Morgunblaðið - 12.06.2021, Qupperneq 52
Tónleikar í röðinni 15:15 verða haldnir í Breiðholtskirkju
í dag, 12. júní, kl. 15:15. Kammerhópurinn Camerarctica
flytur þá tvö kammerverk sem voru samin við upphaf
19. aldar og í tilkynningu sögð full af birtu og léttleika
þar sem klassíkin og rómantíkin mætist í samhljómi
klarínettu og strengja og heyrast þau nú þegar sólin
skín hæst á lofti. Fluttur verður kvartett fyrir klarínettu
og strengjatríó eftir sænsk-finnska tónskáldið Bern-
hard Crusell, glæsileg og gásgafull tónsmíð og kvintett
fyrir klarínettu, fiðlu, tvær víólur og selló eftir tékk-
neska tónskáldið Franz Krommer þar sem þéttur
kammerhljómur og léttleiki eru áberandi.
Camerarctica leikur í 15:15
LAUGARDAGUR 12. JÚNÍ 163. DAGUR ÁRSINS 2021
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í lausasölu 1.268 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Ísland vann Írland 3:2 í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í
fótbolta kvenna á Laugardalsvellinum í gær, í afar
kaflaskiptum leik. Íslenska liðið hafði yfirburði í fyrri
hálfleik og skoraði þá þrjú mörk en náði sér ekki á strik
í þeim síðari og þá löguðu Írar stöðuna með tveimur
mörkum. Liðin mætast aftur á þriðjudaginn. »45
Sigur á Írum í kaflaskiptum leik
ÍÞRÓTTIR MENNING
Unnur Freyja Víðisdóttir
unnurfreyja@mbl.is
Dugmiklir nemendur Seljaskóla í
Breiðholti kepptust við að klára
dagsverkið á fyrsta degi Vinnuskól-
ans í Reykjavík þegar blaðamann
Morgunblaðsins bar að garði í gær.
Góð stemning var í hópnum sem
mundaði af krafti hin ýmsu verkfæri
sem þurfti til verksins sem var að
þessu sinni beðahreinsun í grennd
við skólann.
Meginhlutverk Vinnuskóla
Reykjavíkur er að veita nemendum
úr efstu bekkjum grunnskóla
Reykjavíkur uppbyggileg sum-
arstörf ásamt fræðslu í öruggu
starfsumhverfi. Öllum nemendum 8.,
9. og 10. bekkja býðst að koma til
starfa við fjölbreytt verkefni sem
flest snúa að garðyrkju og umhirðu í
borginni.
Ekkert mál að vakna snemma
Arnór Arnórsson, nemandi við
Seljaskóla, er að eigin sögn vel
stemmdur fyrir sumrinu og sér-
staklega ánægður með launin sem
hann fær fyrir vinnuna. „Þetta eru
góð laun sko. Sex hundruð kall á tím-
ann,“ segir hann. Aðspurður segist
Arnór ætla að kaupa sér föt fyrir aur-
ana í uppáhaldsfatabúðunum sínum,
Polo og Levis. Hann segir lítið mál að
vakna snemma á morgnana til að
mæta í vinnuna enda hafi hann verið
vaknaður klukkan sex þennan morg-
uninn. Þá segist hann lítið stressa sig
yfir veðrinu. „Það er bara að klæða
sig vel,“ segir hann galvaskur.
Spara fyrir framtíðinni
Vinkonurnar Eygló Kristinsdóttir
og Bryndís Guðnadóttir taka undir
með Arnóri og segjast sáttar við að
byrja að vinna beint eftir skóla. „Þá
er auðveldara að vakna því við þurf-
um líka að vakna snemma til að mæta
í skólann,“ segir Bryndís. Þá segja
þær launin fyrir vinnuna ágæt. „Ég
ætla bara að safna peningnum og
spara hann fyrir framtíðina,“ segir
Bryndís.
Starf Vinnuskólans í
Reykjavík fer vel af stað
- Vaskur hópur ungmenna hóf störf í unglingavinnu í gær
Morgunblaðið/Unnur Karen
Beðahreinsun Nóg var um arfann í beðinu sem iðin ungmenni kepptust við að hreinsa á fyrsta degi Vinnuskólans.
Árrisull Arnór Arnórsson segir það
ekkert mál að vakna snemma.
Safna Eygló og Bryndís eru að
safna peningum fyrir framtíðina.
„Ég styð frelsi eldri borgara
til að ákvarða sjálfir
eigin getu og vilja til
atvinnuþátttöku.”
PRÓFKJÖR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Í SUÐVESTURKJÖRDÆMI
Í DAG FRÁ KL. 9 - 18