Morgunblaðið - 19.06.2021, Síða 14
ekki síst í Vestur-Evrópu. Það hafi
gengið vel og teikn séu á lofti um
enn frekari vöxt á komandi árum.
Nefnir hann sem dæmi að Frakk-
landsmarkaður hafi tekið íslenska
skyrinu afar vel. Sala þar hófst í
smáum stíl á síðasta ári en nú
stefnir í yfir 700 tonna sölu í ár.
Ísey skyr er til sölu í einni
stærstu verslanakeðju landsins og
er að fara í sölu hjá fleiri keðjum.
Sala hófst á Spáni í ár og þróast
hægar en í Frakklandi
Góður gangur í Evrópu
Tafir hafa orðið á því að sala
hefjist í Þýskalandi vegna
kórónuveirufaraldursins. Þar átti
að hefja markaðsstarfið með kynn-
ingu í verslunum en það hefur
frestast. Nú er verið að kanna við-
tökurnar í fjórum verslunum.
Ari bendir á að í þessum þrem-
ur Evrópulöndum sé um 200 millj-
óna manna markaður og bindur
hann vonir við góða aukningu á
næstu árum.
Ísey hóf útflutning á skyri frá
Íslandi til sölu í nokkrum versl-
anakeðjum í Danmörku á síðasta
ári. Magnið er ekki mikið enda
selur samstarfsaðili Íseyjar í Dan-
mörku skyr í stærstu verslana-
keðjurnar þar.
Mesta ævintýrið í útflutningi á
þessu ári er að sögn Ara í Bene-
lux-löndunum og þá sérstaklega
Hollandi. Þar tvöfaldaðist skyrsal-
an á árinu 2020 og stefnir í að hún
fari vel yfir 1.000 tonn í ár.
Sala hefur aukist eða minnkað á
öðrum hefðbundnum mörkuðum en
Ari segir gleðilegt að tekist hafi
nokkurn veginn að halda sjó, þrátt
fyrir erfiðleika vegna faraldursins.
Tafir vegna faraldursins
Á móti ágætu gengi á mörk-
uðum í Evrópu hafa orðið tafir á
því að salan nái að blómstra á nýj-
um og fjarlægari mörkuðum.
Nefna má Rússland. Þar hefur sal-
an ekki aukist jafn mikið og áætl-
anir gerðu ráð fyrir. Ari nefnir að
salan í Rússlandi sé aðeins um
fimmtungur af sölunni í Finnlandi
þótt markaðurinn sé margfalt
stærri. Ísey gerir þó ráð fyrir að
Rússlandsmarkaðurinn taki við sér
á næstu árum.
Sömu sögu má segja um Jap-
ansmarkað. Þar hófst framleiðsla
og sala á skyri á síðasta ári og
miklar vonir voru bundnar við
aukningu á næstu árum. Tekur Ari
fram að samstarfsaðilar Íseyjar í
Japan hafi staðið vel að verki og
þeir hafi áfram trú á verkefninu.
Skyrið hafi fengið mjög góðar við-
tökur við bragðprófanir í Japan og
því segist hann hafa tröllatrú á að
salan aukist hratt þegar ástandið
vegna kórónuveirufaraldursins
lagast.
Dráttur hefur orðið á því að
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þrjú stór markaðssvæði bætast á
heimskort Ísey skyrsins á þessu
ári; Nýja-Sjáland/Ástralía, Þýska-
land og Spánn. Ný mjólkurbú sem
byggð eru til að framleiða Ísey
skyr taka til starfa á Nýja-
Sjálandi og í Bretlandi á árinu og
stefnt er að opnun verksmiðju í
Kína undir lok næsta árs. Salan
hefur margfaldast á undanförnum
árum, var um 19 þúsund tonn á
síðasta ári og áætlanir gera ráð
fyrir að hún verði orðin þrefalt
meiri á árinu 2025.
Ísey útflutningur ehf. hefur
starfað sem sjálfstætt fyrirtæki í
eigu Auðhumlu sem er samvinnu-
félag mjólkurframleiðenda og
Kaupfélags Skagfirðinga frá 1.
september en áður hafði skyrút-
flutningnum verið sinnt af sam-
nefndu dótturfélagi Mjólkursam-
sölunnar og sölu- og markaðsdeild
fyrirtækisins. Ísey útflutningur
vinnur að auknum útflutningi á
skyri frá Íslandi undir merkjum
Íseyjar. Stærri hluti starfseminnar
byggist þó á útflutningi á þekk-
ingu á framleiðslu á skyri í formi
sölu á rétti til að framleiða og
selja skyr undir vörumerkinu.
Ari Edwald, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, segir að vegna
kórónuveirufaraldursins hafi orðið
tafir á framgangi verkefna á fjar-
lægari mörkuðum. Meiri áhersla
hafi verið lögð á nálæga markaði,
framleiðsla á skyri hefjist í Kína.
Nú er staðan sú að samstarfsaðilar
Ísey útflutnings og borgaryfirvöld
í Dongguan sem er í Guangdong-
héraði, skammt frá Shenzhen, hafa
undirritað viljayfirlýsingu um að-
stöðu fyrir skyrverksmiðju í iðn-
aðarhúsnæði sem þar er verið að
reisa.
Vonast er til að framleiðsla geti
hafist undir lok næsta árs. Ari
segir að betra sé að hafa færri orð
en fleiri um þá möguleika sem
skapast á þessum stóra markaði.
Þróunin geti ráðist af svo mörgu,
allavega geti tekið tíma að koma
sér þar vel fyrir.
