Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
Loks varhafisthanda í
vikunni við að
rífa brunarústir
hússins á horni
Bræðraborgarstígs og Vest-
urgötu. Þær hafa staðið
nánast óhreyfðar frá elds-
voðanum í fyrrasumar og
hafa verið blettur á hverf-
inu auk þess að vera dap-
urleg áminning um harm-
leikinn, sem þar átti sér
stað.
Þrír fórust í eldsvoðanum,
sem var vegna íkveikju, en í
skýrslu Húsnæðis- og
mannvirkjastofnunar frá
því í desember um brunann
kemur fram að megin-
ástæða þess að eldsvoðinn
hafi verið jafnskæður og
raun bar vitni hafi verið
ástand hússins og lélegar
brunavarnir.
Í vikunni féll einnig dóm-
ur í Héraðsdómi Reykjavík-
ur þar sem eigandi starfs-
mannaleigunnar 2findjob
var dæmdur til fimm mán-
aða skilorðsbundinnar fang-
elsisvistar fyrir óviðunandi
aðbúnað í húsnæði við
Smiðshöfða, sem hann leigði
starfsmönnum á sínum
snærum. Lífi 24 erlendra
verkamanna hefði verið
stefnt í bráða hættu. Sak-
borningurinn hefði hvorki
fengið tilskilin leyfi né gert
nauðsynlegar ráðstafanir til
að tryggja brunavarnir.
Eftir lýsingunni að dæma
var húsnæðið brunagildra.
Jón Viðar Matthíasson,
slökkviliðsstjóri á höfuð-
borgarsvæðinu, var ómyrk-
ur í máli þegar hann var
spurður um dóminn.
„Því miður rifjast atburð-
urinn á Bræðraborgarstíg
upp þegar maður les þenn-
an dóm. Hann undirstrikar
þá miklu ábyrgð sem eig-
endur bera þegar þeir leigja
út húsnæði til þriðja aðila,“
sagði Jón Viðar í samtali við
Morgunblaðið í gær. Bætti
hann við að dómurinn, sem
væri sá fyrsti sinnar teg-
undar hér á landi, sendi
skýr skilaboð um ábyrgð
eigenda.
Í frétt Morgunblaðsins í
gær sagði að mál eigenda
hússins við Bræðraborgar-
stíg væri enn til rannsóknar
hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu.
Jón Viðar sagði að fleiri
mál sambærileg við Smiðs-
höfðamálið kynnu að fara
fyrir dóm á næstunni.
Slökkviliðið hefði
á sínum tíma
skilað inn þrem-
ur málum og tvö
önnur væru í far-
vegi. „Oft er beð-
ið með mál til að fá fram
fordæmi og síðan koma hin í
kjölfarið,“ segir hann.
Nokkrum sinnum hefur
verið ráðist í að kortleggja
búsetu í óleyfilegu húsnæði
á höfuðborgarsvæðinu.
Ávallt hefur komið í ljós að
ástandið er óviðunandi. Það
gengur ekki að þúsundir
manna búi í húsnæði þar
sem öryggi er virt að vett-
ugi.
Á Smiðshöfða gistu
verkamenn í svefnkössum
án tilskilinna leyfa og voru
engin brunahólf, flóttaleiðir
ófullnægjandi og svo fram-
vegis.
Á Bræðraborgarstíg voru
herbergin mun fleiri en
samþykkt var og hvert
þeirra að auki í útleigu.
Húsnæðið var skráð sem
íbúðarhúsnæði, en virðist
hafa verið gistiheimili, sem
hefði kallað á öflugri bruna-
varnir. Þá hefði einnig fylgt
eftirlitsskylda, en ekki var
tilkynnt um breytingar á
húsinu og því var ekkert
eftirlit.
Síðast var gerð úttekt á
óleyfisíbúðum á höfuðborg-
arsvæðinu árin 2017 og
2018. Þá kom í ljós að fimm
til sjö þúsund manns bjuggu
í 1.500 til 2.000 óleyfisíbúð-
um og hafði óleyfisbúseta
aukist um 84% frá árinu
2008. Í haust verður ráðist í
að kortleggja stöðuna að
nýju og er engin ástæða til
að ætla að mikil breyting
hafi orðið.
Slökkviliðið hefur lengi
hvatt til þess að tekið yrði á
þessum málum. Það er
hörmulegt að atburð eins og
brunann við Bræðraborgar-
stíg skuli þurfa til að það
gerist. Nefnd á vegum Hús-
næðis- og mannvirkjastofn-
unar með Jón Viðar innan
borðs skilaði fyrr á árinu
tillögum að úrbótum. Þar er
lagt til að íbúðarhúsnæði
megi ekki taka í notkun
nema úttekt hafi verið gerð
á öryggi og eftirlit með
brunavörnum tryggt.
Endurskoða þarf eftirlits-
hlutverk og ábyrgð húseig-
enda til að tryggja öryggi
og koma í veg fyrir að
mannslífum sé stefnt í
hættu vegna þess að bruna-
vörnum er áfátt.
