Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.2021, Blaðsíða 32
✝ Árni Óli Ólafs- son frá Suður- garði var fæddur í Vestmannaeyjum 24. mars 1945. Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urlands í Vest- mannaeyjum 29. maí 2021. Foreldrar Árna Óla voru hjónin Anna Svala Árna- dóttir Johnsen, f. 1917, d. 1995, og Ólafur Þórðarson, f. 1911, d. 1996. Þau Svala og Ólafur eign- uðust þrjú börn, Árni Óli elstur, Jóna f. 1946, d. 2008, og Margrét, f. 1960. Dætur Ólafs Þórðar- sonar frá fyrra hjónabandi og hálfsystur Árna Óla eru Þuríður, f. 1935, og Ásta, f. 1936. Árnadóttir, f. 1971. Sambýlis- maður hennar er Anders Lerøy, f. 1975, þau búa í Noregi. Anna Svala á soninn Tómas Árna Johnsen Arnarsson, f. 1996. Árni Óli fæddist í Vest- mannaeyjum og ólst upp í Suð- urgarði þar sem foreldrar hans bjuggu nær alla sína búskap- artíð. Árni Óli lauk landsprófi frá Gagnfræðaskólanum í Vest- mannaeyjum árið 1961 og hóf nám við Kennaraskólann í Reykjavík sama ár en hætti í því námi eftir rúmt ár, hafði þá próf- að að kenna bæði við Barnaskól- ann í Vestmannaeyjum sem og Gagnfræðaskólann. Ákvað þá að snúa sér að sjómennsku, því starfi sem átti eftir að verða hans vettvangur allt til starfsloka. Hann hóf nám í nýstofnuðum Stýrimannaskóla Vest- mannaeyja og lauk þaðan prófi 2. stigs 1967. Var síðan stýrimað- ur á bátum frá Vestmannaeyjum, lengi sem stýrimaður á Ísleifi VE 63 með Gunnari Jónssyni og á Hugin VE 55 með Guðmundi Inga Guðmundssyni og sonum hans. Einnig var hann á Helgu Jóh VE 41, með Ólafi Krist- inssyni og endaði svo sína sjó- mennsku sem stýrimaður á Ís- leifi. Árni Óli var fjölhæfur íþrótta- maður á yngri árum, bæði í frjálsum íþróttum en einkum þó í knattspyrnu með Íþróttafélaginu Þór í Vestmannaeyjum og knatt- spyrnuáhuginn fylgdi honum allt fram á síðustu ár þar sem hann mætti á flestalla leiki ÍBV-liðsins í Vestmannaeyjum. Þá var hann einnig á yngri árum góður fjalla- og úteyjamaður eins og hann átti kyn til, sótti egg bjargfugla á vorin og veiddi lunda á sumrin. Útförin fer fram í dag, 12. júní 2021, klukkan 13. frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Árni Óli kvæntist 1966 Hönnu Birnu Jóhannsdóttur frá Reykjavík, f. 1944. Börn þeirra eru: 1) Ólafur Árnason, f. 1966, kvæntur Guðrúnu Möller, f. 1964. Guðrún átti fyrir soninn Krist- ófer R. Magnússon, f. 1987, saman eiga þau þrjár dætur, Erlu Alexöndru, f. 1994, Birnu Ósk, f. 1997, og Sylvíu Söru, f. 2001. 2) Jóhann Ingi Árnason, f. 1969, kvæntur Amy Elizabeth Árnason, f. 1973, búa í Banda- ríkjunum og eiga þau þrjú börn, Aron James, f. 1996, Alex Jó- hann, f. 1998, og Hönnu Eliza- beth, f. 2006. 3) Anna Svala Elsku pabbi. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Börnin þín Ólafur, Jóhann Ingi og Anna Svala. „Hæææ!“ Svona hófust ansi mörg símtöl frá Adda Óla tengda- pabba mínum og þá brosti maður. Svo kom iðulega: „Er titturinn heima?“ en þá átti hann við elsta son sinn, hann Óla. Addi Óli var yndislegur maður og dásamlegur afi og var alltaf glaður og kátur og þá sérlega þegar hann vissi að von var á okkur í Suðó því þá vildi hann elda fyrir okkur bestu fiskibollur í heimi eða kjötsúpuna en enginn gerir eins góða súpu og Addi Óli. Helst vildi hann að sem flestir kæmu í heimsókn því hann vildi alltaf gera allt fyrir alla. Leið vel þegar fullt var af fólki í Suðó. Ég veit að hann myndi ekki vilja hafa mörg orð um sig en ég vil segja takk fyrir allt og kveð hann eins og við kvöddumst alltaf. „Love you.“ Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þín tengdadóttir Guðrún Möller. Elsku besti afi okkar, það er með miklum söknuði og sorg sem við skrifum þessi orð. Það er ein- stök ást og væntumþykja sem afar og afabörn hafa sín á milli og er þakklætið mikið fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur elsku afi. Allar sögurnar sem þú hefur sagt okkur þegar þú varst á sjó og aðr- ar fjölskyldusögur sem var alltaf svo gaman að hlusta á. Við vitum að þú verður alltaf til staðar fyrir okkur, þó svo þú sért ekki lengur hér. Við munum sakna þín alla ævi og verðum ávallt þakklát fyrir hversu heppin við vorum að eiga afa sem var alltaf brosandi, gaf bestu knúsin og nennti alltaf að gera kjötsúpu fyrir okkur þegar við komum til Eyja. Elskum þig alltaf, Kristófer, Erla Alex- andra, Birna Ósk og Sylvía Sara. Mágur okkar, Árni Óli Ólafsson, hefur kvatt. Langvarandi sjúk- dómurinn veikti þrek hans að lok- um en ekki kjarkinn. Nú er tóm- legt. Minningar birtast nýjar og gamlar og eru allar á einn veg; Addi Óli var okkur kær. Hann var drengur góður og skemmtilegur, ekki bara á góðum stundum heldur einnig hinum, með sinn smitandi hlátur og vinsemd við aðra, fólki leið vel í návist hans. Þau voru ung og falleg bæði tvö, Hanna Birna systir og Addi Óli, þegar við sáum hann fyrst. Þau fyrstu kynni gátu hafa farið á annan veg en raunin varð, að Addi Óli hefði hreinlega flúið burtu, þegar bróðir þeystist að honum í Zorro-skrúða, ofur- hetju þess tíma, í skikkju með grímu og sverð. En Addi Óli hagg- aðist ekki, hló smitandi hlátrinum og síðan hafa mörg ár liðið. Seinna meir hafði Addi Óli jafnan gaman af misvel heppnuðum uppátækjum hjá systrunum og stríddi okkur að sjálfsögðu. Suðurgarður, fjöl- skylduhúsið kæra, var ríki Adda Óla. Hafið var athafnasvæði hans. Enginn staður jafnaðist á við Vest- mannaeyjar; þar vildi hann vera. Gott var að koma til hans og systur sem tóku vel á móti gestum enda allir velkomnir í Suðurgarð. Ófáir hafa einmitt minningar um að gista hjá þeim á þjóðhátíð. Hvað margir voru í húsinu er ekki auð- velt að muna, bara að það var fullt út úr dyrum. Systkinin Ólafur, Jó- hann Ingi og Anna Svala sýna að rætur heimabyggðarinnar eru sterkar og sækja jafnan heim í Suðurgarð. Fullorðinsár eða bú- seta erlendis breytir því ekki. Nánd systkinanna við foreldra sína er rík og í veikindum Adda Óla afar dýrmæt. Hann var líka glaður með fólkið sitt og fylgdist vel með öllum í hverri fjölskyldu. Addi Óli var í huga okkar systkina sannur sjómaður þótt við þekktum veröld hans úti á sjó takmarkað. Við vissum að hann var traustur og ráðagóður, glaðlyndur og góður fé- lagi í hverju sem var; góðu veðri eða slæmu, með góðan afla eða í brælu. Við þekktum yfirvegun hans og hlýju og þótt hann hafi á ólgandi hafinu þurft að taka á, brast hvorki kraftur hans né þrautseigja. Þessir góðu eiginleik- ar fylgdu Adda Óla í hörðum veik- indum hans. Til hinstu stundar var hann æðrulaus og yfirvegaður: „Ég hef það ágætt,“ sagði hann lengst af. Á kveðjustund er ekki hægt annað en að dást að því hvernig Addi Óli og Hanna Birna systir, kletturinn við hlið hans í öllu, og bílstjórinn einnig, héldu það út að vera stöðugt að ferðast á milli lands og Eyja meðan á með- höndlun veikindanna stóð. Það gerðu þau án þess að kvarta. Jafn- vel þegar óvissa var hvort Herj- ólfur sigldi eða hvaðan skipið færi, báru þau sig vel. Við dáumst að þrekinu sem þau sýndu í þessum aðstæðum. Elsku systir, Óli, Jóhann Ingi, Anna Svala og fjölskyldan öll, við samhryggjumst ykkur innilega vegna andláts elskaða Adda Óla. Systrum hans og öðrum ástvinum vottum við innilega samúð. Við