Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
Í farveginum eru miklar samgöngu-
framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu.
Greinarhöfundur hefur það á tilfinn-
ingunni að ekki sé lengur horft til þess
að framkvæmdirnar þjóni sínum til-
gangi, að auka umferðaröryggi og um-
ferðarrýmd um leið og hugað er að
kostnaði og umhverfi, heldur sé verið
að finna pólitískar lausnir á því hvað
eigi að framkvæma burtséð frá því
hversu góðar útfærslurnar séu.
Þær fyrirhuguðu framkvæmdir
sem verður fjallað um hér eru Sunda-
braut, Miklistokkur, gatnamót Arn-
arnesvegar og Breiðholtsbrautar og
svo síðast en ekki síst borgarlínan.
Sundabraut
Hún hefur verið til
umræðu í tugi ára og
margar útfærslur skoð-
aðar. Nú er allt í einu
komin til sögunnar ný
útfærsla sem er lág
hábrú á ytri leið sem
mun skerða mjög starf-
semi Samskipa og má
segja að sú útfærsla sé
samkvæmt skipun sam-
gönguráðherra. Grein-
arhöfundur hefur barist
fyrir því að botngöng á
ytri leið verði skoðuð af
sömu alvöru og „nýja“ brúin, enda tel-
ur hann að botngöngin séu ódýrari og
umhverfisvænni og loki ekki Samskip
inni, en það hefur ekki gengið eftir. Í
skýrslunni „Sundabraut – Viðræður
ríkisins og SSH“, júní 2019, var lagt til
að skoða bara jarðgöng og hábrú á ytri
leið. Þar var lítillega fjallað um botn-
göng og þau afgreidd með þeim orðum
að „óvissa fylgir því að engin reynsla
er af gerð botnganga hér á landi og
kostnaðaráætlanir því ótryggar“. Má
segja að þetta sé ótrúleg afgreiðsla á
tækniöld. Mest kemur á óvart að
Faxaflóahafnir ætli að sættast á að
hafnarstarfsemin við Vogabakka verði
fyrir miklum skerðingum. Ég hef bent
fulltrúum Faxaflóahafna á að með
botngöngum fáist mjög góð tenging
Sundahafnar við Sundabraut meðan
„nýja“ brúin veldur því að Sundahöfn
hefur ekki tengingu við Sundabraut
heldur þarf fyrst að fara á Sæbraut.
Ef botngöng yrðu byggð væri líkleg-
ast að botngangaeiningarnar yrðu
steyptar erlendis og þær svo dregnar
til landsins og með slíkum bygging-
armáta yrði jarðrask við
Vogabakka lítið og
stæði í stuttan tíma. Þá
má benda á að botngöng
samkvæmt minni út-
færslu eru í samræmi
við aðalskipulag
Reykjavíkur, en „nýja“
brúin þarfnast breyt-
inga á aðalskipulagi.
Nánar má sjá rök fyrir
því að skoða botngöng
sem alvöruvalkost í
blaðagrein eftir und-
irritaðan í Morg-
unblaðinu þann 9. feb. 2021.
Miklistokkur
Hér er um að ræða þann mikla
stokk sem á að byggja meðfram
Miklatúni (nú Klambratún), frá
Snorrabraut og austur fyrir Kringlu-
mýrarbraut, og er hann talinn munu
kosta 20 til 25 milljarða króna. Þessi
mikli stokkur gerir lítið gagn fyrir um-
ferðina og ekkert gagn fyrir umferð-
ina austan við Kringlumýrarbraut, þ.e.
gatnamót Miklubrautar við Háaleit-
isbraut og Grensásveg. Það tekur
nokkur ár að byggja þennan stokk og
á meðan verður algjört umferðaröng-
þveiti á svæðinu og erfitt að komast
inn í miðborgina. Hér er því haldið
fram að miklistokkur sé pólitísk nið-
urstaða til að koma borgarlínunni fyr-
ir. Greinarhöfundur hefur bent á lausn
til að létta á umferðinni á Vesturlands-
vegi, Miklubraut og Hringbraut, þar
með talin gatnamót leiðarinnar við
Grensásveg, Háaleitisbraut, Kringlu-
mýrarbraut og Lönguhlíð. Lausnin
felst í því að byggja jarðgöng (ca 3,5
km löng) frá Grensásvegi og vestur að
Umferðarmiðstöð BSÍ. Slík jarðgöng
gætu kostað um helminginn af mikl-
astokki og væru ekki að trufla umferð-
ina mikið á byggingartíma. Ekki virð-
ist vera áhugi á að skoða þessa lausn í
alvöru. Nánar má sjá rök fyrir jarð-
göngunum í blaðagrein eftir undirrit-
aðan í Morgunblaðinu hinn 15. nóv-
ember 2018.
