Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
FRAMTÍÐ
LÍFEYRISKERFISINS
Fulltrúaráðsfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn
þriðjudaginn 15. júní kl. 17:00 á Grand hóteli, Reykjavík.
Við leyfum okkur að horfa 50 ár fram í tímann þar sem hugað er að:
KYNNINGARFUNDUR
Auk kjörinna fulltrúa eru allir sjóðfélagar
velkomnir á fundinn á meðan að húsrúm leyfir.
Á fundinum mun Benedikt Jóhannesson gera grein fyrir úttekt
Talnakönnunar hf. á tryggingarvernd sjóðfélaga Birtu í víðu samhengi.
Nægjanleika lífeyris
Áhrifum séreignar á lífeyri og ráðstöfun hennar til húsnæðiskaupa
Samspili við almannatryggingakerfið
Breytingum á grunnforsendum lífeyris
Fundinum verður streymt á vef Birtu,
www.birta.is
Andríki sagði frá því á dögunumað það hefði fengið MMR til
að kanna álit almennings á skrifum
í athugasemdakerfi fjölmiðla. Að-
eins 3% spurðra sögðust bera mjög
eða frekar
mikið traust til
skrifa í at-
huga-
semdakerfi.
Heil 85% bera
mjög eða frek-
ar lítið traust
til slíkra
skrifa. Um þetta segir Andríki: „Í
athugasemdakerfum vefmiðla hím-
ir hópur ritsóða. Sumir þeirra fela
sig á bak við fölsk nöfn.
Engu að síður virðast sumir fjöl-
miðlar telja það sér til framdráttar
að halda úti slíkum vettvangi.
Þeim er það að sjálfsögðu frjálst.
Þetta eru jafnvel fjölmiðlar sem
skráðir eru á markað í virðulegum
kauphöllum eða guma af sam-
félagslegri ábyrgð, rannsóknar-
blaðamennsku og siðareglum rit-
stjórnar.
- - -
Þess verður einnig vart að fjöl-miðla- og stjórnmálamenn telji
það einhver tíðindi sem fram fer í
þessum sorglega afkima. „Net-
heimar loga“ skrifa sumir blaða-
menn þegar virkir í athuga-
semdum láta gamminn geisa.
„Mikil reiði er í samfélaginu“ segja
sumir stjórnmálamenn eftir að
hafa lesið hroðann.
- - -
Aðalsmerki virkra í at-hugasemdum er að efast um
heilindi fólks sem er í fréttum.
Fólk hafi ætíð óhreint mjöl í poka-
horninu.“
- - -
Nú eru athugasemdakerfi ekkiöll eins en þetta er engu að
síður athyglisvert. Og það er um-
hugsunarefni hvort ýmsir afkimar
samfélagsmiðla-umræðunnar njóti
ekki ámóta vantrausts. Þar er um-
ræðan iðulega litlu skárri.
Verðskuldað
vantraust
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sr. Egill Hallgrímsson,
sóknarprestur í Skál-
holti, er látinn. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu í Skálholti,
9. júní sl. Egill var
fæddur 11. júní 1955 í
Reykjavík. Foreldrar
hans voru Hallgrímur
Egilsson, garð-
yrkjubóndi á Gríms-
stöðum í Hveragerði,
og Sigurlaug Guð-
mundsdóttir. Eftirlif-
andi eiginkona sr. Egils
er Ólafía Sigurjóns-
dóttir hjúkrunarfræð-
ingur og eiga þau tvö börn; Sóleyju
Lindu, f. 1989, og Hallgrím Davíð, f.
1993.
Sr. Egill varð stúdent frá Mennta-
skólanum við Hamrahlíð 1976. Hann
nam sálarfræði um skeið en sneri
sér svo að guðfræði og lauk
cand.theol.-embættisprófi frá guð-
fræðideild Háskóla Íslands. Hann
vígðist 12. maí 1991 til Skagastrand-
arprestakalls og þjónaði þar til árs-
loka 1997. Hann var kjörinn sókn-
arprestur í Skálholtsprestakalli og
þjónaði þar frá 1. janúar 1998 til
dánardags. Skálholtsprestakall
spannaði fyrst Biskupstungur en
með sameiningu nágranna-
prestakalla til þess,
þjónaði hann einnig
kirkjum og söfnuðum í
Grímsnesi, Laugardal,
Grafningi og Þing-
vallasveit.
Áður en Egill hlaut
vígslu hafði hann verið
starfsmaður í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík
og verið þar kirkju-
vörður og annast
barnastarf. Jafnhliða
prestskap sinnti Egill
stundakennslu í
grunnskólum, var með
námskeið og fleira.
Af öðrum trúnaðarstörfum sr. Eg-
ils má nefna að hann sat í stjórn
Prestafélags hins forna Hólastiftis, í
fulltrúaráði Hjálparstofnunar kirkj-
unnar, í stjórn Æskulýðssambands
kirkjunnar í Hólastifti og í stjórn
Collegium Musicum, samtaka um
tónlistarstarf í Skálholti. Hann var
einnig í stjórn Þorláksbúðarfélags-
ins og vann ötullega í Ísleifsregl-
unni. Hann var félagi í Frímúr-
arareglunni á Íslandi um
áratugaskeið. Hann útskrifaðist úr
námi í stjórnendamarkþjálfun 2017
frá HR. Auk þess lauk hann námi í
meðferðardáleiðslu frá Bandaríkj-
unum árið 2018.
Andlát
Sr. Egill Hallgrímsson
sóknarprestur í Skálholti
Alþingi samþykkti í gær fjögur laga-
frumvörp Ásmundar Einars Daða-
sonar, félags- og barnamálaráð-
herra, sem tengjast málefnum
barna.
Samkvæmt upplýsingum frá fé-
lags- og barnamálaráðuneytinu er
um að ræða frumvarp um samþætt-
ingu þjónustu í þágu farsældar
barna, frumvarp um Barna- og fjöl-
skyldustofu og frumvarp um Gæða-
og eftirlitsstofnun velferðarmála,
auk frumvarps um Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins. Þá var þings-
ályktunartillaga um Barnvænt Ís-
land einnig samþykkt.
Ráðuneytið segir, að málin séu öll
hluti af þeirri vinnu sem hafi farið
fram í félagsmálaráðuneytinu und-
anfarin ár við að endurskoða og efla
þjónustu og stuðning við börn og
fjölskyldur. Um sé að ræða mestu
breytingu sem gerð hafi verið á um-
hverfi barna á Íslandi í áratugi.
Með stofnun Barna- og fjölskyldu-
stofu verður Barnaverndarstofa lögð
niður og flest verkefni hennar flytj-
ast til nýrrar stofnunar, sem mun sjá
um uppbyggingu úrræða og yfir-
stjórn heimila og stofnana fyrir börn
sem nú er í höndum Barnaverndar-
stofu. Þá mun stofnunin sinna stuðn-
ingi við sveitarfélög og aðra vegna
þjónustu í þágu barna.
Ný lög samþykkt um málefni barna
- Barna- og fjölskyldustofa tekur við
málefnum Barnaverndarstofu
Morgunblaðið/Ómar
Börn Alþingi samþykkti í gær fjög-
ur lagafrumvörp um málefni barna.