þökkum Adda Óla fyrir bjarta og áralanga samfylgd. Kær minning- in um hann lifir. Hrund, Rannveig og Sigurður Rafn. Við Árni Óli, frændi minn, vor- um aldir upp á sömu torfunni, fyrir ofan hraun og lékum okkur saman ungir menn, ásamt öðrum frænd- um okkar og nágrönnum. Það var alltaf gaman að skokka frá Þor- laugargerði yfir í Suðurgarð, bæði að degi til og kvöldi því alltaf var þar eitthvað um að vera á heimili þeirra Óla og Svölu, frænku minn- ar, þar sem gott var að koma. Þegar við eltumst tókum við svo að stunda íþróttir á Suðurgarð- stúninu, komum okkur upp sand- gryfju til að æfa langstökk, þrí- stökk, hástökk og stangarstökk og svo urðu hlaupin ekki út undan. Þó svo ég væri heilum þremur árum eldri en Árni Óli og tveimur árum eldri en Árni Johnsen, frændi okk- ar sem einnig var með okkur í þessu, þá stóðu þeir mér báðir framar í öllum tegundum frjálsra íþrótta, sem og fótbolta sem við einnig iðkuðum. Þeir náðu báðir langt í fótboltanum, báðir Þórarar; ég náði hvað lengst í að verða vara- markvörður í þriðja flokki hjá Tý. En svo höfðum við Addi Óli báð- ir nokkurn áhuga á golfi. Jón Svan Sigurðsson, seinna í Svansprenti, var kvæntur Dússý, systur hans; þau komu oft til Eyja að Suður- garði og þá kom Svan, sem var góður golfleikari, ávallt færandi hendi og gaf okkur frændum golf- kylfurnar sem hann var hættur að nota. Og við komum okkur upp fjögurra holna golfvelli á Suður- garðstúninu, fyrsta flötin var akk- úrat á planinu þar sem nú stendur Gvendarhús; svo var slegið af hóln- um niður í lautina og svo aftur suð- ur eftir að Suðurgarði og svo aust- ur túnið. Addi Óli hélt ekki áfram í golfinu en ég gerði það allmörgum árum seinna. Að loknu skyldunámi atvikaðist svo að við frændur ákváðum báðir að setjast á bekk í Kennaraskól- anum, árið 1961, hann eftir að hafa lokið landsprófi frá Gagnfræða- skólanum og ég eftir gagnfræða- próf og vélskólapróf og að hafa verið tvö ár á sjó. Saman vorum við svo í námi, ásamt Adda, frænda okkar, í Reykjavík í tæp tvö ár en þá skildi leiðir. Addi Óli fann sig ekki í kennaranáminu og ákvað að halda á nýjar brautir, fór á sjóinn, þaðan í Stýrimannaskólann í Vest- mannaeyjum þar sem hann lauk prófi og stundaði síðan sjóinn og gat sér gott orð þar. Reyndar áttu leiðir okkar eftir að liggja saman þar alloft, ég var með honum til sjós á Ísleifi VE í Norðursjónum, Hugin VE á Vest- fjarðamiðum og svo á Helgu Jóh á trolli hér heima. Addi Óli frændi minn var afskaplega fær í sínu starfi enda vel liðinn af sínum skipsfélögum. En líklega eru eftirminnileg- ustu samverustundirnar tengdar þjóðhátíð. Um margra ára skeið var það fastur liður að við tjöld- uðum saman á fimmtudegi fyrir þjóðhátíð, við Árni Óli, Bjarnhéð- inn Elíasson og Ólafur Kristins- son. Eftir tjöldun, að loknum ýms- um misgóðum athugasemdum frá þeim Bjarnhéðni og Ólafi, var síð- an haldið heim til einhvers okkar þar sem glaðst var við söng og gít- arspil og góðar veigar í hófi. Þar með var þjóðhátíð hafin. Um leið og ég kveð þig, kæri frændi, votta ég Hönnu Birnu og börnum samúð okkar Katrínar. Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur hinum megin og vona að þú sért farinn að gera klárt fyrir það. Sigurgeir Jónsson. Árni Óli Ólafsson - Fleiri minningargreinar um Árna Óla Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. 32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021 ✝ Kristjana Frið- bertsdóttir (Systa) fæddist í Botni í Súganda- firði 22. september 1939. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 24. maí 2021. Foreldrar Krist- jönu voru Friðbert Pétursson bóndi, f. 1909, d. 1994, og Kristjana Guðrún Jónsdóttir hús- freyja, f. 1909, d. 2000. Systkini Kristjönu: Svavar, f. 1933, d. 1969, Birkir, f. 1936, d. 2017, Kristín, f. 1943, og Ásta Björk, f. 1947. Þann 22.10. 1960 giftist Krist- jana Hafsteini Sigmundssyni frá Suðureyri, f. 19.6. 1939. Börn þeirra eru: 1) Elías Hafsteinsson, f. 16.4. 1957. Maki 1: Lilja Brynja Guð- jónsdóttir, f. 1958. Sonur þeirra er Hafsteinn Elíasson, f. 1979. Maki: Svan- laug Erla Ein- arsdóttir, f. 1981, þrjú börn. Maki 2: Ásta Kristjana Jens- dóttir, f. 1963. Börn þeirra eru: Elfar Þór Bragason, f. 1981 (sonur Ástu), eitt barn, Eva Lind Elíasdóttir, f. 1995, Matthías Orri Elíasson, f. 1997. Maki: Anna- bella Arndal Erlingsdóttir, f. 2001. Maki 3: Sølvi Karin Iver- sen, f. 1968. 2) Kristjana Erla Hafsteins- dóttir, f. 26.11. 1958. Maki: Win- fried Mende, f. 1954. Synir þeirra eru: Thomas Georg Mende, f. 1990. Maki: Anika Voigt, f. 1996. Simon Ari Mende, f. 1993. 3) Kári Hafsteinsson, f. 5.4. 1966. Maki: Hafdís Þorgilsdóttir, f. 1964. Börn þeirra eru: Sig- urveig Erla Hafdísardóttir, f. 1982 (dóttir Hafdísar). Maki: Eggert Hannesson, f. 1981, tvö börn. Daníel Kárason, f. 1989. Maki: Inga Jóna Bragadóttir, f. 1990, tveir synir. Júlía Káradótt- ir, f. 1989. Maki: Guðjón Ingi- marsson, f. 1987, tveir synir. Al- mar Kárason, f. 1991. Systa og Hafsteinn kynntust ung að aldri á Suðureyri og byggðu sér hús og bjuggu þar til ársins 1975. Þau fluttu þá suður þar sem Hafsteinn stundaði út- gerð og Systa vann lengst af við verslunarstörf auk ýmissa ann- arra starfa. Hún var alls staðar vel liðin, félagslynd og lífsglöð kona. Á seinni árum ferðuðust þau víða um heiminn, bæði um höf og lönd. Þótt Systa hafi ferðast víða fannst henni alltaf best að koma heim og knúsa ömmubörnin og langömmubörn- in. Það var hennar helsta gleði að hafa þau hjá sér. Allt sem Systa lagði fyrir sig var gert af alúð og vandvirkni. Útförin fer fram í Þorláks- kirkju í dag, 12. júní 2021, kl. 13. Elsku besta amma Systa, það sem mér finnst lífið óréttlátt þessa dagana. Ég hefði fegin vilj- að geta stöðvað tímann í mars 2021 á meðan allt lék í lyndi og við spennt fyrir öllum þeim tíma sem við áttum saman. Hugsanir eins og ósanngirni, reiði, órétt- læti hafa allar blossað upp síð- ustu daga. Af hverju þú, af hverju endilega þú? Ég á erfitt með að sætta mig við það að þú sért far- in, ég get ekki lengur hringt og spjallað um daginn og veginn, fengið góð ráð eða bara fengið smá hvatningu til að klára þau verkefni sem ég átti eftir. Að eiga ömmu eins og þig eru forréttindi, þú varst lífsglöð, jákvæð, hlátur- mild, heilsuhraust og frábær. Fyrirmynd er kannski orðið sem lýsir þér best, uppáhaldsman- neskjan mín síðan ég var lítið barn í Núpabakkanum og svo á uppáhaldsstaðnum mínum, Ás- búðinni. Þaðan á ég margar minningar frá okkar samveru og þær hlýja sannarlega hjarta mínu á þessum erfiðu tímum. Við áttum ófáar stundirnar saman þar sem við ræddum um heima og geima, spiluðum eða bara hlógum að hvor annarri. Mér leið alltaf vel að vera hjá þér og afa, eftir að ég eignaðist börn sjálf þá nutum við þess að vera hjá ykkur. Synir mínir elskuðu það alveg jafn mikið og ég. Fjölskyldan var alltaf í forgangi hjá þér og ég veit að þú hefðir sannarlega viljað hafa alla hjá þér alltaf. Þið afi voruð dugleg að ferðast, en ávallt í sambandi. Þótt það væri ekki nema bara senda mér SMS til að segja mér hvernig veðrið væri. Mikið sem mér þykir vænt um þessi SMS. Ég var ekki bara að missa ömmu mína heldur minn helsta stuðning, allar