Morgunblaðið - 10.06.2021, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
Rannsóknastofa byggingariðnaðarins, Rb
við Nýsköpunarmiðstöð Íslands heldur málþingið
RAKASKEMMDIR OG
MYGLA Í HÚSUM
Fimmtudaginn 10. júní í Háskólanum í Reykjavík kl. 13
Dr. Björn Marteinsson, arkitekt og
verkfræðingur verður með fyrirlestur, en
ráðstefnan er haldin honum til heiðurs.
Tíðni rakaskemmda og hollustuvandamál
Dr. Kjartan Guðmundsson, Dósent.
KTH Royal Institute of Technology.
Er þar í teymi um HÅLLBARA BYGGNADER.
Getum við fylgst með raka í síma?
Dr. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir,
sveppasérfræðingur hjá
Náttúrufræðistofnun Íslands.
Hvaða sveppur er hættulegastur?
Dr. Ævar Harðarson, arkitekt
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur.
Geta ný hús staðið úti?
Fyrirlesarar verðam.a.:
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir,
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar-
ráðherra ávarpar ráðstefnuna
Sjö stutt ávörp verða til heiðurs
Dr. Birni Marteinssyni og um framtíðar-
áskoranir byggingarrannsókna.
Dr. Ólafur H.Wallevik,
Forstöðumaður Rb við NMÍ
Prófessor við HR
Fundarstjóri
Málþingið er í samvinnu við samtökin
BETRI BYGGINGAR
Aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir
Ráðstefnunni verður streymt á mbl.is og hr.is
það sem þér finnst best, gamla
góða leiðin sko,“ segir Ingi Torfi.
Snýst allt um að taka ákvörðun
Spurður út í hvort sumrin séu
ekki sérstaklega hættuleg gagnvart
slæmri næringu segir Ingi Torfi
þetta allt snúast um að taka
ákvörðun.
„Því þetta byrjar allt saman þar.
Maður getur sagt við sig: „Í hvaða
ástandi ætla ég að koma inn í
haustið? Ætla ég enn einu sinni að
vera með allt niður um mig? Lifa
lífinu bara í sumar og koma pínu
ósáttur inn í haustið eða ætla ég að
vera meðvitaður og passa mig svo-
lítið í sumar og vera á nokkuð góð-
um stað þegar haustið kemur og
eldmóðurinn kemur yfir mann?““
Ingi Torfi segir að fólk geti alltaf
gert betur. Ef það hugsi að það sé
bara í eins góðu ástandi og það vilji
vera þá sé það mögulega að reyna
að réttlæta eitthvað fyrir sjálfu sér.
„Það er allt í lagi að leyfa sér en
bara að vera aðeins meðvitaður.
Það er það sem fólkið hjá okkur
lærir. Með því að mæla matinn
sinn, eins og við höfum nú talað um
að vigta og skrá að þá veit maður
aðeins betur en maður getur samt
leyft sér. Þekkingin er mesta „pow-
erið“ í þessu,“ segir hann.
Sláandi niðurstöður úr rann-
sókn á tíðni krabbameins
Á dögunum segist Ingi hafa les-
ið niðurstöður úr rannsókn varð-
andi tíðni á krabbameini og neyslu
á trefjum sem hann segir að hafi
verið sláandi.
Aníta Estíva Harðardóttir
anita@k100.is
Ingi Torfi Sverrisson macros-
þjálfari ræddi við morgunþáttinn
Ísland vaknar um hvernig sé best
að halda næringunni góðri á sumr-
in þegar góða veðrið og ferðalögin
standa yfir.
„Það er bara að vera aðeins
gagnrýninn á það sem maður er að
borða. Það er voða auðvelt að
hugsa „það er sumar ég má þetta,
ég ætla að leyfa mér allt“ og maður
grillar kannski fjögur kvöld í röð.
En svo er stundum hægt að grilla
mismunandi hluti því það getur
verið rosalegur munur á því hvort
maður borðar lambakótelettur með
kartöflusalati og bjór eða fær sér
kannski folaldakjöt og grillaðar
kartöflur og grænmeti með og ein-
hverja jógúrtsósu. Það getur verið
rosalegur munur ef þú gerir þetta
þrjú kvöld í röð og svo hitt, það er
bara eins og tveir dagar aukalega í
slæmri næringu. Ef þú velur alltaf
„Það var þannig að 60 prósent
tilvika upptaka krabbameins voru
rakin til lífsstíls og þú gast
minnkað líkurnar á ristilkrabba-
meini um 32 prósent hjá konum
og 25 prósent hjá körlum með því
að borða trefjar. Og munið, ef þið
hugsið til baka, ef þið hlustuðuð
einhvern tímann á mig þá munduð
þið muna að ég var að ýta ykkur í
það að borða trefjar, að fylgjast
með trefjaupptökunni fyrir nokkr-
um mánuðum og þegar maður sér
þetta svona svart á hvítu að með
því að passa upp á heilsuna,
hreyfa sig, drekka minna áfengi
og borða trefjar, þetta eru bara
ótrúlegar tölur,“ segir hann.
Ingi segir að þá spyrji sig
kannski margir hvaðan við fáum
trefjarnar úr næringunni.
„Það er úr kolvetnum, af því
trefjar eru kolvetni. Þar eru
grænmeti og ávextir og grófmeti.
Nokkuð sem margir eru að forð-
ast. Þeir sem eru búnir að vera á
ketó og lágkolvetnafæði, og þegar
þú ert á lágkolvetnafæði þá færðu
ekki trefjar nema í litlu magni.
Þannig að kolvetnin eru ekki allt-
af óvinur manns. Óvinurinn er
bara þegar maður borðar mikið
almennt af öllu. Við þurfum kol-
vetni þannig að maður þarf ekkert
að hafa áhyggjur af því, ef maður
borðar bara hóflega yfir daginn er
maður í góðum málum og melt-
ingin og blóðsykurinn og allt verð-
ur miklu jafnara,“ segir hann.
Viðtalið við Inga Torfa er
hægt að nálgast í heild sinni á
K100.is.
Mikilvægt að vera gagnrýninn á matinn
Ingi Torfi Sverrisson macros-þjálfari segir að það sé mikilvægt að taka ákvörðun og
vera gagnrýninn á það sem maður borðar á sumrin. Hann segir þekkinguna vera
mesta „powerið“ og það sé allt í lagi að leyfa sér svo lengi sem maður sé meðvitaður.
Ingi Torfi Segir mikilvægt
að vera gagnrýninn á matinn
sem maður borðar.
Grillað lambalæri Á sumrin
elska Íslendingar að grilla.