Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is Allt til kerrusmíða 2012 2020 Mér þóttu það góð tíðindi þegar Arnar Þór Jónsson héraðs- dómari tilkynnti þátt- töku sína í prófkjöri sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi. Ég hef þekkt manninn í tæp 40 ár og veit fyrir vikið að Arnar er í senn réttsýnn og málefna- legur og óragur að fjalla um ýmis mikil- væg þjóðfélagsmál. Áherslur Arnars Þórs snúa að ein- staklingsfrelsi, eflingu þingræðis og sátt milli ólíkra stétta og eru í raun rauði þráðurinn í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins. Frelsi með ábyrgð Arnar Þór hefur í ótalmörgum greinum fjallað um frelsi ein- staklingsins og mikilvægi þess að skapa hvata til þess að virkja kraft- inn sem býr í einkaframtakinu. Hann hefur bent á mikilvægi þess að emb- ættismenn og opinberar stofnanir séu ekki þröskuldur í nýsköpun og atvinnurekstri. Þeirra hlutverk sé miklu fremur að skapa skýra ramma og tryggja fyrirsjáanleika fremur en þvælast fyrir og beinlínis draga úr hvötum til nýsköpunar og atvinnu- rekstrar. Stétt með stétt Arnar Þór hefur bent á að Sjálf- stæðisflokkurinn er breiðfylking ólíkra einstaklinga víðs vegar að úr samfélaginu sem sameinast um sjálf- stæðisstefnuna. Einmitt þess vegna er mikilvægt að Sjálfstæðisflokk- urinn nái aftur vopnum sínum sem leiðandi afl á vinnumarkaði. Stétt með stétt var eitt sinn kjörorð Sjálf- stæðisflokksins þar sem áhersla var lögð á að leiða saman hagsmuni at- vinnurekenda og hinna vinnandi stétta og tryggja heil- brigt samtal og stöð- ugleika á vinnumarkaði. Sjálfstæðisflokkurinn er í dag í dauðafæri að styrkja stöðu sína á ný sem slík breiðfylking. Þingræði ekki skrif- ræði Í skrifum sínum og málflutningi hefur Arn- ar Þór bent á mikilvægi þess að Alþingi fari með pólitískt vald í landinu í stað þess að útvista því gagnrýn- islaust til ósýnilegra embættis- manna, innlendra og erlendra dóm- stóla og/eða alþjóðlegra stofnana. Með þessu hefur hann bent á þann lýðræðis- og þingræðishalla sem má rekja til sífellt aukins pólitísks inn- grips innlendra og erlendra embætt- iskerfa sem þjóna óljósum hags- munum. Þetta ósýnilega vald þarf að tempra og tryggja íslenska hagsmuni í hvívetna. Áherslur Arnars Þórs Jónssonar, skrif hans og málflutningur, hafa ýtt við mörgum sjálfstæðismönnum og vakið þá til umhugsunar um mikil- vægi þess að hefja grundvallargildi Sjálfstæðisflokksins aftur til vegs og virðingar. Málflutningur Arnars er þannig ferskur andblær inn í flokks- pólitíska umræðu og löngu tímabær. Ég hvet sjálfstæðismenn í Suð- vesturkjördæmi til að kynna sér áherslur Arnars Þórs og veita honum brautargengi í komandi prófkjöri. Dómari með erindi – Arnar Þór á þing Eftir Má Másson Már Másson » Áherslur Arnars Þórs snúa að ein- staklingsfrelsi, eflingu þingræðis og sátt milli ólíkra stétta. Höfundur er framkvæmdastjóri. Um komandi helgi mun sjálfstæðisfólk ganga til prófkjörs í Suðvesturkjördæmi og velja fólk í forsvar til al- þingiskosninga. Þar býður sig fram í 2.-3. sæti Arnar Þór Jóns- son. Það má segja að hann sé nýr á vettvangi stjórnmála, en þó kem- ur framboð hans þeim ekki alfarið á óvart sem þekkja til hans. Undanfarin misseri hefur Arnar látið til sín taka í pólitískri umræðu, svo eftir hefur verið tekið. En hann hefur skrifað greinar og komið fram opinberlega til að fjalla um mál er varða réttindi allra Íslendinga, mál sem eru allt í senn: stór, flókin og um- deild. Málefni eins og þriðja orku- pakkann og frelsi og réttindi fólks. Afstaða hans og tilgangur eru skýr hverju sinni og byggjast á yfirvegaðri og yfirgripsmikilli