Morgunblaðið - 10.06.2021, Qupperneq 64
64 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ 2021
✝
Jóhanna Hólm-
fríður Ósk-
arsdóttir fæddist
19. desember 1947
á Hvammstanga.
Hún lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi laugardaginn
29. maí 2021.
Jóhanna var
dóttir hjónanna
Óskars Snorrason-
ar sjómanns, f. 10. mars 1909,
d. 13. janúar 1980, og Önnu
Margrétar Jóhannesdóttur
saumakonu, f. 22. júlí 1910, d.
27. september 1987.
hjónaband 15. maí 1971 með
Kára Böðvarssyni sjómanni, f.
14. maí 1947. Kári er uppeld-
issonur hjónanna Ingibjargar
Jónsdóttur húsfrúar og Böðv-
ars Tómassonar útgerð-
armanns frá Stokkseyri.
Jóhanna og Kári hófu bú-
skap í Reykjavík 1971 og fluttu
síðan til Þorlákshafnar um sjó-
mannadagshelgina 1976 þar
sem þau bjuggu alla tíð síðan.
Kári stundaði sjóinn alla sína
starfsævi meðan Jóhanna sinnti
hinum ýmsu störfum, hún rak
til að mynda bókabúð með vin-
konu sinni Huldu Guðmunds-
dóttur, hún rak blóma- og
gjafavörubúð síðar í sama hús-
næði og bókabúðin var en svo
vann hún lengst af á Selvogs-
braut 1 í þjónustuíbúðum fatl-
aðra.
Börn þeirra hjóna eru:
1) Óskar Ingi Böðvarsson, f.
30. sept. 1968. Maki: Kristrún
Hafliðadóttir, f. 3. jan. 1970.
Börn: Kári Már Óskarsson, f.
24. júlí 1996. Hafliði Már Ósk-
arsson, f. 31. jan. 2002.
2) Tómas Þór Kárason, f. 18.
maí 1972. Maki: Rúrí Eggerts-
dóttir, f. 16. feb. 1971. Börn
Tómasar: Silja Rut Tómas-
dóttir, f. 15. feb. 1996. Helga
Berglind Tómasdóttir, f. 2. apr-
íl 2000. Geir Oliver Tómasson,
f. 11. feb. 2006. Börn Rúríar:
Aníta Björt Rúnarsdóttir, f. 17.
maí 1996, gift Guðmundi Gísla-
syni, börn: Natalie og Nói.
Eggert Freyr Rúnarsson, f. 24.
júlí 2001.
3) Anna Margrét Káradóttir,
f. 8. des. 1983.
Jóhanna Hólmfríður verður
jarðsungin frá Þorlákskirkju í
dag, 10. júní 2021, klukkan 14.
Athöfninni verður einnig
streymt á slóðinni:
https://streymi.syrland.is/.
Virkan hlekk má einnig
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Systkini: Matt-
hildur, f. 24. sept.
1943, d. 4. apríl
2021, Snorri Hörg-
dal, f. 7. apríl
1946, d. 20. mars
1974, Björk Lind,
f. 26. ágúst 1949,
d. 18. sept. 2016.
Sammæðra: Jó-
hannes, f. 31.
ágúst 1935, d. 11.
feb. 1999. Samfeðra: Alda
Berg, f. 23. nóv. 1931, Jón
Guðni Hafdal, f. 8. maí 1935, d.
23. maí 2000.
Jóhanna Hólmfríður gekk í
Elsku Jóhanna mín.
„Hve sæl, ó hve sæl er hver
leikandi lund, en lofaðu engan dag
fyrir sólarlagsstund.“ Þetta voru
þín orð þegar þú misstir bróður
þinn, Snorra, langt fyrir aldur
fram. Þetta eru orð að sönnu,
elsku Jóhanna mín.
Þín er sárt saknað. Takk fyrir
þessi yndislegu ár okkar saman
og öll ævintýrin. Þau voru aldeil-
is mörg. Nú þarf ég að læra að
lifa upp á nýtt, en ég er svo hepp-
inn að eiga börnin okkar að sem
standa þétt við bakið á mér. Við
bjuggum til gott bakland saman.
