Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.2021, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 2021 Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com Sölustaðir: Hagkaup, Nettó, Melabúð, Fjarðarkaup, Heilsuhúsið, Frú Lauga, Matarbúðin, Brauðhúsið, Fiskkompaní, Mamma veit best og Matarbúr Kaju Akranes Vestmannaeyjar Ómar Garðarsson „Það sem okkur langar að gera í Herjólfsbæ er að segja sögu Herjólfs Bárðarsonar sem fyrstur nam land í Vestmannaeyjum. Sögu sem er meira en 1.000 ára gömul. Eitthvað er um skriflegar heimildir en við höfum fengið að- stoð sagnfræðinga og ætlum að nýta stafræna tækni til að koma sögunni á framfæri. Hvernig var t.d. mánudagur í bæ Herjólfs og var fjör á laugardögum? Þetta er það sem okkur langar til, að bregða ljósi á daglegt líf fyrstu Eyjamannanna,“ segir Einar Birgir Baldursson, sem rekur ferðaþjónustufyrirtækið Eyja- tours með konu sinni, Írisi Sif Hermannsdóttur. Þau gerðu í vetur samning við Vestmannaeyjabæ um rekstur Herjólsbæjar sem var reistur á árunum 2005 til 2006 að frum- kvæði Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns. Bærinn er tilgátu- hús og byggt sem langhús og gripahús. Á síðasta ári gaf Herjólfsfélagið Vestmannaeyjabæ bæinn sem óskaði eftir tilboðum um nýtingu, rekstur og viðhald Herjólfsbæjar, með áherslu á fræðslu, kynningu á sögu og menningu þess tíma og ferðamennsku. Allt verði sem raunverulegast Alls bárust Vestmannaeyjabæ fjórar tillögur og varð tillaga Eyjatours fyrir valinu. Gert er ráð fyrir að bærinn verði opnaður í breyttri mynd á næsta ári. Og Einar Birgir ætlar að vanda til verka. „Við erum t.d. í samninga- viðræðum við bandarískt fyrir- tæki um gerð á dúkkum í fullri líkamsstærð, mjög raunverulegar sem verða klæddar í búninga eins og við höldum að fólk á þessum árum hafi klæðst. Herjólfur var húsbóndi á sínu heimili, átti konu og börn og svo voru þarna þræl- ar. Þegar fólk kemur inn sér það fólk að störfum og Herjólf brugga mjöð. Þá vill það vita meira og þar kemur stafræna tæknin að góðum notum. Hver persóna er með sinn kóða og í stað þess að fá upplesinn texta birtist stuttmynd í símanum hjá þér. Þetta má svo þróa áfram og það munum við gera. Í gripa- húsinu verða svo uppstoppuð heimilisdýr,“ segir Einar Birgir. Leynir á sér Herjólfsbær leynir á sér og er mun stærri en ætla mætti þegar inn er komið. Í langhúsi er lang- eldur og lokrekkjur til beggja hliða. Einar Birgir segir eitthvað um fúa en að mestu leyti lítur timbrið vel út. „Allar skemmdir verða lagfærð- ar. Bæjaryfirvöld treystu okkur fyrir bænum og við munum leita til fagfólks um allar lagfæringar og breytingar,“ segir hann. Ekki ætla þau að vera með veislur í Herjólfsbæ en eru tilbúin til samstarfs við veitingamenn í Vestmannaeyjum. Þau hafa grafið upp að Herjólfur var mikill brugg- ari þannig að öl var drukkið í Herjólfsdal áður en fyrsta þjóðhá- tíðin var haldin 1874 þegar fagnað var 1000 ára afmæli Íslands- byggðar. Herjólfur ekki góður gæi Á Heimaslóð segir að Ormur auðgi hafi fyrstur byggt Eyjar en aðrar heimildir, sem eru taldar áreiðanlegri, herma að Herjólfur hafi fyrstur manna sest að í Vest- mannaeyjum og reist býli sitt í Herjólfsdal um eða eftir árið 900. Herjólfur var ruddi og meinaði ná- grönnum aðgang að vatnslind, Daltjörninni, en það leyfði Vilborg, dóttir hans, þegar kallinn sá ekki til. Sagan segir að Vilborg hafi elt hrafn sem hrifsaði af henni skó en í sömu andrá féll skriða á bæinn og var henni borgið. Vilborg setti bæ sinn austur á Heimaey og var nefndur Vilborgarstaðir. 