lögfræðilegri þekkingu á viðfangsefnunum, ásamt djúpri sannfæringu um að gera rétt og þola ekki óréttlæti. Að mínu mati er það einmitt slíkt fólk sem þarf að velja til forystu nú. Fólk sem þorir að tjá sig umbúða- laust, fólk sem getur hlustað á mót- rök og tekið heiðarlega afstöðu í erf- iðum málum, þó sú afstaða sé ekki endilega vinsæl akkúrat í dag, en rétt til lengri tíma. Árin í kjölfar heimsfaraldurs geta orðið okkur flókin og erfið. Við þurf- um fólk sem er tilbúið að leiða okkur í gegnum góða, sem og erfiða tíma og hnika ekki af leið þó vindar blási. Líkt og við Arnar þekkjum, eins og allir sem eiga rætur til Vestmannaeyja, að þó að við fáum stundum vindinn í fangið, þá mun hann á endanum snú- ast. Það er bara það; að halda stefnu á meðan hann blæs. Ég treysti Arnari til þess, enda veit ég að hann er fullur af eldmóði að takast á hendur þessi málefni sem hann þekkir svo vel og hefur ástríðu til að sinna af heilindum. Prófkjör er vett- vangur til að hafa áhrif á framtíðina með því að velja fólk til að vera í forystu stjórnmála næstu ára. Með sífellt aukinni kröfu um beint lýðræði og ákalli, sérstaklega unga fólksins, um að fá að hafa meiri áhrif á ákvarðanir í nærumhverfi sínu, er ekki hægt annað en hvetja til þátttöku í prófkjöri. Það er auðvelt að skrá sig og taka þátt, og það er ekki of seint. Ég vona að sjálfstæðisfólk í Suðvesturkjördæmi beri gæfu til að velja Arnar Þór í forystusveit flokks- ins nú. Ég mun gera það. Eftir Eygló Egilsdóttur » Afstaða hans og til- gangur eru skýr hverju sinni og byggjast á yfirvegaðri og yfir- gripsmikilli lögfræði- legri þekkingu á við- fangsefnunum, ásamt djúpri sannfæringu um að gera rétt og þola ekki óréttlæti. Eygló Egilsdóttir Höfundur er viðskiptafræðingur og sjálfstætt starfandi. eygloegils@gmail.com Arnar Þór í forystusveit Fullveldi þjóðar, lýð- ræði og einstaklings- frelsi eru verðmæti sem í askana verða lát- in. Það sýnir sagan hvarvetna. Allt er þetta vandmeðfarið og út- þynning á þessum gild- um varasöm, því að hún varðar leiðina til glöt- unar þeirra. Arnar Þór Jónsson dómari hefur með skil- merkilegum hætti vakið máls á því að viðhorfsbreytingar er þörf hérlendis á meðal embættismanna og þing- manna í átt til enn vandaðri rýni á til- skipunum og reglugerðum ESB m.t.t. til íslenskrar stjórnskipunar áður en þær fara fyrir sameiginlega afgreiðslunefnd ESB og EFTA. Það- an berast „gerðirnar“ síðan þjóðþing- unum til lögfestingar. Nú hefur borið vel í veiði, því að Arnar Þór hefur gef- ið kost á sér í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í SV-kjördæmi (Kraganum) í 2.-3. sæti D-listans í alþingiskosn- ingunum haustið 2021. Breytt Evrópusamband Á árunum 1990-1992, þegar ESB og EFTA sömdu sín á milli um Evr- ópska efnahagssvæðið, EES, hafði Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar ESB 1985-1995, fengið aðildarlöndin til að samþykkja sáttmála um innri markað ESB og gekk hann í gildi 1. janúar 1993. Þar skyldi fjórfrelsið ríkja, þ.e. frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjár- magns. Sáttmálinn kveður á um viða- mikið regluverk, sem ásamt tollum torveldar aðgengi þeirra sem utan við standa nema með sérstökum frí- verslunarsamningi. EES-samningurinn var aðallega gerður til að hleypa EFTA-ríkjunum inn á innri markaðinn gegn upptöku regluverksins sem um hann gildir. Það verður sífellt umfangsmeira, og þegar Efnahagsbandalag Evrópu breyttist í Evrópusamband árið 1993 tók eðli þess að breytast með nýjum sáttmálum og eftir Lissabonsáttmál- ann 2009 er leynt og ljóst stefnt að sambandsríki Evrópu. Útganga Breta 2020 varð