Sál þín er sönn og fögur,
og seigla þín svo sver.
Fegurð þín, fas og sögur,
myndi fella heilan her.
(Þ.J.)
Þinn besti vinur og eiginmaður,
Kári.
Elsku besta mamma mín, takk
fyrir allt sem þú hefur kennt mér.
Oftar en einu sinni hefur þú þurft
að vera mér við hlið þegar ég byrj-
aði að slasa mig og alltaf varstu
tilbúin að gera allt til þess að ég
næði mér aftur á lappir. Þú varst
og ert mér ómetanleg, elsku
mamma mín, þín verður sárt
saknað, gullmolinn minn.
Þinn sonur,
Tómas Þór Kárason.
Elsku fallega mamma mín. Ég
sakna svo mikið. Ég vissi ekki að
það væri hægt að sakna svona
mikið. Það vantar svo mikið.
Hvert á ég nú að leita þegar ég
þarf að taka stórar ákvarðanir?
Þú varst með öll svörin og það var
best að leita ráða hjá þér og hugg-
unar.
Það er skrýtið að heyra ekki
lengur í súrefnisvélinni þinni sem
við erum svo þakklát fyrir, því hún
gaf okkur svo mikinn tíma með
þér. Nú dettum við ekki lengur
um snúruna þína. Snúruna heil-
ögu sem ekki einu sinni Gréta
Garbó nagaði sem nagaði allar
snúrur. Þessi snúra var heilög og
þjónaði dýrmætum tilgangi og
það gerðu sér allir grein fyrir því,
menn og dýr.
Þú skildir mikið eftir þig, elsku
mamma mín. Hjartað mitt stækk-
aði við að heyra hvað aðrir höfðu
um þig að segja. Þú gerðir heim-
inn minn að betri stað með hlýju,
umhyggju, húmor og visku. Takk
fyrir að opna heimilið ykkar
pabba fyrir vinum mínum sem
eiga líka sárt um að binda núna en
ylja sér við góðar minningar eins
og ég er að reyna að læra að gera.
Þú sáðir svo fallegum fræjum út
um allt. Maður uppsker svo sann-
arlega eins og maður sáir. Blóma-
búðin þín hefur nú opnað aftur
hérna á Sunnubrautinni því við er-
um að drukkna í fögrum blómum.
Það hugsa bara svo margir hlýtt
til okkar og það ber að þakka fyr-
ir.
Eitt er það sem ég á hvað erf-
iðast með að venjast en það eru
símtölin fyrir svefninn. Þú hringd-
ir á hverju kvöldi til þess að heyra
röddina mína, bjóða góða nótt og
spyrja hvernig Grétu Garbó liði,
það var eina barnabarnið sem ég
náði að gefa þér og þú tókst því
mjög alvarlega að eiga kött sem
barnabarn.
Takk fyrir að vera klappstýran
mín og hvetja mig til að elta
draumana mína. Þú mættir nán-
ast á alla viðburði sem ég kom
fram á og varst hrókur alls fagn-
aðar, brosandi út að eyrum, dill-
andi og klappandi með. Ég á líka
eftir að sakna þess að hringja í þig
eftir útvarpið á laugardögum, það
var hefðin okkar að kryfja þátt-
inn. Þú varst alltaf á því að þetta
hefði verið besti þátturinn þann
daginn.
Ég er svo þakklát að við náðum
að fagna 50 ára brúðkaupsafmæli
ykkar pabba, það gaf okkur mikið,
þú elskaðir að hafa alla í kringum
þig. Elsku mamma, þarna varstu
orðin slöpp en lést það ekki á þig
fá. Það átti ekki við þig að kvarta
því ekki vildirðu að við værum
með áhyggjur af þér.
Ég hélt svo mikið að við ættum
meiri tíma eftir. Þú sagðir við mig
að þú værir ekkert að fara, þú ætl-
aðir að njóta sumarsins með
pabba sem þú elskaðir svo heitt.