8 hús og garðhleðslur fundust Sumarið 1971 stýrði Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifa- fræðingur uppgreftri í Herjólfsdal og lauk rannsóknum hennar 1980. Á um 1.300 fermetrum fundust átta hús og garðhleðslur frá fjór- um til fimm byggingarskeiðum. Samkvæmt aldursgreiningu voru elstu húsbyggingarnar frá fyrri hluta 9. aldar eða mun eldri en áð- ur var talið. Þessar merku fornminjar voru urðaðar en það sést móta fyrir þeim. Nokkuð víst er að tugþús- undir þjóðhátíðargesta sem þar ganga um hafa enga hugmynd um söguna sem þar er að finna. Hið daglega líf landnámsmanns - Einar Birgir Baldursson og Íris Sif Hermannsdóttir ætla að bjóða upp á nýjung í ferðaþjónustu í Herjólfsbæ í Vestmannaeyjum - Segja sögu Herjólfs Bárðarsonar sem fyrstur nam land í Eyjum Morgunblaðið/Óskar Pétur Í Herjólfsdal Einar Birgir Baldursson við Herjólfsbæinn en þar á að setja upp sýningu um Herjólf Bárðarson. Herjólfsbær Í langhúsi er langeldur og lokrekkjur til beggja hliða. Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Stjórn Félags íslenskra rannsókna- lækna telur skýrslu Haralds Briem, fyrruverandi sóttvarnalæknis, um breytingar á skipulagi og fram- kvæmd skimunar fyrir krabbameini í leghálsi ófull- nægjandi. Stjórn- in telur Harald ekki óháðan. Þá telur stjórn félagsins að skýrslan sé til- raun stjórnvalda til að firra sig ábyrgð og gera lítið úr þeirri slæmu stöðu sem þetta mikilvæga heilbrigðismál hef- ur ratað í. Um Harald Briem segir stjórnin í ályktun: „Skýrsluhöfundur getur tæplega talist óháður þar sem hann gegndi embætti ritara skimunarráðs og faghópa þess og tók þátt í um- ræðum að álitsgerðum þessara ráð- gefandi aðila. Þar áður var hann sóttvarnalæknir og þar með undir- maður þáverandi landlæknis, Birgis Jakobssonar, sem nú er pólitískur aðstoðarmaður Svandísar Svavars- dóttur heilbrigðisráðherra. Því er ljóst að varla er hægt að halda því fram að skýrsluhöfundur sé óháður í þessu máli.“ „Ég fór á eftirlaun árið 2015, þeg- ar ég varð 70 ára. Síðan þá hef ég verið beðinn um að taka að mér ýmis verkefni, bæði fyrir [heilbrigðis- ]ráðuneytið og embætti Landlæknis. Ég hef verið öllum óháður að mínu mati,“ sagði Haraldur Briem þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við ályktun rannsóknalækna. Hann segir aðdraganda þess að hann hafi verið ritari skimunarráðs einungis vera þann að þar hafi þurft að kalla til hóp sérfróðra og hann hafi verið þar á meðal. Hans hlut- verk hafi einungis snúið að ritara- störfum. „Þetta eru allt sérfræðing- ar og fagmenn. Það er fjöldi manna sem kemur að þessu. Ritari gerði ekkert annað en að kalla fólk saman og reyna að fá niðurstöður í málin,“ segir Haraldur. Spurður hvort að samband hans við Birgi Jakobsson, aðstoðarmann Svandísar, sé eitthvað sem hefði getað gert hann vanhæfan í sinni vinnu segir hann ekki svo vera. „Já já, við áttum ágætis sam- starf þegar hann var og hét í þessu embætti. Ég hef síðan unnið með Ölmu Möller.“ Telja Harald ekki geta talist óháðan - Haraldur hafnar fullyrðingum lækna Haraldur Briem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.