Skýr skilaboð um
ábyrgð á húsnæði í
útleigu}
Óboðlegt húsnæði
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
S
jaldnast líða kjörtímabil eins og séð
var fyrir. Nú undir lok tímabilsins
eru aðgerðir vegna heimsfaraldurs
enn áberandi, en full ástæða er til
að vekja athygli á þeim góðu verk-
um sem fjallað var um í stjórnarsáttmála og
gengið hafa eftir, þrátt fyrir faraldurinn.
Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, framfar-
ir, öflugt atvinnulíf og lágar álögur. Við lögð-
um áherslu á að lækka skatta, draga úr álög-
um á fólk og fyrirtæki og það höfum við gert.
Skattkerfið hefur tekið jákvæðum breytingum
mörg undanfarin ár.
Tekjuskattur hefur lækkað stöðugt und-
anfarin ár, mest hjá þeim tekjulægri. Vegna
skattabreytinga síðustu tveggja ára hefur fólk
með 400 þúsund króna mánaðarlaun nærri 10
þúsund krónum meira milli handanna í hverj-
um mánuði en áður. Lækkanirnar eru enn meiri litið
lengra aftur í tímann.
Stimpilgjald er ekki lengur greitt við endurfjármögnun
lána og fyrstu kaupendur fá helmingsafslátt af gjöldunum.
Frítekjumörk vegna fjármagnstekjuskatts tvöfölduðust
um áramótin, úr 150 þúsund krónum í 300 þúsund. Breyt-
ingin kemur sér sérstaklega vel fyrir eldri borgara, en
mikill minnihluti þeirra greiðir nú fjármagnstekjuskatt.
Undir frítekjumarkið felldum við jafnframt söluhagnað
sumarhúsa, auk söluhagnaðar og arðstekna vegna hluta-
bréfa. Fyrri breytingin er sérstaklega hagfelld fyrir eldri
borgara, en sú síðara er kærkomin innspýting í atvinnu-
lífið með aukinni þátttöku almennings á markaði.
Tryggingagjaldið var 7,7% árið 2013, en er nú 6,1%. Það
munar um minna fyrir íslensk fyrirtæki. Fyrir nokkrum
árum var VSK-hlutfallið 25,5% og þannig með því hæsta í
Evrópu. Við lækkuðum hlutfallið í 24%, en það er
nú hvergi lægra á Norðurlöndum.
Sérstakir skattalegir hvatar hafa verið sam-
þykktir til að örva fjárfestingar atvinnulífsins.
Með nýjum lögum getur fólk dregið allt að 350
þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sín-
um ef það styrkir almannaheillastarfsemi. Nýtt
hvatakerfi ýtir undir umsvif í einkageiranum og
styður við grænar fjárfestingar. Vörugjöld og toll-
ar á iðnaðarvörur hafa verið felld niður og sem og
virðisaukaskattur á vistvæn ökutæki. Áfram
mætti lengi telja.
Við hækkuðum skattleysismörk erfðafjár veru-
lega um áramótin, úr einni og hálfri milljón í fimm.
Skerðingarmörk barnabóta hækka stöðugt, en
rannsóknir sýna að hér er stuðningur til tekju-
lágra barnafjölskyldna í næstum öllum tilfellum
hæstur á Norðurlöndum.
Á sama tíma og skattar lækka höfum við eflt þjónustu,
aukið afköst og bætt gagnsæi, en á nýjum álagningar-
seðlum má sjá nákvæmlega hvernig skattgreiðslurnar
skiptast niður á málaflokka. Breytingin kemur í framhaldi
af sundurliðun skattgreiðslna til ríkisins og útsvars til
sveitarfélaga á álagningarseðlum fyrir nokkrum árum.
Fyrir þann tíma vissu eflaust fáir hve stór hluti álagn-
ingarinnar er í formi útsvars, en í dag þurfa mánaðarlaun
að slaga hátt í 900 þúsund krónur áður en farið er að
greiða meira til ríkis en sveitarfélags.
Lægri álögum fylgir öflugra atvinnulíf og aukin hagsæld
vinnandi fólks. Við munum halda áfram að létta byrðarnar
og örva framfarir. Það leggur grunninn að velferð fyrir alla.
Bjarni
Benediktsson
Pistill
Við lækkum skatta
Höfundur er fjármála- og efnahagsráðherra
og formaður Sjálfstæðisflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
F
yrirhugað er að Reykjavík-
urborg og Orkuveita
Reykjavíkur (OR) geri
samkomulag um skil OR á
Elliðadal. Í kjölfarið verði efnt til
hönnunarsamkeppni um gerð áningar-
og útivistarsvæðis og því flýtt að skilið
verði á milli göngu- og hjólastíga.
Þetta er meðal tillagna stýrihóps um
Elliðaárdal sem fulltrúar meiri-
hlutaflokkanna í borgarráði hafa
ákveðið að fela borgarstjóra að fram-
fylgja. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og
Miðflokks ítreka gagnrýni á varanlega
tæmingu Árbæjarlóns og leggja
áherslu á að það verði fyllt að nýju.
