Morgunblaðið - 10.06.2021, Side 58
58 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta
í yfir 70 ár
Sigurður Bjarni Jónsson útfararstjóriMagnús Sævar Magnússon útfararstjóri
Guðmundur Baldvinsson útfararstjóriJón G. Bjarnason útfararstjóri
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
✝
Hulda fæddist
á Hjartar-
stöðum 8. maí 1943.
Hún lést 19. mars
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurður
Magnússon, f. 30.9.
1908, d. 1984, og
Sigríður Jóns-
dóttir, f. 4.8. 1917,
d. 2007, og bæði
voru þau bændur á
Hjartarstöðum. Hulda var þriðja
í röð systkina en þau eru Smári
Þrastar og Magnús (dó á öðru
ári). Yngri eru Magnús Ólafur,
Jóna Kristín, Árdís og Halldór.
Hulda ólst upp á Hjart-
arstöðum við almenn sveitastörf
eins og þau voru í þá daga. Hún
byrjaði ung að gæta systkina
sinna og snúast fyrir foreldra
sína. Hún fór snemma að vinna
fyrir sér og var meðal annars á
Seyðisfirði mestöll síldarárin í
söltun. Hún fluttist
síðan til Reykjavík-
ur og árið 1965 gift-
ist Hulda fyrri eig-
inmanni sínum,
Einari Gunnari
Óskarssyni, en þau
skildu eftir nokk-
urra ára sambúð.
Þau eignuðust son-
inn Ragnar Inga
14.11. 1966. Ragnar
kvæntist Ragnhildi
Guðrúnu Sveinsdóttur og eiga
þau saman börnin Einar Svein
og Sylvíu Karen, síðar skildu
þau. Frá fyrri sambúð átti Ragn-
ar soninn Sigurð Halldór. Nú-
verandi sambýliskona Ragnars
er Gunnhildur Björk Jónasdóttir
og hennar börn eru Stefán Örn,
Jónas Birgir, Birgitta Ösp og
Rebekka Rós.
Hún verður jarðsungin frá
Langholtskirkju í dag, 10. júní
2021, klukkan 13.
Í örfáum orðum langar mig að
minnst vinkonu minnar Huldu
Sigurðardóttur, sem lést 19. mars
sl. Aldrei óraði mig fyrir því að ég
ætti eftir að setjast niður til þess
að skrifa minningarorð um þig
elsku Hulda mín, en svona er lífið,
það veit enginn hver er næstur.
Nú ert þú horfin inn í nóttina eilífu
og eflaust hvíldinni fegin, því síð-
ustu mánuðir voru búnir að vera
þér og þínum þungbærir.
Við vorum búnar að þekkjast
lengi og vita hvor af annarri frá því
við vorum ungar fyrir austan, enda
fæddar á sama árinu hvor sínu
megin undir tignarlegum Dyrfjöll-
unum, þú Héraðsmegin. Þar eru
ræturnar okkar sem við vorum svo
stoltar af og þar slitum við barns-
skónum og vel það. Oft grínuð-
umst við með það síðar meir í
góðra vina hópi að við værum dæt-
ur Dyrfjallanna (Mikið til í því).
Eftir að báðar fluttu suður
smullum við algjörlega saman og
áttum heima í sömu blokk í mörg
ár. Hulda hafði góða nærveru og
var einstaklega hjartahlý og ynd-
isleg vinkona. Hún var algjör orku
og gleðisprengja, sem elskaði lífið
og tilveruna og tileinkaði sér það
jákvæða sem okkur hinum sést
svo oft yfir.
það var erfitt að meðtaka það
þegar þessi erfiði sjúkdómur læsti
í hana klónum og hún hvarf okkur
smátt og smátt. Ragnar sonur
hennar sem hún kallaði oft klett-
inn sinn (sem hann sannarlega
var), kom með hana til mín eftir að
hún hætti að keyra sjálf, en þá
hafði ég ekki séð hana um tíma og
fyrst þá gerði ég mér grein fyrir
því hvað hún var orðin veik.
