Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 and i v e 35% AFSLÁTTUR 35% AFSLÁTTUR 100% NÁTTÚRULEGAR AFURÐIR 20% FERSKT KJÖT Kauptúni 3, Garðabæ | www.fisko.is Opið: Mán.-Fös. 10-19, Laug. 10-18, Sun. 12-18 ..kíktu í heimsókn DENTAL CARE SKIN COMPLEX STRENGTH & VITALITY Þjóðin er að eldast og sífellt fleiri tilheyra hópi eldra fólks, en ald- ursbilið er breitt, frá 65-100+. Augljóst er að þessi ört stækkandi hópur er ekki eins- leitur. Það er því löngu tímabært að horfa til einstaklingsmiðaðrar þjónustu þar sem þarfir einstaklinganna eru misjafnar og á sama tíma þarf heild- stæða nálgun á málefni eldra fólks. Þá er enn furðulegra að enn þá tölum við um málefni aldraðra eins og þeir séu einn hópur, en því fer auðvitað víðs fjarri. Þjónusta við eldra fólk Landssambandið hefur dreift til okkar alþingismanna fimm áherslu- atriðum: Nr. 1 að eldra fólk fái að vinna eins og það vill; nr. 2 að starfs- lok miðist við færni en ekki aldur; nr. 3 að heilsugæslan verði vagga öldrunarþjón- ustu; nr. 4 að millistig verði á milli heimilis og hjúkrunarheimilis og nr. 5 eru ein lög í stað margra lagabálka. Það er að sjálfsögðu hægt að taka undir öll þessi áhersluatriði. Ein- falda þarf flókið og sundurleitt lagaum- hverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Lágmarks- lífeyrir skal aldrei vera lægri en um- samin lágmarkslaun á vinnumarkaði. Endurskoða ber reglur um starfslok. Sérstaklega er tiltekið að skilja þurfi að lög um eldra fólk og öryrkja og að tryggja þurfi aðkomu eldra fólks að endurskoðun laga. Réttlætismál sé að starfslok verði miðuð við áhuga, færni og getu en ekki eingöngu horft til ald- urs. Þegar horft er á þá þjónustu sem eldra fólki stendur til boða stingur í stúf að hluti af þjónustunni er á herð- um sveitarfélaga en hluti hjá ríkinu. Þetta veldur því að flækjustigið er meira, einstaklingurinn fellur stund- um á milli og átökin snúast um fjár- magn milli ríkis og sveitarfélaga. Við verðum að hætta þessu rugli. Hér er í öllum tilfellum um skattfé okkar að ræða og algjörlega óásættanlegt að tvö stjórnsýslustig landsins eyði tíma, orku og fjármunum í að takast á í stað þess að einblína á að bæta þjón- ustuna. Það er því eðlilegt að spyrja eftirfarandi spurningar: Eiga sveit- arfélögin að taka yfir málefni aldr- aðra, eða á málaflokkurinn að vera á herðum ríkisins? Við erum ekki öll eins Eftir Bryndísi Haraldsdóttur »Einfalda þarf flókið og sundurleitt laga- umhverfi í málefnum eldri borgara og gera það skilvirkara. Bryndís Haraldsdóttir Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. bryndish@althingi.is Á danska þjóð- þinginu voru um miðj- an mars samþykkt lög sem ætlað er að koma í veg fyrir að erlend öfgaöfl grafi undan dönsku samfélagi í krafti fjárframlaga inn í landið. Breið sátt var um setningu lag- anna og þingmenn úr flestum stjórnmála- flokkum Danmerkur studdu þau. Markmið laganna er að koma í veg fyrir að einstaklingar eða lögaðilar, þar á meðal stjórn- völd erlendra ríkja eða stofnanir og fyrirtæki á vegum þeirra, vinni gegn eða grafi undan lýðræði og mannréttindum með fjárframlögum til aðila í Danmörku. Engin fjárframlög til trúar- hópa frá vafasömum aðilum Danskir stjórnmálamenn töluðu enga tæpitungu þegar þeir fögnuðu samþykkt frumvarpsins. Haft var eftir jafnaðarmanninum Mattias Tesfaye, ráðherra málaflokksins, að erlendis fyrirfyndust öfgaöfl sem leituðust við að snúa múslimskum samborgurum gegn Danmörku í því skyni að reka fleyg í danskt sam- félag. Hann sagði fjölmiðla ítrekað hafa flutt fréttir á liðnum árum um danskar moskur sem þegið hefðu háar fjárhæðir frá Mið-Austur- löndum. Þessu vildi ríkisstjórnin vinna gegn og það væri höfuðmark- mið laganna. Forystumenn annarra danskra stjórnmálaflokka töluðu um bann við fjárframlögum í moskur og kór- anskóla. Hvaða málflutningi skyldi haldið uppi á þeim vettvangi? Lýð- ræði, mannréttindum og kvenfrelsi? Dæmi hver fyrir sig. Katar borgaði stórmoskuna í Kaupmannahöfn Lagasetningin kom meðal annars í framhaldi þess að dagblaðið Berl- ingske greindi frá því 22. janúar 2020 að Sádi-Arabía hefði með milli- göngu sendiráðs síns í Danmörku lagt fram nærfellt 100 milljónir ís- lenskra króna til Taiba-moskunnar í Nørrebro-hverfinu. Stórmoska Kaupmannahafnar var opnuð í júní árið 2014 með framlagi upp á jafn- gildi 4,5 milljarða íslenskra