukið hraðaeftirlit, þ.m.t meðalhraðaeftirlit, sem mun fækka » Í nýrri stefnu umferðaröryggis- áætlunar 2023-2037 er allt kapp lagt á að auka umferðaröryggi og fækka slysum. Við for- gangsröðun aðgerða verður byggt á niður- stöðum arðsemismats sem og slysaskýrslum síðustu ára. Í störfum mínum sem samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra hef ég lagt ríka áherslu á um- ferðaröryggi og hvatt stofnanir ráðuneytisins til að hafa öryggi ávallt í forgangi. Stefnan hefur skilað góðum árangri. Í mínum huga er alveg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka umferðaröryggi okkar skilar sér margfalt, m.a. í fækkun slysa. Umferðarslys eru hræðileg Umferðarslys eru harmleikur en banaslys og alvarleg slys í umferð- inni eru alltof mörg. Þau eru ekki að- eins hræðileg fyrir þá sem í þeim lenda og aðstandendur þeirra, held- ur eru þau líka gríðarlega kostn- aðarsöm fyrir samfélagið. Árlegur kostnaður samfélagsins vegna um- ferðarslysa og afleiðinga þeirra er nú talinn nema að meðaltali um 50 milljörðum króna á ári eða 14 krón- um á hvern ekinn kílómetra, en væri mun hærri hefðu umferðaröryggis- aðgerðir ekki verið í forgangi. Langstærstur hluti þess kostn- aðar er vegna umsýslu og tjónabóta tryggingafélaga, kostnaður heil- brigðiskerfis, Sjúkratrygginga Ís- lands, lífeyrissjóða, löggæslu og sjúkraflutninga o.fl. Þá er ótalinn tekjumissir þeirra sem í slysunum lenda og ástvina þeirra sem sjaldn- ast fæst bættur. Mesta tjónið verð- ur á hinn bóginn aldrei metið til fjár en það er hinn mannlegi harmleikur sem slys hafa í för með sér. hraðakstursbrotum og auka umferðaröryggi. Með því er hægt að ná þeim sem freistast til að gefa í um leið og þeir aka framhjá myndavél og halda að þeir sleppi ef þeir hægja á sér við næstu myndavél. Hafi þeir verið grunsamlega fljótir á milli véla er nokkuð ljóst að þeir hafa farið yfir leyfileg hraðamörk. Slíkt meðal- hraðaeftirlit hefur gefið góða raun í nágrannalöndum okkar. Meðalhraði á Hringveginum hefur lækkað um 5 km/klst. frá 2004 en sú hraðalækkun er talin fækka banaslysum um allt að 40% samkvæmt erlendum mæl- ingum. - Fræðsla til ferðamanna og ann- arra erlendra ökumanna hefur haft marktæk áhrif og slysum fækkað þó ferðamannafjöldinn hafi aukist. - Loks ber að nefna bílbelta- notkun ökumanna sem og farþega en því miður er bílbeltanotkun ábótavant, sérstaklega innanbæjar. Það verður seint of oft sagt að bíl- beltin bjarga. Á undanförnum árum hefur þeim fjölgað mikið sem nýta sér fjöl- breytta ferðamáta samhliða því að göngu- og hjólastígum hefur fjölgað, sem er vel. Nýjum ferðamátum fylgja nýjar hættur sem krefjast þess að aðgát sé sýnd og fyllsta ör- yggis gætt. Við berum öll ábyrgð á eigin öryggi og það er brýnt að for- eldrar fræði börn sín um ábyrgðina sem fylgir því að ferðast um á smá- farartækjum. Nú í upphafi ferðasumars vil ég óska öllum vegfarendum fararheilla. Munum að við erum aldrei ein í um- ferðinni, sýnum aðgát, spennum belti og setjum hjálmana á höfuðið. Ávinningur og arðsemi umferðaröryggis Eftir Sigurð Inga Jóhannsson Sigurður Ingi Jóhannsson Höfundur er samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. Þegar andófsmaðurinn Prótasevitsj birtist grátandi í sjónvarpi og lofaði Lúkasjenkó fór um mann hrollur. „Viðtalið“ sýndi tvennt: hvernig hægt er að brjóta manneskju niður, og hvernig harðstjórn- arríkjum er nákvæm- lega sama um álit heimsins. Og hin fræga fram- tíðarsaga George Or- wells rifjast upp, 1984, sem út kom 8. júní 1949. Þar kemur fram „Stóri bróðir“ og alræði rík- isins. Heilaþvottur og allsherjar- njósnir um alla. Ungt par sleppur einhvern veginn við heilaþvottinn og reynir að flýja, en er svikið af þeim sem þau treystu og sett í píningar- dýflissu. Þar eru tól til að brjóta niður. Seinast rotturnar sem eiga að éta þau lifandi. Það síðasta mannlega sem hægt var að taka var þegar pilt- urinn sættir sig við að stúlkan verði étin af rottunum ef hann sjálfur slyppi. Dýpra var ekki hægt að sökkva. Alræðisríkin eru ekki langt frá þessum botni og „frjálsi heim- urinn“ má ekki taka þessu þegjandi. Endurlesum bókina hans Orwells og stuðlum að því að reseptin hans verði víti til varnaðar. Sunnlendingur. Aðvaranir Orwells Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.