Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 14
og mun reka bílastæðahús. Þar verður hægt að leigja langtíma- og skamm- tímastæði eins og í kjallaranum undir Hörpu. Borgin fær nánast öll stæðin en stæði munu fylgja stærstu íbúð- unum sem við seljum á almenna markaðnum,“ segir Jónas Þór. Langur aðdragandi Uppbyggingin í Vesturbugt á sér langan aðdraganda. Sagt var frá því í Morgunblaðinu 8. apríl 2017 að borgarráð hefði sam- þykkt tilboð VSÓ Ráðgjafar ehf., fyrir hönd Vesturbugtar ehf., í kaup á byggingarrétti og sölu til Reykja- víkurborgar á 74 íbúðum og 170 bíla- stæðum í bílakjöllurum á tveimur lóð- um í Vesturbugt, Hlésgötu 3 og 4. Síðar í sama mánuði birtist frétt í Morgunblaðinu þar sem sagði að stefnt væri að því að hefja jarðvinnu fyrir lok árs, þ.e. ársins 2017. Fram- kvæmdir skyldu hefjast innan 15 mán- aða frá undirskrift og vera lokið innan fimm ára. Hinn 22. mars 2019 var fjallað um það í Morgunblaðinu að fjárfestar hefðu hægt á markaðssetningu nýrra íbúða í miðborg Reykjavíkur. „Má þar nefna Austurhöfn og Hafnartorg. Þá er uppbygging Vesturbugtar við Slippinn ekki hafin en tvö ár eru síðan borgin undirritaði samning um verkið. Fjármögnun er sögð ótryggð,“ sagði í fréttinni. Kaldalón tók síðan yfir verkið og styttist nú í að það hefjist. Hefja uppbyggingu við gamla Slippinn - Kaldalón byggir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt í Reykjavík - Uppbyggingin hefst um áramótin Vesturbugt Hér er horft frá bryggjunni við Sjóminjasafnið við Grandagarð. Teikning/PK/Basalt/Krads/Trípólí Göngugata Ríflega 190 íbúðir verða í Vesturbugt og atvinnurými á jarðhæð að hluta til. Með því hækkar þjónustustigið við höfnina í Reykjavík. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignaþróunarfélagið Kaldalón hyggst hefja uppbyggingu í Vestur- bugt í Reykjavík um áramótin. Þar munu rísa 192 íbúðir og atvinnu- húsnæði. Tillaga að breyttu deiliskipulagi svæðisins hefur verið samþykkt til auglýsingar en með því fjölgar áform- uðum íbúðum um 15-20. Uppbyggingin sætir tíðindum á fasteignamarkaði. Árin 2018 til 2019 var fordæmalaust framboð nýrra íbúða á þétting- arreitum í mið- borginni. Fall WOW air og svo kórónukreppan settu strik í reikn- inginn hjá verk- tökum en salan tók við sér í kjölfar vaxtalækkana Seðlabankans í fyrra. Eru nú flestar þessara ríflega 620 íbúða seldar, ef frá eru taldar 70 íbúðir á Austurhöfn en fjöldi seldra íbúða þar er ekki gefinn upp. Komi á markað um mitt ár 2023 Jónas Þór Þorvaldsson, fram- kvæmdastjóri Kaldalóns, segir hönn- un Vesturbugtar verða lokið á næst- unni. Hefjist framkvæmdir um áramótin sé raunhæft að fyrstu íbúð- irnar komi á markað um mitt ár 2023. Samkvæmt því kunni verkefninu að ljúka í árslok 2024. Í Vesturbugt verði aðallega tveggja, þriggja og fjögurra herbergja íbúðir. Jarðhæðir verði að mestu „lifandi“ með verslunarrýmum, en þó sé lítil- lega dregið úr því með nýju deiliskipu- lagstillögunni. „Engu að síður er meginþemað að hafa lifandi götumynd á mest áberandi hliðum reitsins sem verður hátt í 20 þúsund fermetrar. Þar af fara liðlega þúsund fermetrar undir verslun og í bílakjallara verða um 190 stæði. Borg- in fær hluta íbúðanna, rétt rúmlega fjögur þúsund fermetra, upp í kaupin Jónas Þór Þorvaldsson 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 Bæjarstjórn Seltjarnarness var ná- lægt því að jafna eigið met á mið- vikudaginn þegar bæjarstjórnar- fundur stóð aðeins yfir í fjórar mínútur. Metið, þrjár mínútur, stendur því enn. Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur oft komist í fréttirnar fyrir stutta og snaggaralega fundi. Miðvikudaginn 9. júní kom bæjarstjórnin saman til fundar klukkan 17:00. Lagðar voru fram fjórar fundargerðir og einn bæjarfulltrúi tók til máls. Fundi var slitið klukkan 17:04. Á fundi sem haldinn var miðviku- daginn 25. apríl 2018 tókst bæjar- stjórninni að afgreiða málin á þrem- ur mínútum. Á þeim mínútum afgreiddi bæjarstjórnin níu fund- argerðir sem innihéldu meðal ann- ars aðalskipulag Reykjavíkur 2010- 2030 og gjaldskrá skipulags- og byggingarfulltrúa bæjarins. Og á fundi sem haldinn var mið- vikudaginn 22. maí 2019 jafnaði bæj- arstjórnin ársgamalt metið. Fund- urinn hófst klukkan 17 og honum var slitið klukkan 17:03. Á þessum tíma tókst að afgreiða fjórar fundargerðir og taka síðari umræðu um breytingu á samþykkt um stjórn Seltjarnar- nesbæjar. sisi@mbl.is Mynd/Seltjarnarnes.is Bæjarstjórnin Er orðin landsþekkt fyrir snaggaralega afgreiðslu mála. Afgreiddu málin á fjórum mínútum FORNUBÚÐIR 12, HAFNARFIRÐI | S: 555 0800 | SIGN@SIGN.IS | SIGN.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.