Morgunblaðið - 12.06.2021, Síða 18

Morgunblaðið - 12.06.2021, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 útskriftarnemar geti tekið með sér tvo gesti. Við höfum í raun og veru engu breytt þegar kemur að þessari athöfn nema þá því að henni verður skipt í tvennt. Í janúarútskriftinni héldum við tíu mismunandi athafnir bara svo að nemendur gætu tekið með sér gesti,“ segir hann. Í dag verða 147 nemendur braut- skráðir frá Listaháskólanum og fer athöfnin fram í Eldborgarsal í Hörpu. Útskriftarnemar frá LHÍ hafa vanalega fengið að bjóða sex gestum með sér á athöfnina en sök- um eins metra reglunnar mega þeir aðeins vera tveir að þessu sinni, seg- ir Vigdís Másdóttir, kynningarstjóri LHÍ. „Það breytir engu fyrir okkur. Hér ætla allir að mæta sem geta og enginn sem ætlar ekki að koma út af sóttvörnum, enda höfum við nægt pláss,“ segir Vigdís. „Það eru um 80% útskriftarnema sem hyggjast mæta í ár, sem er bara svipuð mæting og hefur verið árin á undan. Þetta er yfirleitt mjög hátíð- legur og skemmtilegur dagur og kandídatar mæta til að halda upp á hann með samnemendum sínum og starfsfólki skólans,“ segir Katrín. Fá að bjóða gestum Starfsmaður á markaðssviði Há- skólans í Reykjavík tekur í sama streng og segir skráningu á braut- skráningarathöfn HR ekki benda til þess að færri nemendur ætli sér að mæta í ár miðað við fyrri ár enda hefur fjölda þeirra gesta sem nem- endum er heimilt að bjóða ekki verið breytt. Um 750 kandídatar verða brautskráðir frá skólanum í Frjáls- íþróttahöllinni í Laugardal þann 19. júní. „Við höfum alltaf lagt áherslu á að Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is Þúsundir kandídata brautskrást úr háskólum landsins næstu tvær helg- ar. Athafnirnar verða margar með breyttu sniði í ár og gestir mis- velkomnir. Það virðist þó ekki hafa áhrif á fjölda þeirra nemenda sem hyggjast mæta á staðinn til braut- skráningar. Um 500 kandídatar verða braut- skráðir frá Háskólanum á Akureyri í dag en engir gestir eru leyfðir á at- höfninni. Ekki er þó útlit fyrir að færri nemendur mæti á athöfnina í ár miðað við fyrri ár, að sögn Katr- ínar Árnadóttur, forstöðumanns markaðs- og kynningarsviðs HA. Þvert á móti eru nemendur fegnir að fá að halda upp á tilefnið á staðnum og starfsmenn skólans glaðir að geta orðið við því. Ljósmynd/HR Útskrift Þúsundir háskólanema útskrifast á næstu tveimur vikum. Myndin er frá útskrift HR í fyrra. Fjölmenna á braut- skráningarathafnir - Kandídatar í háskólum landsins fegnir að fá að útskrifast Þeir ökumenn sem lagt hafa leið sína í miðbæ Reykjavíkur nýverið hafa vafalítið tekið eftir upplýsinga- skiltum Amnesty International sem búið er að setja í Pósthússtræti við Austurvöll, beint fyrir framan Hótel Borg. Skiltin standa á steinsteyptum sökklum og er búið að koma þeim vandlega fyrir í alls sjö bílastæðum. Verslunarmaður í miðbænum sem Morgunblaðið ræddi við segist hissa á staðsetningunni, lítið mál sé að koma skiltunum fyrir á gangstétt við hliðina á bílastæðunum eða á sjálf- um Austurvelli. Þar hafi sambærileg skilti margsinnis fengið að standa. Reykjavíkurborg gaf leyfi fyrir því að leggja bílastæðin undir skilt- in. Í svari borgarinnar við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að um sé að ræða „part af viðburðadagskrá Borgarinnar okkar“ og að skiltin hafi verið sett upp 26. maí sl. Engin dagsetning liggur fyrir um það hve- nær skiltin verða fjarlægð, búið sé að samþykkja ljósmyndasýningar í stöndunum út september. Þá segir Reykjavíkurborg ekki hægt að stað- setja skiltin annars staðar en á bíla- stæðunum því á svæðinu er „jafnan mikið mannlíf og halda þarf aðgengi á gangstétt óskertu fyrir gangandi vegfarendur“. khj@mbl.is Bílastæði víkja fyr- ir skiltum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tómlegt Reykjavíkurborg segir mikilvægt að halda gangstéttum í miðbænum algerlega hindrunarlausum fyrir þann fjölda fólks sem þar er að jafnaði. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 Litur: Svartur/Dark Ash Walnut að innan (einnig til svartur).10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flott- asta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlit- aðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga. VERÐ 13.580.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500 Litur: White Frost/Dark Ash Walnut að innan. 10 gíra skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga. VERÐ 13.680.000 m.vsk 2021 GMC Denali Ultimate 2500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.