Hann átti að dekra við þig, keyra
stólinn þinn út á pall til að njóta
blíðunnar umkringd garðálfunum
og garðblómunum. Þú ræktaðir
sko garðinn, elsku blómadrottn-
ingin mín.
Elsku mamma mín, við lofum
að passa upp á klettinn þinn og
okkar, hann pabba og halda áfram
að fylla heimilið ykkar af kærleik,
hlýju og hlátri. Ég ætla að enda
þetta á þínum orðum sem þú
sendir mér þegar þú varst að fara
í háttinn: „Nú er ég háttuð og
komin í ból, vonandi vakna á
morgun í sól.“
Ég er viss um að sólin skín
skært þar sem þú ert núna, hún
getur ekki annað en gert það þeg-
ar hún hefur þig hjá sér.
Elsku mamma, ég elska þig svo
heitt. Ég sakna þín svo sárt.
Góða nótt.
Þinn ástarengill.
Anna Margrét Káradóttir.
Ég var óskaplega heppin þegar
ég dró í tengdamömmulottóinu
hérna um árið og fékk hana Jó-
hönnu mína mér við hlið næstu 35
árin. Ég veit að hún var líka
ánægð með okkar kynni og sagði
hún mér það síðar hvað hún var
alltaf ánægð að sjá sömu skóna í
forstofunni á morgnana þegar ég
fór að venja komur mínar á henn-
ar heimili.
Jóhanna var mikill fagurkeri og
vildi hafa hreint og fínt í kringum
sig. Hún átti mikið af alls konar
skrauti, kertum, seríum, blómum
og englum og kom þessu öllu svo
smekklega fyrir á öllum þremur
heimilunum sem ég fylgdi henni á.
Jólin voru henni einstök og þá var
allt skreytt hátt og lágt bæði utan-
dyra og innan. Vænst þótti henni
um allt sem var heimagert og það
voru bestu gjafirnar sem hægt
var að gefa henni. Einnig fannst
henni bæjarhátíðirnar skemmti-
legar þegar fólk skreytti göturnar
í sínum litum og tók hún að sjálf-
sögðu þátt í því ásamt Kára sín-
um. Þau rúntuðu oft um nærliggj-
andi pláss til að dást að verkum
annarra og henni fannst nú oft að
ég mætti nú hafa aðeins meira
skraut verandi svo heppin að búa í
bleika hverfinu. Það er svo margt
fallegt til í bleiku.
Hún var alltaf boðin og búin að
rétta fram hjálparhönd. Hún
mátti ekkert aumt sjá og hafði
alltaf tíma til að hlúa að og næra
aðra. Mér fannst oft eins og það
væru mun fleiri klukkustundir í
hennar sólarhring heldur en hjá
öðrum því að hún komst alltaf yfir
svo margt og gat fylgst með svo
mörgu á stuttum tíma. Hún vann
fulla vinnu, hélt fallegt heimili og
hélt fast utan um allt fólkið sitt,
hafði einhvern veginn tíma fyrir
allt og alla. Þegar við töluðum
saman í síma sem var nú þó nokk-
uð oft, því hún var mikil símakona,
þá spurði hún alltaf um alla, strák-
ana mína, foreldra mína, ömmu,
systur mínar og fleiri. Alltaf að
tékka svona á öllum sem er óskap-
lega fallegur og dýrmætur eigin-
leiki. Hún var ein af þeim sem
hugsa fyrst um aðra í kringum sig
og síðast um sig sjálfa. Hún barm-
aði sér aldrei þó að veikindi steðj-
uðu að, hún gæti haft það svo
miklu verra. Svona var elsku Jó-
hanna mín.
Þegar við Óskar Ingi eignuð-
umst strákana okkar tvo þá tók
við nýr kafli í samskiptum okkar
Jóhönnu. Hún var svo mikil og
góð amma, fylgdist svo vel með
strákunum sínum, fór á hand-
boltaleiki, æfingar og gaf sér allt-
af tíma til að spyrja út í þeirra at-
hafnir, hvað þeir væru nú að
bardúsa. Þeir voru stundum í
pössun hjá afa og ömmu og fengu
þá auðvitað allt sem þeir vildu en
þannig er það nú bara í ömmukoti.