Víðar áhugi á samstarfi
Sjálfstætt fyrirtæki sem Ísey út-
flutningur á hlut í, Icelandic Pro-
visions, annast framleiðslu og sölu
á skyri á Bandaríkjamarkaði. Þar
er stöðug aukning í sölu. Ari segir
að svo virðist sem fólk hafi farið
að hugsa meira um heilsuna í far-
aldrinum og margir hafi trú á
gerjuðum mjólkurvörum eins og
skyri.
Framleiðsla á Ísey skyri hefst í
nýrri verksmiðju í Nýja-Sjálandi í
næsta mánuði og sala á afurðinni í
því landi og Ástralíu.
Ari getur þess að nú þegar kór-
ónuveirufaraldurinn er í rénun
hafi nokkrir áhugasamir aðilar lát-
ið vita af sér og óskað eftir sam-
starfi, meðal annars í Suður-
Ameríku. Tekur Ari fram að það
taki yfirleitt um fimm ár að koma
framleiðslu og sölu á skrið á nýj-
um mörkuðum.
Góður markaður er fyrir Ísey
skyr á Bretlandi og hefur honum
að mestu verið sinnt með fram-
leiðslu frá Danmörku. Fyrir
nokkrum árum var samið um
kvóta til útflutnings á skyri til
Evrópusambandslanda. Þegar út-
ganga Bretlands úr ESB var sam-
þykkt og sá markaður var í upp-
námi var ákveðið að koma upp
verksmiðju í Wales til að framleiða
skyr fyrir markaðinn í Bretlandi.
Átti að hefja framleiðslu á síðasta
ári en kórónuveirufaraldurinn hef-
ur tafið ýmis verk við uppbygg-
inguna. Nú er stefnt að því að
hefja framleiðslu í ágúst.
Ari segir óljóst hvernig sá kvóti
sem Ísland fær til útflutnings á
skyri til Bretlands með nýgerðum
fríverslunarsamningi nýtist Ísey
útflutningi. Það geti farið eftir því
hvernig salan í Bretlandi þróast og
hvort möguleikar opnist til sölu á
skyri í nýjum umbúðum. Nefnir
hann svokallaðar skvísur, sem eru
vinsælar hér á markaðnum, í því
efni.
Ísey sækir á þrjú ný markaðssvæði
- Stefnt að aukningu í sölu á íslensku skyri - Ísey sérstaklega vel tekið í Frakklandi og Hollandi
- Framleiðsla hefst í nýjum verksmiðjum á Nýja-Sjálandi og Bretlandi í sumar og í Kína á næsta ári
Sala á skyri margfaldast
Þúsundir tonna, Ísland meðtalið
40
30
20
10
0
Rauntölur Áætlun fyrir 2021-2023
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 2023
7
12
14 15
17
18 18 19
26
34
41
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Svartur/Dark Ash Walnut að innan (einnig til svartur).10 gíra
skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flott-
asta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlit-
aðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.580.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Litur: White Frost/Dark Ash Walnut að innan. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir
brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.680.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Ísey útflutningur hefur tekið þátt í
þróun á jurtavörum með Mjólk-
ursamsölunni og Icelandic Provi-
sions, skyrfyrirtækinu í Bandaríkj-
unum. Tilraunaframleiðsla er
hafin hjá MS á Selfossi og afurðin,
„Oatmilk skyr“, er komin til sölu í
430 sælkeraverslunum Whole Fo-
ods Market í Bandaríkjunum.
Ari segir að þótt þetta sé ekki
mjólkurafurð þurfi þekkingu
mjólkuriðnaðarins til að búa til
góða vöru af þessu tagi. Mark-
aðurinn kalli eftir jurtavörum, til
hliðar við mjólkurafurðir. Afar vel
hafi tekist til með þróun á þessari
tilteknu afurð, hún sé bragðbetri
en aðrar sambærilegar vörur sem
hann hafi bragðað á. „Hafra-
mjólkurskyrið“ sé spennandi nýj-
ung og geti skapað vaxtartækifæri
á mörkuðum Ísey útflutnings. Tek-
ur Ari fram að engar ákvarðanir
hafi verið teknar um framhaldið en
bendir á að allir fulltrúar sam-
starfsaðila Íseyjar erlendis sem
smakkað hafi jurtaskyrið hafi
dásamað það og séu áhugasamir
um að fá það til sölu með hinu
hefðbundna íslenska skyri.
Hins vegar segir Ari að fram-
leiðslan sé enn á tilraunastigi og
takmarkaðir framleiðslumögu-
leikar á Selfossi, enn sem komið
er.
Áhugi á skyrbarnum
„Okkar stóra verkefni er eftir sem
áður að halda áfram að auka sölu á
hefðbundnu Ísey skyri,“ segir Ari
og nefnir að þar muni Ísey skyr-
barinn gegna lykilhlutverki.
Vöxtur hefur verið hjá Ísey Skyr
Bar og nú eru reknir sjö slíkir stað-
ir hér á landi, flestir í tengslum við
veitingastaði N1, og fleiri í und-
irbúningi. Þá eru tveir slíkir staðir
reknir í Finnlandi og stefnt er að
hraðri fjölgun á næstu árum. Ari
segir að verulegur áhugi sé á verk-
efninu í fleiri löndum en kór-
ónuveirufaraldurinn hafi hægt á
framkvæmdinni.
VÖRUÞRÓUN
Skyr úr haframjólk í verslanir
Whole Foods í Bandaríkjunum
„Jurtaskyr“ Skyr úr haframjólk sem
framleitt er á Selfossi er nú til sölu í
verslunum Whole Foods Market.
Morgunblaðið/Eggert
Á erlendum mörkuðum Ari Edwald stýrir Ísey útflutningi sem sér um út-
flutning á skyri og aðra erlenda starfsemi sem áður var undir hatti MS.