Morgunblaðið - 19.06.2021, Side 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
S
kógrækt er bæði gefandi og
skemmtileg og um leið af-
ar mikilvæg til að ná ár-
angri í loftslagsmálum,“
segir Auður Kjartansdóttir, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur. Góð
þátttaka var á
gróðursetningar-
degi í hlíðum
Úlfarsfells um sl.
helgi. Um 1.500
trjáplöntur voru
gróðursettar í
loftslagsskóg-
inum þar; lund-
um sem ræktaðir
verða með til-
styrk Reykjavík-
urborgar til kolefnisjöfnunar.
Samningur Skógræktarfélags
Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar
um Loftslagsskóga var undirritaður
síðasta sumar, þegar haldið var
upp á 70 ára afmæli ræktunarstarfs
í Heiðmörk. Loftslagsskógunum er
ætlað að kolefnisjafna starfsemi
ýmissa sviða og stofnana borg-
arinnar. Um leið verða til nýir úti-
vistarskógar í borgarlandinu sem
veita kærkomin tækifæri til útiveru
og minnka vindstyrk til muna.
Borgin betri til búsetu
„Möguleikar til skógræktar
hér á Reykjavíkursvæðinu eru
miklir. Árangurinn talar sínu máli
og til eru mælingar sem staðfesta
að yfir langt tímabil hefur mjög
dregið úr vindstyrk á höfuðborg-
arsvæðinu. Hávaxin tré brjóta
vindinn niður og gera borgina betri
til búsetu en áður var,“ segir Auð-
ur Elva.
Áætlun um skógrækt í Úlfars-
felli gildi til tíu ára. Stefnt er að
því að skógurinn í fjallinu nái að
lokum yfir 200 hektara svæði. Ýms-
ar tegundir tjáa og plantna verða
gróðursettar auk þess sem gróður-
þekja í fjallinu verður styrkt. Mest
stendur til að gróðursetja af stafa-
furu, ilmbjörk, sitkagreni og
alaskaösp og talsvert af reyni og
elri.
Milli fjalls og fjöru
Verulegt magn kolefnis mun
bindast í skógunum í Úlfarsfelli.
Reikna má með að á hverjum hekt-
ara skóglendis bindist sjö tonn á
ári af CO2 að meðaltali næstu 50
árin. Á Íslandi bindur birki oft um
3,5 á hektara, sitkagreni um sjö en
ösp getur bundið um 20 tonn af
CO2, vaxi trén í frjósömu landi.
„Á gróðursetningardeginum
um síðustu helgi gróðursettum við
til dæmis víði, birki og furu. Núna
fyrri hluta sumars verður tekin góð
törn við gróðursetningu og svo aft-
ur í haust,“ segir Auður Elva.
„Við byrjum gróðursetninguna
í suðvesturhorni Úlfarsfellsins, upp
af verslun Bauhaus, en færum okk-
ur til austurs og inn til landsins. Í
sumar verða um 10.000 plöntur
góðursettar í Úlfarsfelli. Ég trúi
því að í þessu borgarfjall takist
okkur að raungera það sem Ari
fróði skrifaði, að sú var tíðin að
landið var skógi vaxið milli fjalls og
fjöru.“
Plöntuðu í nýjan loftslagsskóg
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Úlfarsfell Ræktun loftslagsskógar er hafin í SV-hlíðum fjallsins, þ.e. í framhaldi af svæði Mosfellinga í Hamrahlíð
sem er til vinstri. Svo verður haldið áfram inn til lands og austur, til hægri, sbr. þessa mynd sem tekin er við Korpu.
Vinnusöm Glaðvært fólk sem finnst gaman að græða landið skógi.
Úrval í Úlfarsfelli. Rækt-
að á vegum Reykjavíkur-
borgar. Kolefnisjöfnuð
starfsemi. Um 200 hekt-
ara svæði er undir í borg-
arfjallinu, sem líka er
vinsælt til útivistar.
Stafafuru, ilmbjörk og
sitkagreni er plantað.
Auður Elva
Kjartansdóttir
Gersemar Mar-
grétar Aldísar
Árnadóttur sem
dó átta ára gömul
árið 1909 eru
meðal gripa á
sumarsýningunni
Missi í Byggða-
safni Árnesinga í
Húsinu á Eyrar-
bakka. Sýningin
verður opnuð nk.
sunnudag, 20. júní, kl. 16 og er svo
uppi í safninu í allt sumar, sem er op-
ið alla daga kl. 11-18 til 15. september.
Persónulegir hlutir verða gjarnan
dýrgripir eftirlifenda þegar ástvinur
deyr. Látlausir hlutir líkt og pappírs-
bátur, herðasjal og sparibaukur
geyma oft djúpa sögu. Löngu seinna
rata slíkir gripir á safn; kannski þegar
tíminn hefur grætt sárin. Sýningin
Missir verður í borðstofu Hússins á
Eyrarbakka, segir í kynningu.
Byggðasafn Árnesinga
Missir í Húsinu
Margrét Aldís
Árnadóttir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eyrarbakki Byggðasafn Árnesinga.
Tónlistarkonan
Valgerður Jóns-
dóttir hlaut tit-
ilinn Bæjar-
listamaður
Akraness árið
2021 en tilkynnt
var um niðurstöð-
una 17. júní.
Valgerður er
fædd árið 1976 og
uppalin á Akra-
nesi. Hún hefur verið í tónlist síðan í
æsku, er tónmenntakennari við
Grundaskóla og stjórnar kórum.
Á ferli sínum hefur Valgerður starf-
að með fjölda hljómsveita, kórum og
sönghópum og flutt eigin tónlist og
annarra við ýmis tækifæri. Valgerður
hefur starfað mikið með eiginmanni
sínum Þórði Sævarssyni við tónlist-
arverkefni ásamt dóttur þeirra Syl-
víu. Árið 2018 hófu Valgerður og
Þórður rekstur afþreyingarsetursins
Smiðjuloftsins. Þar heldur hún reglu-
lega tónlistarnámskeið.
Bæjarlistamaður á Skaga
Valgerður
Jónsdóttir
Valgerður valin
Úlfarsfell Samvinna er mikilvæg.
Ljósmynd/Hjördís Jónsdóttir
Ræktun Börnin eru framtíðin og
sama má um skógræktarstarf segja.