Þeir eiga dýrmætar minningar
um ömmu „Dreka“, tröllið undir
Óseyrarbrúnni, gamla Kugg,
blómabúðina og hlý og innileg
ömmuknús.
Nú kveð ég elsku bestu Jó-
hönnu mína og þakka henni ómet-
anlega samfylgd og ógleymanleg-
ar stundir. Við horfum á eftir
yndislegri konu sem gaf svo mikið
allt sitt líf, opnaði heimili sitt fyrir
svo mörgum og var til staðar fyrir
svo marga.
Elsku besta fjölskylda, við get-
um þetta saman og styrkjum
hvert annað. Minning um yndis-
legan lífsförunaut, mömmu,
tengdamömmu, ömmu, lang-
ömmu og vinkonu lifir um ókomna
tíð.
Kristrún, tengdadóttir.
Jóhanna
Hólmfríður
Óskarsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Jóhönnu Hólmfríði Ósk-
arsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Ragnheiður
Jónsdóttir
fæddist í Deild-
artungu í Reyk-
holtsdal í Borg-
arfirði 21.
desember 1928.
Hún lést á Hrafn-
istu við Sléttuveg
11. desember 2020.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jón
Hannesson oddviti
og bóndi í Deildartungu, f.
15.12. 1885, d. 12.7. 1953, og
Sigurbjörg Björnsdóttir, f.
18.11. 1886, d. 12.1. 1984.
Systkini hennar voru Hannes,
f. 5.1. 1914, d. 15.9. 2005, Björn,
f. 28.7. 1915, d. 13.3. 1978, Vig-
dís, f. 6.3. 1917, d. 11.6. 2008,
Andrés, f. 11.5. 1919, d. 24.1.
2008, Sveinn Magnús, f. 11.8.
1922, d. 1.10. 1939, Soffía Guð-
björg, f. 22.6. 1924, d. 31.1. 1925,
Soffía Guðbjörg, f. 24.12. 1925,
d. 14.6. 1998, og Guðrún, f. 1.3.
1931, d. 13.4. 2020.
Ragnheiður giftist hinn 13.4.
og fór þá um haustið til Noregs
og vann við heimilisstörf hjá ís-
lensku sendiherrahjónunum í
Ósló til ársloka 1954.
Ragnheiður útskrifaðist úr
Fóstruskólanum 1958 og vann
næstu níu árin fóstrustörf á
barnaheimilum Sumargjafar,
eða til 30. apríl 1967. Auk þessa
var Ragnheiður stundakennari í
Fóstruskólanum um árabil. Hún
var forstöðukona á Vöggustofu
Thorvaldsens-félagsins í
Reykjavík frá 1. maí 1967 til 30.
apríl 1968. Hún var formaður
Fóstrufélagsins frá 1963 til
1967.
Ragnheiður bjó á Hvolsvelli í
Rangárvallasýslu frá 1968 til
ársloka 1977 þegar Björn Fr. lét
af störfum og þau fluttust til
Reykjavíkur.
Frá 2001 hélt Ragnheiður
heimili með Guðrúnu systur
sinni í Birkigrund 63 í Kópa-
vogi.
Minningarathöfn um Ragn-
heiði fer fram í Dómkirkjunni í
dag, 10. júní 2021, klukkan 15.
Allir velkomnir. Streymt er
frá athöfninni. Stytt slóð á
streymið:
https://tinyurl.com/52y46zn6/.
Einnig má nálgast virkan
hlekk á:
https://www.mbl.is/andlat/.
1968 Birni Fr.
Björnssyni, sýslu-
manni Rangár-
vallasýslu og al-
þingismanni, f.
18.9. 1909. Hann
lést 21.12. 2000.
Sonur þeirra er
Björn Friðgeir, f.
2.4. 1969.
Börn Björns Fr.
af fyrra hjónabandi
eru Birna Ástríður,
f. 1.2. 1933, Grétar Helgi, f. 1.9.
1935, Guðrún, f. 30.4. 1940, og
Gunnar, f. 25.8. 1941.