Ég er svo þakklát fyrir þennan
síðasta dag sem við áttum saman.
Við spiluðum austfirska tónlist og
snerumst hvor með aðra á gólfinu
og skemmtum okkur hið besta.
Hlógum og flissuðum eins og smá-
stelpur – við kerlingarnar.
Eftir að hún fór á Hrafnistu
kom óþverrinn Covid og heim-
sóknir bannaðar. Það var sárt að
geta ekki heimsótt hana.
Síðbúin kveðjuorð segja lítið,
en einlægar þakkir eiga þau að
færa fyrir yndislega vináttu og all-
ar okkar góðu samverustundir.
Minningarnar sem ég á um þig
elsku Hulda mín senda hlýju í
hjartað, þær geymi ég og gleymi
aldrei. Eins og frænka mín segir í
fallegu ljóði:
Já - minningarnar ljúfu við gjarnan
munum geyma
þótt grálynd sýnist veröldin eins og
margur veit,
þá enn mun sólin skína og vorið vakna
heima
á verði standa Dyrfjöll um okkar gömlu
sveit.
Nú bið ég almættið að umvefja
þig og ljóssins engla lýsa veginn
þinn til bjartari og betri heima,
svo kveð ég þig í bili mín kæra
þegar minn tími kemur skemmt-
um við okkur saman eins og á ár-
um áður og tökum austfirska
sveiflu undir ljúfum tónum Dyr-
fjallapolkans.
Elsku Ragnar og ástvinir allir,
innilegar samúðarkveðjur.
Ást og friður fylgi ykkur.
Margrét Geirs (Magga).
Hulda
Sigurðardóttir
✝
Finnur Bárð-
arson fæddist í
Reykjavík 5. ágúst
1953. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 23. maí
síðastliðinn.
Finnur var son-
ur hjónanna Bárð-
ar Ísleifssonar
yfirarkitekts, f.
1905, d. 2000, og
Unnar Arnórs-
dóttur píanókennara, f. 1918,
d. 2013.
Finnur kvæntist árið 1986
Iréne Jensen, sem fæddist í
Svíþjóð 23. mars 1953. Iréne
er iðjuþjálfi og myndlist-
armaður að mennt og hefur
starfað sem myndlistarmaður
frá árinu 1990.
Bróðir Finns er Leifur, f.
1948, læknir, giftur Vilborgu
Ingólfsdóttur hjúkrunarfræð-
ingi. Dætur þeirra eru: Mar-
grét María fiðlusmiður og
verkfræðingur, gift Guðmundi
við sjúkrahúsið í Kalmar. Ár-
ið 1978 hóf hann nám í iðju-
þjálfun við háskólann í Jön-
köping í Svíþjóð og
brautskráðist þaðan árið
1981. Finnur stundaði síðar
framhaldsnám við háskóla-
sjúkrahúsið í Gautaborg og
sótti einnig sérnám í end-
urhæfingu handarslysa og
handarmeina við sjúkrahúsið í
Malmö. Fyrst eftir útskrift
sem iðjuþjálfi starfaði hann
við sjúkrahús í Jönköping en
eftir að hann og Iréne fluttu
til Halmstad hóf hann störf
við við sjúkrahúsið þar. Árið
1988 fluttu Finnur og Iréne
heim til Íslands. Finnur starf-
aði allan sinn starfsferil á
endurhæfingardeild Landspít-
alans en þar nýttist sérþekk-
ing hans einstaklega vel.
Finnur var mikill nátt-
úruunnandi, um það vitna all-
ar fallegu myndirnar sem
hann málaði hvar sem hann
fékk því viðkomið. Hann bjó
einnig til stuttmyndir og gerði
vídeóverk þar sem náttúran
og margbreytileiki hennar var
aðalviðfangsefnið.
Útför Finns fer fram frá
Hallgrímskirkju í dag, 10. júní
2021, klukkan 15.