hnekkir fyrir þessa hugmyndafræði og Bretar höfnuðu jafnframt aðild að EES. Svisslendingar, sem stunda mikil viðskipti við ESB-ríkin en eru varir um fullveldi sitt, höfnuðu aðild að EES og að ESB í þjóðar- atkvæðagreiðslum. Þeir hafa notið aðgangs að innri markaðinum með fjölda (120) tvíhliða samninga. ESB hefur horn í síðu þessa fyr- irkomulags og vill að löggjöf Sviss þróist „sjálfvirkt“ í samræmi við löggjöf ESB, eins og í hinum EFTA-ríkjunum. Svisslendingar sætta sig ekki við þessa afskiptasemi af eigin löggjöf og hafa slitið samn- ingaviðræðum um fyrirkomulag við- skiptasambands við ESB. Carl I. Baudenbacher, fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn, hefur tjáð þá skoðun sína á þessu að stjórnvöld í Bern og Brussel hafi reynt að þoka Sviss bakdyramegin inn í ESB en vanmetið andstöðuna við slíkt á með- al þjóðarinnar. Almenningur vilji samvinnu á sviði efnahagslífs en ekki stjórnmálalegan samruna. Þegar fólk hafi fundið að reynt hafi verið að ýta landinu svo þétt upp að ESB að ekki yrði aftur snúið hafi það spyrnt við fótum. Gerjun í EFTA Samband Sviss við ESB er sem sagt í uppnámi og í Noregi ræða stjórnmálamenn um að draga Noreg út úr ACER-orkustofnun ESB og þar með afturkalla innleiðingu Orku- pakka 3 (OP3), sem er fordæmalaust, eða til vara að hafna OP4 eftir Stór- þingskosningarnar í haust. Stjórn- arskipti verða þar í haust, ef marka má skoðanakannanir, og stærsta verkalýðsfélag Noregs hefur ályktað í þessa veru. Þar með er talið stutt í sinnaskipti stærsta stjórnarand- stöðuflokksins, Verkamannaflokks- ins. Á Íslandi ríkti djúpstæður ágrein- ingur um það árið 2019 hvort réttlæt- anlegt væri að innleiða OP3, þótt sameiginleg nefnd EFTA og ESB hefði fallist á það árið áður. Lög- fræðiálit greindi á um lögmæti OP3 m.t.t. stjórnarskrár Íslands, og í Nor- egi er mál rekið fyrir dómstólum um lögmæti þeirrar ákvörðunar Stór- þingsins að krefjast aðeins einfalds meirihluta í máli, sem samkvæmt norsku stjórnarskránni útheimtir aukinn meirihluta að mati nokkurra lagaprófessora o.fl. Gagnrýni Arnar Þór Jónsson hefur á Íslandi leitt gagnrýni á það sem virðist færi- bandaafgreiðsla stjórnsýslu og þings á „gerðum“ ESB. Hann hefur bent á að fyrirkomulagið sé í mótsögn við grundvöll lýðræðisins, sem er sá að löggjafinn sé valinn af fólkinu sem á að hlíta lögunum. Nú koma veiga- miklir lagabálkar sem snerta hvern landsmann frá embættismönnum í Brussel, sem ekkert tillit taka til að- stæðna hérlendis. Þetta fyrirkomu- lag ásamt því ákvæði EES- samningsins að ESB-réttur skuli hér njóta forgangs umfram landsrétt, vegur að grunnstoðum lýðveldisins. Það er brýnt að fjölga alþingis- mönnum sem hafa kunnáttu, getu og vilja til að verja fullveldi landsins og stjórnarskrá með sterkustu fáanlegu rökum í samskiptunum við yfir- þjóðlegt vald. Viðamikil mál mun reka á fjörur þingsins á næsta kjör- tímabili og nægir að nefna OP4. Orð Arnars Þórs „Ef menn vilja veikja þær stoðir sjálfstæðis, sem persónufrelsið, stjórnarskráin, almenn lög og aðild Íslands að alþjóðasáttmálum hvíla á, er lágmarkskrafa, að slíkt fari fram fyrir opnum tjöldum, en ekki í bak- herbergjum. Meðan við viljum vera sjálfstæð þjóð verðum við að axla ábyrgð á eig- in hagsmunum, tilveru okkar og frelsi.“ Verðmæti verður að verja af viti Eftir Bjarna Jónsson » Fjölbreytni í þing- flokki sjálfstæðis- manna er Sjálfstæð- isflokki sem þjóðar- flokki nauðsyn til að endurspegla viðhorf landsmanna með viðhlít- andi hætti. Bjarni Jónsson Höfundur er verkfræðingur á eftir- launum. bjarnijons1949@gmail.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.