Ragnheiður ólst upp í Deild-
artungu. Hún stundaði nám við
héraðsskólann í Reykholti og
Húsmæðraskólann á Varma-
landi 1946-1947. Hún var að-
stoðarkennari á Húsmæðraskól-
anum á Varmalandi 1947-1948
og vann á búi foreldra sinna að
sumarlagi eftir skólavist og síð-
an frá vori 1948 til ársloka 1951.
Hún var aðstoðarráðskona á
Reykjalundi í Mosfellssveit frá
1. janúar 1952 til 30. júní 1953
Það varð ekki langt á milli
yngstu systranna frá Deildar-
tungu. Þær létust á síðasta ári,
Guðrún í apríl og Ragnheiður,
sem hér er minnst, í desember.
Með Öggu er síðasta barnabarn
Vigdísar og Hannesar í Deildar-
tungu fallið frá.
Deildartungusystur, Vigdís,
Soffía, Ragnheiður og Guðrún,
áttu samtals þrjú börn og þau
voru öll alin stíft upp af þeim fjór-
um. Sameiginleg jól og áramót,
haldið upp á öll afmæli og tilefni af
miklum myndarskap, maður písk-
aður til að tína ber og sveppi, setja
niður kartöflur, planta trjám og
skera laufabrauð, eins og lífs-
björgin væri í veði, sagði Addi
bróðir þeirra.
Agga var mér mjög náin. Hún
hafði sérstakt lag á börnum en
þau komust ekki upp með moð-
reyk eða múður og hún lá ekki á
skoðunum sínum eða talaði undir
rós. Þegar ég flutti til Reykjavíkur
1963 og var í fóstri hjá Öggu og
Gunnu þá var Agga fóstra í Lauf-
ásborg og hún sá líka um að þrífa
þar á kvöldin. Við Nonni sonur
Gunnu fórum stundum með henni
til að aðstoða hana og mér er það í
fersku minni hversu merkilegt
mér fannst að koma inn í hús þar
sem allt var mátulegt fyrir börn.
Hún átti líka úrval af íslenskum og
dönskum barnabókum enda
grundvallaratriði að lesa fyrir
börn og segja þeim sögur.
Seinna meir tók Agga til við
uppeldið á mínum börnum, alltaf
boðin og búin að hafa þau þegar
þau gátu ekki farið í leikskólann.
Voru öll hillubörn sagði hún og
setti þau upp á borð í litla eldhús-
inu á Hávallagötunni, talaði við
þau og fékk þeim hlutverk meðan
hún hélt áfram að baka og elda og
stússast. Þegar þau urðu eldri bar
hún hag þeirra mjög fyrir brjósti,
alltaf jafn örlát í gjöfum og áfalla-
hjálp.
Agga ól mig upp alveg fram í
andlátið og þegar hún var nánast
hætt að geta tjáð sig eða farið
fram úr rúminu þá tókst henni
samt að laga á mér hálsklútinn.
Agga og Gunna reyndu árangurs-
laust gera mig að dömu. Þær hófu
að gefa mér Bing og Gröndal-
postulín í búið strax eftir ferm-
ingu. Einnig keyptu þær á mig
vönduð spariföt alla tíð. Ég afneit-
aði fljótt postulíninu en gekk í ára-
tugi í sparifötum sem þær höfðu
gefið mér. Nýlega, þegar mér
hlotnaðist titillinn sendiherrafrú,
þá varð Agga nánast örvænting-
arfull, fyrir löngu búin að gera sér
grein fyrir að ég yrði aldrei dama,
hvað þá að ég gæti orðið fram-
bærileg sendiherrafrú. Bauðst í
gríni til að fara í minn stað, alla
vega ætti hún hanska og hatt. Á
árum áður hafði Agga þjónað í
veislum hjá heldra fólki í Reykja-
vík og þar að auki unnið á heimili
sendiherra Íslands í Noregi þann-
ig að hún vissi upp á hár hvernig
maður átti að haga sér og klæða
sig innan um fínt fólk.
