Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 4

Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Haustlitir í Svartaskógi sp ör eh f. Haust 8 Djúpgrænir skógar og snotur þorp einkenna hóla og hæðir Svartaskógar. Við gistum í vínræktarbænum Oberkirch í hjarta Svartaskógar, en vínakrar, gauksklukkur og kastalar eru aðalsmerki þessa fallega svæðis. Við förum í spennandi skoðunarferðir, t.d. til Strassborgar og Heidelberg, ökum klukkuveginn svokallaða og komum við á verkstæði þar sem gauksklukkurnar frægu eru smíðaðar. 2. - 9. október Fararstjóri: Þórhallur Vilhjálmsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Urður Egilsdóttir urdur@mbl.is Flestir landshlutar áætla að klára seinni bólusetningu í júlí en rúmlega 80% íbúa landsins 16 ára og eldri hafa annaðhvort smitast eða fengið bóluefni gegn Covid-19. Alls hafa 355.178 skammtar verið gefnir. Þar af hafa 238.814 einstaklingar fengið fyrri skammt en 153.725 eru fullbólu- settir. Þann 25. júní er gert ráð fyrir að öllum landsmönnum 16 ára og eldri hafi verið boðinn fyrri skammt- ur. Rúmlega 80.000 skammtar koma af Pfizer-bóluefninu í júní og rúm- lega 20.000 skammtar af Moderna í júní og júlí að sögn Júlíu Rósar Atla- dóttur, framkvæmdastjóra Distica sem sér um dreifingu á bóluefnun- um. Ekki liggur fyrir afhendingar- áætlun frá AstraZeneca og Janssen. Langflestir skammtar hafa verið gefnir af bóluefni frá Pfizer, Astra- Zeneca er í öðru sæti, þá kemur Janssen og Moderna rekur lestina. Enn á eftir að bólusetja um 30% í aldurshópunum 16-29 ára og 30-39 ára. Bólusetning skotgengur Blaðamaður heyrði í nokkrum heilbrigðisstofnunum landsins um stöðu bólusetninga. Baldvina Ýr Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands, segir að bólusetningar hjá þeim gangi gríðarlega vel. „Það er búið að boða næstu tvær vikurnar og þá eru allir sem komnir eru inn í kerfið okkar búnir að fá boð um fyrri bólusetningu,“ segir Baldvina. Í framhaldinu verði haldið áfram með að gefa fólki seinni skammt, þá verð- ur boðið upp á opna daga þeim sem hafa ekki getað þegið bóluefni eða viljað fá eitthvað sérstakt efni o.s.frv. „Við ætlum okkur að hafa bólusetn- ingar á meðan það er fólk til þess að bólusetja.“ Jónína Óskarsdóttir, fagstjóri hjúkrunar á heilsugæslusviði Heil- brigðisstofnunar Austurlands, tekur í sama streng og Baldvina með vel- gengni bólusetninga en Austurland leiðir bólusetningu á landsvísu hlut- fallslega. Að sögn Jónínu er reiknað með að búið verði að boða alla Aust- firðinga í seinni bólusetningu um miðjan júlí. „Á miðvikudaginn vorum við búin að boða alla í fyrri bólusetn- ingu. Núna einbeitum við okkur að bólusetningu tvö og að þeim sem urðu afgangs af einhverjum ástæð- um. Það verður ekkert sumarfrí fyrr en allir eru búnir að fá bólusetn- ingu,“ segir Jónína. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða reiknar með að klára seinni bólu- setningu í kringum byrjun júlí að sögn Hildar Elísabetar Pétursdótt- ur, framkvæmdastjóra hjúkrunar. „Við erum í seinni bólusetningu og að bólusetja þessar eftirlegukindur,“ segir Hildur og bætir við að næsta vika verði stór bólusetningarvika á Vestfjörðum. Hildur segir að stefnt sé að því að vera ekki með neinar bólusetningar í lok júlí svo fólk kom- ist í sumarfrí en allir munu þó kom- ast í bólusetningu. Í lok næstu viku ættu allir árgang- ar á höfuðborgarsvæðinu að hafa fengið boð í fyrstu bólusetningu að sögn Ragnheiðar Óskar Erlends- dóttur, framkvæmdastjóra hjúkrun- ar hjá Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins. Í framhaldinu verður haldið áfram með aðra bólusetningu. „Næstu þrjár vikurnar eftir að fyrsta boð hefur verið sent á alla verðum við í að endurbólusetja,“ seg- ir Ragnheiður og nefnir að síðustu vikuna í júní og þá fyrstu í júlí verði stórir AstraZeneca-dagar þar sem þeir 20 þúsund sem eiga eftir að fá seinni skammt fá hann. „Eftir þá viku verða minni dagar,“ segir Ragn- heiður. Aðspurð hvort hún geti sagt til um hvenær búið verði að fullbólu- setja alla segist Ragnheiður ekki geta svarað því að