Rafmagnsframleiðslu var hætt í
Elliðaárvirkjun fyrir nokkrum árum.
Það vakti ýmis viðbrögð íbúa og ann-
arra þegar Orkuveita Reykjavíkur
opnaði lokur Árbæjarstíflu í október á
síðasta ári og tæmdi lónið með þeim
orðum að það væri varanleg ráðstöfun.
Voru efasemdir uppi um réttmæti
þeirrar aðgerðar.
Borgarráð skipaði stýrihóp til að
fara yfir þetta mál og önnur sem
tengjast Elliðaárdalnum og var álit
hans kynnt í borgarráði í fyrradag.
Áningar- og útivistarsvæði
Hópurinn lagði til að Reykjavík-
urborg og Orkuveita Reykjavíkur geri
með sér samning um skil OR á dalnum
til borgarinnar sem er eigandi lands-
ins. Meðal annars verði fjallað um við-
hald og endurbætur mannvirkja og
stíga og gerð nýrra stíga og brúa.
Lagt er til að haldin verði hönn-
unarsamkeppni um gerð áningar- og
útivistarsvæðis upp af norðurenda
stíflunnar í Árbæ sem ljái svæðinu
aukið notagildi fyrir fjölskyldur. Hóp-
urinn sér fyrir sér stað sem skapar
umgjörð fyrir samveru, náttúru-
fræðslu, afþreyingu, uppákomur, lýð-
heilsu og fjölbreyttan gróður.
Tillaga er um að flýtt verði
aðskilnaði göngu- og hjólastíga í daln-
um til samræmis við nýtt deiliskipu-
lag, sérstaklega á fjölförnum stöðum í
stígakerfinu þar sem aðstæður eru
varasamar. Bent er á að við aukna um-
ferð gesta aukist nauðsyn á þessum
framkvæmdum.
Stýrihópurinn vill að OR hefji
þegar það ferli sem gert er ráð fyrir í
vatnalögum þegar notkun mannvirkja
er hætt. Leiðarljósið verði að svæði
skuli skilað til fyrra horfs. Í kjölfarið
verði gerðar breytingar á deiliskipu-
lagi svæðisins.
Árbæjarstífla er friðað mannvirki
og reiknar stýrihópurinn með að hún
standi áfram. Lagt er til að henni verði
fundið nýtt hlutverk og gerð öllum að-
gengileg. Kannaðir verði möguleikar á
að gera stífluna að samgönguæð fyrir
gangandi og hjólandi um miðbik dals-
ins. Skoðað verði sérstaklega hvort
hún geti komið í stað fyrirhugaðrar
göngu- og hjólabrúar sem sýnd er á
skipulagi rétt neðan stíflunnar.
Meðal mótvægisaðgerða sem
stýrihópurinn leggur til er að strax
verði hafin vöktun á lífríki í og við Ár-
bæjarkvísl Elliðaánna í kjölfar
breyttrar vatnsstöðu og greiðari fiski-
gengdar um kvíslina.
Tillögunum verði framfylgt
Borgarráðsfulltúar Samfylking-
arinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri
grænna fögnuðu tillögunum í bókun í
borgarráði. Sögðu tillögurnar endur-
spegla virðingu fyrir dalnum og lífrík-
inu. Borgarstjóra var falið að fram-
fylgja tillögunum með forystu
Orkuveitunnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
ítrekuðu kröfu sína um að lónið verði
fyllt að nýju og það án frekari tafa.
Niðurstaða meirihluta hópsins kæmi
hvorki til móts við íbúa né lífríkið á
svæðinu.
Samið verði um
skil OR á Elliðadal
Morgunblaðið/Eggert
Elliðaár Það tekur langan tíma fyrir Elliðaárdalinn að jafna sig eftir varan-
lega tæmingu Árbæjarlóns. Ekki er vitað fyrir víst hvar farvegurinn var.
Björn Gíslason, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og
fulltrúi í stýrihópi um Elliðaár-
dal, skilaði séráliti. Þar lýsir
hann sig sammála ýmsum að-
gerðum sem fram koma í
skýrslu meirihlutans en lýsir
yfir andstöðu við að menn
sætti sig við að hleypt hafi
verið úr stíflulóninu við Árbæj-
arstíflu.
Segir Björn að með því að
hleypa varanlega úr lóninu án
skipulagsbreytinga eða leyfa
og án samráðs við íbúa hafi
verið brotið gróflega gegn lög-
um og rétti íbúa.
Björn bendir á að ef ætlunin
sé að koma svæðinu í upp-
runalegt horf þurfi að komast
að því hvernig það var áður en
stíflan var byggð. Telur hann
margt benda til að lón hafi
verið á þessum stað. Þá telur
hann að áin renni ekki í sínum
gamla farvegi heldur í farvegi
sem búinn hafi verið til með
sprengingum á sínum tíma.
Telur brotið
gegn lögum
BJÖRN GÍSLASON