Gatnamót Arnarnesvegar og
Breiðholtsbrautar
Vegagerðin og Reykjavíkurborg
hafa deilt um útfærslu þessara gatna-
móta í tugi ára. Borgin hefur viljað fá
þarna ljósastýrð gatnamót og telur sig
vera að gæta hagsmuna íbúa við Suð-
urfell, að ekki verði mikil umferð ná-
lægt þeim. Vegagerðin hefur viljað fá
þarna mislæg gatnamót eins og eðli-
legt er þegar tvær stofnbrautir mæt-
ast og hefur sú útfærsla verið í skipu-
lagi svæðisins. Nú virðist vera komin
pólitísk niðurstaða í málinu. Hún felst í
því að byggja þarna brú svo að Vega-
gerðin geti sagt að þarna séu mis-
lægar akbrautir, en brúin er notuð til
að fara með hægri beygjurnar yfir
brúna og á ljósastýrð gatnamót til að
taka þar hættulegar vinstri beygjur.
Þetta þýðir að byggja þarf fjögurra
akreina brú í staðinn fyrir tveggja ak-
reina brú ef útfærslan væri hefðbundin
„trompet“lausn (sbr. t.d. gatnamót
Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar
vestan við Grafarholtið) og umferðin
við Suðurfellið verður tvöfalt meiri og
þar fjórar akreinar í stað tveggja. Póli-
tíska niðurstaðan er því sú að útfærsl-
an er miklu verri hvað varðar umferð-
aröryggi, kostnað og vegalengdir þar
sem hægri beygjurnar eru sendar
fram og til baka gegnum ljósastýrð
gatnamót. Ég hef spurt „alvöru“ aðila í
Kópavogi um þetta sem finnst þetta
slæm lausn en að þrýst hafi verið á um
að fá einhverja lausn í málið. Þá hef ég
spurt „alvöru“ aðila hjá Vegagerðinni
um þetta sem fannst lausnin í lagi, hún
myndi auka umferðaröryggið frá nú-
verandi ástandi sem er vissulega rétt,
en væri ekki frábært að losna við ljósin
þarna í staðinn fyrir að nota brúna til
að taka hægri beygjurnar á ljósin? Það
verður fróðlegt að sjá hvað Skipulags-
stofnun segir um þessa breytingu á
skipulagi, að breyta hefðbundnum mis-
lægum gatnamótum í ljósastýrð gatna-
mót með tilheyrandi slysum og eigna-
tjóni.
Borgarlínan
Hún er gott dæmi um pólitíska
ákvörðun í umferðarmálum sem er
mjög umdeild meðal umferðarsér-
fræðinga. Líklega getur um þriðj-
ungur höfuðborgarbúa notað hana, en
spurningin er hve margir þeirra
myndu velja að nota hana. Væri ekki
viturlegt að senda öllum íbúum höf-
uðborgarsvæðisins kynningarrit um
borgarlínuna og um leið spurninga-
lista þar sem væri t.d. spurt hvort við-
komandi gæti notað borgarlínuna og
ef svo væri, myndi hann nota hana.
Með svör í höndum væri betri grund-
völlur til að ræða þessi mál frekar,
þarna gæti jú verið um að ræða fjár-
festingu upp á allt að 100 milljarða
kóna.
Niðurstaða mín er sú, að í þessum
fyrirhuguðu fjórum stóru samgöngu-
mannvirkjum sé ekki verið að leita að
bestu lausnum varðandi umferðarör-
yggi, kostnað og umhverfi, heldur ráði
pólitíkin ferðinni.
Eftir Bjarna Gunnarsson
» Borgarlínan er gott
dæmi um pólitíska
ákvörðun í umferðar-
málum sem er mjög um-
deild meðal umferðar-
sérfræðinga.
Sundabraut 1. áfangi.
Höfundur er umferðarverkfræðingur
og lífeyristaki.
Teikning af Hlíðargöngum.
Bjarni Gunnarsson
Fyrirhuguð ljósastýrð gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar.
Pólitíkin ræður (um)ferðinni
Alpadraumur í Austurríki
sp
ör
eh
f.