Agga var ætíð alltaf að og féll
aldrei verk úr hendi. Á efri árum
þegar ekki þurfti lengur að gæta
barna og halda tvö heimili, þá
hamaðist hún áfram í garðinum,
bakaði, eldaði og bauð gestum, átti
sér líka skjólstæðinga einhverja
sem minna máttu sín og þurftu að-
stoð og ráðleggingar í lífsins
amstri.
Elsku Bjössi, mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Sigurbjörg Þorsteinsdóttir.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þessa bæn fór Ragnheiður eða
Agga oft með fyrir mig áður en ég
fór að sofa í pössun hjá henni. Það
er alltaf erfitt að kveðja náinn ætt-
ingja þrátt fyrir að vera undirbú-
inn fyrir missinn. Þegar ég var
þriggja ára lést Soffía móður-
amma mín og systir Ragnheiðar,
og frá því ég man eftir mér var
Agga mér sem amma. Agga var
einstaklega dugleg kona sem lá
aldrei á skoðunum sínum. Agga
kenndi mér margt, hún kenndi
mér elju og vinnusemi, að ganga
strax í hlutina, hún kenndi mér
hvernig ætti að vinna öll húsverk
enda var hún húsmæðraskóla-
gengin og fáir ef nokkur betur til
þess fallinn að kenna ungum
dreng hvernig skyldi strauja eða
skúra, hún kenndi mér að synda
enda mikil sundkona og ferðir okk-
ar í Seltjarnarneslaug munu ávallt
hlýja mér um hjartrætur. Hún
kenndi mér ýmislegt í garðvinnu,
Agga var nefnilega með græna
fingur og var garður þeirra systra
Guðrúnar og Ragnheiðar einn best
hirti garðurinn á höfuðborgar-
svæðinu og þótt víðar væri leitað.
Þegar ég starfaði sem flokksstjóri
í Hólavallagarði kom hún reglu-
lega til þess að hirða um leiði, ráð-
lagði mér hvernig skyldi huga að
mismunandi plöntum og gekk með
mér um garðinn og sagði mér sög-
ur af fólkinu sem þar hafði verið
lagt til sinnar hinstu hvílu.
Þegar ég flutti utan í nám síð-
astliðið haust kvaddi ég Öggu í
hinsta sinn vitandi að ég myndi
líklegast ekki hitta hana á lífi aftur
sem reyndist rétt. Elsku Agga, ég
mun ævinlega vera þakklátur fyr-
ir þá hluti sem þú kenndir mér,
fyrir öll þau góðu ráð sem þú gafst
mér, fyrir ástina og umhyggjuna
sem þú sýndir mér, þinni visku og
ást mun ég aldrei gleyma. Dýpstu
samúð votta ég Birni Friðgeiri
Björnssyni syni Ragnheiðar.
Ragnar Auðun Árnason.
Amma okkar systkinanna dó
þegar við vorum bara börn, en eins
samheldnar og þær systur voru, þá
hikaði Agga ekki við að hlaupa í
skarðið og taka við ömmuhlutverk-
inu. Hún viðhafði mikinn aga og
sem barni fannst manni hún vera
heldur ströng. En hún var líka
óeigingjörn, skemmtileg, hló hátt
og hún kenndi okkur margt. Hún
bakaði mikið og þegar maður kom í
heimsókn var alltaf eitthvað til með
kaffinu, hvort sem það voru klein-
ur, flatbrauð, pönnsur eða eitthvað
annað. Tröllatertan hennar fræga
var (fyrir suma) hápunktur hinnar
árlegu kartöfluupptöku, þar sem
hún, eins og alls staðar sem hún
kom, stjórnaði og leiðbeindi bæði
börnum og fullorðnum.
Ragnheiður var, eins og syst-
urnar allar, harðdugleg og ákveð-
in kona og alveg einstök fyrir-
mynd. Það var ómetanlegt að eiga
hana að og við kveðjum hana með
söknuði, en jafnframt þakklæti
fyrir allt það sem hún gaf okkur.
Arnbjörg Soffía Árnadóttir
og Sigurður Kári Árnason.
Ragnheiður
Jónsdóttir
- Fleiri minningargreinar
um Ragnheiði Jónsdótt-
ur bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.