Morgunblaðið - 10.06.2021, Page 55

Morgunblaðið - 10.06.2021, Page 55
Upplifun Umgjörðin þykir einstaklega vel heppnuð og smekkleg. Baða sig í heit- um vökum ofan á Urriðavatni « Vinsældir Vök Baths hafa farið fram úr björtustu vonum. Framkvæmda- stjórinn segir gott að byrja eða enda daginn á heimsókn í þessi einstöku böð Gaman hefur verið að fylgjast með uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Austurlandi á undanförnum árum. Nýir veitingastaðir og hótel hafa sprottið upp en ein merkilegast viðbótin er heilsulindin Vök Baths við Urriðavatn, aðeins fimm mín- útna akstur frá Egilsstöðum. Aðalheiður Ósk Guðmunds- dóttir er fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins en hún fluttist frá höfuðborgar- svæðinu til Egilsstaða þegar hún tók við starfinu. Að sögn Aðalheiðar var það ögn stressandi að aka í fyrsta sinn alein austur á land um hávetur en heimamenn hafi tekið vel á á móti henni. „Sjálf er ég op- in að eðlisfari og fyrstu vikurnar eftir að ég hóf störf reyndi ég að vera sem mest í móttökunni til að kynnast fólkinu sem kom til okk- ar.“ Heyra má að lífið fyrir austan á vel við Aðalheiði og hún nýtur þess hve stutt er í óspillta náttúr- una. „En svo eru líka frábærar búðir hérna eins og Sentrum og River sem eru með fjölbreytt en úthugsað vöruúrval. Það er kannski langt að fara í Kringluna og Smáralind en þessar verslanir eru búnar að sjá um það fyrir mann að velja það áhugaverðasta og besta. Þá vantar ekki góða veit- ingastaði og kaffihús á Egils- stöðum og bæjarfélögunum í kring.“ Hún hvetur fleiri til að skoða þann möguleika að setjast að fyrir austan: „Hér er mikill uppgangur og vöntun á fólki; allt frá snyrti- fræðingum til verkfræðinga, og hér er gott að búa.“ Heitt, kalt og ljúffengt Vök Baths tók á móti fyrstu gestunum í júlí 2019 og þrátt fyrir kórónuveirufaraldurinn fóru við- tökurnar fyrsta rekstrarárið fram úr áætlunum. Boðið er upp á mjög sérstaka upplifun þar sem tvær fljótandi laugar – eða vakir – eru í aðalhlutverki. Vakirnar fljóta ofan á Urriðavatni og eru fylltar með heitu vatni en gestir geta líka synt í Urriðavatni og þannig fengið alla þá heilsubót sem fylgir heitum og köldum böðum. „Við erum líka með gufubað og köld úðagöng fyr- ir fólk til að ýmist slaka á eða fá frískandi upplifun,“ útskýrir Aðal- heiður. Veitingastaðurinn á Vök Bistro og Tebarinn hafa líka vakið verð- skuldaða athygli. Tebarinn er helgaður lífrænum jurtadrykkjum sem gestir blanda sjálfir úr hand- tíndum íslenskum jurtum frá Móð- ur Jörð á Vallanesi en drykkurinn er innifalinn í verði aðgangsmiða baðstaðarins. Vök Bistro skartar útsýni yfir Urriðavatn og náttúruna í kring og skartar fjölbreyttum matseðli þar sem hráefni úr héraði er gert hátt undir höfði en réttirnir kosta frá 1.790 til 2.490 kr og eru vel úti- látnir. Á laugardögum og sunnu- dögum er dögurðarmatseðill frá 12 til 15 og kostar máltíðin frá 1.290 kr til 2.690 á mann. Aðalheiður segir heimsókn í Vök Baths geta verið bæði gott upphaf og þægilegan endi á áhugaverðum degi á Austurlandi. „Mér finnst t.d. mjög gaman að prufa dögurð- inn okkar um helgar, fara svo í heitu böðin og komast í góðan gír fyrir daginn. En það er líka engu líkt að ganga t.d. upp að Hengi- fossi eða að Stapavík og koma svo við í Vök Baths í lok dags áður en farið er út að borða. ai@mbl.is Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021 arfsmannafatnaður rir hótel og veitingahús Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | Sími 561 