Pálssyni tónlistar-
manni og dag-
skrárgerðarmanni.
Börn Margrétar
Maríu og Guð-
mundar eru Diljá
Helga, Máni,
María og Snorri.
Inga María
menningarfræð-
ingur og verk-
efnastjóri, gift
Kristbirni Helga-
syni eðlisfræðingi og verk-
fræðingi. Börn Ingu Maríu og
Kristbjarnar eru Júlía Helga,
Jakob Leifur og Jóel Bene-
dikt.
Systkini Finns sem eru lát-
in: Arnór, f. 1938, d. 1938, og
Margrét, f. 1944, d. 1963.
Finnur brautskráðist sem
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1973. Að stúd-
entsprófi loknu hóf hann nám
í bókasafnsfræði við Háskóla
Íslands en flutti fljótlega til
Svíþjóðar og starfaði um tíma
Elsku bróðir minn.
Ég kveð þig með þessum
ljóðum þínum sem birtust í
Lesbók Morgunblaðsins árið
1996, Upphaf nýrra tíma, Vafn-
ingsviður og Sumarnótt.
Þar sem eldar brenna
fer ekki allt forgörðum.
Síðar er skarað í glæðum
og heillegu safnað.
Ótrauðir rennum við stoðum
undir nýja tilveru
og enn blása vindar
og eldur er falinn
að gömlum sið.
(F.B.)
Vafningsviðurinn
óx ekki sumarið
sem frændi dó.
Fjörutíu árum áður
gróðursetti hann
nokkra kvisti
undir suðurvegg.
Um þessi undur voru ekki
höfð mörg orð
en það er ekki sami ylurinn
í skjólinu sem fyrr.
(F.B.)
Lauflétt ætti lífið að vera
á stundu sem þessari.
Þegar vindurinn þagnar
og varpfuglar stinga
höfði undir væng.
Og sólin lætur okkur eftir
kvöldroðann um stund
á meðan hún býr sig
undir árrisulan dag.
(F.B.)
Þinn
Leifur.
Elsku Finnur minn, sá ljúfi
maður, er nú genginn inn í
dýrðina eilífu. Þar mun birtan
umvefja hann alla daga. Finnur
var enn þá unglingur, aðeins 14
ára, þegar við kynntumst. Þeg-
ar ég lít yfir árin okkar birtast
margvíslegar myndir. Finnur
var mjög næmur, vissi alltaf
hvað hann vildi en var að sama
skapi viðkvæmur. Frá því hann
var barn var hann oftast sjálf-
um sér nógur, hafði frjótt
ímyndunarafl og gat því dundað
sér tímunum saman. Hann var
einstaklega handlaginn, vand-
virkur og þolinmóður og hafði
jafnframt mikið verkvit. Því er
ekki að undra að hann skyldi
velja iðjuþjálfun sem sinn
starfsvettvang. Þar var hann
svo sannarlega á heimavelli og
voru honum oft falin hvað
vandasömustu verkefnin. Finn-
ur hafði mikið listrænt innsæi,
málaði fallegar myndir alveg
frá barnsaldri bæði með vatns-
litum og olíu. Hann naut sín vel
úti í náttúrunni og þar fangaði
hann landslagið, umhverfið og
kyrrðina. Hann hafði líka unun
af að taka vandaðar ljósmyndir,
stuttar kvikmyndir og gerði
mörg flott vídeóverk þar sem
hann lék sér með myndefnið,
birtuna og stemninguna. Finn-
ur var mjög fljótur að tileinka
sér allt sem laut að tölvum og
forritun. Hann setti upp sér-
staka heimasíðu, makki.is, sem
risaveldið Macintosh vísaði á
frá sinni heimasíðu. Af þessari
síðu leiðbeindi hann öllum sem
þangað leituðu og fékk miklar
þakkir fyrir. Finnur var ljóð-
elskur og samdi sjálfur ljóð.