ákvarðanir og allt sem ég gerði, þar voru þið afi mætt að styðja mig áfram. Ég get ekki þakkað ykkur nóg fyrir það sem þið hafið gert fyrir mig og mína litlu fjölskyldu. Þið afi hafið alltaf staðið eins og klettar við hlið mér eða við hlið barnanna minna hvar og hvenær sem er. Mikið sem ég er þakklát fyrir að hafa getað verið við hlið þér þeg- ar þú kvaddir og stutt afa í gegn- um þessa erfiðu tíma. Verið sterk fyrir alla sem áttu erfitt og stutt þau í gegnum þennan sára missi. Við sem eftir sitjum hugsum vel um afa og pössum upp á hann. Minning um bros þitt og hlátur þinn mun hjálpa okkur að komast yfir erfiðustu tímana. Ég elska þig alltaf amma Systa. Hver minning um þig er dýr- mæt perla. Þitt barnabarn, Júlía Káradóttir. Elsku systir. Nú ert þú farin frá okkur öll- um og komin á annan góðan stað, en minning þín lifir. Þú varst allt- af svo jákvæð, aldrei neitt mál að taka að þér alls konar verkefni og hjálpa öðrum. Þú varst alltaf hress og spaugaðir með allt. Ég man þegar ég fór fyrst í skóla þá orðin 11 ára. Þá voruð þið Haddi farin að búa á Suðureyri og ég fékk að vera hjá ykkur. Þótt plássið væri ekki mikið, en ég svaf í stofunni, og eflaust ekki einfalt fyrir ykkur að hafa mig, var ég í góðu yfirlæti. Seinna meir þegar ég var orðin eldri unnum við saman í Kaupfélagi Súgfirðinga. Ég leigði reyndar annars staðar, en fékk að borða hjá ykkur Hadda. Þá kom það fyrir að ég svaf yfir mig, en þá bjargaðir þú mér frá skömminni og vaktir mig með því að kasta litlum steinum í gluggann minn sem var uppi á annarri hæð. Allt- af að passa litlu systur. Þegar Sandra mín var rúmlega mánað- argömul forfallaðist kokkur á bátnum hans Hadda. Þú áttir að redda nýjum kokk sem ekki gekk vel. Þú snerir þér þá að mér og sagðir: „Þú ferð, ég skal hafa hana Söndru á meðan.“ Þú varst svo ákveðin að ég þorði ekki ann- að en að hlýða. Og fór því svo að ég fór á sjóinn í tæpan mánuð, án þess að vita nokkuð hvað ég var búin að koma mér út í. En ég vissi að Sandra var í góðum höndum hjá þér. Alltaf varstu með opið hjarta til að gera allt fyrir alla. Allt var svo sjálfsagt í þínum huga og þú gafst svo mikið af þér. Konur kíktu við hjá þér í tíma og ótíma í kaffisopa og spjall og allt- af var mikið grínað og hlegið og mikill léttleiki. Já, það var aldrei neitt vandamál sem ekki mátti leysa. Þegar Sandra og Kalli maðurinn hennar útskrifuðust sem stúdentar, og þú þá flutt í bæinn, varst þú fljót að bjóðast til að halda veisluna þeirra heima hjá ykkur Hadda. Að skella upp einni veislu og bjóða heim til þín fólki, sem þú hafðir sumt aldrei séð, var engin fyrirstaða. Alltaf var allt svo sjálfsagt hjá þér og lítið mál. Eins og þegar við Kjart- an þurftum húsaskjól eftir nýrna- skiptin, þá stóð ekki á ykkur Hadda. Þið fluttuð úr hjónaher- berginu á dýnu í gestaherberginu og eftirlétuð okkur Kjartani hjónarúmið í á annan mánuð. Og enn einu sinni var ég komin til þín í gott yfirlæti og léttleika sem hjálpaði mikið til við batann. Elsku Systa mín. Ég gæti haldið áfram að rifja upp endalausar minningar af jákvæðni þinni og spaugi. Jafnvel síðustu dagana á Landspítalanum gast þú séð kómísku hliðarnar á hlutunum, þótt þú hefðir varla orku til að tala. Takk fyrir allar yndislegu samverustundirnar sem við Kjartan höfum átt með þér og ykkur Hadda, bæði innan- sem utanlands. Guð veri með þér elsku Haddi minn og fjölskylda. Hvíl í friði. Saknaðarkveðja, Ásta Björk og Kjartan Þór. Kristjana Friðbertsdóttir - Fleiri minningargreinar um Kristjöna Friðberts- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.