fullu en að búið verði að bólusetja þá sem verið er að bólusetja núna um miðjan júlí. Andrea Klara Hauksdóttir, hjúkr- unardeildarstjóri heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, seg- ir að búið sé að boða alla sem séu á skrá hjá þeim og búist er við að seinni bólusetning klárist í byrjun júlí. Andrea segir að nú sé verið að bólusetja eftirlegukindur en þó sé nokkuð stór hópur sem hafi ekki símanúmer á skrá og því hvetji stofn- unin fólk til að hafa samband til þess að boða sig. Bólusetja sýkta Í gær tilkynnti Embætti land- læknis að einstaklingum sem hafa sögu um Covid-19 eða mótefni gegn SARS-CoV-2 verði boðin bólusetn- ing til að efla vörn gegn endursýk- ingu. Bóluefni Janssen verður notað fyrir þennan hóp, nema fyrir ein- staklinga sem ættu að fá Pfizer-bólu- efni, s.s. vegna ungs aldurs eða þung- unar. Ef innan við þrír mánuðir eru frá staðfestri Covid-19-sýkingu er mælt með að beðið sé með bólusetn- inguna þar til að þeim tíma liðnum. Enginn greindist smitaður innan- lands í fyrradag og miðvikudaginn 16. júní. Fimm greindust þó á landa- mærunum í fyrradag en þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar, einn var með virkt smit og einn með mót- efni. Klára seinni bólusetningu í júlí - 80% landsmanna nú þegar með eitthvert mótefni - Von á 100 þúsund skömmtum í júní og júlí af Pfizer og Moderna - Bólusetja þá sem eru áður sýktir - Enginn greindist smitaður tvo daga í röð Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bólusetning Rúmlega 80% íbúa landsins 16 ára og eldri hafa annaðhvort smitast eða fengið bóluefni. Hlutfall bólusettra eftir aldri 100% 75% 50% 25% 0% 100.000 75.000 50.000 25.000 0 12-15 ára 16-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60-69 ára 70-79 ára 80-89 ára 90+ ára AstraZeneca Janssen Moderna Pfizer 60.052 37.361 20.258 121.143 H e im il d : C o v id .i s 98% 33% 32% 35% 32% 24% 44% 17% 26% 57% 10% 34% 56% 46% 48% 12% 87% 97% 98% Óbólusettir Bólusetning hafin Fullbólusettir Bólusetning hafin Fullbólusettir 38.761 21.291 37.361 13.833 6.425 39.903 81.240 Bólusettir eftir bóluefni og aldri Fjöldi bólusettra eftir bóluefni Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Arturas Leimontas var í gær sýkn- aður af ákæru um manndráp fyrir Landsrétti. Honum var gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að Egidi- jus Buzleis, 9. des- ember árið 2019, og hent honum fram af svölum á íbúð sinni á þriðju hæð að Skyggnis- braut í Reykjavík. Arturas hafði verið dæmdur fyr- ir manndráp í Héraðsdómi Reykjavíkur til 16 ára fangelsisvistar. Í dómi Landsréttar kemur fram að ekkert vitni bæri um það sem Arturas væri gefið að sök og sýnileg sönnun- argögn sönnuðu ekki háttsemina. Meðal þess sem Arturas bar fyrir sig var að Egidijus hefði ætlað að stökkva fram af svölunum með þeim hætti sem þeir höfðu lært í litháíska hern- um, en þeir voru báðir Litháar. Ákæruvaldið hafði ekki rannsakað þann möguleika nægjanlega gaum- gæfilega Því væri ekki yfir allan vafa hafið að Arturas hafi gerst sekur um manndráp. Helgi Magnús Gunnarsson vara- ríkissaksóknari segist hissa á niður- stöðunni. „Það er alveg ljóst að ef hann var að reyna að stökkva þarna fram af, einn og í gamni sínu, eins og hann hafði lært í sovéska hernum þrjátíu árum áður, þá skýrir það ekki þessar deilur milli hans og ákærða. Eins það að hann hafi verið með áverka sem höfðu komið til fyrr um daginn, fyrir stökkið. Er það bara ein- hver tilviljun? Svo er það þessi skýring ákærða að hann hafi verið að gera eitthvert her- mannastökk sem hann hafði lært þrjátíu árum áður, þetta var 57 ára gamall maður, bara einn úti á svölum, það er enginn að horfa á hann og eng- inn sem getur þá séð það sem hann ætlaði að sýna fram á að hann gæti gert,“ segir Helgi Magnús. Landsréttur sneri við 16 ára manndrápsdómi - Sagði hinn látna hafa ætlað að sýna hermannastökk Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsréttur Sýknaði í manndrápsmáli. Saksóknari segir áfrýjun ólíklega.Helgi Magnús Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.