Finnur átti marga glaða daga
en honum leið ekki alltaf vel.
Hann þurfti að minnka við sig
starfið fyrir þó nokkrum árum
og síðan að láta alveg af störf-
um.
Eitt stærsta lán Finns í lífinu
var að kynnast og kvænast
Iréne. Hún stóð eins og klettur
við hlið hans alla tíð og umvafði
hann elsku sinni og kærleika.
Finnur var heimakær, dundaði
sér í tölvunni og dekraði við
kettina, Nóa og síðar Dísu.
Hann fór sjaldan á manna-
mót síðustu árin og valdi stund-
irnar vel út frá því hvernig hon-
um leið hverju sinni. Á slíkum
stundum var hann oft hrókur
alls fagnaðar.
Finnur var mér, Leifi, Mar-
gréti Maríu, Ingu Maríu og fjöl-
skyldum þeirra mjög kær og á
hann stóran stað í hjörtum okk-
ar allra.
Ég kveð elsku hjartans mág
minn, Finn Bárðarson, og bið
góðan Guð að blessa minningu
hans.
Vilborg
Ingólfsdóttir.
Elsku Finnur frændi minn
hefur kvatt. Þessi föðurbróðir
minn átti alveg sérstakan stað í
hjarta mér, og ég í hans, allt frá
barnæsku. Við áttum nefnilega
ýmislegt sameiginlegt, vorum
bæði yngstu systkini og tengd-
um við margbreytileikann í
mannlegri tilveru. Við komumst
oft fljótt á gott flug í samræð-
um okkar um tilveruna. En við
deildum líka einlægum áhuga á
því sem gefur lífinu gildi og
gleði; myndlist, köttum og mat-
argerð.
Í litlu bóhemalegu íbúðinni
þeirra Iréne á Barónsstígnum
eyddum við fjölskyldan þó
nokkrum gamlárskvöldum.
Þegar tengdafaðir minn lést fór
ég að vera heima og halda mín
eigin boð á gamlárskvöld en
hélt – og held enn – í sama mat-
seðil og Finnur og Iréne höfðu
alltaf boðið upp á; steikta
nautalund sem var látin hvíla
þar til hún varð fullkomlega
„rosa“ (bleik á sænsku), steikt-
ar kartöflur, grænar ólífur,
súrsaðan perlulauk og smág-
úrkur. Áramótasósan fræga
kórónar síðan máltíðina. Ég fór
á Barónsstíginn á gamlársdag
2002 til að læra handtökin í
sósugerðinni fyrir fyrstu veisl-
una mína, ólétt að mínu fyrsta
barni. Þeirri kunnáttu bý ég
alltaf að síðan, en ég hringdi
upp frá því oftast á Barónsstíg-
inn á gamlársdag meðan ég var
að elda og undirbúa kvöldið og
við Finnur tókum stöðuna.
Smám saman varð veislan hjá
mér fjölmennari, en Finnur og
Iréne áttu yfirleitt rólegri
kvöld, voru stundum með
ömmu, stundum með vinum og
stundum bara tvö. Á einhverj-
um tímapunkti skiptu þau líka
úr nautalundinni yfir í hoisin-
penslaða andabringu, sem var
líka höfð „rosa“ ef mig minnir
rétt. Sem hljómar líka ansi
girnilega, kannski prófa ég
þann rétt við tækifæri.
Fyrir nokkru síðan sagði
Finnur mér að það væri lag sem
minnti hann alltaf á mig, lagið
(The Girl With) Far Away Eyes
með The Rolling Stones.
Ég er glöð og þakklát fyrir
að hafa fengið að vera stelpan
hans með fjarlægu augun.
Inga María
Leifsdóttir.
Finnur
Bárðarson
HINSTA KVEÐJA
Á kvöldin
berst keimur
af pípureyk Finns
inn um gluggann.
Sé hann fyrir mér
totta pípuna
með olnbogann
á svalahandriðinu
og horfa á heiminn
úr öðrum vinkli en mínum
hérna niðri.