9200 | www.eddaehf.is Hótelrúmföt kristin@run.is | Starfsmannafatnaður thorhildur@run.is Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Hótelstjórnandann Hótelrúmföt Sérhæfum okkur í sölu á rúmfatnaði og öðru líni fyrir hótel Ferðumst innanlands í sumar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Björn Ingimarsson segir mikið líf í Múlaþingi um þessar mundir. Heimamenn hafa verið duglegir að njóta lífsins og t.d. heimsækja baðstaðina á svæðinu eftir að slakað var á smitvörnum. Einnig er töluvert um gesti frá öðrum landsfjórðungum í bland við slæð- ing af erlendum gestum. Eins og lesendur muna varð kórónuveirufaraldurinn til þess að landsmenn nýttu síðasta sumar til að ferðast innanlands og margir uppgötvuðu þá fegurð Austurlands í fyrsta skipti. Björn, sem er sveit- arstjóri Múla- þings, segir að ef eitthvað já- kvætt hafi kom- ið út úr farald- inum þá hafi það verið þetta: „Við finnum það núna að margir þeirra innlendu ferðamanna sem eru að leggja leið sína til okkar eru að heim- sækja Austurland vegna þess sem þau hafa heyrt og séð af ferða- lögum vina og ættingja síðasta sumar.“ Mælir Björn með því að fólk skoði Múlaþing og nærsveitir fyrr en seinna því eftir því sem flug- samgöngur komast í betra horf má reikna með að erlendum gest- um fjölgi og meira annríki verði hjá ferðaþjónustufyrirtækjunum. „Við finnum fyrir því að erlendi ferðamaðurinn er kominn aftur á kreik og mig grunar að upp úr miðju sumri verði allt komið aft- ur á fulla ferð svo það verður kannski erfiðara að finna laust herbergi hjá gististöðunum.“ Þurfa ekki að flýta sér þegar komið er á staðinn Segir Björn að það erfiðasta við að skoða Austurlandið sé að gefa sér nægan tíma til að kynnast svæðinu vel. Margt er að sjá og vissara að taka frá a.m.k. nokkra daga til að berja hápunktana aug- um. „Ég man að sænskt vinafólk okkar hjóna kom í heimsókn fyrir tveimur eða þremur árum og var á Íslandi í eina viku. Ég hafði séð fyrir mér að nota einn eða tvo daga til að sýna þeim Austurland en reiknaði svo með að fara með þau norðar og í átt að Akureyri. En ferðalagið endaði með því að við fórum aldrei út fyrir Austur- land, og samt náðum við ekki að skoða alla þá staði sem ég hefði viljað sýna þeim.“ Spurður um nokkra hápunkta nefnir Björn m.a. ferð í Sænauta- sel til að fá kaffi og vöfflur í ein- stakri stemningu í gömlum torfbæ, heimsókn í baðstaðinn Vök og ferð upp í Hafnarhólmann á Borgar- firði eystra: „Þar getur fólk horft yfir girðingu og beint í augun á lundanum sem er með hreiður sín hinum megin við girðinguna. Möguleikarnir eru nær endalausir, góð gisting í boði í þéttbýliskjörn- unum og nóg af veitingastöðum.“ Til að gera góða heimsókn enn betri er hægt að tímasetja ferða- lag á Austurland þannig að stemmi við eina af bæjarhátíð- unum og menningarviðburðina á svæðinu. Björn Ingimarsson segir suma hápunkta sumarsins hafa verið blásna af vegna óvissu um smitvarnamál en samt séu ótal viðburðir á dagskrá og niður- negldir: „LungA-hátíðin verður t.d. haldin á Seyðisfirði og list- viðburðurinn Rúllandi snjóboltinn á Djúpavogi verður líka á sínum stað, að ógleymdri Bræðslunni á Borgarfirði eystri og Ormsteiti á Egilsstöðum.“ Allt verður komið á fulla ferð um mitt sumar Yndi Lindarbakki á Borgarfirði eystri. Í Múlaþingi og nágrenni er margt að sjá og gera. Tónlistar- og menningarhátíðir dreifast yfir sumarmánuðina. « Ferðamannastraumurinn farinn að taka við sér Björn Ingimarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.