Morgunblaðið - 12.06.2021, Side 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna
(SÞ), sagði að vaxandi ofbeldisverk ættu sér stað í Mjanmar,
áður Búrma, og landið væri sokkið niður í „mannréttinda-
ógæfu“ í kjölfar herbyltingarinnar 1. febrúar sl. er Aung
San Suu Kyi var hrakin frá völdum. Bachelet sagði umsvif
hersins í ýmsum héruðum landsins hafa aukist og hvatti hún
til þess að ofbeldisverkum yrði hætt til að afstýra auknu
manntjóni og dýpkandi neyðarástandi í mannúðarmálum. Á
aðeins röskum fjórum mánuðum hefur Mjanmar „breyst úr
brothættu lýðræðisríki í mannréttindaógæfu,“ sagði Bache-
let í tilkynningu. Bætti hún því við að her landsins „bæri
einn ábyrgð“ á því hvernig komið væri. Á myndinni færa
óbreyttir borgarar íbúum í austurhluta landsins matvæli
sem verið hafa af skornum skammti vegna stríðsátaka.
agas@mbl.is
Ofbeldi færist í aukana í Mjanmar
AFP
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims
hittust í eigin persónu í fyrsta sinn í
tæp tvö ár, vegna kórónuveirufarald-
ursins. Hófu þeir fundi sína í Corn-
wall á Englandi í gær. Munu þeir
hafa bundist samtökum um að gefa
fátækari ríkjum samtals milljarð
skammta af bóluefni gegn kórón-
uveirunni.
Til fundanna mættu leiðtogar
Kanada, Frakklands, Þýskalands,
Ítalíu, Japans, Bandaríkjanna og
Bretlands. Sögðu þeir samheldni og
sameiginlegt átak ekki aðeins bestu
vörnina gegn heimsfaraldrinum
heldur og vænlegustu leiðina í glím-
unni við að afstýra loftslagsbreyting-
um.
Joe Biden Bandaríkjaforseti lagði
línurnar í fyrradag er hann gaf ein-
angrunarstefnu forvera síns, Do-
nalds Trump, í alþjóðamálum reisu-
passann til að leggja áherslu á að
einbeitni og festa G7-ríkjanna og
NATO gegn bæði Peking og Moskvu
dygði best.
„Megindrifkraftur þessa leiðtoga-
fundar G7 er að sýna fram á að vest-
rænt lýðræði getur staðist og sam-
eiginlega sigrast á aðkallandi
ögrunum sem við veröldinni blasa,“
sagði háttsettur bandarískur emb-
ættismaður við AFP.
Baráttumenn fyrir auknum bólu-
setningum meðal fátækari ríkja
segja að fyrirheit G7-ríkjanna séu
ónóg og of seint á ferðinni til að
kveða í kútinn faraldurinn sem kost-
að hefur 3,7 milljónir mannslífa.
„Geti G7-leiðtogarnir í besta falli gef-
ið milljarð skammta þá verður fund-
ur þeirra að hafa talist misheppnað-
ur,“ sögðu líknarsamtökin Oxfam.
Þau segja þörfina vera 11 milljarða í
stað eins milljarðs.
Bólusetning í fátækari ríkjum er
hlutfallslega langt á eftir því sem
náðst hefur að bólusetja í G7-ríkjun-
um og öðrum ríkum löndum. Miðað
við bólusetningar til þessa, að sögn
Alþjóðabankans, hafa 73 verið bólu-
settir í ríkum löndum fyrir hvern
einn í snauðum löndum.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) fagnaði skuldbindingu G7-
ríkjanna en sagði miklu skipta hve-
nær bóluefninu væri deilt til fátækra
ríkja. Þegar bóluefnið loks næði til
þeirra til bólusetningar heilbrigðis-
starfsfólks og aldraðra í fyrstu yrði
bólusetning barna langt á veg komin
í G7-ríkjunum. Talsmaður WHO
sagði gjöfina vera uppörvandi en gat
þess að þarna næðist það loks í gegn
sem stofnunin hefur haldið fram frá í
janúar sl.
Bandaríkin og ESB hafa heitið því
að bólusetja langleiðina í alla full-
orðna á norðurhveli jarðar fyrir sum-
arlok. Forstjóri WHO, Tedros Adha-
nom Ghebreyesus, hvetur til
herferðar með því takmarki að 10%
íbúa í öllum löndum verði bólusett
fram til september og 30% við ára-
mót. Til þess er þörf á 250 milljónum
viðbótarskammta bóluefnis fram til
september og 100 milljónir aðeins í
júní og júlí.
Gefnar hafa verið tæplega 2,3
milljónir skammta í 216 löndum
heims, samkvæmt gögnum AFP.
Fjórðungur bólusetninganna hefur
átt sér stað í G7-ríkjunum en þar er
að finna um 10% íbúa jarðar. Í rík-
ustu löndunum er að finna 16% íbúa
heims en í þeim hafa 67 af hverjum
eitt hundrað íbúum verið bólusettir.
Hlutfallið er 73 í G7-löndunum en í 29
fátækustu löndum heims – þar sem
er að finna 9% búa heimsins – er það
einn skammtur á hverja hundrað.
G7-leiðtogarnir hafa ekki farið
dult með að þeir verði að grípa til
ráðstafana gegn „diplómatískri bólu-
setningarherferð“ Kínverja og
Rússa. Bandaríkjastjórn hamrar á
því að ekki eigi að endurgjalda þeim
greiðann í nokkurri mynd. Búist var
og við að þeir myndu leggja drög að
aukinni þróunaraðstoð, meðal ann-
ars með aukinni hjálp við að byggja
upp grunngerð innviða til mótvægis
við skuldsettar fjárfestingar í Afríku,
Asíu og Rómönsku-Ameríku fyrir
milligöngu Kínverja.
Frumkvæðið mun fela í sér „há
viðmið, gagnsæi, loftslagsvænt og
spillingarfrítt gangverk til fjárfest-
inga í grunninnviðum í þróunarríkj-
um,“ sagði bandarískur embættis-
maður.
Leiðtogar G7-ríkjanna
gefa milljarð skammta
- G7-leiðtogarnir hyggjast grípa til ráðstafana gegn „dipló-
matísku bólusetningarverkefni“ Kínverja og Rússa
AFP
Andmæli Baráttufólk mótmælti
skammt frá fundarstað G7-ríkjanna.
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Passamyndir
Tímapantanir
í síma 568 0150
eða á rut@rut.is
Tryggjum
tveggja metra fjarlægð
og gætum ítrustu
ráðstafana
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is