Haust 7
Nú höldum við til Austurríkis á vit ævintýranna þar sem
fegurð fjallanna umlykur okkur. Dvalið verður í Mayrhofen,
einum aðalferðamannabænum í Zillertal, og þaðan verður
farið í skemmtilegar ferðir, m.a. upp á Hintertux jökulinn,
að hrífandi Krimmler fossunum og til Kufstein. Í Mayrhofen
eru líka mikil hátíðahöld sem við tökum að sjálfsögðu
þátt í, en það er hin árlega hátíð kúasmölunar sem er
einstaklega litríkt sjónarspil.
28. september - 5. október
Fararstjóri: Gísli Einarsson
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
Árið er 1982. Stuð-
menn hafa gert leyni-
samning við forstjóra
SÍS um dulbúna áróð-
ursmynd til varnar
hinu fallandi stórveldi.
Gegn einnar milljónar
króna framlagi. Senur
eru skotnar í lager-
húsnæði Sambands ís-
lenskra samvinnu-
félaga og víðar, þar
sem Stuðmenn syngja um mikilvægi
þess „að vera í Sambandi“. Stuðmenn
mæra SÍS á alla kanta og „Samband
þeirra er frá öllum hliðum séð stór-
fínt“ – þar til kemur að skuldadögum.
Þá svíkur SÍS hina vel meinandi at-
fylgismenn sína um milljónina er lof-
að hafði verið. Bera við slæmum
heimtum frá bændum og búaliði. Hér
vantaði skyndilega heil 25% fram-
leiðslukostnaðar og því góð ráð dýr.
Siglt er til Vestmannaeyja og bankað
upp á hjá bankastjóra Útvegsbank-
ans þar, Vilhjálmi Bjarnasyni, stór-
greindum, skemmtilegum og afar
glöggum manni.
Hann hlustar, gaumgæfir og met-
ur stöðuna þannig að um sé að ræða
stórt kynningartækifæri fyrir
áfangastaðinn Vestmannaeyjar,
þ.m.t. Þjóðhátíðina í Herjólfsdal.
Hans eigið innsæi og eðlisávísun
reyndist hárrétt og leiddi til þess að
við gengum út með ávísun að upphæð
kr. 1 milljón. Fyrir hans tilstilli varð
til fjölsóttasta kvikmynd Íslandssög-
unnar, Með allt á hreinu, sem enn í
dag er reglubundið sýnd í kvik-
myndahúsum landsins og í Ríkissjón-
varpinu á sérhverjum þjóðhátíðar-
degi (þ.m.t. næstkomandi fimmtudag
17. júní kl. 19.55).
Glöggskyggni Vilhjálms Bjarna-
sonar, yfirburðaþekking hans og
skilningur á samfélagsmálum, fjár-
málum og öðru er varðar okkur öll
hefur á undanförnum árum speglast í
frábærum greinum hans hér í Morg-
unblaðinu og víðar.
Hann er óhræddur við að segja það
sem aðrir veigra sér við að viður-
kenna og óhræddur við að pönkast
dálítið. Orðið „tabú“ er ekki til í hans
orðaforða.
Hann varaði m.a. kröftuglega við
sölu bankanna 2003 á meðan Fjár-
málaeftirlitið, Ríkisendurskoðun og
helstu varðmenn lýðveldisins blésu á
varnaðarorð hans. Hann sá fyrir það
sem aðrir sáu ekki. Slíka menn þurf-
um við á Alþingi. Nú, sem fyrr – og
um framtíð alla.
Vilhjálmur veðjaði á okkur og sá
ekki eftir því. Við veðjum á Vilhjálm
og hvetjum alla sem vettlingi geta
valdið til að gera slíkt hið sama í próf-
kjöri Sjálfstæðisflokksins í Krag-
anum nú um helgina. Það mun eng-
inn þurfa að sjá eftir því að veðja á
slíkan afburðamann.
Veðjum á afburðamanninn
Vilhjálm Bjarnason
Eftir Jakob Frí-
mann Magnússon
og Egil Ólafsson
Jakob Frímann
Magnússon
»Hann varaði kröft-
uglega við sölu
bankanna 2003 á meðan
Fjármálaeftirlitið og
Ríkisendurskoðun blésu
á varnaðarorð hans.
Höfundar eru tónlistarmenn.
jfm@bankastraeti.is
Egill
Ólafsson