króna frá Hamad bin Khalifa al Thani, fyrrverandi emír í Katar. Dönum var skiljanlega brugðið við þessi tíð- indi. Ríkisútvarpið greindi frá því 22. nóvember 2015 að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, hefði sagt það hafa komið sér í opna skjöldu þegar sendi- herra Sádi-Arabíu greindi sér frá fyrirætl- unum þarlendra stjórn- valda um að styrkja byggingu mosku hér á landi. Forseta Íslands sýnilega brugðið Forsetinn sagðist gjalda varhug við því. Ólafur Ragn- ar rifjaði upp við þetta tækifæri að lög í landinu bönnuðu erlendum að- ilum að leggja fé í stjórnmálastarf á Íslandi og að breið pólitísk sam- staða hefði ríkt um slíkt bann. Með líkum hætti fyndist forseta óeðlilegt að ríki eins og Sádi-Arabía hefði fullt frelsi til þess að blanda sér með fjármunum og íhlutunum af hálfu sendiráðsins í trúariðkun á Ís- landi. Ólafur Ragnar sagðist hafa orðið svo hissa og lamaður við yfir- lýsingu sendiherrans að hann hefði aðeins tekið á móti henni, sest niður og hugleitt hana. Síðan taldi hann rétt að greina frá henni, sem hann hefði gert. Nauðsynleg viðbrögð Ég hef ásamst öðrum þingmönn- um Miðflokksins lagt fram þings- ályktunartillögu í anda hinna nýju dönsku laga. Við flutningsmenn til- lögunnar teljum að Íslendingar þurfi að læra af þeirri reynslu Dana sem leitt hefur til þess að í Dan- mörku hefur nú verið lögleitt bann við fjárframlögum eða annars konar stuðningi frá erlendum aðilum sem taldir eru varasamir vegna viðleitni þeirra til að vinna gegn eða grafa undan lýðræði og mannréttindum. Löggjöf til að verja samfélagið Margar Evrópuþjóðir hafa leitast við að bregðast við með sambæri- legum hætti. Höfum við Miðflokks- menn því lagt til að dómsmála- ráðherra láti semja lagafrumvarp um þetta efni og að það verði lagt fram á næsta haustþingi. Við viljum enga erlenda íhlutun af því tagi sem sendiherrann kynnti forseta Ís- lands. Varnir í þágu lýðræðis og mannréttinda Eftir Ólaf Ísleifsson Ólafur Ísleifsson »Engin fjárframlög til trúarhópa frá vafa- sömum aðilum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. olafurisl@althingi.is Öflugt atvinnulíf leggur grundvöllinn að góðu velferðarkerfi, framþróun og hagsæld. Það er því hagur okkar allra að efla atvinnu- lífið. Eitt af mikilvægum verkefnum framundan er að auka ráðstöf- unartekjur fólks og auka kaupmátt. Það er sanngirnismál að fólk haldi eftir hærra hlutfalli af launum sínum auk þess sem fólk er almennt sjálft betur til þess fallið að ráðstafa afrakstri eig- in vinnu en aðrir. Það er ekki lögmál að skattar á Íslandi þurfi að vera háir. Lækkun tekjuskatts á einstaklinga og fyrirtæki sem og lækkun ýmissa opinberra gjalda á borð við trygg- ingagjald ættu að vera skýr markmið okkar sjálfstæðismanna. Því lægri sem skattar og gjöld eru því meira súrefni hafa einstaklingar og fyrir- tæki til að vaxa og dafna. Um leið breikkar skattstofninn og skatt- tekjur hins opinbera aukast. Það getur verið freistandi fyrir stjórn- málamenn að klippa á borða og auka útgjöld hins opinbera, það dregur upp mynd af at- hafnasemi og krafti en þýðir gjarnan aukna skattheimtu og skuld- setningu til lengri tíma litið sem greiða þarf fyrir á endanum. Frumkvæði og þróttur Það er mikilvægt að stjórnvöld á hverjum tíma einbeiti sér að því að halda starfsumhverfi einstaklinga og fyrirtækja þannig að skattheimta og önnur opinber gjöld kæfi ekki rekst- ur og dragi úr frumkvæði og þrótti. Það verður að vera fyrir hendi hvati, tilgangur og umbun fyrir að reka fyrirtæki, taka áhættu, ráða fólk og fjárfesta. Efnhagslífið þarf á hverjum Öflugt atvinnulíf – hagur allra Eftir Sigþrúði Ármann » Það er mikilvægt að halda starfsum- hverfi einstaklinga og fyrirtækja þannig að skattheimta kæfi ekki rekstur og dragi úr frumkvæði og þrótti. Sigþrúður Ármann Höfundur er lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri. Frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi. tíma að vera sjálfbært. Það er ekki lausn í efnahagsþrengingum að fjölga opinberum starfsmönnum. Hið opin- bera á að draga sig út úr gæluverk- efnum og rekstri sem betur er sinnt af fyrirtækjunum í landinu og ein- beita sér að því að sinna vel þeim grundvallarverkefnum sem nauðsyn- legt er að það sinni. Það er atvinnu- lífsins að leiða vöxt á vinnumarkaði og skapa ný störf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.