Stundum í sólskini
bankar hann hjá mér
hneigir sig - að vana
og segir:
Má bjóða þér upp á svalir til mín.
Og við sitjum saman
með olnbogana á svalahandriðinu
og skoðum veröldina
frá sama vinkli.
Gunnhildur
Sigurjónsdóttir.
Elskuleg tengda-
móðir mín kvaddi
þennan heim þann
10. mars sl.
Þessi síðbúnu minningarorð
ber upp í dag þann 10. júní, á degi
sem hefði verið 94. afmælisdagur
Elsu.
Elsa, eða Elsa Dóa eins og hún
var oft kölluð af sínu fólki, var
skírð tignarlegu nafni sem kom
Anna María Elísa-
bet Þórarinsdóttir
✝
Anna María
Elísabet, Elsa,
eins og hún var allt-
af kölluð, fæddist
10. júní 1927. Hún
lést 10. mars 2021.
Útför Elísabetar
fór fram 22. mars
2021.
frá ömmu hennar í
Skógarnesi, síðar
Stóra-Hrauni á
Snæfellsnesi, og frá
eldri systur sem dó
barnung.
Elsa var mann-
eskja gleðinnar,
hláturmild og fé-
lagslynd og trygg
sínu samferðarfólki.
Hún var jafnframt
hreinskilin og var
óhrædd við að segja skoðun sína
á mönnum og málefnum. Elsa var
ætíð vel til höfð, smekklega
klædd, með nýlagt hár og alltaf
búin skarti og fylgihlutum.
Eitt helsta áhugamál Elsu var
útsaumur og afköstin eftir því og
mörg falleg verk eftir hana sem
prýða heimilin í fjölskyldunni.
Ekki síðra áhugamál var spila-
mennskan, hvaða nafni sem það
nefndist, bridds, kani, lomber,
skák, kapall og ekki síst fé-
lagsvistin sem hún sótti í hin
ýmsu félagsheimili og tók gjarn-
an afkomendur með sér. Þá
fannst henni gaman að kveða vís-
ur og ljóð og tónlist var henni
hugleikin, auk þess sem hún
leysti krossgátur af sérstakri
kostgæfni.
Elsa var heimavinnandi hús-
móðir, sem voru að mörgu leyti
hennar forréttindi á sínum tíma,
að gæta bús og barna á meðan
Stefán var fjarverandi í fluginu.
Hún var frábær kokkur og tert-
urnar og bakkelsið í minnum
haft, alltaf til nóg af því.
Dýrmætar minningar eru af
öllum ferðunum okkar Rósu með
þeim Elsu og Stefáni til Dunedin
í Flórída þar sem þau dvöldu
löngum stundum á seinni árum í
góðra vina hópi. Elsa naut þess
að vera í sólinni, spilaði bingó, fór
reglulega í sundleikfimi í lauginni
og var í hattavinafélaginu Rauðu
höttunum með konunum á svæð-
inu. Þá spilltu ótal búðarferðir
ekki fyrir.
Síðasta árið var okkur öllum
erfitt þar sem samkomubönn
hömluðu annars tíðum heimsókn-
um til Elsu, en yndislegt starfs-
fólk á hjúkrunarheimilinu Eir sá
til þess að hún hefði það sem allra
best og megi þið hafa hjartans
þakkir fyrir. Þá var gott að hún
hafði Ipadinn sem Stebbi hafði
keypt handa henni svo hún gat
séð og talað við sína nánustu í
gegnum Skype. Æðruleysið var
hennar aðal og hún svaraði því
iðulega til að hún hefði það svell-
andi fínt. Þá er táknrænt að enda
þessar línur á setningu sem hún
viðhafði oft, „það er nefnilega
það“.
Elsku Elsa, hjartans þakkir
fyrir allt og allt.
Minningin lifir.
Þinn tengdasonur,
Óskar Jóhannesson.