Morgunblaðið - 12.06.2021, Side 49
Innsetning Kovacevic er austurrískur leik-
húsframleiðandi og býr á Íslandi.
Koddahjal – Endurhlaða nefnist
innsetning eftir Sonju Kovacevic í
Borgarbókasafninu í Grófinni sem
gefur áhorfandanum innsýn í líf
hælisleitenda og flóttamanna á Ís-
landi. Hátalarar hafa verið settir á
samanbrjótanlega bedda, eins og
notaðir eru sem rúm fyrir hælisleit-
endur og úr hátölurum heyrast síð-
an fjölmargar ólíkar frásagnir, seg-
ir í tilkynningu og að áhorfand-
anum bjóðist að leggjast niður og
hlusta. Koddahjal var sýnt á
Listahátíð í Reykjavík 2018 og hef-
ur verið lagað að Borgarbókasafn-
inu Grófinni. Samfara innsetning-
unni verður haldin vinnustofa,
hugsuð til að kveikja umræður um
efnið.
Koddahjal í Borgarbókasafninu
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 2021
Kvikmyndahátíðin í Berlín hófst 9.
júní síðastliðinn eða öllu heldur sér-
stök sumarútgáfa hátíðarinnar sem
mun öll fara fram utandyra vegna
farsóttarinnar. Fjölmennir fólk nú á
torgum og nýtur nýrra kvikmynda
og sjónvarpsþátta og þá meðal ann-
ars fyrir framan Charlotten-
burg-höllina, hvort heldur er að degi
til eða kveldi.
Hátíðin stendur yfir til og með 20.
júní og þurfa allir gestir að fara í
Covid-prufu til að fá aðgang að sýn-
ingum. Sýningarstaðir eru 16 talsins
og því mikil veisla þessa dagana í
borginni.
126 kvikmyndir verða sýndar á
sumarhátíðinni og aðalsýningarstað-
urinn hin svokallaða safnaeyja borg-
arinnar. Þar hefur rauðum dregli
verið komið fyrir og var opnunar-
mynd hátíðarinnar The Mauritan-
inan eftir skoska leikstjórann Kevin
McDonald. Í henni er rakin sönn
saga Mohamedou Ould Slahi, manns
frá Máritaníu sem haldið var föngn-
um í Guantanamo fangabúðunum á
Kúbu án ákæru í 14 ár. Aðalleikarar
myndarinnar eru Tahar Rahim og
Jodie Foster sem hlaut Golden
Globe-verðlaun fyrr á árinu fyrir
leik sinn í myndinni.
AFP
Opnunarræða Framkvæmdastjóri Berlinale, Mariette Rissenbeek, flytur ávarp á skjá við setningu hátíðarinnar.
Hátíð undir Berlínarhimni
Notalegt Ggestir bíða eftir því að sýning hefjist við Charlottenburg.
Logandi Björninn, táknmynd Berlinale, birtist í allri sinni dýrð á bíótjaldi.
Kig & Husk nefnist nýstofnaður dú-
ett tónlistarmannanna Franks Hall
og Höskuldar Ólafssonar sem nú
hefur sent frá sér fyrstu smáskíf-
una, „So long Holly“, af væntan-
legri fyrstu breiðskífu sinni. Lag og
texti eru innblásin af kvikmyndinni
The Third Man frá árinu 1959 og þá
sérstaklega ódauðlegri ræðu undir
lok myndarinnar þar sem persóna
Orson Wells upphefur áhrif ófriðar
og átaka á menningarlegar fram-
farir, eins og segir í tilkynningu frá
dúettinum.
Tónlist þeirra félaga hefur verið
lýst sem poppuðu listarokki þar
sem hefbundið tónlistarform er
þanið út og óhljóðum stillt upp á
móti melódískum lag- og söng-
línum, skv. tilkynningu og allur
hljóðfæraleikur í laginu, forritun,
útsetningar og hljóðblöndun voru í
höndum dúettsins en Paul Maguire
sá um trommuleik.
Höskuldur og Frank stofna dúett
Ljómandi Höskuldur Ólafsson.
Tegundagreining nefnist sýning á
verkum Steingríms Eyfjörð sem
opnuð verður í Listasafni Reykja-
nesbæjar í dag kl. 13 til 17 og er hún
sambland endurlits og nýrra verka
eftir listamanninn sem hafa ekki áð-
ur komið fyrir sjónir almennings. Er
sýningin sögð tilraun Steingríms til
að skýra kveikjuna að myndsköpun
sinni og verkin afmörkuð og staðsett
með flokkunarkerfi, mynstri sem
þróast hafi á löngum ferli hans.
Segir í tilkynningu að sýningin
muni setja fram óvænta sýn á
höfundarverk Steingríms sem hafi
auðkennt ákveðna yfirflokka sem
settir séu fram í því samhengi. Þess-
ir flokkar eru Hið ósnertanlega, Arf-
urinn, Heimur kvenna, Gagnrýni,
Guðs eigið land, Kellingin, Decode
og Comix.
Í sýningarskrá skrifar Halldór
Björn Runólfsson m.a. að í engu sé
logið þegar fullyrt sé að Steingrím-
ur Eyfjörð sé meðal okkar allra sér-
stæðustu listamanna. „Það helgast
ekki síst af persónulegri nálægð
hans við viðfangsefnið – það hversu
langt hann leyfir list sinni að af-
hjúpa sinn innri mann án þess að
blikna,“ skrifar Halldór og að Stein-
grímur sé margslunginn, víðlesinn
og áhugasamur um alla skapaða
hluti.
Listasafn Íslands, Listasafn
Reykjavíkur og Nýlistasafnið lánuðu
verk eftir Steingrím á sýninguna
auk fjölmargra einkasafnara. Einn-
ig aðstoðaði Hverfisgallerí safnið
við gerð sýningarinnar sem stendur
yfir til 22. ágústs. Listasafn Reykja-
nesbæjar er opið alla daga kl. 12-17.
Margslungin Verk eftir Steingrím Eyfjörð á sýningunni í Reykjanesbæ.
Sambland endurlits
og nýrra verka
Söngleikjadeild Söngskóla Sig-
urðar Demetz sýndi um síðustu
helgi söngleikinn Djúpt inn í skóg
og var uppselt á báðar sýningar.
Vegna eftirspurnar hefur verið
blásið til aukasýningar sem fram
fer annað kvöld kl. 20 í Gaflaraleik-
húsinu. Miðasala á sýninguna fer
fram á vefnum tix.is.
Djúpt inn í skóg heitir á frum-
málinu Into the Woods og er eftir
Stephen Sondheim og James Lap-
ine en uppsetning söngskólans er í
leikstjórn Orra Hugins Ágústs-
sonar. Söngleikurinn hefur hlotið
fjölda verðlauna.
Aukasýning í boði á Djúpt inn í skóg
Fjör Úr söngleiknum Djúpt inn í skóg.
GUAVA LÍNAN
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup & á Heimkaup.is
Organic Guava ávöxturinn inniheldur
fjórfalt meira C-vítamín en appelsínur
Gefur húðinni raka, ljóma og orku
Léttur og ferskur sumarilmur